30.4.2016 | 12:02
Kári hafði sigur.
Hann náði að virkja þjóðina.
Og hann náði fram stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni.
Hún vinnur með í stað þess að vinna á móti.
Þessi stefnubreyting varð ekki til að sjálfu sér.
Hún hófst með aflandsumræðunni, átti millikafla í afsögn Sigmundar Davíðs, sem átti í einhvers konar ástarhaturssambandi við Kára, og hún endaði með ríkisstjórn sem er stillt upp við vegg, rúin öllu trausti, og hangir á samsekt stjórnarandstöðunnar.
Það er þá sem menn lofa, það er þá sem menn mæta.
Og það er vel, ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að Bjarni Benediktsson sé maður orða sinna.
Þó kosningaskjálfti skýri loforð hans um stóraukin framlög til heilbrigðismála, þá muni hann ekki bera fyrir sig alzheimer eftir kosningar. Hann mun standa við loforð sín.
Hvort hann verði í ríkisstjórn, það er annað mál. En þeir sem veljast í stjórn eftir kosningar geta ekki verið minni menn en Bjarni.
Í því liggur sigur Kára.
Menn ákváðu að ganga til liðs við hann.
Og það verður ekki aftur snúið.
Kveðja að austan.
![]() |
Afhendir 86.729 undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2016 | 08:13
Ljós gegn leynd
Er löggjöf sem lokar á starfsemi slíkra féaga.
Þannig að félög án upplýstra eignatengsla fái ekki að starfa innan íslenskrar efnahagslögsögu.
Og sá ósómi að félög í skúffurekstri geti myndað tap, og það tap komi til frádráttar hagnaðar hjá innlendu félagi, á að afnema með öllu. Löggjöf í þá átt er komin en sé hún ekki afdráttarlaus, þá á að breyta henni í þá veru.
Eftir stendur heiðarleg starfsemi í dagsljósinu en skuggarnir gera gist skuggaheima og haldið sig þar.
Munum að lög sem gera þessa skuggastarfsemi löglega, eru mannanna verk, og þeim er hægt að breyta.
Og látum stjórnmálamennina okkar ekki komast upp með neitt annað.
Kveðja að austan,.
![]() |
Þræðirnir liggja til aflandseyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar