23.12.2019 | 10:07
Frjálst flæði gegn byggðum landsins.
Gegn landbúnaðinum sem hefur verið samofin sögu þjóðarinnar frá upphafi.
Engin eyþjóð getur lifað án landbúnaðar, það koma alltaf þeir tímar að ólga og óáran dregur úr innflutningi matvæla, eða afleggur með öllu, eða hún sjálf verður fyrir áföllum og hefur ekki gjaldeyri fyrir nauðsynlegum mat.
Þetta lögmál er greypt í mannkynsöguna og ekkert sem bendir til að breyting sé þar á
Heimurinn eins og við þekkjum hann er á barmi upplausnar vegna loftslagsbreytinga, vegna trúarbragðadeilna, vegna harðvítugra pólitískra átaka þar sem sjálft lýðræðið er undir.
Þá datt okkar aumu stjórnmálastétt, þessu aumasta af öllu aumu sem íslensk saga kann frá að greina, að taka upp regluverk Evrópusambandsins um frjálst flæði á sýklum.
Gegn ítrekuðum viðvörunum okkar helstu vísindamanna, bæði á sviði lýðheilsu sem og búfjársjúkdóma.
Landbúnaðurinn okkar er heilbrigður, hann framleiðir hollar vörur.
Af hverju að eyðileggja hann??
Hvað ónáttúra hefur yfirtekið fólkið við Austurvöll sem virðist fátt gera en að rífast eins og smákrakkar??
Það er nýbúið að braskaravæða orkuauðlindir þjóðarinnar og afhenda yfirráð þeirra skrifræðisvaldi Brussel.
Þar á undan hafði það staðið fyrir helför að heimilum landsins svo hrægammar gætu siglt frá landinu með kistur fullar fjár, kistur smíðar úr neyð mæðra og barna sem sættu miskunnarlausum ofsóknum bankakerfisins, þess hið sama sem kom þjóðinni í þær ógöngur sem við köllum Hrunið haustið 2008.
Núna á að slá margar flugur í sama högginu. Eins og enginn sé endirinn á óhæfunni.
Það á að ógna heilbrigði þjóðarinnar.
Það á að gera mjög heiðarlega tilraun til að ganga frá búfjárstofnum okkar sem hafa fylgt þjóðinni frá því í árdaga og eru samofnir ímynd okkar sem þjóðar. Það hafa jú fleiri þraukað hérna en við í þessi 1.1000 ár.
Og það á að rýma sveitirnar af bændum, svo líklegast sé hægt að selja Radkliff og hans vinum jarðirnar fyrir slikk. Eins og það eina sem þjóðinni vanti sé óðal og óðalsbændur.
Eitthvað sem venjulegt fólk gerir ekki samfélagi sínu eða náunganum.
Ekkert fólk haga sér svona.
Og það er argasta rógburður að bera slíkt hátterni upp á skepnur.
Þessi ónáttúra er ekki þessa heims.
Ekkert af þessu.
En síðast þegar ég vissi þá erum við hin ósköp venjuleg, með okkar göllum og gallagripum, sem og kostum og kostagripum.
Svo spurningin er, af hverju látum við bjóða okkur þetta??
Æ já, við fáum leikana, hafiði heyrt af Samherja þarna í Namibíu.
Eða þeir sem duttu í það á Klaustrinu þarna, meiri raftarnir.
Á öllu eru nefnilega skýringar.
Og hin raunverulega sök liggur ekki hjá ónáttúrunni við Austurvöll.
Hún liggur okkur nær.
Hvað er annars að frétta af ICExit??
Kveðja að austan.
![]() |
Frjálst flæði kjöts og eggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 23. desember 2019
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 123
- Sl. sólarhring: 795
- Sl. viku: 4331
- Frá upphafi: 1456551
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 3800
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar