Besti tíminn til að lækka skatta.

 

Sem má deila um, það er hvenær besti tíminn er til þess.

En það er hárrétt að sumir skattar dýpka hagsveiflu, má þar nefna tryggingargjaldið, of háa neysluskatta og of háa persónuskatta.

Það gildir eiginlega um alla skatta sem eru of háir.

Og þeir sem því ekki trúa ættu að kynna sér söguna um auðn búandastétta á tímum bændaánauðarinnar í Austur Evrópu þar sem afgjaldið gat farið yfir 80%, örbrigð og ofurskattur hefur aldrei getið af sér hagsæld.

 

Síðan á viti borið fólk að taka slaginn við það lýðskrum að ofurskattleggja sjávarútveginn, það eru hamfarir í hafinu, það veit enginn um fiskgengd komandi ára, og umræðan snýst um að blóðmjólka fyrirtækin sem þurfa að takast á við þessar hamfarir.

Eiginlega er ekki hægt að hugsa sér meiri heimsku, enda eru flestir sem berjast fyrir þessu Evrópusinnar.

 

Vilji menn takast á við þessa örfáu ofurríku kapítalista í sjávarútveginum, þá hljóta að vera til þess sértækar aðgerðir án þess að rústa sjávarútveginum, því ofurskatturinn bitnar fyrst og fremst á smærri og meðalstórum fyrirtækjum í greininni.  Meðan þau stóru hirða upp náinn fyrir slikk.

Síðan verða menn að skilja að evrópska regluverkið (djók) bannar mismunun eftir atvinnugreinum, vilji menn afhausa stórkapítalista, þá hlýtur það líka að gilda um alla, ekki bara þá sem tengjast landsbyggðinni og atvinnugrein hennar.

Við höfum ekki lengur efni á svona rugli og kjaftæði.

 

En þetta var ekki tilefni þessa pistils, það er að taka undir með skattana, heldur að benda á að fyrst það á að takast á við vitleysu, þá eiga menn líka að takast á við alla vitleysu.

Sbr að Evrópuregluverkið (aftur djók) bannar mismunun.

Evrópska regluverkið veldur tugmilljarða aukakostnaði árlega fyrir atvinnulífið, sbr nýlega grein eftir Óla Björn Kárason, alþingismann, og ef fólkið hjá Samtökum Atvinnulífsins er sjálfu sér samkvæmt, þá sker það upp herör gegn því regluverki.

Það er nefnilega bara ekki nóg að ráðast á ríkið.

 

Og af hverju var hægt að tala um skatta í margar margar mínútur, á mörgum mörgum skjámetrum, án þess að minnast á þann stærsta og öflugasta.

Hinn séríslenska skatt á heimili og fyrirtæki sem kallast verðtrygging.

Hvað er undir þegar þagað er um slíkt??

 

Bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Besti tíminn til að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulahúmor unga fólksins.

 

Sú árátta að halda að velmegun sé sjálfsögð og hún hafi sprottið út úr engu, kemur skýrt fram í þessum aumkunarverðum tístum sem Mogginn skemmtir þjóðinni á þessu gleðidegi sem uppstigningardagurinn er, það er tilefni hans er gleðilegt.

Fullveldi þjóðarinnar, forræði hennar yfir eigin málum, skýrir að hér er velmegun og velferð, og gnógt tækifæra fyrir ungt fólk, sem engin þekkt dæmi er um á öðrum jaðarsvæðum og útkjálkum í allri veraldarsögunni.

Þetta hafðist ekki að sjálfu sér, þrotlaust starf og barátta kynslóðanna liggur að baki.

Sú þrjóska að við værum sjálfstætt fólk í sjálfstæðu landi, síðan var allt byggt úr engu.

 

Velmegun og ríkdæmi er ekki óþekkt fyrirbrigði í veraldarsögunni en fall þeirra er oft tengt úrkynjun þeirra sem ofgnóttarinnar nutu.

Mér er alltaf minnistætt í þeim stórskemmtilegu þáttum um valdabaráttuna í Róm í aðdraganda stofnunar keisaraveldisins, kennda við Róm, að þar voru handritahöfundar ekki að skafa af því þegar þeir lýstu úrkynjun hirðar Kleópötru í Alexandríu, og þeir fífluðu hana, gerðu hana hjákátlega.

Ef þeir hefðu haft Tvitter, það er í þáttunum, þá hefði þeir ekki þurft að semja sum tístin, þeim hefði nægt að taka nokkur upp úr þessari frétt, eða leit á vit frumheimildanna.

Fyndnir, sjálfsupphafnir krakkar í gerviveröld.

Sem endar alltaf illa þegar villidýrin eru allt um kring.

 

Það endaði ekki vel hjá þeim í Róm, það var víst ekki eins gaman í sigurgöngu Ágústusar og það var í gerviheimi hinnar duglausu hirðar.

Og það er lítt gaman fyrir ungt fólk að taka sín fyrstu skref, eða ala upp börn sín í samfélagi markaðsvæðingarinnar, þar sem öll grunnþjónusta er gróðavettvangur fjármagnsins.

Það er ekki að ástæðulausu að ASÍ varar við orkupakka 3.

 

En gervi vinstra og félagshyggjufólkið hlær bara.

Ennþá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta málþóf er stórkostlegt „comedy““
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar trúarjátningin eru einu rökin.

 

Þá er málstaðurinn glataður.

 

Við sáum þetta til dæmis þegar Gorbatsjev reyndi að halda Sovétríkjunum á lífi með vísan í allt það góða sem kommúnisminn hafði fært fólki í 70 ár, menntun, heilsugæslu, atvinnu, jöfnuð, tækifæri, frið svo eitthvað sé nefnt sem hann taldi upp.

Þessu tefldi hann gegn vilja fólks til að vera frjálst undan oki kommúnismann.

Og hefði hugsanlega haft betur, því hver vill fórna þessu ef kommúnisminn var eina leiðin til að hafa atvinnu, menntun, heilsugæslu og svo framvegis.

 

Fólk vissi bara betur, það var ekki lengur einangrað, stjórnvöld stjórnuðu ekki lengur upplýsingagjöfinni, og það vissi að út í hinum stóra heimi var fólk sem hafði atvinnu, menntun heilsugæslu, tækifæri á margfalt betri hátt en það sem kommúnisminn bauð uppá.

Og það bjó við raunverulegt frelsi, þar á meðal frelsi til að tjá sig og frelsi til að vera laust við lygar og tilbúning stjórnvalda.

Gorbatsjev bauð upp á möndru síbyljunnar sem stóðst ekki próf raunveruleikans.

 

Börnin á þingi þylja trúarjátninguna um EES samninginn, hvað hann hafi gert fyrir þjóðina og hvernig ástandið væri ef hans hefði ekki notið við.

Það er eins og þau hafi ekki þroska til að skilja að þau stjórna ekki upplýsingagjöfinni, að fólk viti að heimurinn er stærri en hinn sameiginlegi markaður Evrópu, og út í hinum stóra heimi er mannlíf alveg eins og í Evrópu. 

Nema kannski að efnahagur þar er ekki staðnaður heldur hagvöxtur og gróska.

Og þar hefur enginn heyrt um þennan EES samning, samt virðist allt ganga sinn vanagang, alveg eins og hjá okkur. 

 

Og þau hafa ekki þroska til að skilja, að ef þetta eru einu rökin fyrir landsölu þeirra, þá eru þetta engin rök.

Ef það er ekki hægt að selja orkupakka 3 á sínum eigin forsendum, þá er hann ekki söluvara.

Og verður það ennþá síður þegar þau vanvirða baráttu kynslóðanna fyrir sjálfstæði og forræði þjóðarinnar yfir sínum eigin málum og tala um að sú barátta sé sprottin af ótta.

Eða þau börnin viti betur en fullorðið fólk.

 

Það er illa komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að lúta svona leiðsögn.

Barna sem fyrirlíta rætur flokksins og líta niður á kjósendur hans.

Barna sem láta almannatengla mata sig á frösum um hugtök og raunveruleika sem þau hafa engan þroska til að skilja.

 

Hvort Sjálfstæðisflokkurinn lifi þessa leiðsögn af á eftir að koma í ljós.

Hinar fyrirlitnu rætur hans eru sterkar og ná langt aftur í sögu þjóðarinnar, eða til sjálfstæðisbaráttu hennar á 19. öldinni.

Hann býr að glæstri sögu, merkri fortíð.

Og það er alltaf þörf fyrir þjóðlegan íhaldsflokk.

 

En það lifir enginn flokkur á sögunni einni saman og það er varhugavert að uppnefna kjósendahóp sinn á tyllidögum.

Ennþá hættulegra er að vanvirða helgustu véin, sem er sjálfstæði einstaklingsins og sjálfstæði þjóðarinnar hjá flokki sem kennir sig við sjálfstæði.

 

Sú vegferð sem forysta flokksins er á í mörgum stórum málum eins og orkupakka málinu og fóstureyðingarmálinu svo eitthvað sé nefnt, ásamt þeirri áráttu að tala endalaust niður til flokksmanna, er ekki líkleg til að flokkurinn haldi stöðu sinni sem stærsti hægri flokkur landsins.

Þó veit maður aldrei, sauðtryggara fólk en íhaldsfólk er vandfundnara, enda er það kennt við íhald.

En þegar því er ofboðið, þá geta strengir brostið sem aldrei verða hnýttir aftur.

 

Flokkurinn á því töluvert undir að orkupakkamálið fari í sáttarferli í sumar, og hann ætti að fagna þessum minni spámönnum sem vefengja vald hans í íslenskum stjórnmálum.

Málþófið gæti bjargað andlitinu ef niðurstaðan yrði ásættanleg fyrir hinn almenna flokksmann.

Það er frestun og sættir.

 

En hann vinnur ekki fylgi með svona málflutningi.

Það eina sem gerist er að Miðflokkurinn sem á ekkert bakland, gæti fengið hluta af baklandi Sjálfstæðisflokksins.

Því öll þessi ónot útí Miðflokkinn eru bara skattyrði út í hinn almenna flokksmann.

 

Börnin skilja þetta ekki.

Þeim finnst bara frasarnir gáfulegir, og jafnvel fyndnir líka.

 

En það er ennþá fullorðið fólk í flokknum.

Og þess tími er runninn upp.

 

Núna, núna.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Minni spámenn breyti efasemdum í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 247
  • Sl. sólarhring: 785
  • Sl. viku: 5531
  • Frá upphafi: 1327077

Annað

  • Innlit í dag: 222
  • Innlit sl. viku: 4907
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband