Valin vegna þess að ég er kona.!!

 

Ekki vegna þess að hún er manneskja, ekki vegna þess að hún var áberandi persóna (kannski vegna þess að hún var kona en ekki vegna gjörvuleika síns og stöðu)í þjóðfélaginu og gegnt trúnaðarstöðum hér og þar.

Trúnaðarstöðum sem tengdust hinni snargölnu hugmyndafræði græðgi og græðgivæðingu sem setti þjóðfélagið á hliðina og tugþúsundir áttu um sárt að binda.

Reyndar er sýruárás tengd karllægu ofbeldi í vissum menningarheimum, og aðstreymi fólks úr þessum menningarheimum hefur valdið sprengingu slíkra árása í vestrænum samfélögum.

Er sem sagt verið að gefa í skyn að árásarmaðurinn hefi verið innflytjandi?  Eru fordómarnir gagnvart innflytjendum nægir samt.

 

Líklegast má síðan skýra árásarnar á karlkyns bankastjóra á þann hátt að viðkomandi árásarmaður eða árásarmenn hafi í einhverju annarlegu ástandi talið þá konur.

Og þegar eggjum var kastað í alþingismenn, þá hafi það verið hópur mishittinna karla sem ætluð að kasta í kvenkyns þingmenn, en hittu óvart karlana líka.

Mjög óvart.

 

Er ekki mál að þessum aumingjavæl linni??

Vilja konur ekki láta taka sig alvarlega??

Eða er eitthvað til í sem mátti ennþá lesa fyrir svona 70-80 árum að konur væru of tilfinninganæmar eða í tilfinningalegu ójafnvægi til að þær getur verið í nokkru öðru en að sinna börnum og búi.  Hvað þá vitsmunalega, til dæmis hélt þekktur stærðfræðingur (eða var hann eðlisfræðingur?, man það ekki) að konur myndu aldrei ná tökum á æðri mennt sem krefðust rökhugsunar því þær hugsuðu í hringi.  Þá þegar brosleg skoðun ef litið var á þær mörgu hæfu konur sem höfðu brotist áfram í karllægum heimi vísindanna.

En miðað við rökhugsun umræðunnar í dag, þá virðast þær hreinlega vera undantekningar.

 

Ég hef sjaldan lesið viðtal við manneskju sem hefur gert eins lítið úr persónu sinni og hæfileikum eins og lesa má í þessu viðtali Morgunblaðsins við Rannveigu Rist.

Krosstrén eru greinilega farin að bregðast á öldum athyglisþarfarinnar.

Sorglegt, sérstaklega vegna þess að ef nálgunin um hið veikara kyn hefði verið sleppt, þá kom fram í því nöturlegu kjarni, sem í besta falli má segja um, að vonandi getum við lært af honum.

En að öðru leiti er viðkomandi ábyrgðarmönnum, bæði yfirmönnum löggæslu og dómsmála, sem og þeim á vettvangi voru, það til ævarandi skammar hvernig þeir brugðust við.

Þetta er smánarblettur á ferli þeirra, og um leið smánarblettur á þjóðfélagi okkar.

 

" „Þetta var mikið áfall og áfall að sjá að það var eng­inn sem stóð upp og stöðvaði þetta eða gerði aðgerðir í að finna út hvernig þetta gat gerst og tók á því. Það fannst mér líka vera tals­vert áfall.“"

 

 

Hvernig þjóðfélag erum við eiginlega?

Gjörðir vitleysinga er ekki mælikvarði á samfélag, heldur viðbrögð þess við gjörðum þeirra.

Í þessu tilviki fékk kerfið falleinkunn, sem og hin kjaftandi stétt líka.

 

En það er hins vegar meiri spurning um einkunn þjóðfélagsins sem slíks.

Það er svo margt sem er þaggað, eða þagað yfir. 

Og fólk þarf umræðuna til að bregðast við.

 

Ég til dæmis verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins, það er hina svæsnu sýruárás.

Pistlaði hvorki um hana eða aðrar árásir, eða tók að skarið um að fólk ætti ekki að mótmæla við heimili fólks. 

Hef það mér kannski til afsökunar að þetta var fyrir utan þess fókus sem bloggi mitt snérist um, ég var alls ekki með neitt samfélagsblogg, eða segja hvað mér fyndist um hitt og þetta.

Veit það samt ekki.

 

En ég tók af skarið þegar hinar pólitísku ofsóknir á hendur Geir Harde hófust, þar var ég þó ég segi sjálfur frá, skeleggur í að benda á að það mál væri þjóðinni allri til minnkunar.

Fór þá gegn skoðunum mjög margra af lesendum þessa bloggs, enda um andófs og áróðursblogg að ræða og mörgum í Andófinu fannst þessi réttarhöld betri en ekki neitt, þó fólk hefði viljað sá fleiri ráðamenn á sakabekk.

En ég sá ekki alvarleikann við sýruárásina, og það er bara mjög leitt mín vegna.

Maður klikkar.

 

Eins og svo margir aðrir.

Og það er lærdómurinn.

Við klikkuðum þarna, bæði sem einstaklingar, og þjóð.

 

Megi guð gefa að það endurtaki sig ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is „Var valin vegna þess að ég er kona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband