Auðvitað stóð aflandsstjórnin af sér vantraustið.

 

Til hvers halda menn að svipur hafi verið fundnar upp í þrælarekstri í gamla daga.  Sáu menn ekki Roots á sínum tíma og raunir Kunta Kinte.

 

Stjórnin er stödd í þessum hvirfilbyl sínum því hún naut ekki ráðlegginga sér eldri manna sem hefðu strax lagt upp það varnarplan að aflandsráðherrarnir segðu af sér.  Og hún hefði lifað út kjörtímabilið.

Sigmundur hefði æru, vissulega skaðaða, og ætti sér vel mögulega framtíð í stjórnmálum ef honum hefði borið gæfu til að viðurkenna strax tilvist aflandsfélagsins, útskýrt tilurð þess, útskýrt að hann teldi sig ætíð hafa staðið skil á sköttum og skyldum, og síðan beðist afsökunar á dómgreindarbrest sínum að hafa átt þetta félag, og sagt síðan af sér.

Sem hann gerði ekki því smán saman fjaraði undan honum.

 

Það sama mun henda ríkisstjórnina, hún er aðeins í miðjum hvirfilbylnum, og það mun brátt hvessa á ný.  Og stjórnarandstaðan mun ekki knýja áfram þann storm, heldur þjóðin, sem svo mjög er hæðst að í sölum Alþingis þessa dagana, og hjá veruleikafirrtum stuðningsmönnum aflandsflokksins.

Þjóðin hefir fengið nóg.

Hún er loksins að ná áttum eftir Hrunið haustið 2008.

 

Hún sér hvernig hún hefur verið fíflið, hvernig græðgin og síngirnin er komin aftur í hásætið, umkringd auðmjúkum stjórnmálamönnum sem taka ofan og bíða eftir næstu skipunum auðs og fjármagns.

Hún sér að hún er að lenda inní sama græðgiferlið sem mun óhjákvæmilega enda á sama hátt og síðast þegar hin óseðjandi græðgi fjármálamanna var sett í öndvegi.

 

Og hún bara vill þetta ekki, hún bara hreinlega vill þetta ekki.

Það er kosturinn við hina réttlátu reiði, að hún vekur fólk að dvala.

 

Þess vegna mun þessi stjórn víkja.

Eina val hennar er hvort hún gerir það með góðu eða illu.

 

En hún fer.

Því þjóðin hefur þegar samþykkt sitt vantraust.

 

Og það vantraust er það eina sem máli skiptir.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vantrauststillagan felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satt mælist Sigurði.

 

Óróleiki á pólitíska sviðinu grefur undan öllum þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að koma fram.

Og ef hann tryði orð af því sem hann segði, þá brygðist hann við á þann eina hátt sem hann getur gert til að skapa aftur pólitískan stöðugleika á Íslandi.

Segði af sér.

 

Það verður ekki pólitískur friður um aflandsstjórnina.

Það verður ekki pólitískur friður um aflandsráðherra.

 

Þetta er svo einfalt.

Jafnvel hinir skyniskroppnustu átta sig á þessu, sem þýðir að Sigurður Ingi talar gegn betri vitund.

Hann vill ekki frið, hann vill ófrið.

 

Hann ætti að hlusta á merkt viðtal við Unni Brá í Kastljósi gærdagsins.

Hún lýsti stjórnmálamönnum sem taka völd fram yfir þjóðarhag.

Sem kjósa ófrið og koma þar með öllum sínum meintum góðu málum í uppnám.

Hún lýsti litlum köllum í sandkassaleik.

 

Spurning hvort ekki mætti ráða nokkrar fóstrur aflandsstjórninni til ráðgjafar.

Þær gætu allavega kennt aflandsráðherrunum að moka sandi á þann hátt að þjóðin skitni ekki út í leiðinni.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óráðlegt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni skýtur sig í fótinn.

 

Nú er málsvörn hans sú að munurinn á honum og Sigmundi sé sá að Wintris eigi kröfur í gömlu bankanna.

Spurður að því hver væri mun­ur­inn á máli hans og máli Sig­mund­ar Davíðs í sam­bandi við Panama-skjöl­inn, sagði Bjarni að þegar hann horfði yfir sviðið, ekki síst viðbrögð er­lend­is, væri það fyrst og fremst hags­muna­árekst­ur­inn, þ.e. að Wintris, fé­lag eig­in­konu Sig­mund­ar, ætti kröf­ur á gömlu bank­ana.

 

Skýrari getur rýtingsstungan ekki orðið.

 

Hann virðist ekki skilja að fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum, sem setja lög sem gerir fjáreigendum kleyft að fela fé sitt í skattaskjólum, hafa þannig gífurlegar fjárhæðir af samfélaginu, sem sömu stjórnmálamenn þykjast gæta hagsmuna, og svo þegar afleiðingarnar koma uppá yfirborðið, þá þykjast þessir sömu stjórnmálamenn berjast gegn þessum skattaskjólum, en hafa allan tímann nýtt sér sjálfir hagræðið af þeim.

Allt löglegt segja þeir, allt uppá borðinu, en til hvers eru þeir að leggja á sig umtalsverðan kostnað, ef ekki einhver leyndarhyggja býr að baki.

Því ef allt er löglegt, allt uppá borðinu, þá geyma menn fjármuni sína í Landsbankanum, eða í Barkleys ef þeir treysta ekki innlendum bönkum.

Þessi tvöfeldni, þessi leiksýning og skrípaleikur, fólk er einfaldlega búið að fá nóg af þessu.

Og það hlustar ekki á menn sem benda endalaust á hinn, að hann hafi verið verri.

 

Og Bjarni bætir ekki stöðu sína með því að ráðast á Sigmund.  Verður frekar minni kall fyrir vikið.

Síðan eru til önnur hagsmunatengsl, en þau sem eru útkljáð í hjónasænginni.

Til dæmis fjölskyldutengsl.

 

Og Sigmundur Davíð er þorrinn allur þróttur ef hann spyr ekki á móti, hvað hagsmuna hafði Bjarni að gæta í samningum sínum við kröfuhafana?

Hvað græddu fjölskyldumeðlimir Bjarna á þeim samningum miðað við áður boðaðan stöðugleikaskatt?

 

Margt var Sigmundi á, en það hefur enginn sýnt fram á að hann hafi verð í neinni annarri stöðu en að kona hans hafi átt skuldabréf á Landsbankann, og það er ekkert óeðlilegt að þau séu innheimt.  Það hefðu allir gert það.  Þeir sem halda öðru fram eru hræsnarar.

En það er kvittur um að vildarvinir Bjarna hafi keypt kröfur á hrakvirði, og þeir vildarvinir ná inní fjármálaveldi Engeyjarættarinnar.

Á þessu er reginmunur, Bjarna óhag.

 

Og sá sem rekur rýting, má búast við svari.

Kveðja að austan.


mbl.is Sígandi lukka best fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 2492
  • Frá upphafi: 1469894

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2133
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband