Er ekkert fréttnæmt í vitnisburði Cohens??

 

Það vita það allir að það er slemba ef Trump fer rétt með staðreyndir.

Hans svið er tilfinningar eins og hjá fyrirmyndum hans á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Og þar er hann meistarinn.

 

Varðandi meintar uppljóstranir frá kosningabaráttu hans, þá er það bara svo að svona eru kaupin á eyrinni.

Ef einhver hefði hag af því að kjafta frá kosningabaráttu Hillary, þá yrði sagt eitthvað svipað.

 

Stríðið við Trump verður ekki háð með staðreyndum, kjósendum hans er nákvæmlega sama.

Þeim er hins vegar ekki sama hvort hann standi við kosningaloforð sín eður ei, og þar er athyglisverð fylgni milli orða og efnda.

Svo mikil fylgni að fáheyrt er í nútíma stjórnmálum, og til dæmis eitthvað sem ekki hefur sést hérna á Ísland líklega frá því að Davíð Oddsson var í pólitík.

 

Núverandi ríkisstjórn virðist til dæmis vera mynduð um lygar og pretti.

Varla stafur af því sem sagt var fyrir kosningar hefur staðist.

En margt á að gera sem hvergi var minnst á.

 

Til dæmis sérstakur skattur á bíleigendur, kallaður gjöld uppá kommúnísku, innflutningur á sýklum undir yfirskininu að það þurfi að hlýða dómi sem er andstæður EES samkomulaginu, að ekki sé minnst á innleiðingu orkupakka 3, sem er fyrsta og stærsta skrefið sem þarf að taka til að orkuauðlindir þjóðarinnar hverfi úr sameign í einkaeign, með tilheyrandi hækkunum á raforkuverði.

Ef þetta eru ekki prettir, hvað er þá prettir??

 

Síðan er hægt að minnast á orðræðuna til höfuðs forystufólki verkalýðshreyfingarinnar, sem er annars vegar fóðruð og kostuð af Samtökum atvinnurekanda, og hins vegar úr skúmaskotum Valhallar.

Þar er staðreyndum ekki haldið til haga, heldur eru þær í besta fallið afskræmdar, oftast fylgir skáldskapur með. 

 

Svo tala menn um Trump.

Hneykslast á Trump.

 

Nær væri að líta nær.

Kveðja að austan.


mbl.is Cohen segir Trump bæði ljúga og pretta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll skaða.

 

Nema kannski hugsanlega ef sú stofnun sem framleiðir reglugerðir á færibandi myndi lamast, til dæmis ef skúringafólkið í Brussel legði niður störf, að þá myndi enginn gráta.

Þess vegna á það alltaf að vera neyðarúrræði að boða til verkfalla, aðrar leiðir eiga að vera fullreyndar.

Enda mörg undanfarin ár hafa verkföll á almennum vinnumarkaði verið sjaldgæfari en jafnaðarmaður í Samfylkingunni.

 

Í dag stefnir í verkföll á vinnumarkaðnum og stálin eru það stinn að tjónið gæti verið óbætanlegt, bæði fyrir fyrirtæki, starfsfólk þeirra og samfélagið allt.

Þó spjótinu sé oft beint af stjórnvöldum, og klaufagangi þeirra, eða hinum taktlausum launahækkunum æðstu stjórnenda bæði hjá ríki og almenna, þá er ábyrgðin samt ekki þeirra.

Ábyrgðin er þeirra manna sem geta ekki hugsað sér samfélag þar sem láglaunafólk hefur í sig og á.

Og þessir menn stjórna Samtökum atvinnulífsins í dag.

 

Krafan er búin að liggja fyrir frá því í haust, og ekki einu sinni litla fingri hefur verið lyft til að skapa umræðugrundvöll að lausn.

Aðeins löngu töng til að gefa fingurinn.

Svo eru fjármagnaðir Snatar látnir gjamma að forystufólki launafólks, til þess eins að ýta undir úlfúð og togstreitu.

 

Þess vegna eiga fórnarlömbin, eins og Friðrik hér að ofan, að beina orðum sínum til þeirra sem ábyrgðina bera.

Ekki hinna sem í nauðvörn þurfa að grípa til vopna svo á þá sé hlustað.

Aðeins þannig næst lausn og lending.

 

Sem ætti að vera markmiðið eða er það ekki??

Eða eru átök kannski það sem að er stefnt?

 

Stundum hvarflar það að manni.

Kveðja að austan.


mbl.is Hver dagur í þessari stöðu mjög dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 947
  • Sl. viku: 4467
  • Frá upphafi: 1329029

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 3946
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband