Grjótið úr glerhúsinu.

 

Braut að sjálfsögðu rúðu þegar því var kastað að nágrannahúsinu.

Og sá sem kastaði grjótinu krefst þess að nágranninn bæti sér skaðann, að fyrst gjaldkeri Samfylkingarinnar neyddist til að segja af sér, þá gildi slíkt hið sama um aðra aflandsbraskara.

Þeir segi af sér.

Sem sýnir fáráð umræðunnar í hnotskurn.

 

Aflandsfélög eru lögleg samkvæmt íslenskri löggjöf, löggjöf sem stjórnmálamenn settu, og allir stjórnmálamenn hafa haft tækifæri til að afnema því á síðustu 2 kjörtímabilum hafa allir flokkar verið í ríkisstjórn.

Ef aflandsfélög eru svona hrikaleg eins og sagt er, að þau séu skálkaskjól starfsemi sem þoli ekki dagsljósið, líkt og skattaundanskot, skattahagræðing, peningaþvætti eða hvað allir þessir góðu siðir fjármálamanna heita nú, þá er ljóst að löggjafi sem setur slík lög, er samsekur þeim sem hina óheiðarlegu iðju stunda.

Og þeir eru jafnsekir sem nýta ekki valdasetu sína til að breyta viðkomandi löggjöf.

Þess vegna eru gaspur og upphrópanir Svanhvítar Svavarsdóttur og Árna Páls Árnasonar í besta falli hræsni, en í versta falli hluti af þeim hráskinsleik efnahagsböðla að lama allt stjórnkerfið á meðan allt sem ekki er naglfast er hreinsað úr landi.

 

Ef varnarræða þessa auma fólks er sú að aflandsfélög séu í sjálfu sér ekki glæpsamleg, heldur hugsanleg misnotkun þeirra, þá eiga þau að sína fram á misnotkun þess fólks sem þau kusu að kasta að grjótinu úr glerhúsinu.

Hver er hin meinta misnotkun, hver er hinn meinti glæpur?

Og það hafa þau ekki gert.

Svo vörn þeirra er engin, í besta falli skinheilagir hræsnarar, í versta falli áframhaldandi þjóðníð sem þau urðu ber af í síðustu ríkisstjórn.

 

 

Síðan er framganga Árna Páls Árnasonar sérstakur kapítuli.

Hann fór í þessa umræðu án þess að athuga fyrst hvernig málin stæðu í sínum flokki, hann gerði enga kröfu til sjálfs síns, áður en hann gerði kröfur á hendur öðrum.

Kastaði með öðrum orðum steini úr glerhúsi.

Hann mátti vita hvernig málin stæðu hjá gjaldkera flokksins, Vilhjálmur Þorsteinsson var jú gjaldkeri vegna þess að hann er fjármálamaður, og hann hefði burði til að koma með fé inní flokkinn.

 

En það er hins vegar ekki það ómerkilegasta í framgöngu Árna Páls.

Heldur viðbrögð hans þegar upp komst um strákinn Tuma, þá var Pílatus tekinn á málið, "þið verðið að spyrja Vilhjálm" var sagt við fréttamenn.

Enginn stuðningur, sem svo sem tíðkast ekki innan Samfylkingarinnar, en ekki heldur skýr forysta um prinsipp Samfylkingarinnar í þessu máli öllu, sem hefði verið eðlilegast í ljósi harkalegrar gagnrýni Árna á stjórnmálamenn í öðrum flokkum.

Menn krefja ekki ríkisstjórnin um afsögn, ef menn skorti kjark til að krefjast þess sama af sínum eigin flokksmönnum.

Og meintur gunguskapur er ekki afsökun í málinu.

 

 

Eftir stendur að þjóðin er án forystu.

Viðbrögð Sigmundar Davíðs fyrstu daga umræðunnar, vekja upp alvarlegar spurningar um forystuhæfileika hans í ágjöf og brimsköflum stjórnmálanna.

Samt hátíð miðað við aulaskapinn sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins urðu ber af þegar þau þóttust ekki kannast við eitt eða neitt.  Eitt er að hugsa að fólk sé fífl, annað er að tala við fólk eins og fífl.

Það gera eiginlega bara fífl, og jafnvel Mogginn gat ekki þagað, þó hann benti pent á þessa staðreynd með viðtalinu við skattaráðgjafa Deiloitte.

Og þessi viðbrögð verða ekki aftur tekin.  Það er ekki svo alvarlegt að eiga ónotuð skúffufélög hér og þar, en það er alvarlegt að geta ekki haldið reisn sinni þegar svona mál koma upp.  Eins og það þurfi fyrst að æfa svörin með almannatenglinum áður en eitthvað er sagt opinberlega. 

Eins og um fígúru sé að ræða, ekki leiðtoga.

 

En þó askan sé heit, þá brennir eldurinn allt sem hann kemst í.

Og fyrir sjálfstæða þjóð er stjórnarandstaðan ekki valkostur.  Hún seldi Mammon sál sína fyrir völd, og það er ekkert sem bendir til þess að hún hafi reynt að láta þau kaup ganga til baka.

Enda áberandi í þessari umræðu persónulegt skítkast, og um formsatriði líkt og þau hvort um hugsanleg hagsmunatengsl sé að ræða, en efnisleg gagnrýni á samninga ríkisstjórnarinnar við kröfuhafana fyrirfinnst ekki.

Sem bendir til annað af tvennu, stjórnarandstaðan er sammála Gjöfinni einu, eða hún vill ná völdum til að afhenda Mammon stærri hluta af eigum þjóðarinnar.

Valdaþorstinn knýr hana áfram, ekki hugsjónir eða umhyggja fyrir þjóðarhag.

 

Svo maður spyr sig.

Hvers á þjóðin að gjalda?

Hvað höfum við gert til að eiga skilið þessa stjórnmálamenn?

 

Það er greinilegt að guðirnir eru hættir að láta elda brenna og hraun renna þegar þeim mislíkar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2494
  • Frá upphafi: 1469896

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2135
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband