Frjálst flæði gegn byggðum landsins.

 

Gegn landbúnaðinum sem hefur verið samofin sögu þjóðarinnar frá upphafi.

 

Engin eyþjóð getur lifað án landbúnaðar, það koma alltaf þeir tímar að ólga og óáran dregur úr innflutningi matvæla, eða afleggur með öllu, eða hún sjálf verður fyrir áföllum og hefur ekki gjaldeyri fyrir nauðsynlegum mat.

Þetta lögmál er greypt í mannkynsöguna og ekkert sem bendir til að breyting sé þar á

Heimurinn eins og við þekkjum hann er á barmi upplausnar vegna loftslagsbreytinga, vegna trúarbragðadeilna, vegna harðvítugra pólitískra átaka þar sem sjálft lýðræðið er undir.

 

Þá datt okkar aumu stjórnmálastétt, þessu aumasta af öllu aumu sem íslensk saga kann frá að greina, að taka upp regluverk Evrópusambandsins um frjálst flæði á sýklum.

Gegn ítrekuðum viðvörunum okkar helstu vísindamanna, bæði á sviði lýðheilsu sem og búfjársjúkdóma.

Landbúnaðurinn okkar er heilbrigður, hann framleiðir hollar vörur.

Af hverju að eyðileggja hann??

 

Hvað ónáttúra hefur yfirtekið fólkið við Austurvöll sem virðist fátt gera en að rífast eins og smákrakkar??

Það er nýbúið að braskaravæða orkuauðlindir þjóðarinnar og afhenda yfirráð þeirra skrifræðisvaldi Brussel. 

Þar á undan hafði það staðið fyrir helför að heimilum landsins svo hrægammar gætu siglt frá landinu með kistur fullar fjár, kistur smíðar úr neyð mæðra og barna sem sættu miskunnarlausum ofsóknum bankakerfisins, þess hið sama sem kom þjóðinni í þær ógöngur sem við köllum Hrunið haustið 2008.

Núna á að slá margar flugur í sama högginu.  Eins og enginn sé endirinn á óhæfunni.

 

Það á að ógna heilbrigði þjóðarinnar.

Það á að gera mjög heiðarlega tilraun til að ganga frá búfjárstofnum okkar sem hafa fylgt þjóðinni frá því í árdaga og eru samofnir ímynd okkar sem þjóðar.  Það hafa jú fleiri þraukað hérna en við í þessi 1.1000 ár.

Og það á að rýma sveitirnar af bændum, svo líklegast sé hægt að selja Radkliff og hans vinum jarðirnar fyrir slikk.  Eins og það eina sem þjóðinni vanti sé óðal og óðalsbændur.

Eitthvað sem venjulegt fólk gerir ekki samfélagi sínu eða náunganum.

 

Ekkert fólk haga sér svona.

Og það er argasta rógburður að bera slíkt hátterni upp á skepnur.

Þessi ónáttúra er ekki þessa heims.

Ekkert af þessu.

 

En síðast þegar ég vissi þá erum við hin ósköp venjuleg, með okkar göllum og gallagripum, sem og kostum og kostagripum.

Svo spurningin er, af hverju látum við bjóða okkur þetta??

 

Æ já, við fáum leikana, hafiði heyrt af Samherja þarna í Namibíu.

Eða þeir sem duttu í það á Klaustrinu þarna, meiri raftarnir.

 

Á öllu eru nefnilega skýringar.

Og hin raunverulega sök liggur ekki hjá ónáttúrunni við Austurvöll.

Hún liggur okkur nær.

 

Hvað er annars að frétta af ICExit??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Frjálst flæði kjöts og eggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á enn eftir að sjá kind borða hrátt nautakjöt. Farfugla stoppa í sóttkví. Eða ferðamenn í bændagistingum sótthreinsaða.

Bændur vaða um erlend fjós í bændaferðum og koma svo heim. Almenningur borðar kjöt í útlöndum sér að skaðlausu. Og hér eru 50.000 óhreinsaðir útlendingar að störfum sem hafa borðað kjöt erlendis í áratugi.

Ef rökin standast ekki skoðun verða bönn sem byggja á þeim ekki varin, sama hversu gáfaður prófessorinn er sem bændasamtökin keyptu.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2019 kl. 14:43

2 identicon

Á þessu ári hafa verið stoppaðar fleiri og mun stærri fíkniefnasendingar í tollinum en áður og það er viðurkennd staðreynd að þeir ná aldrei nema broti af því sem flutt er til landsins.
Ég sé ekki fyrir mér annað en greiðslan á götunni hljóti að fara fram í íslenskum seðlum?

Hvernig er hægt að þvo íslenskar krónur án dyggilegrar aðstoðar íslensku bankanna – væri ekki nær fyrir okkur að rannsaka það fremur en spillingu í Afríku en flestum virðist um megn að taka til í sínum eigin bakgarði þó þeir geti röflað endalaust um ruslið hinum megin á hnettinum

https://www.bbc.com/.../storie.../how-money-laundering-works

Grímur (IP-tala skráð) 23.12.2019 kl. 19:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Allt þarft, en núna er ég farinn að ræða úthreinsun Alþingis.

Svona að gefnu tilefni.

Takk samt fyrir athugasemd þína, hún er hárrétt.

Kveðja að austan.

PS.  Mútur eru samt ólöglegar samkvæmt íslenskum lögum.  Það held ég að skýri rannsóknina á háttsemi Samherja í Namibíu.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 20:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn.

Þegar allt bregst, þá ert þú mættur með upplífgandi athugasemdir þínar.

Sé að þú ert ekki með vindgang, og er það vel.

En þér að segja, þá held ég að þú fáir ekki vinnu á Keldum.

Eitthvað ábátavant við þekkingu þína.

Sem minnir mig á að slíkt var ekki vandamál í Star Trek.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 20:14

5 identicon

Ég sé núna að hlekkurinn virkar ekki en skýringarmyndbandið er hér

https://www.youtube.com/watch?v=vc5jhmyCruE

ef eftirlitisstofnanir eru óhæfar þa´þýðir lítið að skipta út Alþingismönnum

Grímur (IP-tala skráð) 23.12.2019 kl. 20:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Eiginlega held ég að sökin byrji þar, þess vegna kaupi ég til dæmis ekki dómana í Saudi, þar er peðum fórnað.

En fólk sem rífur öll grið við samfélag sitt var kallað skóggangsmenn í árdaga þjóðveldis okkar, og slíkt fólk á aldrei að stjórna einu eða neinu, allar síst því samfélagi sem það rauf grið við.

Á öllu eru mörk.

En alveg rétt, Andófið er víst allt suður í Namibíu, svo það er víst borin von að ábyrgð fylgi slæmum gjörðum.

En maður þarf ekki að kóa með forheimskunni.

Kveðja að austan.

Ps, tek samt heilshugar undir kröfu þína, en hún er hluti af sama meiði.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 20:58

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, magnaður pistill.

Það stæði sjálfsagt ekkert eftir í dag af því sem upphaflega var farið af stað með í "allt fyrir ekkert" nema þá kannski öfugmælin.

En sennilega er ICExit tómt mál að tala um nema að í gegn fáist kosning upp á JÁ eða NEI. Sennileg myndi það "aumasta af allri aumri ónáttúru" ekki leggja út í þannig kosningu af fenginni reynslunni af icesave.

Einnig hafur "ónáttúran" vítin til að varast með hliðsjón af Brexit, ég hygg að meirihluti stjórnmálamanna allra flokka í Bretlandi myndi vilja snúa hjóli tímans við hvað það varðar, því engin virðist hafa reiknað með að niðurstaðan yrði JÁ Brexit nema þá sjálfstæðismaðurinn Nigel Farage.

Jú, það er kominn tími á JÁ ICExit, enda var aldrei meirihluti hjá landanum fyrir EES, þar réði ónáttúra síns tíma og fékk sitt "allt fyrir ekkert".

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 23.12.2019 kl. 21:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús, ég var farinn að örvænta þó ég hafi fengið hitt og þetta skemmtilegt uppí hendurnar til að pistla um, en samt var ég alltaf að bíða eftir ICExit þema.

Og þó hraðinn í jólaamstrinu hafi verið mikill, fyrir utan heimsókn til tengdaforeldra minna á Hulduhlið, sem og að hjálpa mömmu að setja ljós á leiði afa hennar og ömmu (fólki getur þótt vænt um afa sinn og ömmu þó það sjálft sér orðið rúmlega áttrætt, eða réttara farið að nálgast nírætt), þá kemst ég ekki í jólaskap nema þrífa á Þorláksmessu og hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu.

Þó varð ég að henda þessu inn, og þó hrár væri þá koma pistillinn frá hjartanu.  Og vonandi verða þeir fleiri um þetta efni áður en árið er á enda.

Þetta er lykilatriðið, við höfum aldrei séð áður svona heiðarlega tilraun til byggðaeyðingar sem og að skaðinn getur verið óbætanlegur.

Eins og ég sagði við Grím, þetta fólk rauf öll grið.

Og maður spyr ekki fólk sem rífur grið við siðað samfélag, sem vanvirðir siðaða hegðun, um hvort það vilji láta af völdum.

Sem og þannig séð er ekkert val sem því stendur til boða, að láta af völdum með góðu eða illu, þökk sé lýðræðinu þá reynir ekki á þvingað valdafsal í anda frönsku stjórnarbyltingarinnar eða kveðjuna sem keisarastjórnin fékk við Vetrarhöllin þarna um árið.

Fólk sem sér þetta, skilur þetta og skynjar, því ber skylda til að snúa bökum saman, jafnvel þó það þurfi að kalla á sum bökin heim frá Namibíu.

Við sameinust um að verja samfélag okkar, þjóð okkar og sjálfstæði.

Hvað það varðar höfum við heldur ekkert val.

Kveðja að austan.

PS. Ekki að ég hafi búist við uppklappi, þá hefði ég virkilega lesið pistilinn aftur og spurt hvar í andskotanum varð mér á, en ég veit að fleiri en einn og fleiri en tveir lesa þessi orð mín og hugsa sinn gang.

Þess vegna spurði ég um ICExit, samtökin sem munu verja sjálfstæði þjóðarinnar og láta reyna á vilja hennar í næstu kosningum.  Ég er svo barnalegur að ég trúi að þau séu þarna handan við hornið í kosmóinu, og dropinn sem opnaði flóðgáttirnar er undirlægjuhátturinn gagnvart ESA í kjötinnflutningsmálinu.

Það átti bara að segja Nei, punktur.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 21:48

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þennan pistil Ómar, sannarlega þarfur. Kristján Þór hefur þó gert eitthvað í vörninni á móti þessu endemis aumingjaliði í flokknum sínum við Austurvöll.

Halldór Jónsson, 24.12.2019 kl. 08:20

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Má ég lýsa minni stemningu gagnvart flokksnum mínum?

Til hvers erum við Sjálfstæðismenn?

að hanga í ríkisstjórn með þeim öflum sem Orkumálastjóri lýsir í jólaerindi sínu?

Það virðist ekki vera efst á blaði að stuðla að hagkvæmni eða framfarsókn heldur að reisa girðingar til að hindra þær.Hindra hagkvæmar læknisaðgerðir og gera nýjar virkjanir óframkvæmanlegar með þjóðgarðabulli umhverfisráðherrans sem enginn kaus.

Ég skora á lesendur að lesa erindi Orkumálastjóra  til að skilja á hvað leið Sjálfstæðisflokkurinn er með því að halda áfram eftirgjöfinni gagnvart vinstri öflunum. Þetta er ekki stefna sem ég sem Sjálfstæðismaður vil styðja,

En Orkumálastjóri sagði eftirfarandi í erindi sínu:

https://orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/jolaerindi-orkumalastjora-2019

Það er fyrir mér háalvarlegt mál að láta umhverfisdraumórafólki  eftir að reisa girðingar gegn lífskjörum í landinu sem hindra framfarasókn þjóðarinnar. Slíka pólitík get ég ekki stutt ef hún hefur engan tilgang fyrir mér nema að útvega völdum hópi ráðherrastörf.

Ég vil ekki halda slíku stjórnarsamstarfi áfram á þeim forsendum einum og sé ekki tilgang í því fyrir okkur Sjálfstæðismenn.

 

Halldór Jónsson, 24.12.2019 kl. 08:23

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Misjöfnum augum líta menn silfrið, ætli vefsvæði VinstriGrænna séu ekki full af álíka pistlum, nema með öfugum formerkjum.

Ég samt tel þetta illskásta kostinn, þarna innanborðs eru leifarnar af þjóðlegu íhaldi sem þó hamlar á móti.  Þú nefnir Kristján réttilega í því samhengi.  Enda er engin tilviljun hvað að honum er sótt.

Síðasta ríkisstjórn Bjarna Ben var skelfileg, tær frjálshyggja enda meðreiðarsveinarnir útibú frá annars vegar frjálshyggjudeild Samtaka Atvinnulífsins og hins vegar kostað skoffín úr ranni þeirra auðmanna sem áttu Fréttablaðið, hugsað líkt og Píratar, að safna til sín óánægjufylgi, hlutlausa það og senda það svo í einhverja Bjarmalandsförina.  Núna er það til dæmis út í Namibíu.

EN grið eru rofin.

Og það er ekki veggjöldin sem þið nýkommarnir eru svo hrifnir af, skattastefna Stalíns í sinni fegurstu mynd, og það er ekki regluverkið kennt við orkupakka 3, öll þau landráð og stjórnarskráarbrot.  Þessum mannannaverkum er hægt að hnekkja,.

Það er þessi frjálsi innflutningur á sýklum sem er óafturkræft.  Mér er minnisstæð orð þín fyrr á árinu þar sem þú lýstir því hvernig það var sem ungur maður (drengur?) að vera vitni af dauðastríði sauðfés sem var sýkt af mæðuveiki.

Vítin eru til að varast, forðast, ekki til að sækja í, endurtaka.

Einangraðir búfjárstofnar eru viðkvæmir fyrir sýklum sem þeir á meginlandinu hafa fyrir löngu aðlagað sig að, og það er ekki skimað fyrir slíkum sýklum, enda slíkt að æra óstöðugan.

Okkur ber skyldu til að vernda þá, ekki eyða þeim í nafni reglugerðarhlýðni.

Það er einnig ljóst að þetta er náðarhögg fyrir sveitirnar okkar, í þeirri myndi sem við þekkjum þær í dag.  Auðvitað þurfa þær að aðlagast en þetta er ekki aðlögun heldur aðför.

Fullorðið fólk hefði sagt Nei við regluverkið, og það hefði ekkert gerst.  ESB hefði ekki kynnt undir kröfuna um úrsögn úr ESB, sem óhjákvæmilega kemur þegar erlend öfl reyna beina kúgun, það hefði látið gott liggja.

Svikin, griðrofin eru heimafengin, og óafsakanleg.

Það er ekkert sem réttlætir ykkur gömlu mennina í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn eða VinstriGrænum að styðja forystu flokka ykkar lengur.

Hvort sem þið standið að hallarbyltingu að hætti Borisar Johnsson og endurheimtið flokka ykkar, að stofnið beinan ICExit flokk í anda Brexit flokksins í Bretlandi, það er völin og kvölin.

En það er ekki val að vera mannleysa Halldór, það er bara svo. 

Og það þurfa gömlu mennirnir sem mönnuðu brjóstvörnina í orkupakkaumræðunni að átta sig á.

Það vill enginn fá orðið Gunga meitlað á legstein sinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.12.2019 kl. 12:23

12 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður ómar og gleðileg jól!

Það er lítið talað um Skipsjórann sem að á að stjórna en stendur fyrir öllum svikunum, Hún svamlar bara áfram í djöfulsins loftslagsalþjóðasullumbullinu.

Og síðan Ráðherra sjávarútvegsmála sem hefur bakkað upp allt svindlið hjá yfirkóngi þeirra mála,AÐ hann ætlar að breita lögum þannig að yfirsvindlarinn haldi því sem hann var búinn að stela.

Er þetta virkilega verjandi???????????.

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 26.12.2019 kl. 13:18

13 identicon

Það sem mér finnst ömurlegast að horfa uppá 

er einmitt að þau bregðast krosstrén,

andófsöfl núverandi ríkisstjórnarflokka.

Heimssýnarmennirnir.

Af hverju hangir t.d. Styrmir enn í Sjálfstæðisflokknum?  

Af hverju hangir t.d. Guðni Ágústsson enn í Framsóknarflokknum?

Af hverju hangir t.d. Ögmundur Jónasson enn í Vinstri grænum?

Af hverju vilja þessir annars mætu menn fá þá einkunn í kladdann að þeir hafi alltaf stutt sína flokka, þrátt fyrir að vera það þvert um geð.

Jú, þeir eru mestu gungurnar, þeir sem mala og mala og mala, en sauðtryggir hanga samt hver og einn í sínum flokki.  Þeir eru blekkingin um andófið.  Þeir eru verstir. Þeirra andóf er andóf sýndarveruleikans.

Þeir væru menn að meiri að segja sig úr flokkum sínum ... með hvelli sem athygli vekti og svo sem fósturjörð vor skylfi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 19:30

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ef þú ert að vísa í Katrínu sem skipperinn, þá er hún hluti af þeirri stjórnmálastétt sem ábyrgðina ber, og ber að víkja ef hún getur ekki varið landið sitt.

Síðan er ég löngu hættur að skilja þig þegar þú ert sífelltað hnýta í Kristjón Þór vegna þess að hann vann einu sinni hjá Samherja, löngu áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Ég allavega stunda ekki svoleiðis pólitík á minni síðu. 

Ekki að ég hafi nokkurn tímann verið Sjálfstæðismaður, hvað þá stuðningsmaður flokksins hér í NorðAustur kjördæmi, og til skamms tíma hefði ég hlegið ef það hefði verið borið uppá mig að þrátt fyrir allt væri núverandi íhald, í íhaldsflokkunum þremur, það illskásta sem er í boði, þá get ég ekki tekið undir gagnrýni á kvótakerfið á þessum forsendum sem þú orðar, og flæðir um netheima Andófsins; "sem hefur bakkað upp allt svindlið hjá yfirkóngi þeirra mála,AÐ hann ætlar að breita lögum þannig að yfirsvindlarinn haldi því sem hann var búinn að stela.".

Þetta á sér engin stoð í raunveruleikanum Óskar, í alvöru talað.  Þetta er múgæsing vitleysunnar þar sem hver étur upp eftir öðrum.

Fyrsta kvótaúthlutunin var umdeilanleg, það er við hvað var miðað, og það er opinbert leyndarmál að svokallaður skipstjórakvóti var hugsaður sem þöggun eða dúsa gagnvart aflasælum skipstjórum, sem hugsanlega hefðu getað verið með múður.  Umdeilanleg því hvað var sanngjarnt að miða við??

En öll mannanna verk eru umdeilanleg, og við eitthvað varð að miða. 

Eftir það höfum við ekki annað dæmi í Íslandssögunni um eins mikið gegnsæi og úthlutun kvóta á Íslandsmiðum, að tala um svindl í því samhengi stenst enga skoðun þekkingarinnar.  En vitleysan getur haldið öllu fram.

Öll kvótaviðskipti eru síðan gegnsæ, hver keypti og hver seldi, og hvað var borgað fyrir.

Það hefur enginn stolið neinu, það hefur enginn svindlað á neinum.  Það eru engin viðskipti þvinguð, nema þá þegar bankinn neitar að lána í erfiðan rekstur og menn neyðast til að selja.  En það er bara gangur lífsins í bankaviðskiptum, og vissulega eru sumir meira í náðinni en aðrir, en þannig er raunveruleikinn, jafnt í sjávarútvegi sem annars staðar.

Að benda fingurinn á þá sem keyptu er svo út í hött að það hálfa er nóg.  Þeir sátu uppi með áhættuna, á viðskiptum sem undir það síðasta einkenndust af braski, þar sem raunverulegur afrakstur kvótakílósins var orðið aukaatriði. 

Enda fóru margir á hausinn í Hruninu 2008, og ef það er hægt að benda á einhverja, þá er það þeir sem eignuðustu kvóta án þess að eiga fyrir honum, og höfðu ekki rekstur til að standa undir fjárfestingu sinni, en fengu svo næstum allt afskrifað eftir Hrun, líkt og Guðmundur vinalausi og Jakob Valgeirsson í Bolungarvík.

En þetta snýr ekki að stjórnmálum heldur fjármálakerfinu.

Sumir benda á þá sem seldu, að þeir hafi grætt svo og svo mikið.  Sem vissulega margir gerðu, þó aðrir hafi náð lítt annað en að borga niður skuldir sem söfnuðust í erfiðum rekstri.  En ég ætla að segja þér frá því Óskar sem Daddi Herberts sagði við mig eitt sinn; "Ómar, það hefur alltaf verið dýrt að eignast báta á Íslandi, menn sem voru að byrja, náðu kannski að skrapa saman í einhverja manndrápsfleytuna, og reyndu að afla vel svo þeir gætu keypt betri skip.  Ég fiskaði og fiskaði á Sævar, en hann var svo dýr að maður rétt hafði fyrir afborgunum.  Þegar ég seldi kvótann, þá var báturinn verðlaus, en ég hefði getað selt fyrir góðan pening.  Veit ekki hvort hefði komið betur út".  Svona efnislega eftir minni.

Veistu Óskar, ég held að þeir sem tali mest um sjávarútveginn í dag, þekki lítt eða ekkert til hans og sögu hans.

Síðan fullyrði ég að aflið sem er undirliggjandi í að koma landinu í ESB, sé það sem kostar æsinguna, sem framleiðir bullið á færibandi svo hið grandvarasta fólk er farið að hljóma eins og algjörir bullukollar.

Aðeins vitfirrt þjóð vill höggva höfuðið á gæsinni sem verpir gulleggjunum, því henni langar í steik í matinn.

Það sér hinn þögli meirihluti og því er Andófið svona einangrað og fylgislaust.  Það eina sem það á er hávaði, en lítið sem ekkert fylgi.

Og fólk sér ekki samhengið.

Sem er miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.12.2019 kl. 01:22

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég hugsaði svona eftir á, en var ekki í jólastússinu að gefa mér tíma til að ítreka, að félagi Halldór, laumusossi þegar hann talar um kvótakerfið og nýkommúnisti þegar hann talar skattlagningu Stalíns, en annars gott og grandvart íhald, að hann hefði getað misskilið mig  á þann hátt að ég væri að tala um áletrun á legstein hans.  Hvílík firra slíkt væri um þann mikla baráttujaxl.

Að sjálfsögðu var ég að hugsa um þá einstaklinga sem þú minntist á, og nokkra til.

Vil því gera mögnuð orð þín að baráttuóð þess sem þarf að gera svo þjóðin haldi reisn sinni og sjálfstæði.

"Þeir væru menn að meiri að segja sig úr flokkum sínum ... með hvelli sem athygli vekti og svo sem fósturjörð vor skylfi.".

Mal hinna sauðtryggu skelfir engan, hvað þá að jarðskjálftamælir mældu þann skjálfta.

Því sá sem sér ógnina, tilræðið við þjóð sína, en gerir ekkert, hann fær ekki aðeins orðið gunga skráð á legstein sinn, heldur líka sem starfsheiti í kladda Lykla Péturs.

Í raun er svik stjórnmálastéttarinnar ekki ófyrirgefanleg, í bland við óvitaskap og hreina heimsku líkt og hjá börnunum, liggur að baki kalt hagsmunamat og bæði fjárhagslegir hagsmunir sem og valdahagsmunir, að þú ferð ekki gegn aflinu sem vill eyða þjóðinni.  Það upplifa margir í stjórnmálastéttinni sem hið ysta myrkur, endalokin.

Jú auðvitað eru svikin ófyrirgefanleg en það sem ég á við, á þeim eru skýringar.

En að koma þjóð sinni ekki til varnar þegar ógnaröfl sækja að, og hóta gjöreyðingu, að valda óbætanlegum skaða, slíkt er alltaf ófyrirgefanlegt.

Og það er ekki þannig að mikið sé í húfi hjá gamalmennunum á hinum ríflegu eftirlaunum, og ekki getað þau afsakað sig með heimsku eða reynsluleysi.

Þau geta ekki afsakað sig með neinu, og það er það sárast.

Að þjóðin skuli hafa alið af sér forystufólk sem brást þegar á reyndi.

Vegna þess að það hafði ekki kjarkinn.

Það skiptir engu máli hvað ég segi, eða mínir líkar.

En það skiptir máli hvað það segir, hvað það gerir.

Á það er hlustað, það er ekki hægt að hundsa raddir þess.

Og það gæfi hinum þögla meirihluta leiðsögn og rödd.

Sem hann hefur ekki í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.12.2019 kl. 01:41

16 identicon

Já, Ómar

við skulum einnig nefna Davíð Oddsson.

Af hverju gerir hann ekki það eina rétta,

að mótmæla með alvörunnar slagkrafti,

segir sig úr Sjálfstæðisflokknum v.þ.a. flokki hans og Ólafs Thors hafi verið rænt og sé nú gerður út frá Brussel og orðið fley í flota með Pírötum, og það er sannleikurinn.

Bæði hann og Styrmir vita að svo er, en eru þær gungur að þora ekki að munstra sig af launaskrá pírataflokkaflotans.

Hálfkák þeirra undanfarið er verra en ekkert,

við bíðum þess að þeir finni landið skjálfa og að þeir skynji að það sé nú eða aldrei fyrir þá

að þora að koma landi og þjóð til varnar, svo dugi

og pírataflokkaflotinn verði gjörsigraður og byggðir landsins blómstri á ný, þjóðinni til heilla og hagsbóta og endurheimt sjálfstæðis og fullveldis á ný. 

Hvað dvelur?  Við bíðum alvöru foringja og þá eigum við í þremur flokkum, en þeir mala bara og mala og mala.  Hvað dvelur þá?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.12.2019 kl. 09:05

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Símon Pétur og gleðilega hátíðarrest.

Þegar ég las þetta yfir hjá þér í nótt, eftir að ég naumlega tapaði Trival Pursuit keppni við drengina, þá fór eitthvað að brjótast um í mér, og núna loksins skyldi ég hvað var að kitla mig bak við eyrað.

Það er sagt að guð sé almáttugur.

Sem þýðir að hann veit hvað þá dvelur.

En veistu, ég held að hann viti ekki svarið.

Svo spurningin er, sannar undantekningin fullyrðinguna, eða er eitthvað til sem jafnvel almættið fær ekki skýrt??

En það er best að fara að bera út Moggann í rigningunni, bílandi að sjálfsögðu því ég fer ekki á hestöld þó Gréta gráti líkt og himnarnir, áður en hann hættir að koma út sem prentmiðill.

Kannski rumskar þá Davíð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.12.2019 kl. 12:47

18 identicon

Vonandi þorir Davíð að segja sig úr pírataflokki Bjarna Ben.  Þá yrði hann maður verkanna, en ekki mjálmsins. 

En kannski hann vilji fremur mjálma eins og sællegur og lepjandi rjómakisi, vissulega einstakur en samt alveg eins og hinir á spenanum.

Mogginn mun hverfa með sama áframhaldi.  

Einungis ef Davíð segði sig úr flokknum myndi hann og Mogginn verða aftur blað almannahagsmuna lands og þjóðar.  Og þá myndi hann dafna og blómstra á nýjan leik.  Því hinn þögli meirihluti bíður þess að fá að heyra þá leiðsögn og rödd, rödd sjálfstæðis lands og þjóðar.

Allt þetta veit Guð, en spurning hvort Davíð og Mogginn skilji það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.12.2019 kl. 13:29

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon úr sveit.

Stundum upplifi ég töfra hér á bloggi mínu, og ég held að lok þessa þráðar sé dæmi um slíkt.  Og það er ekki mér að þakka.

Við erum kannski í kúlu líkt og jólaþorpið í spiladósinni sem ég átti sem krakki.

Engu að síður, það er hægt að rjúfa hvolfþakið og blása út snjókornin sem falla og falla og endurvekja jól minninganna.

Eða endurvekja þá tíma þegar menn en ekki mýs tjáðu sig um þjóðmál og vörðu sína þjóð.

Mig vantar fréttina til að tengja en hún kemur.

En á meðan standa orð þín líkt og eilífðarblóm sem guðirnir elska.

Því guðirnir elska lífið en ekki feigðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.12.2019 kl. 15:30

20 Smámynd: Óskar Kristinsson

Sæll ómar!

Það vill svo til að eg hef verið að dunda við sjómennsku í um 60 ár og veit svona sitt lítið af hverju um þessi mál.

en leiðinlegt hafi eg sært þig með því sem eg setti þarna inn.

Geri það ekki oftar.

Óskar Kristinsson, 29.12.2019 kl. 12:28

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Engin særindi hérna megin en við breytum ekki heiminum með bábiljum, heldur Sýn um betri heim sem byggist á staðreyndum.

Og hafðu bak við eyrað að tómar hafnir af bátum eru ekki vegna þeirra sem keyptu, heldur þeirra sem seldu.

Menn gleymna því oft, sem og að fólk heldur að það sé hægt að bakka aftur um 30 ár.

En staðreyndin er sú að ekkert af unga fólkinu okkar í dag myndi vilja vinna í þeim sjávarútvegi sem þá var, allra síst að það hefði verið draumur ungra stúlkna að hlekkja sig við flæðilínu gúanófrystihúsanna.

Eftir nokkra mánuði fáum við Norðfirðingar nýtt uppsjávarskip í fyrsta skiptið frá því að Austurþýsku dallarnir komu hingað nýsmíðaðir, og þar með festum við forystu okkar endanlega í sessi.  Það skiptir ekki máli hvar fiskurinn er veiddur, eða hve stímið í land er langt, hann verður alltaf nýspriklandi þegar hann kemur í vinnslu.

Sem er forsenda verðmætasköpunar, forsenda lífskjara okkar og velmegunar í hinum dreifðu byggðum landsins.

Múgæsingin sem frjálshyggjuöflin ýta undir vill draga okkur áratugi aftur í tímann og slíkt er bein atlaga að byggð minni Óskar, og ég væri aumur ef ég kæmi henni ekki til varnar.

Sem ég er ekki, hins vegar er ég bakveikur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2019 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 54
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 1320606

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 660
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband