Kári hafði sigur.

 

Hann náði að virkja þjóðina.

Og hann náði fram stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni.

Hún vinnur með í stað þess að vinna á móti.

 

Þessi stefnubreyting varð ekki til að sjálfu sér.

Hún hófst með aflandsumræðunni, átti millikafla í afsögn Sigmundar Davíðs, sem átti í einhvers konar ástarhaturssambandi við Kára, og hún endaði með ríkisstjórn sem er stillt upp við vegg, rúin öllu trausti, og hangir á samsekt stjórnarandstöðunnar.

Það er þá sem menn lofa, það er þá sem menn mæta.

 

Og það er vel, ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að Bjarni Benediktsson sé maður orða sinna. 

Þó kosningaskjálfti skýri loforð hans um stóraukin framlög til heilbrigðismála, þá muni hann ekki bera fyrir sig alzheimer eftir kosningar.  Hann mun standa við loforð sín.

Hvort hann verði í ríkisstjórn, það er annað mál.  En þeir sem veljast í stjórn eftir kosningar geta ekki verið minni menn en Bjarni.

 

Í því liggur sigur Kára.

Menn ákváðu að ganga til liðs við hann.

 

Og það verður ekki aftur snúið.

Kveðja að austan.


mbl.is Afhendir 86.729 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar þú veist  nú betur. Öll þjóðin vill nýjan spítala og meiri aur inn í kerfið. Kári náði ekki til þeirra. Þetta var hæp hjá honum.  http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2171690/

Valdimar Samúelsson, 30.4.2016 kl. 17:29

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er kálið sopið þó í ausuna sé komið? Held ekki. Gott og vel Kári ákvað að synda gegn straumnum og það lukkaðist. En fyrir hvern?

Sindri Karl Sigurðsson, 30.4.2016 kl. 17:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mei, Ómar, var ekki undirskriftaherferð Kára byrjuð alllöngu fyrir aflandsumræðuna?

Jón Valur Jensson, 1.5.2016 kl. 00:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdimar.

Ég held að það sé hæpið að stilla þessu upp svona.  Finnst einhver svona JóGrímu lykt af þessari röksemd þinni.

Hvernig sem á þetta er litið þá er útkoman stórglæsileg, bæði fjöldi þátttakenda, gildi umræðunnar, og niðurstaðan, enginn lengur fúll á móti.

Varðandi þá fullyrðinu að allir vilji nýjan spítala og aur í kerfið, þá er það ekki meir sýnilegra en það að spítalinn er ekki kominn, og kerfið er í andaslitrunum, útaf alltof miklu álagi á starfsfólk eina alvöru spítalans, vegna úrsérgenginna tækja og tóla, og húsnæði á mörkum þess að vera ekki heilsuspillandi.

Ástand sem ekki er hægt að réttlæta á neinn hátt með Hruninu því frá Hruni hefur þjóðin greitt hundruð milljarða í óþarfa vexti sem engin önnur skýring er á en ítök aflandseiganda í íslenskum stjórnmálum.  Sem og samsekt verkalýðshreyfingarinnar sem telur að gott líf í ellinni sé beintengt vaxtaokri.+

Og eitt veit ég Valdimar, að ef JóGríma hefði ennþá verið í stjórn þá hefði Kári verið ein af þínum hetjum.

Þess vegna ætti hann að vera það líka í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2016 kl. 08:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sindri.

Eigum við ekki bara að segja fyrir þig og þína.

Og aðra líka.

Kveðja aðeins austar.

Ómar Geirsson, 1.5.2016 kl. 08:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Jú undirskrifasöfnunin en menn voru eitthvað óskaplega fúlir í stjórnarráðinu.

Aflandsumræðan felldi Sigmund Davíð.

Og tóninn í garð undirskriftarsöfnunarinnar breyttist.

Hvort nálægðin í kosningar hafi einhver áhrif skal ég ósagt látið.

Kann bara betur við hinn nýja tón, og vill láta hann njóta vafans.

Ég held að þessi loforð verði ekki svikin eftir kosningar, hver sem mun stjórna.

Og það er það sem skiptir öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2016 kl. 08:45

7 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Með fullri virðingu: fyrir Kára og framgöngu hans með þessar undir skriftir, hvarflaði ekki að mér, að skrifa undir þetta plagg hans / vitandi um: að ónýtir íslenzkir stjórnmála- og embættismenn myndu að engu, hafa þessa áskorun - öðrum fremur, í dag.

Enda - er heilbrigðiskerfið í landinu, komið aftur fyrir Miðaldir, svo sem ofurgreiðzlur sjúklinga til hverra athugana (Læknisrannsókna) vottfesta, í dag.

Skiptir: Tugum og Hundruðum Þúsunda Króna, úr vösum fólks, veikist það að einhverju / eða miklu leyti:: kostnaður, sem áður fyrr (1988 t.d. - þurfti ég á að halda) fólst í gamla Sjúkrasamlags kerfinu, enda það þá, fóðrað með skattgreiðzlum landsmanna.

Eyðileggingin hófst - með brölti Sighvats Björgvinssonar, og hefir verið viðvarandi síðan, í dag: með gráðugum krumlum Kristjáns Þórs Júlíussoanr, sem er nú ekki merkilegri pappír, fremur en Sighvatur, og arftakar hans, forðum.

Þeirra hluta vegna: gat Kári sparað sér þetta ómak, enda er keppi kefli núverandi óstjórnar glæpaklíku í landinu, að lemstra kerfið undir gráðug frjálshyggju gerpin, sem fyrir vagni Kristjáns Þórs og vina hans fara, dægrin löng.

Ísland og Íslendingar - eru því miður, orðnir að dreggjum veraldar samfélagsins alls, Ómar minn.

Sama: hvernig þú og aðrir vel meinandi, reynið að bera blak, af þessu Skíthauga batteríi !

Því miður.

Flestar þjóðir á Suðurhvelinu: meira að segja, eru komnar langt framfyrir Íslendinga, í almennri þróun heilbrigðismála, sem margra annarra málaflokka !

Með beztu Falangista kveðjum samt: sem áður - af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 11:25

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Virkilega? Ómar ég veit ekki betur en að það hafi enginn vitað upp á hvað verið var að skrifa. Ég amk. skildi það ekki og skrifaði þ.a.l. ekki upp á. Þetta er meira í ætt við staðhæfingar eins og "villtu deyja?" eða langar þér að líða betur?

Bull.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2016 kl. 12:21

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er mikil drápa Óskar, en við vitum báðir að hún er ekki rétt.

Það vill svo til að börnin mín hafa þurft á þjónustu að halda, og hún er góð. 

En hve lengi kerfið heldur út, það er önnur saga.

En ef við látum óhræsin um sviðið, þá skulum við átta okkur á því að við höfum ekkert að segja um leikritið.

Og þá fyrst hittir andskotinn ömmu sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2016 kl. 15:42

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott hjá þér Sindri, en það var allavega hópur manna í kokteil og skemmti sér vel.  Og virtist skilja, þar á meðal fjármálaráðherra sem þegar hefur brugðist röggsamlega við áskorun Kára.

Ef fólk trúir því að hlutirnir gerist af sjálfu sér, þá má það alveg trúa því. 

Ef fólk telur sig geta sett saman markvissara átak en Kári, þá gat það gert það.

En Kári gerði, mér vitanlega gerðu aðrir ekki.

Og nú þegar eru sannarlega sýnilega viðbrögð.

Yfir hverju er þá verið að kvarta?

Kveðja aðeins austur.

Ómar Geirsson, 1.5.2016 kl. 15:46

11 identicon

Sæll Ómar.

Óþarfi er það að stallsetja Kára af
þeim 'afrekum' sem þú virðist sjá
því mála sannast er það flestum að ég hygg að hann hreyfi ekki litla fingur nema
hann eygji 1000 faldan ágóða og ekki tær frekar
en að trygging fyrir miljónföldum gróða sé í höfn.

Hann verður sjálfur hvorki betri né verri öðrum
af þeim sökum frekar en það silfurprýdda gullepli
sem glóir af um allt sólkerfið.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 11:56

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvað kemur staka þín eða inngangur málinu á nokkurn hátt við Húsari góður?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2016 kl. 13:19

13 identicon

Ómar! Trúir þú sjálfur því sem fram kemur
í 1. efnisgrein í texta þínum? Jafnvel barón
nokkur meðal Þýðverskra léki það tæpast eftir!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 18:12

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Húsari.

Veistu um stærri undirskriftarsöfnun??, þetta nálgast áhorfið á Með allt á hreinu.

Miðað við tregðu almennings að hafa skoðun, og andóf stuðningsmanna ríkisstjórnar á hverjum tíma, þá er niðurstaðan beinn sigur fyrir Kára.  Þú mátt alveg orða það öðruvísi, en þar sem ég ætla mér eina setningu í að lýsa þessari staðreynd, sem aðeins ga ga hugsun getur borið á móti, þá er ekkert að því að segja að hann hafi fengið þjóðina með sér.  Ég allavega hef notað þennan frasa af minna tilefni.

Síðan þarf ekki að rífast um stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar, með Vigdísi Hauksdóttir í fararbroddi þá reif hún kjaft þegar neyðarópin heyrðust frá Landsspítalanum.  Og eins böðluðust ráðherrar, þá sérstaklega Sigmundur Davíð, í minna mæli Bjarni Ben, gegn undirskriftarsöfnun Kára.  Núna yfirfylltu stjórnarliðar kokteilboðið, hinir hressustu, nema smá fúll á móti, en það var aðallega af foringjahollustu, jafnvel er líklegt að Sigmundur hafi yfirfarið ræðuna og skotið inn þessu fúllyndi.

Og í ljósi stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar, um stóraukin fjárframlög, þá er ljóst að ekki er um áhuga á kokteilboðum, heldur í raun er unnið með, en ekki á móti.

Styrmir sagði það, sem ég sagði í þremur stuttum setningum sem út af fyrir sig er afrek miðað við að ég er sjaldan stuttorður, í þó nokkuð lengra máli, en alveg sömu rök, og sama niðurstaða.

Svo Húsari minn góður, þú ert bara fúll á móti.

Án rökstuðnings, en með smá kjánalæti.

Síðan er það alltaf spurningin hvort ég sé að gera pínulítið grín að kosningaloforðum, en ég held ekki. 

Allavega þarf það ekki að vera.

Hugsanlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2016 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 1320569

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 631
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband