Aftaka í boði skattgreiðanda??

 

Þegar fjölmiðill heldur sig ekki við staðreyndir, eða setur hlutina upp á mjög villandi hátt, þá er ljóst að markmiðið er að skaða þann aðila sem fjallað er um.

Fjölmiðillin er þá orðinn áróðurstæki í þágu einhverra hagsmuna, hvort sem þeir eru duldir eða blasa við út frá eignarhaldi fjölmiðilsins.

Nú vill svo til að almenningur á ríkisútvarpið og vandséð hvernig það er í þágu almennings að taka stærsta sjávarútvegsfyrirtæki þjóðarinnar af lífi.

 

Hugsanlega getur það verið í þágu þeirra sem vilja fá íslenskan fisk lítt unnin eða óunnin í vinnslu sína erlendis, sbr. að Samherji er að byggja fullkomnasta vinnsluhús í heimi en það eru ekki hagsmunir almennings.

Eins gæti það hentað öflum sem vilja koma þjóðinni í Evrópusambandið að veikja forsendur sjálfstæðis hennar og miðað við árásarnir á sjávarútveginn strax eftir fyrstu fréttir um meintar mútugreiðslur Samherja, þá er það svo sem ekki ólíkleg tilgáta.

 

Allavega eitthvað er það.

Helgi skaut sig í fótinn þegar hann vísaði í grein í namibísku dagblaði  sem átti að sanna að um þúsund störf áttu að hafa glatast í Namibíu í kjölfar kvótaviðskipta Samherja, Samherji var þar ekkert til umfjöllunar, svo eftir stendur að annað hvort laug Helgi eða hann veit ekki betur.  Að hann skilur ekki það sem hann er að fjalla um.

Samherji er núna að tæta í sig restina af yfirlýsingu Rakelar fréttastjóra frá því í gær.

Ef Rakel á ekki þeim mun sterkari svör, þá er ljóst að hún er bara fúskari líka.  Sem er fallegt íslenskt orð yfir vanhæfni.

Kannski er skýringin ekki flóknari en það að þetta fólk hjá Ruv er ekki starfi sínu vaxið.

 

Nú eða að það sé að vinna fyrir einhvern í aukavinnu.

Svona líkt og það var að gera í orkupakkaumræðunni, það býr eitthvað að baki þegar ríkisfjölmiðill lætur stjórnvöld og raunar næstum stjórnamálastéttina eins og leggur sig, komast upp með vísvitandi blekkingar og lygar í máli sem bæði braut stjórnarskrána, og það ákvæði hegningarlaga sem bannar að erlendu valdi sé afhent sameiginlegu gæði landsmanna.

Þar sást beint í andlit hins skítuga fjármagns sem keypti upp Fréttablaðið til að tryggja rangan fréttaflutning og einelti gagnvart þeim aðilum sem reyndu að halda fram hlut þjóðarinnar í öllu því sorgarmáli.

 

Kannski er þetta skítuga fjármagn líka á sveimi uppí Efstaleiti.

Það er aur í kvótanum alveg eins og það er aur í orkunni.

 

Allavega blikka rauð aðvörunarljós.

Ruv þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum.

 

Og eitthvað innanhús líka.

Kveðja að austan.


mbl.is Samherji sakar Rúv. um áróður gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ríkisútvarpið geltir á móti.

 

Rök takast á og ekkert nema gott um það að segja.

Þau skera úr um hvað rétt er eða rangt í þessum deilum um Cape fyrirtækið.

 

En ég hjó eftir ósvari Rakelar fréttastjóra gagnvart varnarræðu Samherja þar sem fyrirtækið sver af sér að þúsund störf hafi tapast vegna starfsemi Samherja í Namibíu.

Helgi vitnaði í grein sem sagði ekki neitt, og núna kýs Rakel að svara á þann hátt að endurtaka fullyrðingar, sem hafa verið vefengdar.

",,Upp­spuni í Rík­is­út­varp­inu“ skal það áréttað að um­mæli Helga Selj­an frétta­manns Kveiks um störf sem hafi tap­ast í Wal­vis Bay í Namib­íu eru bein til­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herja­málið þann 12.nóv­em­ber sl. Í þætt­in­um er að finna frá­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja um þau þúsund störf sem hafi tap­ast og aðrar heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­sögn. Þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla.".

 

Mikið hefði ég viljað að þessi aðferðafræði hefði dugað á stærðfræðiprófinu í gamla daga, að maður hefði getað sagt við Bjössa Magg, að dæmið sem hann gaf rangt fyrir, væri rétt, ég hefði reiknað það aftur og aftur komist að sömu niðurstöðu.

 

Fullyrðingar verða ekki réttar þó Jóhannes hafi sagt þær í viðtali, jafnvel þó hann væri skírari í hjáverkum.

Og það þarf að upplýsa um þessar aðrar heimildir til að styðja við frásögn hans.

Sbr. þó Trump sé ágætur og kunni að tísta, meira en ég kann, þá verða meintar staðleysur hans, sem eru víst algengari en að hann fari rétt með, ekki réttar þó hann tísti þeim aftur og aftur, sem andsvar við að þær séu staðleysur.

 

Ef vitið er ekki meira en þetta, þá setur maður efasemdir við hitt.

Og það er ekki árásir á fréttamann þegar bent er á að hann fari rangt með.

 

Trump sér alveg um þá hlið.

Að upplifa sig fórnarlamb þegar hann er leiðréttur.

 

Enda stjórnmálamaður en ekki fréttamiðill.

Hvað þá ríkisfjölmiðill.

 

Staðan er ennþá eitt núll fyrir Samherja.

Kveðja að austan.


mbl.is Fráleitar ásakanir Samherja um ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 649
  • Sl. viku: 4668
  • Frá upphafi: 1326199

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4121
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband