Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.9.2025 | 15:39
Hin eiginlega hatursorðræða
Sem gegnsýrir alla opinbera umræðu á Íslandi og víðar á Vesturlöndum, er hatursorðræða boðbera hins heilaga sannleik, sannleik rétttrúnaðarins, Woke-ismans eða hvað við köllum þann meinta heilaga sannleik.
Hatursorðræða sem beinist af þeim sem voga sér að efast, eða jafnvel hafna kenningum boðbera hans.
Á það fólk er ráðist með heift, digurmælum, efinn sagður hatursorðræða, og svo er hringt í lögregluna ef efinn snýr af sannindum líffræðinnar, að kynin sem skapa líf, eru tvö, ekki eitt, ekki þrjú, eða þaðan af fleiri, heldur 2.
Lengra er ekki hægt að komast í heift hatursorðræðunnar.
Ég sá ekki viðtalið við Snorra, hef eiginlega lítinn sem engan áhuga á þrasið við fólkið sem veit ekki hvernig börn verða til.
En ég las góða blaðamennsku hjá Mbl.is, já Mogginn kann þetta ennþá, þar sem bæði sjónarmiðum Snorra og andmælanda hans, Þorbjargar hjá Samtökunum 78, var komið vel til skila og þar gat ég engan veginn séð að Snorri væri að æsa til óeirða, krossfestinga eða annað sem kenna má við ofbeldi gagnvart- jaðar eða minnihlutahópum.
Og ég las þessa grein vegna þess að Mbl.is var að vitna í ýmis smámenni sem sökuð Snorra um hatursorðræðu, að kynda undir ofbeldi og eitthvað þaðan af verra svo það þurfti að kalla til þá kauða, vinina Trump og Pútín, til jafna við Snorra.
Smámennin réðu ekki við rökræðuna, enda jú smámenni, en notuðu gífuryrði, niðurlægjandi samlíkingar um að hann væri gamaldags eitthvað, og rifust við eitthvað sem Snorri sagði aldrei, en þeir sögðu hann sagt hafa, svo þau, það er smámennin, gætu hætt og svívirt í kjölfarið.
Líkt og Snorri Másson væri bláfátækt svangt skáld yrkjandi uppí hanabjálka fyrir Alþýðublaðið.
Smámennin náðu að æsa upp hina nýju hatursorðræðu þannig að þverfótað var ekki á tímabili á alnetinu fyrir fólki sem æstist í að tjá sig smærra með rituðum munnsöfnuði en smámennin sem upphaflega buðu uppá þann dans.
Þannig að ofeldishótanir fóru að streyma til lögreglunnar eins og hún hefði ekki nóg annað að gera en að passa uppá Snorra.
Halló!!, hefur enginn heyrt getið um þessi tuttugu og eitthvað alþjóðlegu glæpasamtök sem eru búin að sænskglæpavæða höfuðborgarsvæðið og það eina sem Rétttrúnaðurinn innan lögreglunnar gerir er að skrifa skýrslur þar.
Samtökunum 78 til hrós ætla ég að segja, þau höfðu manndóm til að fordæma þessar ofbeldishótanir.
Mættu aðrir gera slíkt sama.
Til dæmis smámennin.
Kveðja að austan.
![]() |
Snorri tjáir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2025 | 08:00
Aðilar vinnumarkaðarins eru ábyrgir!!
Segja þau Davíð fjármálaráðherra og Kristrún forsætisráðherra, og vísa í að aðilar vinnumarkaðarins munu ekki bregðast við þeim orðum Ingu Sæland, ráðherra þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, að það þyrfti næst að hækka lægstu laun fyrst það væri búið að bæta kjör elli og örorkulífeyrisþega.
Í orðunum liggur að Inga Sæland sé það ekki.
Svona er nefnilega kærleikurinn á stjórnarheimilinu, ábyrgir ráðherrar umbera gæðin í Ingu með því að niðurlægja hana með orðum opinberlega.
Svona eins og "þetta er nú bara hún Inga".
Kristrún gat samt ekki sleppt tækifærinu á að minnast á að hún hefði plan, eða það væri hægt að hafa plan sbr. þessi orð hennar; "Það er hægt að fara í sértækar aðgerðir sem snúa að fólki á lægstu laununum og ég veit að það er stuðningur við það í ríkisstjórninni".
Já, það er sko hægt að gera ýmislegt og alltaf stuðningur við það í ríkisstjórninni.
Meinið er að hlýjar hugsanir og góður stuðningur er ekki settur á diskana og étinn, hvað þá að hann mælist í launaumslaginu.
Hins vegar mælist allur íþyngjandi kostnaður og gjöld í launaumslaginu, þó óbeint sé.
Því meira sem tekið er frá mjólkurkúnni þá mjólkar hún minna og að lokum blóðmjólk líkt og tilfellið er með sjávarútveginn.
Aðþrengdir atvinnuvegir borga lægri laun og skila minni verðmætum út í samfélagið, svo einfalt er það.
En í ríkisstjórn okkar er gott fólk og það styður öll góð málefni.
Og það umber Ingu.
Svo er það með plan að sjálfsögðu.
Plan um að hækka skatta, fjölga íþyngjandi reglugerðum, auka almennt kostnað í atvinnulífinu.
Svo plan um að niðurlægja Ingu við hvert tækifæri.
Já, já.
Svona er þetta bara.
Það rignir samt ekki í augnablikinu.
Kveðja að austan.
![]() |
Draga úr orðum Ingu um launahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2025 | 17:05
Viðreisnar Páll segir.
Ha!!!!???
Þegar störfin byrja þegar að tapast úr Eyjum vegna ofurskatta Viðreisnar.
Í alvöru, Páll Magnússon formaður bæjarstjórnar Vestmannaeyja lét eins og hann hefði hvorki búið í Vestmannaeyjum eða yfir höfuð á Íslandi síðast liðna 8 mánuði eða svo.
Að umræðan um ofurskatt Góða fólksins í 101 Reykjavík hefði algjörlega farið framhjá honum, eða kannski það sem verra er, að hann sem fulltrúi sjálfstæðismanna í Evrópuframboði þeirra sem kennt er við Viðreisn, sé svo heimskur að hann fatti ekki afleiðingar ofurskatta á sjávarbyggðir landsins.
Páls vegna vona ég að heimskan sé ekki skýringin, þó hún sé skýring þess sjálfstæðisfólks sem gekk í faðma við græðgina, fórnaði þjóð og þjóðerni fyrir von um innlimun Brussel á sjálfstæði okkar, kallar sig í dag; Við erum jú í Viðreisn.
Hvort sem er, þá er hitt verra að Páll skuli rífa kjaft við heimamanninn, formann stéttarfélagsins Drífanda. Svo ég vitni í aðra frétt Mbl.is þar sem tekið er viðtal við Arnar Hjaltalín, formann Drífanda;
Hann bendir á að fiskurinn sem unninn hafi verið í Leo Sefood fari framvegis á markað að mestu leyti og megnið fari síðan til vinnslu erlendis. "Þar eru launin 25% af því sem þau eru hér á landi," segir hann. Spurður hvort hann óttist að um frekari uppsagnir verði að ræða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum í Vestmannaeyjum segist Arnar ekki bíða spenntur eftir frekari tíðindum af þeim vettvangi. "Við búumst alveg eins við því að um frekari uppsagnir verði að ræða, en ég vona ekki. Það er strax byrjað að draga saman í fjárfestingum og viðhaldi hjá fyrirtækjunum," segir Arnar.
Á mannamáli, aðeins verra er í vændum.
Hvernig Vestamanneyingar gátu setið uppi með Viðreisnar dindil eins og Pál Magnússon,sem formann bæjarráðs sem ekkert þykist vita, rífur kjaft við vinnandi fólk sem er að missa vinnuna, sem og það fólk sem mun missa vinnuna.
Veit enginn nema sá sem við horfum til himins og kennum við almættið.
Vegna atlögu Evrópusinna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisn, Nýfrjálshyggju Þorsteins Pálssonar sem í áratugi hefur krafist veiðigjalda sem bíta og eyða, draga saman byggð, flytja atvinnu úr landi, að lokum aðeins auðn og dauði fyrir áður sjálfstæðar sjávarbyggðar landsins.
Dindils sem ekki þykist vita neitt, og kemur ofan úr hæstu fjöllum í forundran líkt og lesa má í viðtengdri frétt.
Einhvern tímann, og það er ekki svo langt síðan, hefði svona dindli verið hjálpað sjálfviljugum í sjóinn, svo reyndar hefði verið drukkin hestaskál, á öllu eru jú tvær hliðar.
Í dag, er þetta bara svona, fólk kaus þetta yfir sig.
Vonandi er samt hestaskálinn drukkinn.
Vonandi því sú skál er aðeins vísbending um það sem koma skal.
Og á eftir að verða verra.
Eitthvað sem enginn í Eyjum vildi.
En varð.
Hverjum sem um var að kenna.
Kveðja að austan.
.
![]() |
Ekki ljóst hvar aflinn verður unninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2025 | 10:31
Rektor tjáir sig um menntamorð.
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur loksins opnað munninn og tjáð sig um það sem hún lýsti sem menntamorði, þegar akademísk umræða væri kæfð með ofbeldi og hótunum.
Síðan gerist hún sjálf sek um sama hlutinn, að styðja menntamorð, fyrst með þögninni þegar hún átti strax að grípa inní og fordæma ofbeldi innan Háskóla Íslands, ofbeldi sem var beint hugsað til að hindra fræðimann að tjá sig um fræði sín, og síðan að reyna réttlæta viðkomandi ofbeldi með orðunum að hún telji að "báðir aðilar hafi eitthvað til síns máls".
Kennarar og aðrir starfsmenn háskóla sem meina fræðimanni að tjá sig innan veggja háskólans, á grundvelli þjóðernis hans, eru ekki bara sekir um rasisma, heldur líka sekir um menntamorð eins og Silja Bára lýsti svo ágætlega í innsetningarræðu sinni.
Þeim er fullkomlega frjálst að hundsa viðkomandi fræðimann, til dæmis með því að mæta ekki á fyrirlestur hans, eða mæta og tjá andmæli sín við skoðanir hans og fræði.
En ofbeldið, að koma í veg fyrir fyrirlesturinn með hávaða og látum, og þá á grundvelli þjóðernis viðkomandi fræðimanns, er þeim ekki frjálst.
Og það á að vera brottrekstrarsök.
Háskóli sem virðir akademískt frelsi, líður ekki menntamorðingja innan sinna raða.
Það sama gildir um rektor hans.
Kveðja að austan.
![]() |
Telur að báðir aðilar hafi eitthvað til síns máls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2025 | 16:19
Af hverju segja menn ekki sannleikann??
Grunnhreyfiafl íþrótta er tekjur, að tekjur standi undir kostnaði.
Pólverjar eru ekki bara stærri þjóð en við, þeir taka líka þátt í kostnaðinum við að halda Evrópumótið í körfubolta.
Því voru líkurnar að Ísland myndi vinna leikinn við þá minni en að forseti Hvíta Rússlands muni tapa næstu kosningum, sama hve skoðanakannanir væru honum í óhag.
Spilling er eins og hún er.
Þess vegna er dálítið hlægilegt að lesa fréttina þar sem vísað var í skrif Ólafs Stefánssonar þar sem hann sagði að "Við ættum ekki að taka svona hlutum þegjandi", og ég hélt á ákveðnum tímapunkti að Ólafur myndi blása til stríðs við spillingu innan alþjóðlegra íþrótta.
Nei, nei, Ólafur vildi bara að strákar og stúlkur myndu æfa meira, lyfta meira, verða betri.
Sem er svo sem alveg rétt þegar hin smærri er miklu betri en stærri liðin, og því fá rangir dómar spillingarinnar þar litlu breytt.
En almennt er þetta kjaftæði, það eru önnur öfl en gæði og geta sem ráða úrslitum í spilltum íþróttagreinum eins og handbolta og körfubolta.
Gæði og geta lýtur í gras fyrir horriminni sem öskrar á tekjur.
Þetta er sama lögmál spillingar og það sem gegnsýrði kommúnisma Sovétríkjanna, mér er minnisstæð sagan þar sem háttsettur KGB maður taldi sig öruggan um að sonur hans, stærðfræðisnillingur kæmist inní elítu háskóla raungreina í Moskvu, fór þar saman tign hans innan valdakerfis Kremls, sem og hæfni sonar hans.
En sá þurfti að sætta sig við höfnun, fyrir keppnauti sem kunni vart að reikna, samt var sú vankunnátta hans besta fag.
Gæfumunurinn fólst í að faðir hins heimska var háttsettari í KGB, og það var það eina sem skipti máli þegar skólavist var úthlutað.
Alveg eins og ef Pólland væri allavega ekki 40% lakara en íslenska körfuboltalandsliðið, þá myndu dómararnir grípa inní ef þess þyrfti.
Að lesa svona aumkunarverða frétt, þar sem talað er um mistök eða einhverja dóma sem studdust ekki við reglur leiksins.
Spilling spyr ekki um rétt eða rangt, hún spyr um niðurstöðu.
Að segja annað er bæði vanvirðing við vitsmuni fólks, við leikinn, við íþróttina, við Evrópumótið í körfubolta, en ekki hvað síst;
Við strákana okkar, sem gerðu sitt besta.
Og unnu leikinn.
Það eitt skiptir máli.
Þeir unnu leikinn.
En þeir máttu það bara ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjallar um kolranga og dýrkeypta dóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2025 | 08:16
Hvað gerir Trump núna??
Pútín og Xi Jinping eiga sviðið, allir búnir að gleyma hinni sögulegu vinaheimsókn Pútíns til Alaska.
Trump hinn mikli friðarboðberi og samningamaður friðarins, er eins og hornreka kerling.
Því heimurinn snýst ekki um frið, heldur völd, áhrif og viðskipti.
Trump er þó ekki innantómt pappírstígrisdýr eins og leiðtogar meintra stórvelda Evrópu, sem gaspra óendanlegar yfirlýsingar um eitthvað, sem fjölmiðlar Evrópu apa upp, en restin af heimsbyggðinni hlær af.
Því þeir eru ekkert, hafa hvorki hernaðarlegt eða efnahagslegt vald að baki sér.
Eru eins og gamlir karlar á elliheimili, sem voru einu sinni eitthvað, aflaskipstjórar, forstjórar eða jafnvel ráðherrar og síðan bankastjórar, en eru ekkert í dag.
Ekkert annað en minningar um eitthvað sem var, og þegar þeir tala eins og þeir séu ennþá eitthvað, þá í besta falli uppskera þeir vorkunnaraugu.
Trump sýndi þó þegar hann stöðvaði væntanlega þriðjuheimsstyrjöld í boði Írans og Ísrael, að hann er eitthvað annað en gasprið.
Hann sýndi það líka þegar hann tók leiðtoga Evrópusambandsins í bóndabeygju og flengdi af gömlum íslenskum sið, svo ekkert stóð eftir af digurbarka þeirra í tolladeilunni, sem og hann hefur knúið fram hervæðingu Evrópu í skugga Úkraínustríðsins, að hann er leiðtogi sem enginn skyldi vanmeta.
Úkraínustríð verður ekki leyst í Alaska, Brussel eða Istanbúl, heldur í Peking og hluta til Nýju Delhí.
Spurning er hvort risaveldi Asíu séu tilbúin í beint kalt efnahagslegt stríð við vestrið, stríð sem er fyrirsjáanlegt en kannski ekki tímabært í dag.
Það er fyrir risaveldi Asíu því kellingar Evrópu eru langt komnar með að eyða henni innan frá með með allskonar forheimsku Góða fólksins eða wókismans.
Loftslagstrúarbrögðin og hinn tilbúni orkuskortur, innrás Íslams í Vestur og Norður Evrópu, skrifræði óendanlegrar fávisku sem aðeins kellingum dettur í hug, algjer vanhæfni í stjórnun opinbera geirans sem kemur orðið fáu eða engu í verk nema með gífurlegum tilkostnaði.
Útflutningur starfa og iðnaðar til risaveldanna og svo framvegis.
Til hvers stríð við veldi sem eru í miðju sjálfseyðingarferli??
Hætti Trump að hóta og framkvæmi, líkt og hann hefur gert í nokkrum öðrum stórum málum, þá eru meiri líkur en minni að risaveldi Asíu neyði Pútín til að semja.
Hlusti Trump á heimska ráðgjafa, sem vaxa á trjánum meðal hægri sinnaðra stuðningsmanna hans, og yfirgefi Evrópu, þá er hann einn, og einn hefur aldrei sigrað heiminn, eða náð að verjast sameinaðri atlögu annarra.
Eða það segir sagan og ekki lýgur hún.
Fyrir sjálfhverfa menn eins og Donald Trump er fátt sem særir meir en að vera hundsaður, eða niðurlægður, dugar jafnvel að vera bara ekki númer eitt, og tvö og þrjú.
Og ég hygg að þessi mynd eigi eftir að verða Pútín dýrkeypt.
Eigi skaltu vanmeta hégómann.
Kveðja að austan.
![]() |
Myndband: Pútín mættur til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2025 | 15:28
Rödd landsbyggðarinnar fær aftur vægi.
Innan Sjálfstæðisflokksins þegar hinn grjótharði nagli Ólafur Adolfsson var kosinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Er það vel, Ólafur var öflugur að verja hag sjávarbyggðanna gagnvart 101 valdinu sem er marghöfða skrýmsli með einn búk og eina stefnu þó flokkarnir séu margir sem hýsa það.
Þegar 101 lagði ofurskattinn á sjávarbyggðirnar auk ýmissa kárína á ferðaþjónustu, þá kom í ljós að landsbyggðinni á enga fulltrúa í Viðreisn, Samfylkingunni eða Flokki fólksins, aðeins gufur sem beygðu sig í duftið fyrir nýlendu- og arðránsstefnu 101 valdsins.
Kjör Ólafs eru því ákveðin tímamót varnarbaráttu landsbyggðarinnar, varnarbaráttu sem er óháð flokkum en snýst um að raddir landsbyggðarinnar hafi vægi og áhrif á þingi.
Því ber að fagna.
Kveðja að austan.
![]() |
Ólafur nýr þingflokkformaður Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2025 | 14:55
Bæði lifandi og föllnum gíslum
Er haft eftir Netanjahú forsætisráðherra Ísraels.
Kaldhæðnin er sú að hann meinar dauðum, og notar dauða þeirra sem réttlætingu fyrir frekari tilgangslausum árásum á Gasaborg.
Það er ljóst þegar hann rauf vopnahléið í byrjun mars á þessu ári og síðan hefur siðferði árásanna verið á svipuðu plani og hjá Hamas í gegnum tíðina.
Öfgafólk stjórnar núna beggja vegna landamæra Gasa.
Kveðja að austan.
![]() |
Fundu líkamsleifar tveggja gísla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2025 | 08:33
Sameinuðu þjóðirnar eiga að krefjast rannsóknar.
Og það fyrir löngu um hvort hæft sé í ásökunum Ísraelsmanna um að Hamas noti sjúkrahús sem skálkaskjól í hernaði sínum gegn innrásarliði Ísraels.
Reyndar er ekki að marka orð af því sem Hamas segir, eða það segja alla vega staðreyndir sem ítrekað hafa afhjúpa rangfærslur og lygar samtakanna, en það vill bara svo til að hjá Sameinuðu þjóðunum og undirstofnunum samtakanna er litið svo að orð Hamas sé ígildi þess að sjálfur guð hafi sagt þau, og meitlað í stein.
Hamas mun útskýra sína hlið í þessari rannsókn, Ísraelsmenn munu þá þurfa að leggja fram gögn sem staðfesta ásakanir þeirra.
Sem Ísraelsmenn hafa reyndar hafa verið mjög óduglegir við, þeir fullyrða eitthvað, sem gæti alveg verið satt, en mappan með gögnum þar um virðist yfirleitt vera tóm.
En allavega, úr þessu þarf að skera þegar gagnkvæmar ásakanir ganga á víxl og mannslíf eru undir.
Ónýt sjúkrahús sinna ekki sjúkum og særðum.
Varðandi meintu fréttamennina, sem eiga aldrei að vera skotmark í stríði, má hins vegar deila.
Liðsmenn Hamas sem kalla sig fréttamenn, eru svona álíka fréttamenn eins og þeir fréttamenn Göbbels, áróðursmálaráðherra nasista, sem fóru til dæmis til í Ravensbrück,stærstu útrýmingarbúðir nasista ætlaðar konum, tóku myndir af sællegum eiginkonum fangavarðanna sem höfðu klæðst splunkunýjum fangabúningum, sýndu svo erindrekum Rauða krossins með því fororði; það er gott að vera í Ravensbrück. Vinnan gerir fólk frjálst, eða þannig.
Sovétmenn skutu allavega þessa meintu fréttamenn á færi og Ísraelsmenn virðast hafa tekið upp þá taktík, þó þeir segi opinberlega; Úps, óvart.
Sameinuðu þjóðirnar hafa vissulega tekið beinan þátt í áróðursstríði Hamas gegn Ísrael, sem er beint hugsað til þess að vera fyrsta skrefið í að útrýma þessari 9 milljóna manna þjóð gyðinga, en ef þessu tilgangslausu drápum í stríðinu endalausa á að linna, þá þurfa samtökin að gyrða sig í brók.
Sinna hlutverki sínu í þágu allra þjóða heims, en ekki þeirra sem borga mest beint í vasann, ekki í vasa samtakanna heldur þeirra sem spillingin hefur hafið þar til valda og áhrifa.
Borin von kannski en lengi má gjörspillinguna reyna.
Allavega þarf þessu stríði að ljúka, og átti að ljúka í febrúar síðastliðnum.
Þegar Ísraelsmenn gátu endað sitt réttláta stríð með sóma, vopnahléi, lausn gísla og síðan endurreisn Gasa.
En kusu í stað þess að rjúfa vopnahléð og hefja stríð dauða og eyðileggingar án nokkurs tilgangs annars en að drepa og eyðileggja.
Það er mál að linni.
Fyrsta skref í þá átt er að skora lygar og áróður á hólm.
Krefjast staðreynda, halda sig við staðreyndir.
Það er til dæmis engin hungursneyð á Gasa nema sú sem Hamas skipulagði og kom í verk með góðri hjálp Sameinu þjóðanna.
Hver dreifir ekki hjálpargögnum í miðri meintri hungursneyð vegna þess að hann er andsnúinn þeim leikreglum sem stjórnvöld viðkomandi landsvæða setja um dreifingu þá lífsnauðsynlegra matvæla inn á svæði hinna meintu hungursneyðar??
Drepur börn vegna meintra prinsippa!!
Við þessu er aðeins eitt svar.
Kveðja að austan.
![]() |
Morðin ættu að hneyksla heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2025 | 18:46
Siðferðislegt hneyksli!!
Og mér varð það á að líta á myndina af David Lammy utanríkisráðherra Bretlands, og líklegast vegna einhvers sem er innprentað af reynslunni, hélt að viðkomandi orð, og viðkomandi utanríkisráðherra væri ráðherra í gjörspillingu ríkisstjórnar Afríska þjóðarráðsins í Suður Afríku, að þegar gjörspillingin hefði dregið allan þrótt úr efnahagslífi Suður Afríku, þá væri aurinn að fá frá Íslamistum Persaflóans.
En þessi kolsvarti strákur er víst utanríkisráðherra Bretlands, þar með líklegast ekki með rætur í þeirri bresku yfirstétt sem sprengdi vopnlausar borgir Þýskalands í tætlur á sínum tíma.
Og þegar Bretland réðst á Írak uppúr aldamótunum svo ég vitni í Wikipedíu; "Íraksstríðið er stríð, sem hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða í Írak með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar" þá hefur Davíð örugglega verið einn af hinum fjölmörgu svörtu strákum sem grétu við breska háskóla yfir þeirri vonsku breskra kaupmanna að hafa keypt bandingja (flestir stríðsfangar) af hans eigin fólki sem seldi þá í þrældóm.
Það tekur á að grát og kvart yfir óréttlæti fortíðarinnar, en í því liggja líka tækifæri, þegar breskir hermenn kölluðu ítrekað á loftárásir til að sprengja í loft upp þorp innfæddra í Afganistan, reyndar fjarri kastljósi Góða fólksins. Davíð var upptekinn að grenja sig í gegnum háskólanám sitt og grenja sig inní raðir Góða fólksins í Verkamannaflokknum, með þekktum afleiðingum.
Hann varð ráðherra án fortíðar, hugsanlega styrktur af framleiðendum blautþurrka, annars flekklaus.
Það er ef einhver getur verið flekklaus, og verið í innsta hring mesta viðbjóðs, af mörgum góðum kandídötum þar um, sem hafa gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands.
Af öðrum ólöstuðum, og svört er samviska hins breska heimsveldis, þá hefur enginn fengið áður fram í Bretlandi með því að þagga niður tengsl múslímskra innflytjenda við þúsundir nauðgana á ungum breskum stúlkum, líkt og ræfillinn Keir Starmer, þáverandi ríkissaksóknari, núverandi forsætisráðherra Bretalands í umboði Góða fólksins.
Hvað að viðkomandi geti látið, þó viðkomandi sé kolsvartur grátandi yfir vonsku þess heims sem gerði hann að utanríkisráðherra þessa fyrrum volduga heimsveldis, að hann þekki ekki til sögu Bretlands, styrjalda þess og átaka, jafnt í fortíð sem og nútíð.
Heimskari getur utanríkisráðherra Bretlands ekki orðið, og það er honum ekki til afsökunar að hann sé svartur og sígrátandi.
Þó það sé áður sem var, að forsætisráðherra Bretlands sé ræfill sem þaggaði niður nauðganir og annað kynferðisofbeldi múslímskra karlmanna á ungum innfæddum breskum stúlkum, sem og núverandi utanríkisráðherra er skilgetið afkvæmi Rétthugsunar Góða fólksins, og þekkir ekki til sögu stríða og stríðsátaka breska heimsveldisins, þá eru samt takmörk á allri heimsku og forheimsku.
Bretar af öllum þjóðum geta ekki fordæmt þjáningar íbúa þeirra landa þar sem ofstækismenn eða bara meintir andstæðingar hófu stríð með árásum sínum, og íbúar viðkomandi landa líða miklar þjáningar á meðan ofstækið, eða það sem hóf stríðið, neitar að gefast upp.
Ef svo væri þá gætu hundruð þúsunda núlifandi íbúa Hollands krafið bresk stjórnvöld um skaðabætur vegna hungursneiðar íbúa Hollands undir lok seinna stríðs, hungursneiðar sem kostaði þúsundir lífið, og má rekja beint til hafnbanns Breta á stríðhrjáðra íbúa meginlands Evrópu undir yfirráða Þýskalands.
Eða svo það sé farið nær í sögunni, alla þá íbúa í þorpum Afganistan sem voru undir meintum yfirráðum Talibana, og breskir hermenn herjuðu á og kölluðu á loftárásir til að drepa allt kvikt þar til að hætt var að skjóta á þá á móti.
Af öllu því vonda sem fylgir stríðum og stríðsátökum, þá eru Bretar og breskir ráðamenn þeir sístu sem eiga að fordæma afleiðingar þess þegar stríðsherrar ráðast á annað ríki með því yfirlýsta markmiði að drepa og útrýma íbúum viðkomandi lands.
Þegar yfirhylmandi múslímskra nauðgara sem og svartur strákur sem er eins óbreskur og einhver getur orðið, þar með taldar franskar froskaætur og þýskir skeiðklukkueigendur sem gá að nákvæmni lestarferða, stjórna Bretlandi, eru andlit þess forna heimsveldis út á við, þá er Bretland ekki til eins og það var.
Hvað sem verður.
Það afsakar samt ekki Morgunblaðið að taka undir fals og rangfærslur Hamas og Sameinuðu þjóðanna um meint hungur og hungursneyð á Gasa Ströndinni.
Mogginn er jú fyrrum dagblað, fréttablað, með sjálfstæðri ritstjórn sem sagði fréttir eftir bestu vissu um það sem fréttafólk blaðsins taldi satt og rétt.
Munum ef það er hungursneyð á Gasa, þá þarf ekki að falsa fréttamyndir með börnum sem þjást af langvinnum sjúkdómum, svo sem krabbameini eða vöðvasjúkdómum sem drógu þekktasta núverandi eðlisfræðing nútímans, Stephen Hawking til dauða.
Andlit hungursneyðar lýgur ekki, en þeir ljúga sem birta myndir af langveikum börnum og kenna hungursneyð um.
Og Sameinuðu þjóðirnar ljúga líkt og þær hafa alltaf logið frá upphafi átakanna, þar er gengið erinda gjörspillingar sem lifir á manngerðum hörmungum íbúa Gasa, fólksins sem við þurfum að aðstoða áratug eftir áratug, og ef það verður sjálfbjarga þá er út um okkar þægilega góðu innivinnu við að vera góðmenni.
Hæðni reyndar en fjárstreymið frá miðaldarríkjum Persaflóans stjórnar núverandi stjórnendum Sameinuðu þjóðanna, staðreyndir þar um ljúga ekki.
Mogginn þarf samt ekki að ljúga.
Kommarnir höfðu rangt fyrir sér um Moggalygina þegar óhæfuverk Stalíns voru reifuð.
Það gerir lygina í þágu Góða fólksins ennþá sárari.
Hvað veldur??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 171
- Sl. sólarhring: 309
- Sl. viku: 3354
- Frá upphafi: 1475168
Annað
- Innlit í dag: 155
- Innlit sl. viku: 2943
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 144
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar