Hver heggur á hnútinn??

 

Leggur til að Orkupakki 3 sé settur í salt á meðan sumarið er notað til að ná þverpólitískri sátt á Alþingi um fyrirvara sem geirnegla að Ísland taki ekki upp yfirþjóðlegt regluverk Evrópusambandsins um orkumarkaðinn. 

Um slíkt þarf vissulega að semja um í sameiginlegu EES nefndinni en þetta er eina leiðin fyrir Alþingi að ná sátt við þjóð sína.

Og fá frið um EES samninginn, því verði orkupakkinn samþykktur í óbreyttri mynd, þá verður stríð þar til ESS samningurinn verður lagður að velli.

 

Það eru ólíðandi vinnubrögð og ætti að varða við lög, að regluverk sem snýst annars vegar um " one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009)" og hins vegar um "one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009)." sé sagt snúast um neytendavernd og gegnsæi í birtingu ársreikninga orkufyrirtækja.

Það er ekkert það fífl til í þessum heim sem trúir þessu og þegar raunveruleikinn rennur upp fyrir fólki, þá verður uppreisn gegn Alþingi því með lygum á ekki land að byggja.

 

Fyrir utan þá heimsku að ætla sér að samþykkja regluverk og setja síðan lög sem eiga að koma í veg fyrir að viðkomandi regluverki gildi, þá eru slík lög aðeins gálgafrestur.  Ísland er orkueyja sem mun tengjast hinum sameiginlega orkumarkaði því hér er nóg af grænni orku sem lífsþörf er fyrir í Evrópu. 

Vissulega skyldar regluverkið okkur ekki að tengjast, en það er markmið þess að útrýma orkueyjum og koma á einum sameiginlegum raforkumarkaði, og við getum ekki hindrað orkufyrirtæki að leggja hingað sæstreng.  Í þessu samhengi þarf að hafa hugfast að það er markaðurinn sem ákveður tengingar, það er hann sem kemur með tillögur um hvað fer inná kerfisáætlanir, og einstök ríki geta ekki neitað slíkum tengingum ef vilji er til að leggja þær.

 

Fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki verður það ekkert grín þegar landið hefur tengst, þá leitar orkan þangað þar sem verðin eru hærri þar til jafnvægi næst.

Það eru falleg orð um að samkeppni lækki verðin en það er ekki raunin þar sem orkuverð er þegar í lægri kantinum.

 

Í þessu samhengi er gott að rifja upp það sem gerðist í Montana í Norðvestur hluta Bandaríkjanna, um og uppúr aldamótin 2000.  Það er meira að segja sérstakt heiti yfir það; Montana orkuævintýrið, og til dæmis í fréttaskýringu í þættinum 60 mínútur sem gerð var 2003 má lesa meðal annars þetta;

"For nearly 90 years, the Montana Power Company exemplified the very best of American capitalism. It provided cheap, reliable electricity for the people of Montana, excellent benefits for thousands of employees and generous, reliable dividends for its stockholders. ...

The only people not satisfied with the arrangement were the executives at Montana Power. In 1997, their lobbyist pushed a bill through the state legislature to deregulate the price of electricity and open up the market to competition. It was supposed to be good for the consumers, who could decide who they were going to buy their power from at the lowest possible prices. ...

It did not take long before things started to unravel. No sooner had Montana Power sold its dams and power plants, than deregulated electricity prices shot through the roof - and Pennsylvania Power and Light began selling its cheap Montana electricity out of state to the highest bidder. ...

Electricity prices in Montana doubled, then redoubled, and doubled again - refineries, lumber mills, and the last working copper mine in Butte was forced to suspend operations because they could not afford their electricity bills. ".

 

Þetta var vegna þess að það var orkuskortur í Kaliforníu svo verðin til almennings og fyrirtækja í Montana rauk uppúr öllu valdi.  En takið eftir að það eru sömu frasarnir notaðir til að réttlæta þetta, samkeppni góð fyrir neytendur og svo framvegis, en svo situr almenningur í súpunni en einkafyrirtæki mala gull á fákeppniseinokuninni.

Vissulega komst jafnvægi á og verðið lækkaði aftur, það er var ekki eins stjarnfræðilega hátt, en við tók langt ströggl hjá talsmönnum almennings við lobbýista orkufyrirtækjanna að ná aftur valdi á orkumarkaðinum, almenning til hagsbóta en ekki gullgreftinum.  Smátt og smátt var afregluvæðingunni snúið til baka, sett lög sem áttu að reyna að tryggja orkuöryggi í ríkinu og ná niður verðinu. 

 

Í skýrslu sem ég fann á netinu þegar ég rifjaði upp þessa sögu því þetta hefur áður verið í umræðunni, þá fann ég þessa lýsingu á hvernig varnarbaráttunni lauk;

"The sale signaled the return of the dams to utility ownership -- about 15 years after they were sold by Montana Power Company during Montanas experiment with deregulation. To pay for the acquisition, NorthWestern Energy customers are paying a rate increase amounting to about 5% or $4.20 per month for a typical residential customer. “The dams that are so much a part of Montana’s environment and heritage are now dedicated to serve our Montana customers, at prices based on the cost of providing service, not on the western power market. Fifty years from now, as these assets are paid down, our children and grandchildren will appreciate the farsighted leadership of Montana PSC Chairman Gallagher and his colleagues, who made this possible,” said Bob Rowe, NorthWestern Energys CEO.".

Montana ríkið keypti sem sagt hluta af því til baka sem þeirra Landsvirkjun hafði selt í kjölfar afregluvæðingarinnar. 

Til að tryggja orkuöryggi og sanngjarnt verð heima fyrir.

 

Fyrir utan að tungumálið er annað, þá eru frasarnir nákvæmlega þeir sömu, nákvæmlega sömu hagsmunir keyra áfram afregluvæðinguna því það er það sem orkupakkar Evrópusambandsins gera gagnvart íslensku regluverkinu, og þó nöfnin á hinum keyptu stjórnmálamönnum séu önnur, þá er tilgangurinn sá sami.

Að koma almenningseign sem skilar neytendum ódýra orku, sem tryggir stöðugt orkuframboð, í hendur á einkaaðilum og þeim síðan gert kleyft að mala gull á kostnað okkar hinna.

Það er að sem felst í markaðsvæðingu orkunnar á einum sameiginlegum markaði Evrópusambandsins.

Að halda öðru fram er hrein blekking.

 

Og þeir sem blekktu í Montana á sínum tíma, þeir vissu allan tímann að þeir voru að blekkja, þeir urðu bara ríkari fyrir vikið.

Ekki bara fyrirtækin, heldur líka lobbýistarnir og stjórnmálamennirnir sem tóku þátt í leiknum.

 

Um þetta snúast íslensk stjórnmál í dag.

Að verða ríkur af þeim.

 

En við eigum ekki að borga brúsann.

Það get ég svo svarið.

 

Og ég er ekki einn um það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þinglok ekki fyrir dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 955
  • Sl. viku: 5520
  • Frá upphafi: 1338407

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 4867
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband