Hnattræn ógnun.

 

Er að segja Nei við globalisma frjálshyggjunnar.

Nei við þrælabúðir, Nei við félagsleg undirboð.

Ef marka má borgarstjóra Lundúna.

 

Eru þetta ekki öfugmæli??

Hvenær endaði félagshyggjan í svarthol Friedmanismans??

 

Svartholið sem ætlar að markaðsvæða orku okkar.

Færa hana auðmönnum á silfurfati einkavæðingarinnar.

 

Jafnrétti, frelsi bræðralag.

Var letrað á dyr Gúlagsins sem þrælkaði og drap milljónir á milljónir ofan.

Öfugmæli liðins tíma sem ættu að forða okkur frá öfugmælum miðstýringar og kúgunar dagsins í dag.

 

Þá var það alræði öreiganna.

Í dag er það alræði auðsins.

 

Niðurstaðan sú sama.

Atlaga að frjálsu samfélagi fólks, einstaklingnum, fyrirtækjum hans og rekstri.

 

En jafnvel kommunum datt ekki í hug að kalla andstöðuna við þá hnattræna ógn.

En svona er þróun tímans.

 

Öfugmæli andskotans eru sannindi elítunnar.

Hinna Örfáu sem vilja gína yfir öllu.

Frelsi okkar og sjálfstæði.

 

Trump er eins og hann er.

En hann er ekki globalisti.

 

Hann er ógn.

Við þrælahaldara auðsins.

Þá sem brjóta niður samfélag með ódýrum innflutningi úr þrælabúðum alþjóðavæðingarinnar.

 

Einu sinni hefði hann verið kallaður sósíalisti.

Núna er hann kallaður hnattræn ógnun.

 

Svona breytast tímarnir.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir Trump eins og 20. aldar fasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 975
  • Sl. viku: 5507
  • Frá upphafi: 1338394

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4855
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband