Hver er neyðarhemill lýðræðisins??

 

Það er ef stjórnvöld eða meirihluti Alþingis bregðast skyldum sínum til dæmis vegna spillingar, hagsmunatengsla, gerræðislegra vinnubragða, afsala gæðum og gögnum landsins til erlends valds, eða annað sem telst óeðlilegt en þjóðin hefur engin tök á að bregðast við sökum þess að viðkomandi einstaklingar hafa stjórn á framkvæmdavaldinu og löggjafarþinginu.

Í gegnum tíðina hafa borist fréttar utan frá hinum stóra heimi þar sem forsetar hafa verið settir af að skipan stjórnlagadómsstóla, hæstaréttar eða annarra apparat sem fylgja sjálfstæði dómsvaldsins.

Eins hafa forsetar leyst upp ríkisstjórnir, rofið þing og boðað til kosninga.

 

En ef valdaklíkan á Íslandi ræður bæði ríkisstjórn og Alþingi, hefur tangarhald á fjölmiðlum (mjög algengt að þetta fari saman í spillingar og einræðisríkjum) þá getur hún gert ýmsan skandal milli kosninga, suma jafnvel óafturkræfa.

Stjórnarskráin er enginn hemill, við sjáum það í orkupakkamálinu, hún er einskis nýtt plagg á meðan ekkert vald verndar hana.

 

Lýðræði byggist á trausti, að menn virði leikreglur, virði sjálfstæði dómsstóla, virði lögin og svo framvegis.

En hvað gerist þegar þetta traust er rofið??

Þegar þáverandi dómsmálaráðherra kaus að skipa hluta af dómurum Landsréttar eftir geðþótta, en ekki gildandi lögum, þá braut hún lög, og vanvirti sjálfstæði dómsstólsins, og vegna pólitískra refja hélt hún embætti sínu.  Eftir sat lamað dómskerfi, því enginn vissi hvaða hagsmunum hinir ólöglegu skipuðu dómarar voru háðir, og það þurfti dóm að utan til gerræðið sætti afleiðingu.

Ekkert afl innanlands stöðvaði gerræðið og þessa vanvirðingu á leikreglum lýðræðisins.

 

Þessi spurning verður ennþá áleitnari þegar mikill meirihluti þingmanna ætlar fullum fetum að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu sem endanlega markaðsvæðir raforkuna okkar, og þrýstir henni inn á sameiginlegan raforkumarkað Evrópu undir boðvaldi yfirþjóðlegrar stofnunar, Orkustofnunar Evrópu ACER.

Afleiðingarnar af þessu eru skýrar. Stórhækkun raforkuverðs að meðaltali, gífurleg hækkun á álagstoppum eins og í kuldaköstum, fjöldagjaldþrot í þeim atvinnugreinum sem treysta á stöðugt framboð á ódýrri innlendri orku, einkavæðing orkufyrirtækja og ekki hvað síst, stóraukinn þrýsting á allskonar virkjanir því innlent regluverk vegur einskis gagnvart hinu yfirþjóðlega.  Svo eitthvað sé nefnt.

 

Ekkert af þessu hefur verið rætt í aðdraganda kosninga, hvorki fyrir þær síðustu, þar síðustu eða þegar hinir orkupakkarnir voru samþykktir.

Samt er slík samræða við þjóðina, að setja fram skýra stefnumörkun um grunnmál samfélagsins, líklegast mikilvægasta óskráða regla lýðræðisins, sé hún ekki virt, þá er nær að tala um gerræði en ekki lýðræði.

Og ef menn tala mannamál, venjulega íslensku alþýðufólks, þá er slíkt í raun valdarán, völdum er rænt frá þjóðinni í nafni milliríkjasamnings sem þjóðin hefur aldrei á nokkrum tímapunkti fengið tækifæri til að greiða atkvæði um.

 

Í þessu samhengi öllu skiptir ekki máli hvort þetta er til hagsældar fyrir þjóðina eða ekki, það felst í lýðræði að ræða svona mál, gera grein fyrir stefnu sinni, og láta reyna á fylgi hennar í kosningum.

Það litla sem menn þó vissu um afstöðu allra núverandi stjórnarflokka, var að þeir voru á móti þessu regluverki, það er markaðsvæðingu orkunnar og hinu yfirþjóðlegu forræði.

Þegar á reynir eftir kosningar, er algjörlega skipt um skoðun, og slíkt er andlýðræðislegt í grundvallaratriðum.  Er í raun fals og blekking, eins og það sé þegjandi samkomulag stjórnmálaflokkanna að sumir segist vera með, aðrir á móti, atkvæði skiptast eftir skoðunum kjósenda, en síðan skipta þau í reynd engu máli, það er þegar búið að ákveða að regluverkið verði samþykkt. 

Í reynd er kosningar gerðar marklausar, í raun er aðeins kosið um andlit og nöfn, hinir undirliggjandi þræðir valdsins hafa þegar ákveðið allt sem máli skiptir.

 

Þó þetta allt sem rakið er hér að ofan er dregið saman, þá er kannski ekki víst að þörf sé á neyðarhemil, óneitanlega eru þetta áður þekkt vinnubrögð, og í reynd hefur þróun vestræns lýðræðis verið í þessa áttina.

Eins og Arnar Þór Jónsson orðaði það svo vel í blaðaviðtali þar sem hann lýsir þróun Evrópusambandsins "Lýðræðis­leg vinnu­brögð hafi þannig til að mynda vikið fyr­ir val­boði ofan frá. Dóm­stól­ar og eft­ir­lits­stofn­an­ir taka ákv­arðan­irn­ar og stýra ferl­inu, en ekki kjós­end­ur og lýðræðis­lega kjör­in lög­gjaf­arþing".

Það væri frekar þörf á neyðarhemil ef upp kæmi það ástand ef upp kæmist að landið væri orðið útbú glæpasamtaka sem hefðu gert það að miðstöð peningaþvættis eða eiturlyfjasölu líkt og var í Panama á sínum tíma áður en Bandaríkin gripu inní.  Eða þegar stjórnmálastéttin tók ákvörðun að selja landsmenn í skuldaþrældóm breta þarna um árið. 

Og þá var gripið inní, neyðarhemillinn reyndist vera forsetinn á Bessastöðum, en reyndar var þá ekki brúða í forsetasætinu.

 

En þessi hugsun um neyðarhemilinn hefur samt leitað æ sterkar á mig síðustu daga, og það var ekki fyrr en Sigurður Ingi samgönguráðherra hélt sína frægu ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins og uppskar mikið klapp, sem ég skyldi hvað var að angra mig.

Til upprifjunar enn og einu sinni hvað ESB segir að sé í þriðja orkupakkanum; "The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU .. electricity market. ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity .. and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ..".

Endursögn Sigurðar Inga er svohljóðandi; "Með orkupakka þrjú mun ekk­ert breyt­ast nema að eft­ir­lit Orku­stofn­un­ar verður betra og hags­mun­ir neyt­enda bet­ur tryggðir,".

 

Þetta er ekkert grín, hann sagði þetta.

Hann minnist ekki á að markmiðið sé einn orkumarkaður (single electricity market), reglur um aðgang að tengingum milli landa (cross-border exchange) kallar hann reglur um tryggja betur hagsmuni neytenda og Orkustofnun Evrópu ACER kallar hann Orkustofnun Íslands.  Og að regluverkið um ACER fjalli þá um hvernig eftirlit Orkustofnunar verði betra.

Allt í einu kom uppí huga mér Sýn úr einni myndinni um Ástrík og Steinrík, þar sem Sjóðríkur hafði bruggað seið sem gerði þá sem drukku, bernska, og þeir böbluðu.

Böbluðu svona barnamál, eða bernskumál.

 

Og að mér lagðist hræðilegur grunur, er þetta raunin??

Það var alltaf óskiljanlegt hvernig fullorðið fólk talaði eins og krakkar í þessu máli, og þó maður hafi skrifað það á ungan aldur bæði iðnaðarráðherra og formanns utanríkismálanefndar, þá var það samt aðeins tilraun til að skýra hið óskýranlega.  Báðir þessir einstaklingar eru jú um og yfir þrítugt, og vart hægt að tala um krakka lengur.

Og hvernig sem er litið á Sigurð Inga, þá er ekkert barnalegt við útlit hans eða talsmáta.

Samt talar hann bernskumál þannig að útskýring hans um orkupakka 3 er með öllu óskiljanleg, nema vegna þess að maður veit um hvað hann er að tala.  Svona eins og þegar eins og hálfs árs gamall frændi minn sýndi mér hest, og sagði "ho ho". Þá sagði ég, "a ha, hestur".

 

Þetta gæti alveg verið plott í Bond mynd, sérstaklega á meðan Blofeld var og hét.

Hann var það djöfullegur að hann hefði alveg getað ákveðið að bernska ríkisstjórn Íslands til að græða nokkra milljarða á einkavæðingu Landsvirkjunar, það var nefnilega mikill misskilningur að hann hafi alltaf verið annað hvort að leggja undir sig heiminn eða starta þriðju heimsstyrjöldinni.

En í raunveruleikanum?????????

Allavega aldrei gerst áður.

 

En hvað ef þetta er skýring á hinu óskiljanlegu tali ráðamanna um orkupakkann.

Að nútímatækni hafi verið notuð á einhvern hátt til að ná valdi yfir ríkisstjórn og þingi.

Hvað er þá til ráða, hver er neyðarhemillinn??

 

Síðan má spyrja hvort það skipti einhverju máli hvort ytra afl hafi náð að bernska ráðafólk okkar, eða það hafi sjálft kosið að bernska sig, til að geta látið alla þá vitleysu út úr sér sem það hefur gert í þessu máli?

Skiptir skýringin máli, er ekki aðalatriði málsins það að einhver mörk eiga að vera á árásum á staðreyndir í grundvallarmálum eins og þessu, og ef þau mörk eru rofin, að þá grípi sjálfkrafa neyðarhemill inní??

 

Og ef fólki finnst engin mörk vera á slíku, að stjórnmálamenn megi ljúga og blekkja eins og mikið og ímyndunarafl almannatengla leyfir þeim, að það sé hluti af lýðræðinu, er þá samt ekki einhver mörk á bablinu.

Á hinu óskiljanlegu bernskumáli sem notað er til að lýsa orkupakka 3, svona í ljósi þess um hvað hann er.

Svo ég spyr enn og aftur, hvar eru mörkin, og hvar er neyðarhemillinn??

 

Því við erum ekki í bíómynd.

Hvað þá teiknimynd.

 

Við erum í raunveruleikanum.

Og hann á ekki að vera eins og bíómynd, hvað þá teiknimynd.

 

Jafnvel þó einhverjir telji sig geta grætt milljarða á slíkum farsa.

Þá er bara slíkt ekki í lagi.

Kveðja að austan.

 


Bloggfærslur 9. júní 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 960
  • Sl. viku: 5518
  • Frá upphafi: 1338405

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4865
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband