Styrmir er ekki hver sem er.

 

Hann er skarpasti pólitíski penni sinnar kynslóðar, dyggur sjálfstæðismaður, flokksmaður, og Íslendingur. 

Hann einn getur svarað hvað að þessu kemur fyrst og sjálfsagt talið upp mikið fleira, en þó hann teldi upp þúsund atriði um sjálfan sig, þá yrði hvergi minnst á Miðflokkinn, Steve Bannon, þjóðernisöfgar eða annað sem klínt er á það fólk sem vill halda í fullveldi þjóðarinnar.

Að hún setji regluverk um nýtingu auðlinda sinna, og hún hafi full yfirráð yfir þeim.

 

Og þegar maður eins og Styrmir Gunnarsson segir að þingmenn séu að bregðast þjóð sinni, þá hundsa menn ekki þau orð.

Hvað þá að láta fréttaflutning af andstöðu þjóðarinnar snúast um lengd þingfunda eða veltast um spurninguna hvenær málþófi Miðflokksins fari að ljúka.  Í stað þess að spyrja þingmenn af hverju fleiri aðstoði ekki Miðflokkinn í landvörn sinni.

Að ekki sé minnst á skoffínsumræðuna þegar fólkið sem setti okkur á hausinn, hljóp frá skuldum sínum en ekki eignum, seldi okkur bretum í ICEsave, skuli komast upp með tengja sjálfstæðisbaráttu við hægri öfga og Steve Bannon sem tók víst við að Grýlu að vera alltaf á rólinu.

 

"Þingmenn eru að bregðast" segir Styrmir.

Og það er líka hægt að fullyrða að fjölmiðlar hafa brugðist í þessu máli.

Af hverju er Bændablaðið, eins ágætt og það er, eini fjölmiðillinn sem sagt efnislega frá innihaldi 4. og 5. orkupakkans;

" Í skýrslunni segir að orkupakki 4 sé „staðfesting á yfirþjóðlegum þætti orkustofnunar ACER.“ Mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir áætlunum aðildarlanda þess samnings um frekari virkjanir, orkunýtni og umskipti til nýtingar á endurnýjanlegum orkulindum. Markmið ACER er að tryggja heildarnettengingu milli landanna sem aðild eiga að sameiginlega orkuneti ESB í gegnum þessa samninga.

Þessi óhefta tenging yfir landamæri kemur líka fram í skýrslum ENTSO-E [European Network of Transmission System Oper ators for Electricity] og í skýrslum EnR, [European Energy Network]. ACER tryggi óheft flæði ódýrrar raforku til landa með dýra orku ACER er ætlað að tryggja frjálst flæði orku frá svæðum með lágt raforkuverð yfir á svæði með hátt raforkuverð. Niðurstaðan verður samhæfður evrópskur raforkumarkaður, með enn hærra verði en verið hefur í Noregi".

 

Skyldi þeir þingmenn sem eru að bregðast þjóðinni með því að færa yfirráðin á orkuauðlindum þjóðarinnar til Brussel vita hvaða regluverk þeir eru að kalla yfir þjóðina??

 

Og af hverju fjalla fjölmiðlar ekki um þá staðreynd að lagning sæstrengs þarf ekki að vera á forræði einstakra ríkja, það dugar til dæmis að leyfi sé veitt í Noregi um að leggja sæstreng til Íslands, og þá virkjast sjálfkrafa regluverk þriðja orkupakkans um yfirþjóðlegt vald ACER og samkvæmt regluverkinu má ekki leggja steina í götu hinnar óheftu tengingu yfir landamæri.

Og hvaða hald er þá í lögum sem banna lagningu sæstrengs nema að Alþingi samþykki, þegar Alþingi hefur samþykkt regluverk sem bannar slíkt bann.

Og regluverkið er þannig að íslenskir dómsstólar munu ekki skera úr um ágreininginn, heldur dómstólar Evrópusambandsins.

 

Fyrst að þingmennirnir sem brugðust hafa ekki samband við helstu sérfræðinga álfunnar í Evrópurétti, og spyrja þá um hver lagastaða Íslands yrði ef til þessa kæmi, af hverju gera íslenskir fjölmiðlar það ekki.

Hefur ríkisútvarpið ekki sent menn út af minna tilefni??

Eða Bogi fengið menn í góð viðtöl til að fræða og upplýsa?

 

Það þarf nefnilega marga til að svíkja heila þjóð og ná undan henni auðlindum sínum.

Því það er svo umfangsmikið verk.

Þingmenn gætu ekki spilað sig aula nema með í gildi væri óskráð samkomulag um að fjölmiðlar létu þá komast upp með slíkt.  Reyndar hugsanlegur möguleiki að það sé skráð, en annars augljóst að fáviska þeirra nýtur friðhelgi.

 

Síðan má spyrja af hverju Einar Þorsteinsson fær ekki að tala aftur við Stefán Má Stefánsson í Kastljósi, og spyrja hann hvort það sé ekki fáheyrt að þó sá fyrirvari sem settur er í löggjöfina, til að koma í veg fyrir að regluverkið sem er verið að samþykkja, gildi, sé settur með þeim orðum að það sé gert til að koma til móts við gagnrýni á fyrstu málsmeðferð stjórnvalda. 

Það átti sem sagt að samþykkja orkupakka 3, án þess þó að reyna að slá þann varnagla að banna lagningu sæstrengs. 

Það er ekki nóg að ég og þú lesandi góður, segi að slíkt sé sönnun þess að ekki sé hægt að ljúga heimsku upp á ráðherra okkar og þingmenn, svo víðáttuvitlaust er þetta, heldur leggur þjóðin við hlustir þegar virtur prófessor segir að slíkt sé án fordæma, að vera á móti innihaldi tilskipunar, og innleiða hana samt án fyrirvara.

Og síðan myndi þessi sami prófessor útskýra orð sín sem höfð voru eftir honum á Mbl.is og fleiri fjölmiðlum að til þess að fyrirvari haldi, þá þurfi að ná samningum um þá fyrirfram og það þyrfti að liggja yfir efni orðalags þeirra, því það væri mjög flókið að semja lagatexta sem héldi.

 

Getur skýring þess að Einar fær ekki að taka annað viðtal við Stefán Má, sé sú að það fyrsta átti aldrei að fara í loftið, því eftir það viðtal voru stjórnvöld skilin eftir berrössuð út í garranum í málflutningi sínum.

Og slíkt megi ekki gerast aftur.

Einar því múlbundinn og málefnaleg umræða kæfð.

 

Það eru nefnilega margir að bregðast.

Það er heil kynslóð barna að bregðast og best að láta Styrmi hafa lokaorð þar um;

"„Nú ætla full­trú­ar nýrra kyn­slóða Íslend­inga að opna þess­um sömu ný­lendu­veld­um leið inn í aðra auðlind okk­ar, orku fall­vatn­anna. Þeir eru að opna dyrn­ar fyr­ir þau til þess að gera Ísland að forðabúri Evr­ópu í orku­mál­um á kostnað Íslend­inga sjálfra,“ sagði hann. „Það er eng­inn mun­ur á því að af­henda Brus­sel yf­ir­ráð yfir fiski­miðunum við Ísland sem mundi ger­ast með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og því að fella orku fall­vatn­anna á Íslandi inn í reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins um orku­mál,“ sagði Styrm­ir.".

 

Það var til lítils barist ef kalkúnn í búri telst vitsmunalegt viðmið barnanna sem hafa erft landið.

 

Og því miður Styrmir Gunnarsson, það er ekki nóg að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki ályktun gegn lagningu sæstrengs.

Ekki vegna þess að sporin hræða, það má vel vera einn daginn virði unga fólkið ályktanir síns eigin flokks, en regluverkinu er bara alveg sama hvað Sjálfstæðisflokkurinn ályktar. 

Því ályktanir Sjálfstæðisflokksins eru ekki felldar inní regluverkið, ekki frekar en einhliða fyrirvarir Alþingis Íslendinga.

Regluverk sem bannar höft á flæði orku yfir landamæri, bannar bann.

 

Þess vegna bannar þú regluverkið, ekki sæstrenginn.

Það er eina sem dugar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknræn mynd af fólkinu.

 

Sem er samhent í að afsala til Evrópusambandsins forræði þjóðarinnar yfir orkuauðlindum hennar.

Samhent í að innleiða regluverk sem kveður á um markaðsvæðingu orkunnar, og sölu hennar á samevrópskum samkeppnismarkaði.

Á 90 ára afmæli flokks sem var stofnaður úr rótum sjálfstæðisbaráttunnar og ber nafn hennar.

Flokkur sjálfstæðis og sjálfstæðissinna.

 

Er lengra hægt að komast frá rótum sínum og arfleið??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bleik brugðið.

 

Þegar konungur málþófsins íhugar að stöðva eitt slíkt núna þegar það bitnar ríkisstjórn sem hann á setu í.

 

Væri ekki nær að hann deildi visku sinni með hinum yngri þingmönnum og segði þeim að málþóf væri öryggisventill minnihlutans gagnvart ofríki meirihlutans, það á sinn hátt neyddi menn til að leita vissra sátta um andstæð sjónarmið.

Hvað er að því að fresta málinu farm á haust, og fá vandað sérfræðiálit um á hvaða hátt þarf að setja fyrirvara svo innihald þessa regluverks, sem menn eru ólmir að vilja samþykkja, komi ekki til framkvæmda.

Svona fyrst að mönnum dettur ekki í hug einföldustu lausnina sem er að vísa þessu regluverki frá Íslandsströndum líkt og landvættirnir gerðu forðum við sendiboða Noregskonungs.

 

Hvað er að því að fá staðreyndir málsins unnar að hlutlausum sérfræðingum sem tíunda lagaframkvæmdir, dóma og svo framvegis um fyrirvara á regluverki Evrópusambandsins.  Ef til dæmis má benda á einhliða fyrirvara sem halda, af hverju er það ekki gert??

Eða þau dæmi þar sem yfirlýsingar, eins og yfirlýsingar EFTA ríkjanna, hafi lagalegt gildi þegar Evrópu dómar taka fyrir meint brot á regluverki sambandsins?  Og hvernig getur einkaaðili sem telur á sér brotið, til dæmis þeim sem er neitað um að leggja sæstreng, vitað hvaða viðaukar við reglugerðir gilda, ef það er ekki reglugerðin sjálf??  Er það yfirlýsingin sjálf, minnisblöð, fundagerðir, þingræður, einhvers staðar hlýtur það liggja skýrt fyrir hvernig er staðið af einhliða fyrirvörum, hvar er hægt að flétta þeim upp og svo framvegis, ef þessir einhliða fyrirvarar halda gagnvart skýru regluverki.

Því allt þetta þarf að liggja ljóst fyrir fram, og hlýtur að lúta skýrum reglum dómafordæma og annað fyrst fullyrt er að þeir haldi.

Svo einfalt, á ekki að þurfa rífast um.

 

Eins væri þarft verk að nýta sumarið til að þingheimur fái kynnt sér innihald fjórða orkupakkans og þess fimmta, þess sjötta og svo framvegis.

Um fjórða og fimmta má lesa í Bændablaðinu þar sem vitnað er í norska skýrslu þar um.

Svo það mætti spyrja sig, hvar er íslenska skýrslan um sama efnið??

Eða vita þingmenn ekkert hvað þeir eru að fara skrifa uppá.

 

Er aðalatriðið að fá að komast í frí.

Ef svo er, frestið þá málinu og hefjið umræðuna í haust.

Ef þeir vilja í raun vita hvað þeir eru að samþykkja, þá eiga þeir að nýta sumarið til að fá hlutlaus álit, ekki pöntuð álit embættismanna sem þegar eru búnir að samþykkja fyrir sitt leiti.

 

Fræðin eru nefnilega hlutlaus.

Það þarf bara að leita til hlutlausra.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 5329
  • Frá upphafi: 1326875

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 4729
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband