Viðskiptaráð hefur ekkert lært.

 

Frá því að ráðið vann gegn þjóðarhagsmunum í ICEsave deilunni með rangfærslum og gífuryrðum.

 

Rangfærslurnar voru þær að þegar það stóð skýrt í tilskipun ESB um innlánstryggingar að ef einstök aðildarríki innleiddu reglur um innlánstryggingasjóði á réttan hátt, þá væru þau EKKI (NOT) í ábyrgð fyrir sjóði sína.  Þetta sagði viðskiptaráð að þýddi að viðkomandi ríki væru í ábyrgð.

Gífuryrðin voru þau að ef þjóðin stæði á rétti sínum, þá væri EES samningurinn í uppnámi, og síðan kom löng lofrulla um mikilvægi hans.  Sem var dálítið hjákátlegt í ljósi þess Hrunið hefði aldrei orðið ef Ísland hefði ekki samviskusamlega innleitt reglurnar um hið frjálsa flæði fjármagns, og skjóli þeirra þöndust bankarnir út þar til þeir féllu undan sínum eigin þunga.

 

Í dag eru svipuð gífuryrðin eins og vísað er í fyrirsögn Mbl.is; "Höfn­un hafi al­var­leg­ar af­leiðing­ar", og sama mærðin um mikilvægi EES samningsins.  Eins og ekki sé hægt að eiga viðskipti við Evrópusambandið nema að vera í EES, og þar með sé alltí kalda koli í Sviss, því Sviss sem er í EFTA, kaus að fara þá leið að gera tvíhliða viðskiptasamning við sambandið.

Sem er ekki, Svisslendingar eiga í góðum viðskiptum við Evrópuríki og það er ekkert sem segir að við getum ekki farðið þá leið. 

Og það getur ekki verið gagnkvæmur samningur sem byggist á sífelldum hótunum annars aðilans ef hinn vill nýta sér það ákvæði samningsins að hafna einstökum tilskipunum vegna mikilvægara þjóðarhagsmuna.

Á mannamáli kallast slíkt kúgun, og það er svo skrýtið að hvergi er til stafkrókur um slíkar hótanir að hálfu ESB, ekki einu sinni þegar þráteflið í ICEsave deilunni var sem mest.  Og þegar dómur féll, þá hafði það engar afleiðingar af ESB hálfu, tröllasögurnar voru bara tröllasögur innanlands sem þoldu ekki dagsljós raunveruleikans.

 

Svo maður hlýtur að spyrja sig, af hverju ættu þeir sem lugu og blekktu áður, að hafa eitthvað réttara fyrir sér núna??

Sérstaklega þegar þeir málflutningur þeirra er endurunnin.

Staðreyndum snúið á hvolf og síðan sú hótun að Ísland standi á rétti sínum samkvæmt EES samningnum, sem er gagnkvæmur samningur en ekki einhliða kúgunarsamningur, að þá sé sjálfur samningurinn í hættu.

 

Það er óumdeilt að orkutilskipanir sambandsins snúast um markaðsvæðingu orkunnar, að hún verði markaðsvara seld á sameiginlegum evrópskum orkumarkaði.

Tilskipanir eitt og tvö voru um markaðinn og samkeppnina, sá þriðji um orkutengingar yfir landamæri, og hvernig þau mál eru tækluð af yfirþjóðlegu valdi, Orkustofnun Evrópu, ACER.

Þegar Ísland er búið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvörum sínum, þá er landið skuldbundið að innleiða pakkann í heild sinni án fyrirvara.  Vissulega reynir ekki á reglurnar um tengingar yfir landamæri fyrr en einhver aðili fer fram á leyfi til að leggja sæstreng, þá er Íslendingum skylt samkvæmt reglugerðinni að veita það leyfi, og ef hugmyndin er raunhæf, þá tengir sá sæstrengur landið við hinn sameiginlega orkumarkað.

Þetta er óumflýjanlegt og allir einhliða fyrirvarar af okkar hálfu eru haldlausir, eru markaðshindranir sem regluveldið mun sjá til þess að verða kipptir úr sambandi.

 

Þessar tilskipanir snúast því um grundvallarmál, hvort orkan eigi að vera auðlind og arðurinn af henni eigi að dreifast um þjóðfélagið með því að vera á viðráðanlegu verði fyrir einstaklinga og fyrirtæki hans, eða á hún að vera markaðsvara sem er seld hæstbjóðanda.

Og það grundvallarmál, viljum við stjórna orkuauðlindum okkar, eða viljum við að stjórn þeirra lúti forræði yfirþjóðlegrar stofnunar. Eftir reglum sem við höfum engin áhrif á og höfum ekki hugmynd um í framtíðinni hvernig munu þróast.

 

En alveg eins og viðskiptaráð á sínum tíma sagði að EKKI þýddi að ÆTTI að þá afgreiðir það þessi grundvallarmál með að um léttvæg mál sé að ræða.

"Áhrif orkupakk­ans á Íslandi verða hins veg­ar tak­mörkuð að mati Viðskiptaráðs, „en þó skref í rétta átt til að tryggja aukna sam­keppni og skil­virk­ari raf­orku­markað“. Tel­ur ráðið einnig að mik­il­vægi EES-samn­ings­ins sé marg­falt meira en hugs­an­leg­ir ágall­ar orkupakk­ans. „Fram hef­ur komið að óviss­an við það að neita samþykkt sé mik­il og að í raun breyti orkupakk­inn sára­litlu.“".

Það breytir sem sagt sáralitlu hvort við sem þjóð höfum yfirstjórnina eða undirstofnun Evrópusambandsins, hvort við mótum regluverkið eða skriffinnar Brusselsvaldsins og hvort orkan sé auðlind sem nýtist í þágu þjóðar, eða markaðsvara á samkeppnismarkaði.

 

Svo ætlast þetta fólk til þess að það sé tekið alvarlega.

Veit ekki hvort það sér sorglegra eða sú staðreynd að það er fullt af fólki sem tekur það alvarlega.

Og flestir vinna við fjölmiðlun.

 

Sem aftur verkur upp spurningar.

Er þetta ekki áunnin heimska??

Svona svipuð og hjá lögregluyfirvöldum í Mexíkó á sínum tíma sem höfðu ekki einu sinni frétt af tilvist eiturlyfjabaróna, en ef slíkir fyrirfyndust, þá væri allir búsettir í útlöndum.

Slíkur var máttur gullsins.

 

Veit ekki, en það má velta því fyrir sér.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflaðu kjósendur þína.

 

Og þú uppskerð.

Afhroð.

Höfnun kjósenda.

 

Það mættu núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa í huga þegar þeir ákváðu að taka upp stefnu Viðreisnar og Samfylkingarinnar í málefnum Evrópusambandsins.

Þá stefnu að samþykkja allt sem frá Brussel kemur þó í því felist að afhenda skrifveldi þess yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

Þó það felist í því að markaðsvæða þessar sömu auðlindir.

Þó það þýði að lokum stórhækkað verð til almennings og fyrirtækja hans.

 

Því Samfylkingin og Viðreisn hafa aðeins eina stefnu í grunninn, sem er að landið gangi í Evrópusambandið og hafi þar með öráhrif á stefnumörkun regluveldisins.

Allur þeirra málflutningur miðast við að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

Málflutningur sem höfðar til um þriðjungs kjósenda þjóðarinnar.

 

Þessum kjósendum fjölgar ekkert þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taki upp Evrópustefnu Viðreisnar og Samfylkingar, heldur fjölgar aðeins samkeppninni um sálu þeirra.

Svo óhjákvæmilega mun einhver flokkur bíða afhroð í næstu kosningum standi Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn fast á því að innleiða orkutilskipun Evrópusambandsins.

Og einhverjir flokkar fylla uppí það tómarúm sem þeir skilja eftir sig hjá tveimur þriðju hluta kjósenda.

 

Því fólk er ekki fyrir það að láta fífla sig.

Líklegast er fátt sem gerir það reiðara, nema kannski jú ef það fattar að það sé í faldri myndavél.

 

Og það er sama hvað því er sagt.

Ef það sem sagt er að meiði blekkinga og hálfsannleiks, það lætur ekki fíflast.

Það lætur ekki blekkjast.

 

Þess vegna má spyrja, er þjónkunin við Evrópusambandið þess virði??

Þess virði að fórna flokknum??

 

Eða býr eitthvað annað og stærra undir??

Til dæmis milljarða hagsmunir þeirra sem sjá viðskiptatækifæri í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar??

 

En samt, er það þess virði??

Kveðja að austan.


mbl.is Íhaldsmenn guldu afhroð í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 193
  • Sl. sólarhring: 747
  • Sl. viku: 5477
  • Frá upphafi: 1327023

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 4859
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband