Maðurinn sem hélt haus.

 

Á meðan aðrir lutu höfði, var myrtur í dag.

Þaggað niður í honum, vegna þess að hann kaus að tala, í stað þess að þegja.

Neitaði þeirri samdaunun sem einkennir hina opinberu umræðu á Vesturlöndum um málefni hins múslímska heims.

Umræðu sem má lýsa með tveimur orðum; Sjálfskipuð þöggun.

 

Þöggun sem er réttlætt með tilvísun í einhverja meinta ofurviðkvæmni hinna trúuðu, en stafar fyrst og fremst af ótta við kolbrjálað fólk.

Ótta sem Stephane Charbonner deildi ekki með restinni af starfsfélögum sínum.

Galt fyrir með lífi sínu, en dó sem maður, lifði ekki sem mús.

 

Sem er grundvallaratriði því forsenda einræðis og kúgunar er útbreiddur músafaraldur.

Meðal fólks, nota bene.

 

Mýsnar á fjölmiðlum munu keppast við næstu klukkutímana að fordæma morðið á Charbonner, fordæma morðin á samstarfsmönnum hans, fordæma morðin á saklausu fólki sem átti leið hjá.

En það hvarflar ekki að þeim að verja þau grunngildi sem hinn látni ritstjóri stóð fyrir. 

Að láta ekki öfga og öfgafólk ritstýra frjálsum fjölmiðlum.

 

Mærðarfullar greinar varða samdar, hástemmdar yfirlýsingar birtar, en engin mynd af brjáluðum trúarleiðtogum eða skeggjuðum spámönnum mun fljóta með.

Að tillitsemi við hina sjálfskipuðu ritskoðun.

 

Því mýs eru ekki menn.

Það vita jú allir kettir.

 

Og öfgamenn líka.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Maðurinn sem bauð þeim birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki bara bjánar í Sjálfstæðisflokknum??

 

Bera Framsóknarmenn líka ábyrgð á hinni sorglegu aðför að heilbrigðiskerfinu??

Voru þeir ekki saklausir meðreiðasveinar frjálshyggjunnar??

Heldur gerendur óhæfunnar.

Og ekki orð að marka öll þeirra orð þegar þeir voru í stjórnarandstöðu??

 

Jóhanna og Steingrímur réttlættu ALLT með tilvísun í hinn meinta stöðugleika.

Aðför evrunnar að samfélögum Suður Evrópu er einnig réttlætt með sömu orðræðunni.

 

Stöðugleika kyrrstöðunnar.

Stöðugleika hins hægfara dauða.

 

Stefna Evrópusambandsins, stefna Bjarna Ben.

En að ég hélt ekki stefna Framsóknarflokksins.

 

Svona getur manni skjátlast.

Kveðja að austan.


mbl.is Verðbólga fari af stað og lán hækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun hins pólitíska rétttrúnaðar á sér ýmsar myndir.

 

Í Frakklandi nota hinir rétttrúuðu vélbyssur til að þagga niður í fólki sem vogar sér að æmta og skræmta um hinn íslamska veruleika miðaldahyggjunnar.

Á Íslandi nota þeir níð og illmælgi. 

Níðið dugar hér, en dugði ekki í Frakklandi, morðin voru því stigmögnun þöggunarinnar.

 

Þess vegna eigum við að fagna áramótaskaupinu, og vona að það virki.

Blessuð stúlkan sem vogaði sér að spyrja hvort það væri rétt að leyfa miðaldamönnum sem hatast við kvennaréttindi, mannréttindi, tjáningarréttindi, kynréttindi, að byggja í hjarta Reykjavíkur.  Svona í ljósi reynslunnar, svona í ljósi þess sem þeir standa fyrir.

Hún var húðflett líkt og böðlar Jóns Hreggviðssonar væru ennþá meðal vor.

 

Löggan, sem vogaði sé að benda á í saklausum pistli að við værum ekki öll eins, að bakgrunnur okkar og menning væri ólík, og við ættum að skilja í stað þess að afneita, hún var brennimerkt sem rasisti, og rökin voru tilvísun í eitthvað sem hún aldrei sagði.

Hún baðst afsökunar, og lofaði aldrei meir að tjá sig um að við værum ekki öll eins.

 

Vélbyssurnar voru því óþarfar.

Níðið og hatursumræðan dugðu.

 

Og vonum að svo verði áfram.

Það dó jú enginn.

 

Ennþá.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Mannfall í árás í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2015

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband