5.4.2016 | 16:20
Það er aðeins hægt að hrókera fyrir skák og mát.
Ekki eftir.
Hefði Sigmundi borið gæfu til að stíga þetta skref strax eftir blaðamannafundinn vonda, þá væri líklegast sæmilegur friður um framsóknarmenn, og um ríkisstjórnina ef Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal hefðu fylgt fordæmi Júlíusar Vífils.
En þjóðin var látin springa, áður en eitthvað var gert.
Og í lífinu er ekki hægt að hraðspóla afturá bak, og laga þar með tjónið af sprengingunni. Ef svo væri, þá væru sjálfsmorðssprengingar ekki hættulegt vopn.
Þjóðin sættir sig ekki við kattarþvott.
Hún sættir sig ekki við stjórnmálamenn sem þarf að taka í bólinu svo þeir druslist til að sýna ábyrgð.
Bretar átta sig á því að hagsmunatengsl stjórnmálamanna ná út fyrir kennitölu viðkomandi, þess vegna er Cameron í kröppum dansi svo vitnað sé í frétt Mbl.is.
Þeir myndu aldrei líða þau hagsmunatengsl sem við liðum fjármálaráðherra þegar hann fékk frítt umboð til að gefa vildarvinum sínum í bland við hrægamma hundruð milljarða króna í samningum sínum við kröfuhafa gömlu bankanna.
Engin siðuð þjóð myndi reyndar gera það.
Og þó fjórflokkurinn slái skjaldborg um Bjarna með því að beina öllum spjótum sínum að Sigmundi Davíð, þá mun sú skjaldborg riðlast næstu daga.
Með tilheyrandi ólgu og umróti.
Ef neitun Ólafs var til þess eins að leyfa þennan hráskinsleik, að ríkistjórnin lafi á horriminni út kjörtímabilið, rúinn trausti og æru.
Þá endar Ólafur feril sinn jafn illa og hann hóf hann.
Í bandalagi við auð, en ekki þjóð.
Hann verður að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn fram að næstu kosningum.
Spillinguna verður að rannsaka í eitt skipti fyrir allt.
Í friði fyrir leikurunum við Austurvöll.
Annars verður önnur sprenging.
Sem verður heldur ekki spóluð til baka.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigurður Ingi taki við af Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2016 | 14:10
Stóra Bomban hin seinni.
Verður Kári fenginn til að skrifa uppá??
En án jóks þá er Ólafur kominn með öll spil í sína hendi.
Hann kurteislega neitar forsætisráðherra um þingrof, vísar í að hann þurfi að kanna þingmeirihlutann fyrir slíkri beiðni. Gengur þar gegn hefðinni því ljóst er að Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra hafði ekki meirihluta að baki sér þegar hann fékk Kristján Eldjárn til að rjúfa þing 1974.
Og hann segist ætla að kanna stöðu mála.
Til hvers??
Hvað gerir Alþingi þegar hann tilkynnir svo að hann telji þingið óstjórntækt, og myndar utanþingsstjórn.
Alþingi vó forsætisráðherra, það hafði ekki manndóm að setjast niður með honum, án stórkarlalegra yfirlýsinga um afsögn eða boðað vantraust, og ræða þá stöðu sem upp var komin. Heldur voru fjölmiðlar látnir reka áfram atburðarrásina líkt og smalar á fjöllum.
Og Alþingi virkar ekki trúverðugt ef það eina sem sameinar þingmenn er að bola forsætisráðherra frá völdum.
Alþingi þarf líka að axla ábyrgð á uppákomum síðustu daga.
Það eina sem getur vakað fyrir Ólafi er að fá staðfestingu á sundurlyndinu, og að Alþingi sé ekki lengur stjórntækt.
Hann þarf aðeins að benda á að þjóðin sjái aðeins toppinn á spillingunni, og hvorki sé alþingismenn líklegir til að rannsaka sín eigin tengsl, eða tengsl annarra stjórnmálamanna, þannig að bæði fari saman hlutleysi, ásamt eindregnum vilja að fá allan hroðann uppá yfirborðið.
Jafnt hjá þessari ríkisstjórn, og hjá þeirri síðustu.
Skipan utanþingsstjórnar, sem hefði það eina hlutverk að fram fari alvöru uppgjör við fjármálasóða og leppa þeirra innan fjórflokksins, er því rökrétt framhald.
Hvað sem Ólafur ákveður að gera, þá er það ljóst að hans er ákvörðunin.
Fjórflokkurinn er úr leik.
Kveðja að austan.
![]() |
Veitti ekki heimild til þingrofs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2016 | 12:51
Stálin stinn.
Og Sjálfstæðismenn kannski farnir að iðrast hroka gærdagsins.
Þegar þeir létu eins og þeir væru alsaklausir, og þeirra biði það gustukaverk að slá Sigmund af áður en dagur kæmi að kveldi, en gætu það ekki því formaðurinn var strandaglópur.
Og mál málanna væri, hvenær kæmi Bjarni.
En það er ekki svo, og mátti vera öllum ljóst.
Sigmundur mun aldrei segja af sér, en Sigmundur mun fara, á ekki aðra valkosti.
Hann átti ekki að þurfa að benda á þessa augljósu staðreynd í bloggfærslu.
Og Sigmundur væri lítill baráttumaður, þarna yfirgefinn á berangrinu, ef hann íhugaði ekki hin snöggu vinarslit Sjálfstæðisflokksins, og skjaldborg hans um skattaskjól formanns og varaformanns.
Og kæmist jafnvel af þeirri niðurstöðu, að víðar væru hagsmunatengslin en í hjónasænginni í ráðherrabúðstaðnum.
Til dæmis við eldhúsborðið hjá mömmu, eða í fermingarveislum, eða annars staðar þar sem stjórnmálamaður hittir fjáraflamenn fjölskyldu sinnar.
Og færi að íhuga að Pútínar heimsins væru víða en í Rússlandi, til dæmis hér á Íslandi.
Og svaraði fyrir sig.
En auðvita er líka hægt að láta jarða sig lifandi, mótþróalaust.
Svo fer hrokasvipurinn sjálfstæðismönnum mjög vel.
Kemur í ljós.
En ég hygg að vinslit hafi orðið í gær.
Kveðja að austan.
![]() |
Þingrof án stuðnings sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2016 | 08:19
Beðið eftir Bjarna.
Er eins og Beðið eftir Godot, leikrit.
Sett á svið í þeim eina tilgangi að loka og læsa endanlega gildrunni sem Sigmundur var veiddur í.
Þátttakendur eru stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn, sem lúta boðvaldi þess fjármagns sem hefur allan hag af að Bjarni verður ekki snertur á meðan hann afhendir svokölluðum kröfuhöfum gömlu bankanna allar eignir þrotabúanna án þess að þjóðin fái raunveruleg verðmæti uppí þann skaða sem fjárglæfraeigendur gömlu bankanna ollu þjóðinni með athæfi sínu.
"Hvað gerir Bjarni?" er spurt í blöðunum í vasa auðsins, "hvað gerir Bjarni" er spurt í útvarpinu og sjónvarpinu.
Eins og Bjarni hafi eitthvað val, sjálfur tekinn í bólinu í skattaskjóli.
Eins og það hvarfli ekki að neinum að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum, þó frágangur sé líklegast meir í þá ætt sem vinir Pútíns notuðu til að fela hans hlut.
Í Gangseterlandi eru svona leikrit eðlileg.
Hvaða bófaforingi er voldugastur, hver vinnur gengjastríðið.
Rænum svo og ruplum, sukkum og spillum (í merkingunni að ástunda spillingu).
En það er ekkert eðlilegt við þetta leikrit á Íslandi í dag.
Tími gangsteranna er liðinn.
Þjóðin hefur fengið nóg.
Og héðan af hafa stjórnmálamenn og hinir keyptu fjölmiðlamenn, aðeins eitt val.
Að vera með þjóðinni.
Annað mun hún ekki líða.
Og óþarfi að feta slóð Sigmundar til að komast að því.
Kveðja að austan.
![]() |
Bjarni og Ólafur komnir heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar