Holufyllingar.

 

Er orð sem margir þekkja á eigin skinni.

Hver kannast ekki við hundónýtt malbik, sem klastrað er í, jafnvel ár eftir ár.

Ég man meira að segja þá tíð hér á Neskaupstað, að bæjarstarfsmenn hlupu eftir rigningar með malarskóflur, ekki fullar af malbiki, heldur möl, og settu í holur, sem dugði alveg fram að næstu rigningu.

Ég man líka eftir leiðaraskrifum Morgunblaðsins þar sem  hæðst var af meintum holufyllingum á götum Reykjavíkur þegar Ingibjörg Sólrún var og hét.

 

Eðli holufyllinga er að þær hjálpa til skamms tíma, og jafnvel til lengri tíma ef vel er að verki staðið.

En engin holufylling fær breytt þeirri staðreynd, að það sem er laskað, lagast ekkert þó það sé fyllt í holur. 

Þær fresta aðeins vandanum, þar til nauðsynleg endurnýjun er óumflýjanleg.

 

Viðbætur ríkisstjórnarinnar frá fjárlagafrumvarpi Benna frænda er aðeins holufylling, örugglega vel meint, hvarflar ekki að nokkrum manni að hér sé aðeins um sýndarmennsku að ræða.

Ónýtt vegakerfi þarf ekki 2,3 milljarða í viðbótarfjárveitingu, heldur 23 milljarða.

Landsspítalinn heldur ekki ennþá í horfinu þrátt fyrir holufyllinguna.

Börn í vanda eru ennþá á vergangi kerfisins.

Og svo mætti lengi telja.

 

Það er sagt að það séu ekki til peningar, en það er rangt, það er aðeins vitlaust gefið eins og Steinn Steinar benti réttilega á.

Hins vegar munu peningauppspretturnar þorna ef ekkert er fjárfest í framtíðinni.

Það er meinið og við það mein er ekki tekist á við í þessu fjárlagafrumvarpi.

 

En í raun var ekki hægt að biðja um meira, ekki miðað við þann pólitíska raunveruleika sem við lifum við.

Og þó ljótt sé frá að segja, að þá myndu flokkarnir sem núna eru í stjórnarandstöðu, og Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki starfa með, gera nákvæmlega sama hlutinn ef þeir væru í náðinni en VG út í kuldanum.  Og þá sæi VG peninga í hverju horni, og jafnvel fleiri en fjögur horn í hverju herbergi.

Ríkisstjórnin þarf sinn umþóttunartíma, hún þarf árið til að móta sínar áherslur.

Að ári mun sjást hvort hún ætli aftur að holufylla hið gjaldþrota kerfi sjálftökunnar, eða takast á við vandann, innleiða nýja hugsun, nýja nálgun.

Hvort hún ætli að endurnýja, að endurbyggja.

 

Að viðbrögðum stjórnarandstöðunnar má ráða að þar verður enga hjálp að fá. 

Þar er fólk fast í einhverri holunni, og kemst ekki uppúr til að taka þátt í vitrænni umræðu, til að leggja sitt að mörkum að börnin okkar fái lifað mannsæmandi lífi í þessu fallega landi okkar sem við fengum að láni frá áum okkar.

Allar tillögur þeirra eru hræsni, til þess eins hugsað til að koma höggi á Vinstri Græna. 

Ekki er ráðist á sjálftökuna, ekki er ráðist á græðgivæðinguna, ekki er ráðist á hið arfavitlausa efnahagskerfi auðsins, sem hefur þann eina tilgang að gera hina ríkari, ennþá ríkari, og þá á kostnað okkar hinna.

Enginn leggur til að þjóðin fylgi fordæmi Breta og segi sig úr Evrópusamstarfinu.

Enginn leggur til rétta forgangsröðun, til nýja hugsun, nýja nálgun.

Aðeins pólitískar keilur.

 

Holufyllingar, holufyllingar.

 

En þeirra tími er liðinn.

Það er bara þannig.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Brugðist við ákalli um auknar fjárveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 299
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 3802
  • Frá upphafi: 1330632

Annað

  • Innlit í dag: 258
  • Innlit sl. viku: 3230
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband