Úr tómri tunnu bylur hátt.

 

En mér er til efs að þó Logi fái úthlutaðan heilan dag í rúmgóðri tunnu, að nokkur myndi heyra til hans.

Svo innantómur er málflutningur hans.

 

Gleymum ekki að það sem mest bitnar á tekjulágum hópum, eru ákvarðanir frá þeim dögum þegar Samfylkingin leiddi hina svokölluðu norrænu velferðarstjórn og ákvað að slá skjaldborg um bankakerfi vogunarsjóðanna í stað þess að standa við loforð sitt um skjaldborg handa almenningi.

Gleymum því heldur ekki að sú ríkisstjórn barðist hatrammlega gegn málsókn Hagsmunasamtaka heimilanna um ólögmæti gengislána, og þegar hún tapaði fyrir Hæstarétti, þá var sómi hennar ekki meiri en sá að félagsmálaráðherra hennar var gerður burtreka frá Hæstarétti þegar hann setti lög um að í stað gengistryggingarinnar, kæmu hæstu nafnvextir á byggðu bóli.

Ef eitthvað sýnir hið raunverulega innræti, hvað býr að baki fagurgalanum, þá er það svona gjörningar.

 

En það var þá myndu kannski sumir segja, og rétt er það, það var þá.

Það leysir samt Loga ekki undan ábyrgð, hann hlýtur að þekkja fortíð síns flokks, og lágmarkskrafa að áður en hann tekur til máls um lífskjör, að hann byrji á að biðjast afsökunar á fortíð flokksins.

Og sýni síðan í verki iðrun.

 

Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna og Alþýðusamband Íslands, hvort í sínu lagi lagt fram umsögn, þar sem varað er við fyrirhugaðri lífskjaraskerðingu sem felst í samþykkt Orkupakka 3.

Og hver er helsti stuðningsmaður orkupakkans??

Jú, maður að nafni Logi Einarsson og flokkur hans.

Það þarf nefnilega að slá upp nýja skjaldborg, skjaldborg um markaðsvæðingu og einkavæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

 

Slá skjaldborg um þá sem nutu velvildarinnar í síðustu skjaldborg.

Og sem fyrr, á kostnað almennings.

 

Svo vogar þessi maður sér að rífa sig.

Jafnvel þó hann fengi magnara og hátalakerfi, þá myndi ekki heyrast í honum í tómri tunnu.

En hugsanlega myndi fals hans ná inná fréttastofu Ruv.

 

Sú stofnun bregst ekki þegar vega þarf að almenningi.

Og ganga erinda erlendra.

 

Til þess dugar hvísl í tómri tunnu.

Jafnvel í hljóði.

Kveðja að austan.


mbl.is „Holur hljómur í lífskjarasamningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tefur landsöluna.

 

Og þau landráð að fela erlendu valdi yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

Það er vitað að þriðjungur þingheims vill selja þjóðina, þessir flokkar studdu ICEsave fjárkúgun breta af hugsjónarástæðum, þeir styðja þessa landsölu líka af hugsjónarástæðum.

Þeirri hugsjón að landið sé hjánýlenda skrifræðisvaldsins í Brussel.

Píratar, Viðreisn, Samfylkingin, landsala er samofin stefnu þeirra, að afsala sjálfstæði þjóðarinnar er hugsjón þeirra.

 

Í hinum stuðningsflokkunum þremur eru sterk öfl sem vilja að landið sé hluti af Evrópusambandinu.

Síðan eru ennþá sterkari öfl sem þjóna þeim sem sjá hagnað í markaðsvæðingu orkunnar.

Hið vanheilaga bandalag þeirra við landsölu flokkanna mun tryggja þessum landráðum brautargengi.

 

Þess vegna má spyrja, hvað tefur, hvað dvelur??

Óttinn.

Við réttláta reiði þeirra sem voru seldir.

 

Það er réttmætur ótti.

Kveðja að austan.


mbl.is Málsmeðferðin með öllu óboðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir Hrun.

 

Er algeng afsökun fyrir aðgerðarleysi og niðurbroti, hvort sem það er almannaþjónusta, innviðir eða annað.

Það veit enginn hvað hefði gerst er það hefði kviknað í á skólatíma en besta leiðin til að rýma húsnæði þar sem fjöldi dvelur við nám og starf, er EKKI að kenna á flóttaleiðum.

Og vandinn tengist ekki Sjálfstæðisflokknum eða frjálshyggju hans eins og góða fólkið talar alltaf um þegar það er að snapa atkvæði fólks sem telur sig vera jafnaðar og félagshyggjufólk, mannvini eða annað.

Vandinn er skýr; "Hann tek­ur þó fram að vissu­lega hafi allt viðhald á hús­inu dreg­ist líkt og í allri Reykja­vík­ur­borg eft­ir hrun.".

 

Góða fólkið er nefnilega samdauna kerfinu og hugmyndafræði þess eins og sést núna á stuðningi þess við markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar sem til skamms tíma var aðeins draumsýn Friedmanista.

Pólitík þess er tvennskonar. 

Það þykist vera gott, og svo skammast það í íhaldinu.

Aðferðafræði þess er upphlaup og froðusnakk.

Glæpur þess að á meðan það kemst upp með þetta, þá ógnar enginn kerfinu, og smán saman verður samfélagið hannað eftir villtustu draumum Friedmans og Hayek, um alræði auðsins og markaðsvæðingu alls.

 

Það er nefnilega pólitík að borga vexti á vexti ofan en láta allt grotna niður.

Munum að við erum búin að greiða hundruð milljarða í óþarfa vexti frá Hruni vegna tilbúinna skulda, sem og vegna vaxtastigs sem þjónaði þeim eina tilgangi að sjúga fjármuni frá einstaklingnum og samfélaginu í vasa auðsins.

Það er pólitík að nústilla hina verðtryggðu krónu þannig að hún upphefur einkaneyslu á kostnað samneyslu. Svo dæmi sé tekin þá fara tugarþúsunda gamalmenna til sólarlanda í rauðvínssæluna, en því finnst ekki eins gaman þegar það býður sárkvalið á biðlistum spítalanna sem eru að hruni komnir vegna langvarandi fjársveltis sem alltaf er afsakað með Eftir Hrun.  Eða það megi ekki setja nauðsynlega fjármuni í innviðina því þá fer verðbólgan af stað.

Það er pólitík að yfirfylla allt af reglugerðum því það hyglar stórfyrirtækjum og er til höfuðs hinu smá og fagra í samfélaginu. Gróskunni og gróandanum.

 

En gegn þessari markaðshyggju Friedmanistanna fer enginn.

Hið borgaraleg íhald fattar ekki að þetta er ræningjakapítalismi, og það er í eðli ræningja að ræna þá sem eitthvað eiga.

Góða fólkið á mála hjá auðnum, sér til þess að engin skipulögð andstaða fái þrifist.

Feigðarósinn, þar sem við erum öll þrælar auðsins, í alræði hans, blasir við.

Allt er falt fyrir peninga, sameignir okkar, auðlindir, almannaþjónusta, allt.

Allt er gert að féþúfu Örfárra.

 

Og þó, það er rangt að segja að það fer enginn gegn þessu.

Hin fyrirhugaða markaðsvæðing orkuauðlinda þjóðarinnar undir leiðsögn hins frjálsa regluflæðis Evrópusambandsins hefur vakið margan borgarlegan íhaldsmanninn af værum blundi.

Hann sér mygluna og grámann sem er að leggjast yfir hið borgaralega samfélag okkar.

Þetta á ekkert skylt við það samfélag sem hann taldi sig lifa í áður en hann lagðist á koddann, peningar hafa stolið flokknum hans og eru núna að stela auðlindum og sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Andóf þessa borgaralega íhaldsmanns, ásamt andófi leifanna af vinstri og félagshyggjufólki hefur náð til almennings svo kaupin á eyrinni ætla ekki að ganga eins auðveldlega í gegn eins og peningarnir hugðu.

Því krakkarnir og einfeldningarnir hafa lítið í fullorðið fólk að gera í rökræðunni.

Og fólk hlustar.

 

Það má vera að peningarnir nái sínu í gegn á þingi í vor, en það verður þeirra Pyrrhosarsigur.

Því sá sigur vinnst á rústum hinna borgaralegu flokka, og rústum þeirra mun myndast afl sem mun endurheimta sjálfstæðið, forræðið og almenning.

Að sverfa til stáls gegn þjóð sem er að vakna af dvala og lýtur leiðsögn fullorðins fólks, er ekki skynsamlegt, krakkaherinn og einfeldningarnir munu lítið hafa í hana að gera.

Og viðrini góða fólksins hafa aðeins vægi á meðan þjóðin sefur.

 

Eftir Hrun og helv. íhaldið mun ekki virka til lengdar þegar góða fólk hefur stjórnað nokkur kjörtímabil.

Ræningi með grímu fyrir andlitið mun ekki til lengdar ná að sannfæra fórnarlömb sín að þetta sé frjáls viðskipti og borgarlegur kapítalismi.

Aðeins meðan fólk sefur.

 

Og fólk mun vakna þegar orkupakkinn verður samþykktur.

Þá er of seint að sættast.

Kveðja að austan.

 
 

mbl.is Heppni að eldurinn kom ekki upp á skólatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 663
  • Sl. viku: 5321
  • Frá upphafi: 1326867

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 4721
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband