Rétt skal vera rétt.

 

Formlega boðar VR verkföll.

En ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók hina raunverulega ákvörðun um verkfallsátök með því að hæða forystufólk verkafólks á fundi sínum um meintar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

 

Það er eins og ríkisstjórnin í umboði elítunnar, þeirra sem eiga allt og alla, vilji átök.

Eitt skýrasta dæmið er sá áróður Valhallar að meint róttækni ráði för.  Og í því skyni er einhver sótaraftur, nýhættur í vinnu hjá Baugsveldinu, dreginn á flot, og sagður vera ógurlegur kommúnisti sem handstýri aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar.

Hann nánasti aðstoðarmaður sé svo fastapenni á Mogganum og pistlahöfundur hér á Moggablogginu, Styrmir Gunnarsson.  En Styrmir þessi krefst þess að elítan afturkalli kauphækkanir sínar fram yfir það sem hún sjálf býður hinum lægst launuðu.

 

Hvílíkur kommúnismi, hvílíkt róttækni, hvílík heimtufrekja.

 

Þessir kumpánar tveir, gamli Baugsmálaliðinn og gamalmennið á Moggablogginu, eru síðan taldir vera ábyrgir fyrir kröfugerð sem áður er óþekkt meðal verkalýðshreyfingarinnar, en það er að lægstu laun dugi fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðunum.

Og gamalmennin sem ennþá kjósa Sjálfstæðisflokkinn eiga að kokgleypa þennan áróður.

Sem fæstir gera en áróðurinn segir allt um samningsvilja elítunnar, um samningsvilja stjórnvalda.

 

Hann er enginn.

Þess vegna er nauðvörn verkalýðshreyfingarinnar að boða til verkfalla.

 

Og sá sem er í nauðvörn, er aldrei viljandi í þeirri stöðu.

Það er ásókn annarra sem koma honum í slíka stöðu.

 

Hans er ábyrgðin.

Það er hann sem í raun boðar verkföll, vargöld, vígöld.

 

Enginn annar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is VR boðar verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni í sínum heimi.

 

Skilur bara ekki neitt hvað er í gangi.

Allt er eins og blómstrið eina, ráðstöfunartekjur margfaldast og stjórnvöld öll af vilja gerð.

Nema að takast á við vaxtaokrið, þar vantar öll skilyrði, einhver óstöðugleiki og eitthvað kreppuástand sem gerir okkur ekki að hafa sama vaxtastig og aðrar siðmenntaðar þjóðir.

Og í þessu er engin mótsögn, allavega finnst okkur sem sáu Tommy Lee Jones fara á kostum sem Two faces, eða maðurinn með sitthvort andlitið eins og það hét á áskæra ylhýra.

 

En það er verra með þessa óþægilegu tilfinningu Bjarna að það sé sjálfstætt markmið verkalýðsforystunnar að fara í átök.

Þar hvarflar að manni að Bjarni, með öll sín andlit sé ekki tengdur við raunheim okkar hinna.

 

Það er samt ekki sama hver segir hlutina, þyngdarlögmálið var ekki til fyrr en Newton sagði frá því að epli sem félli af tré, félli til jarðar. 

Og þar sem Bjarni er með einhverja áróðurslínu úr Valhöll til að lauma því að eldri borgurunum, sem eru síðasta vígi Sjálfstæðisflokksins, að þá þarf að vitna í eldri borgara, úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins löngu áður en Bjarni fékk fyrst bleyjuna, sem segir þetta um störf Bjarna, og af hverju þessi kurr er í verkalýðsforystunni.

Gefum Styrmi orðið;

"Var stöðumat ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins kolrangt eða var það bara tal? Héldu þessir aðilar í raun og veru að það væri hægt að tala sig frá þeim veruleika, sem blasað hefur við á þriðja ár? Hver sem skýringin er fer ekki á milli mála að það er komið að vegamótum. Nú þýðir ekki lengur að tala og nú þýðir ekki lengur að bíða. Nú þarf að hefjast handa. En vita þeir hvernig þeir eiga að bregðast við þessari stöðu? Svarið við þeirri spurningu liggur ekki fyrir.".

 

Þetta og margt annað hefur Styrmir sagt.

Athyglisvert er að hann dregur það í efa að stjórnvöld viti hvernig þau eiga að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi.

Og í þessu viðtali, er Bjarni í sínum heimi ekki að svara þeirri spurningu.

 

Því við lifum þá tíma að núna þurfum við aðgerðir, ekki frasa.

Forystu sem höfðar til fjöldans, ekki örfárra.

Lausnir sem höggva hnúta.

 

Og Bjarni verður að axla þá ábyrgð.

Hann veður að fullorðnast.

 

Tími silfurskeiðarinnar er liðinn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Óþægileg tilfinning“ um átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 945
  • Sl. sólarhring: 1074
  • Sl. viku: 6153
  • Frá upphafi: 1328966

Annað

  • Innlit í dag: 812
  • Innlit sl. viku: 5484
  • Gestir í dag: 708
  • IP-tölur í dag: 695

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband