Þetta er eins og ís á vatni sem er að bresta??

 

Fyrst koma fíngerðar sprungur sem breiðast út, brak heyrist og svo pomm, það sem virtist traustur ís, er orðinn að þúsund brotum, misstórum, og sá sem treysti á ísinn, fellur niður um hann.

Hver man ekki eftir hinum ógleymanlegu atriði í lokaatriði loka myndarinnar um Hobbitann þar sem Þorinn barðist við Azog höfðingja drýslanna??

En bardagi þjóðarinnar við Alþingi og fjárfesta um yfirráðin yfir orkuauðlindum þjóðarinnar er því miður ekki eins sjónrænn og hann er ekki fiction, hvað þá að megi horfa á hvíta tjaldinu.

 

Samt sem áður fékk ég þessi hughrif þegar ég las þessa frétt Mbl.is, svona á fjórða valdið að virka.

Segja frá efnisatriðum málsins, kynna staðreyndir, segja frá hvað er að gerast annars staðar, og ekki hvað síst, út frá þekktum staðreyndum og því sem þegar hefur gerst, lýsa því sem líklegast mun gerast.

"Þá krefst ESA skýr­inga á því hvernig ráðstöf­un nýt­ing­ar­rétt­ar vatns­falla og rekst­ur virkj­anna er háttað, jafn­framt hvers vegna rétt­ind­in og rekst­ur virkj­ana sé ekki boðin út inn­an EES-svæðis­ins á grund­velli þjón­ustu­til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.".

Það er eins og allur málflutningur stjórnvalda sé að bresta eins og ís á vatni, heldur ekki neinum rökum, barnaskapurinn og lygarnar blasa öllu læsu fólki við.

 

Eftir ítarlegt viðtal Morgunblaðsins við Arnar Þór Jónsson héraðsdómara þar sem hann bendir blaðamanni kurteislega á að orkupakki 3 fjalli um tengingar yfir landamæri ásamt regluverki þar um, og það sé engin dæmi um að einhliða fyrirvara haldi, þá er aðeins hægt að deila um eitt þegar stjórnmálamenn tala um aukið sjálfstæði Orkustofnunar, gegnsæi ársreikninga eða bætt neytendavernd.

Og það hvort viðkomandi sé raðlygari eða svo bernskur að hann skilji ekki einfalt lagamál.  Jú reyndar hvort hann sé fífl, og þá hvort að sé hægt að affífla hann, en látum það liggja milli hluta. 

 

Núna útskýrir Morgunblaðið hvað gerist þegar það er búið að markaðsvæða orkuna, og hvernig stofnanir regluveldisins berja EES ríki til hlýðni með regluverkinu.

Þar má segja að undanhald Norðmanna er ekki samkvæmt áætlun.

Og hér verður ekkert undanhald, fjárfestarnir sem fjármagna afstöðu stjórnvalda, sjá til þess að svo verði.  Aðeins verður rifist þegar útdeiling gæðanna hefst, hvort þessi fái meiri en hinn og svo framvegis.  Þó munu Píratar ekki rífast mikið, þeim mun duga ókeypis netáskrift í nokkra mánuði. 

 

Núna mætti ætla að einhver gripi inní umræðuna og segði; "ókei, við vorum að ljúga, en rafmagn er vara (til dæmis haft eftir Þórdísi Kolbrúnu) og vöru á að selja á markaði þeim sem býður best.  Landsvirkjun er svo fjöregg þjóðarinnar og þjóðin hirðir þá arðinn.

Í það fyrsta að fólk sem hefur þegar logið öllu, það virkar ekki beint trúverðugt þegar það talar um Landsvirkjun sem fjöregg þjóðarinnar, en það getur réttilega bent á að því verði fleygt út af þingi í næstu kosningum, og þjóðin geti þá kosið þá sem hún telur sig geta treyst til að gæta fjöreggsins.

Þá í öðru, skiptir það ekki máli, regluverkið sér til þess.

 

Á þetta höfum við bloggararnir marg bent á, en orð okkar hafa ekkert vægi í opinberri umræðu.  Og smærri fjölmiðlar eins og Bændablaðið hafa ekki slíkt vægi því miður.

Þess vegna væri óskandi að blaðamaður Morgunblaðsins myndi kynna sér umfjöllun Bændablaðsins um stríð ESB við einstök aðildarríki um losa um tök ríkisfyrirtækja á raforkuframleiðslu, og hvernig því lauk með fullum sigri regluveldisins.

Meir að segja Frakkland þurfti að lúta í gras, og svo reyna raðlygararnir að telja íslensku þjóðinni í trú um að hún geti staðið gegn því, og haft sigur. 

Með einhliða fyrirvörum sínum, með því að hundsa regluverkið, með því að hundsa úrskurði ESA, með því að hundsa dóma og sektargreiðslur.  Og raðlygararnir sjá um varnirnar.  Trúlegt eða hitt þó heldur.

 

Þá brestur ísinn endanlega undan landsölufólkinu og þegar það verður dregið á þurrt, þá mun það standa berstrípað frammi fyrir alþjóð og aðeins nakin hagsmunagæslan fyrir þá fjárfesta sem ætla sér að græða á orkunni okkar, stendur eftir.

Fólkið sem seldi auðlindina.

Grenjandi krakkar í bland við raðlygara.

Slíkur er nefnilega máttur staðreynda og vandaðar fréttaumfjöllunar.

 

Einu sinni sagði þjóðskáldið, "Íslands óhamingju verður allt að vopni".

Í dag má snúa þessu við, það fellur með þjóðinni þegar Morgunblaðið uppgötvar á ný tilgang sinn og hlutverk.

Verður risinn sem það einu sinni var.

 

Þjóðinni verður allt að gæfu.

Kveðja að austan.


mbl.is Er rafmagnsframleiðsla þjónusta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist þegar lygi er endurtekin nógu oft??

 

Hugsanlega ferðu að trúa henni, en þú situr uppi með gott íslenskt orð, sem endar á hlaupur.

 

Sigurður Ingi segir; "Með orkupakka þrjú mun ekk­ert breyt­ast nema að eft­ir­lit Orku­stofn­un­ar verður betra og hags­mun­ir neyt­enda bet­ur tryggðir,".

Evrópusambandið segir að sá hluti orkupakkans sem fjallar um raforkumarkaðinn (hinn hlutinn fjallar um gasmarkaðinn) fjalli um tengingar milli landa þar sem markmiðið er einn sameiginlegur raforkumarkaður og um yfirþjóðlega stofnun, ACER sem mun framfylgja markmiðum bandalagsins í þeim efnum.

 

Evrópusambandið gæti verið raðlygari, sem kallast á góðri íslensku lygahlaupur, en þá trúir það sinni eigin lygi, því bæði er hún í texta regluverksins og endurtekin í öllu kynningarefni sambandsins.  Svona til upprifjunar; "one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009) and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009).".

Og öll aðildarríki sambandsins hafa staðfest þessa meintu lygi og eins 2 af 3 EES ríkjunum, það er Noregur og Liechtenstein.

Svo það er ekki mjög sannfærandi að halda því fram að ESB ljúgi og Sigurður Ingi segi satt.

 

Sem vekur upp þá óþægilegu spurningu, trúir samgönguráðherra sinni eigin lygi, eða er hann vísvitandi að ljúga að flokksfélögum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins.

Það fyrra gæti einfaldlega hugsast ef hann er einfeldningur, en hver vill fullyrða slíkt um samgönguráðherra þjóðarinnar, og formann Framsóknarflokksins??

Nærtækara og rökréttara er að ætla að hann sé vísvitandi að ljúga að flokksmönnum sínum.

 

Því hvernig sem þessi lýsing ESB á markmiðum sínum með regluverkinu kennt við þriðja orkupakkann; "The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU .. electricity market. ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity .. and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER .." er teygð og toguð þá er hvergi minnst á að sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar verði aukið, og neytendavernd gerð betri. 

En vissulegan eykst sjálfstæði Orkustofnunar gagnvart íslenskum stjórnvöldum, það liggur í hlutarins eðli með stofnun og hlutverki ACER og vissulega er allt þetta regluverk hugsað til að bæta hag neytenda í Evrópu, allavega þeirra sem búa við hátt rafmagnsverð í dag, en það er afleiðing.

En ekki regluverkið sjálft eða markmið þess.

 

Hugsanlegur möguleiki er að samgönguráðherra þjóðarinnar skilji ekki enska tungu, og einhver í ráðuneytinu hafi vegna einhverra annarlegra hagsmuna þýtt textann fyrir hann á þann hátt að innihaldi regluverksins sé sleppt, sem reyndar er skrýtið að sjá auðar blaðsíður þar sem flókinn lagatexti á að standa, en í lokaorðum sé minnst á aukið sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar og markmiðið sé ekki einn sameiginlegur orkumarkaður, heldur að tryggja betur hagsmuni neytenda.  Sem reyndar líka er frekar skrýtið, af hverju ættu önnur lönd að samþykkja að sjálfstæði íslensku Orkustofnunarinnar sé aukið, og punktur?

Trúum þessu samt, en það lesa allir í stjórnmálum Moggann, og þar er nýlegt viðtal við Arnar Þór Jónsson þar sem þetta er sagt; "en með þriðja orkupakk­an­um kem­ur reglu­verk sem fjall­ar sér­stak­lega um teng­ing­ar á milli landa. Þannig sé inn­gang­ur til­skip­un­ar 2009/​72/​EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, skýr hvað þetta varðar sem og mark­mið og skuld­bind­ing­ar ríkja sem und­ir­gang­ist hana.".

Og ef samgönguráðherra þykist ekki heldur skilja móðurmál sitt, þá er eitthvað mikið að.

Þannig að það er betra að sætta sig við að hann ljúgi, það er bara skömminni skárra.

 

En fólkinu sem lætur ljúga í sig, hvað gengur því til??

Af hverju hlustar fólk á svona og klappar.

Heldur það kannski að það sé statt í ævintýrinu um nakta keisarann og það sé þá að bíða eftir litlu stúlkunni sem stendur upp og segir, "en samgönguráðherra, þetta er lygi, orkupakki 3 fjallar um tengingu milli landa til að tryggja hindrunarlaus raforkuviðskipti á einum sameiginlegum markaði". 

Og þar sem engin lítil stúlka var á fundinum, og það í miðju ævintýri, þá var eina leiðin að klappa??

 

Á hvaða vegferð eru íslensk stjórnmál ef rugl er orðið viðtekið, staðleysur endurteknar eins og um staðreyndir sé að ræða, og trúnaðarfólk flokkanna segir ekkert.

Bara klappar.

Eins og enginn sé morgundagurinn, eins og engin sé ábyrgðin gagnvart þjóðinni.

Meira að segja ICEsave skrípaleikurinn og allar blekkingarinnar kringum samþykkt Svavarssamningsins virkar hjáróma spaug miðað við þennan skrípaleik.

 

Því það þarf tvo til, þann sem lýgur, og þann sem, nei ekki sem trúir, heldur þann sem gerir honum kleyft að ljúga.

Og það er ekki bara hin klappandi hjörð, ábyrgð fjölmiðla er ómæld í þeim skrípaleik.

 

Lærðu þeir ekkert þegar þeir bergmáluðu allar blekkingarnar í ICEsave fjárkúgun breta, og urðu svo hissa þegar dómur féll þar um. Sem dæmdi fjárkúgunina ólöglega.

Þóttust ekki vita, samt höfðu lagasérfræðingar þjóðarinnar, það er þeir sem voru ekki keyptir eða gættu annarlega sjónarmiða, skrifað lærðar greinar um að fjárkúgun væri ólögleg. 

Sama sagan endurtekur sig í dag nema Sigurður Líndal er ekki þáttakandi í dag, yngri menn teknir við.

 

Morgunblaðið er þó að reyna, en hvað er að Ríkisútvarpinu eða Stöð 2??

Af hverju eru þessir fjölmiðlar bullandi samsekir einu sinni enn??

 

Þetta er meinið.

Þetta er málið.

 

Þeir sem gera lygina mögulega.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þér er ekki boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 970
  • Sl. viku: 5510
  • Frá upphafi: 1338397

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4858
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband