3.4.2016 | 19:33
Þegar upp kemst um strákinn Tuma.
Þá er Tumi alltaf jafn hissa, tafsar, roðnar og vill síðan hverfa niður úr gólfinu.
Ekki það að ég kannast ekki við þessi viðbrögð Tuma, en ég er ekki forsætisráðherra sem var staðinn að því að treysta ekki þjóðinni fyrir upplýsingum um sín persónulegu fjármál.
Sem jafnvel mætti fyrirgefa, en ekki yfirklórið, ekki tafsið, ekki þá aumlegu tilraun að láta flokksmenn sína slá um sig skjaldborg en hafa ekki kjarkinn sjálfur til að halda uppi vörnum og útskýra sín mál.
Málið væri auðleyst ef Sigmundur ætti einn í hlut, en formaður og varformaður Sjálfstæðisflokksins sýndu þjóðinni álíka dónaskap og Sigmundur, töluðu við hana eins og við værum öll fífl.
Enginn af þeim "upplýstu" virtustu hafa þann heiðarleika og kjark að útskýra sín mál undabragðalaust.
Ríkisstjórnin er ómarktæk í dag, hún er einfaldlega history.
Getur vissulega hangið áfram eins og draugstjórn, líkt og ríkisstjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms var síðustu misseri sín, en á meðan stjórnar enginn þjóðinni.
Og deilur munu loga stafna á milli á þjóðarskútunni.
Þess vegna mun stjórnin segja af sér á morgun, ef þjóðarhagur er einhvers metinn.
Í kosningabaráttunni gefast næg tækifæri til að útskýra öll aflandstengslin, endurheimta traust, og annað sem þarf til að þetta fólk geti haldið áfram að stjórna þjóðinni.
Annað er ávísun á upplausn.
Og jafnvel endurkomu ICEsave þjófanna.
Frá öskunni í hinn brennandi eld.
Eina sem gæti þá komið þjóðinni til bjargar er aðkoma Bessastaða, að Ólafur rjúfi þing og skipi utanþingsstjórn
Sem hafi það eina hlutverk að rannsaka allan hroðann.
Öll svikin, allt baktjaldamakkið, jafnt hjá þessari ríkisstjórn, sem og hinni síðustu.
Því lýðræði er ekki þannig að valið eigi aðeins að standa á milli tveggja bófahópa sem ata hvorn annann auri.
En þannig eru íslensk stjórnmál í dag.
Svo síðasta von lýðræðisins eru Bessastaðir.
Og gamli maðurinn þar.
Hinn valkosturinn, skríparæðið, er upphafið af endalokum okkar.
Eða kannski lokahnykkurinn á þegar löngu hafinni atburðarrás þar sem bara á eftir að skipta um kennitölu þjóðarinnar og breyta henni í eitt stórt aflandsfélag.
Í vasa auðs og fjármagns.
Þetta gengur ekki.
Við hljótum öll að sjá það.
Kveðja að austan.
![]() |
Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 3. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar