Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.9.2025 | 10:21
Hamas er hugmynd.
Hugmynd er ekki felld með vopnum, sama hve öflug þau eru.
Að því gefnu að Netanjahú ætli ekki að útrýma sérhverjum Palestínumanni sem er innan skotfæris Ísraelska hersins, er stríð hans dauðadæmt.
Ef rústir og vonleysi er það eina sem bíður fólks, þá er það eðlilegt að ungir taki byssur þeirra eldri sem falla, hvað eiga menn annað að gera??
Og þegar Netanjahú lýsir leiðtogum Hamas, að þeir standi í vegi fyrir friðnum og lausn gísla, þá er hann um leið að lýsa sjálfum sér.
Nema að hann sakar þá um að tefja friðarviðræður, en hann rauf friðinn í mars á þessu ári, breytti réttlátu stríði í tilgangslaust blóðbað.
Tilgangurinn allt annar en að frelsa gíslana sem hafa liðið ómældar þjáningar í haldi Hamas.
Í dag er Netanjahú öflugasti bandamaður Hamas.
Mun öflugri en þær Þorgerður Katrín og Von der Leyen sem og annað stuðningsfólks þjóðarmorðs Hamas á íbúum Gasa á Vesturlöndum til samans.
Hamas var búið að tapa stríðinu.
Þá kastaði Netanjahú líflínu til samtakanna með því að hefja átökin á ný.
Því öfgar vilja stríð og blóð saklausra.
Ekki frið og líf.
Kveðja að austan.
![]() |
Með útrýmingu leiðtoga Hamas lýkur stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2025 | 15:14
Gamli karlinn í Hvíta húsinu.
Enn og aftur nær hann að grípa kjarnann, vekja athygli á honum, ásamt því að benda á að baki digurbarkalegum orðum þarf að vera gjörðir, eitthvað sem gefur orðum vægi.
Sem dæmi var Trump úthrópaður í Evrópu á fyrri hluta kjörtímabils síns vegna þess að hann benti á að Evrópa væri ekki einu sinni pappírstígrisdýr, ef Evrópuríki settu allavega ekki lágmarksfjárhæðir í varnir sínar.
Eitthvað sem Evrópuríkin varla skildu eftir innrás Rússa í Úkraínu þó við blasti ný heimsmynd, heimsmynd liðinnar aldar þar sem sá sterki tók til sín frá hinum veikari.
Það var ekki fyrr en Trump var aftur kosinn, og Hvíta húsið veitti aftur leiðsögn, að Evrópuríkin fóru að hervæða sig, seint í rass gripið að fatta að digurbarkalegar yfirlýsingar væru ekki vörn gegn skriðdrekum og drónum.
Í nýliðinni viku benti svo Trump á að hugsanlega gætu Rússar hafa flogið drónum sínum yfir Pólland vegna mistaka, hélt þar með leið fyrir Pútín að endurskoða árásarstefnu sína, þó Trump, eins og allir aðrir vissu, að engin mistök lægju að baki.
Þá þóttust margir vita betur, og bættu í stríðstal sitt líkt og íslenski stríðsmálaráðherrann sem talaði eins og hann vildi átök við Rússa.
Töluðu gegn friðnum þó Trump vissi að friðurinn er fyrst dauður ef hann fær aldrei að njóta vafans.
Í dag bendir Trump smámennum Evrópu, litla fólkinu sem leiðir baráttuna gegn útþenslustefnu Rússa.
Ef þið meinið eitthvað með tali ykkar um refsiaðgerðir, um hertari refsiaðgerðir, og eruð þá ekki að tala um átökin á Gasa, að þá hættið þið að kaupa olíu af Rússum, jafnt beint en sérstaklega óbeint í gegnum milliliði meintra hlutlausra landa.
Setjið jafnvel refsiaðgerðir á helstu stuðningsríki Pútíns, Indland og Kína.
Ég er tilbúinn þegar þið eruð það.
Fá orð sem segja í raun allt.
Evrópa hefur aldrei verið tilbúin.
Kveðja að austan.
![]() |
Ég er tilbúinn þegar þið eruð það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2025 | 10:19
Loftslagstrúboð og veruleikafirring
Hvar sem loftslagstrúboð stígur niður fæti þá rekst það á þúfur og fellur við. Á máli sjávarbyggðanna þá steytir það á hverju því skeri sem er í augsýn, ef ekkert er í augsýn, þá leitar það uppi næsta sker.
Það er staðreynd að innviðir eru ekki til staðar fyrir meint orkuskipti bílaflotans. Mjög fáir áningarstaðir á landsbyggðinni hafa raflínur fyrir bílaleiguflota á rafmagni, ef til dæmis Staðaskáli hefði þann fjölda hleðslustöðva sem dygði, þá þyrfti að leggja nýjar raflínur að skálanum, svo lítið dæmi sé nefnt.
Í dag eru hleðslustöðvar skrautstöðvar, þær sinna aðeins brotabroti bílaflotans og lofsslagstrúboðið er svo heimskt að þvinga fram rafbílavæðingu bílaflotans þá er ekkert innviðakerfi til að styðja við þá forheimsku veruleikafirrts fólks.
Ísland er stórt dreifbýlt land, rafbílar henta ekki þeirri víðáttu, uppgefin hleðsla rafbíla er fljót að hverfa þegar kílómetrarnir byrja að telja, hvað þá í kulda og trekki, rigningu, stormi, snjóbyljum, frostum.
Fólk er heppið að verða ekki úti í úthverfum Reykjavíkur í vondum vetrarveðrum, hvernig heldur fólk virkilega að rafbílar þess virki á miðri Holtavörðuheiðinni þar sem þarf að fara fetið í snjóbyl??
Eða hvernig munu björgunarsveitir mæta á vettvang?, yrðu þær að vera með dísilrafstöð í eftirdragi??
Þessi frétt endurspeglar þá staðreynd, að sá sem ætlar að ferðast um Ísland, gerir það á bíl sem skilar honum áfangastað.
Rafmagnsvæðing fiskiflotans er draumsýn, firring sem hagsmunaaðilar tóku undir til að fá víðáttukjaftæði lofslagstrúboðsins á móti sér.
En eftir ofurskattheimtu 101 Reykjavík þá er hún ekki möguleiki, því það þarf mikla umframarðsemi til að ná slíkum markmiðum, þó hún væri möguleg.
Landbúnaðurinn, ha ha, svaka umframarðsemi þar og svo mætti halda áfram út í hið óendanlega.
Tækniframfarir takast á við brennslu kolefniseldsneytis, en forsenda þess er að það sé eftirspurn arðsemi, að það sé hægt að taka upp þá tækni án þess að setja allt á hliðina.
Og að lokum, sjá menn Pólverja sem og aðra Nató liða biðja Rússa um vopnahlé í meintu stríði þegar það þarf að hlaða skriðdrekana??
Eða þegar stríðsvélin fær ekki nóg rafmagn þegar það er logn og skýjað??
Það er nefnilega þannig með raunveruleikann.
Hann tekur veruleikafirringu í fangið, og flengir hana.
Það verða örlög loftslagstrúboðsins.
Kveðja að austan.
![]() |
Ferðamenn vilja ekki rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2025 | 10:18
Það þarf að mæta Rússum af hörku.
Var strax haft eftir íslenska stríðsmálaráðherranum í fréttum Rúv þann sama dag og Natósveitir skutu niður rússneska dróna í Póllandi.
Já, mætum þeim af hörku sagði íslenski stríðsmálaráðherrann og virtist vera hvetja til þriðju heimsstyrjaldar.
Já og reyndar þeirrar síðustu.
Pólverjar virkjuðu varnarviðbúnað Atlantshafsbandalagsins, það viðbragð sem kemst næst því að lýsa yfir styrjöld gagnvart einhverju ríki.
Hvort það sé næg harka fyrir Þorgerði Katrínu hafa fjölmiðlar gleymt að spyrja um.
Í öllu þessu tali, án þess að gera nokkuð lítið úr grafalvarleik málsins, þá er það gamli maðurinn í Hvíta húsinu sem reyndir að draga úr stríðsæsingnum, með því að opna fyrir þann möguleik að opinberlega má láta sem þetta gæti hafa verið mistök hjá Rússum að ráðast á herflugvöll í Úkraínu í gegnum Pólland.
Til að ítreka, í gegnum Pólland, það var ekki að ráðast á Pólland heldur að senda árásarvopn á Úkraínu í gegnum lofthelgi landsins.
Því gamli maðurinn veit að þessi atburður er ekki ástæða þess að stríðsæsingamenn taki ákvörðun um þá stigmögnun átaka sem aðeins enda á einn veg.
Endalokum siðmenningarinnar.
Svo er einhver vitleysingur sem setur ofaní hann.
Það eina sem vantar í vitleysuna er að hnýta í fréttina að það þurfi að stöðva þjóðarmorð Ísraela á Gasa líkt og var í ræðu von der Leyen á Evrópuþinginu þegar hún ræddi þennan atburð.
Því vitleysan ríður ekki við einteyminginn þessa dagana.
Ég skil reiði pólskra ráðamanna.
En það er engin framtíð í styrjöld við Rússa.
Því eiga þeir að þegja þegar reynt er að lægja öldur.
Gamall sjálfhverfur maður í Hvíta húsinu á ekki að vera eina von Evrópu um frið.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir Trump að rússnesk drónaárás hafi ekki verið mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2025 | 15:54
Hvað er að lögum um hatursorðræðu??
Ef einhver missir það út sér að kynin séu aðeins 2 þá er hann ákærður fyrir hatursglæp hér á Íslandi, í Bretlandi, þar sem sérstakur verndari múslímskra raðnauðgara er forsætisráðherra og fyrrum varaforsætisráðherra er kona sem fasteignabraskaði með bætur fatlaðs sonar síns, þar má viðkomandi kallast heppinn ef þungvopnuð lögregla bankar fyrst áður en hún brýtur upp hurðar á heimili hans og handtekur fyrir hatursorðræðu.
Ennþá þyngri glæpur er það að bendla þá perra sem rembast við að gefa ungabörnum brjóst, án þess að hafa til þess líffræðilegar forsendur því þeir eru karlar, við perraskap eða mótmæla því að lífsskoðunarfélög eins og Samtök 78 séu á ríkisspenanum við að rugla í börnum í skólum um kynlíf og fjölda kynja.
En í Bandaríkjunum skjóta menn bara slíka hatursboðbera, svo ég spyr; Hvað er að lögunum um hatursorðræðu???
Ekki að ég þekki nokkuð til þessa manns sem var þaggað niður í gær, en miðað við texta í fréttinni um skoðanir hans sem hann ræddi við bandarísk ungmenni þá væri hann raðákærður af legberum réttarkerfis okkar, reyndar margsýknaður líka en það er önnur saga, en í Bretlandi væri vafamál hvort Tower of London dygði til að hýsa hann líkt gert var öldum áður við mestu stórglæpamenn þess tíma.
Sérstaklega hugsanaglæpamenn sem voguðu sér að hafa aðra trú en sá valdhafi sem ríkti í það og það skiptið.
Auðvita er ég að hæðast að Rétttrúnaðinum og hinni opinberi skoðun hans og óþoli hans gagnvart öðrum sjónarmiðum, hvort sem fyrir þeim eru færð rök eður ei.
Vissulega er fólk ekki skotið ennþá en er slaufun, þöggun eða beiting hins opinbera dómskerfis nokkuð mikið skárri aðferðir til að þagga niður í andmælendum sínum, öskra niður frjálsa hugsun og skoðanir annarra.
Jú, jú, það er eitthvað endanlegt við að skjóta fólk, en samfélög sem samþykkja hina þöggunina, eiga stutt eftir í að samþykja skotið þegar annað dugar ekki.
Það er nefnilega ekki langur vegur frá menntamorði líkt og viðgengst við Háskóla Íslands með þegjandi samþykki núverandi háskólarektors og hin eiginlega morðs.
"Ekki langur" í þeirri merkingu að vegurinn frá siðuðu lýðræðisþjóðfélagi í þjóðfélag þöggunar og skrílsláta Rétttrúnaðarins er mun lengri en vegurinn frá þjóðfélagi þöggunar og slaufunar yfir í það alræði þar sem hugsun getur varðað lífláti.
Það vita allar þjóðir sem þurftu og þurfa að þola alræði kommúnismans sem og nasismans.
Að ekki sé minnst á það sem þurfa að búa undir ofbeldi Hamas og annarra Íslamista.
Við sem þjóð erum á vegferð sem endar aðeins á einn veg.
Að aðeins verði leyfð ein skoðun, eitt viðhorf og tungumálið verði afskræmt í þágu þess alræðis.
Kannski verður ekki þörf fyrir byssukúluna.
En hver veit þegar hlið helvítis hafa verið opnuð.
Hjá þjóð sem er svo illa afvegleidd af áróðri og falsfréttum að hún gengur í takt með þjóðarmorðingjum.
Hver veit það sem tíminn veit ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Umdeildur en áhrifamikill aðgerðasinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2025 | 10:09
Kerfi á sjálfstýringu.
Er kerfi sem lifir sjálfstæðu lífi, hugsar um það eitt að skapa flækjur og erfiðleika fyrir okkur hin, í þeim eina tilgangi að soga til sín æ meira fjármagn svo það getur þanist út, líklegast í þeim eina tilgangi til að geta sannað eða afsannað kenningu eðlisfræðinnar um óendanleikann.
Morgunblaðið á heiður skilið fyrir að stinga á þessu kýli sem geðþóttaákvarðanir Útlendingastofnunar eru, en vonandi kafar blaðið dýpra í orsakir svona ákvarðana.
Að maður sem er betri í íslensku, og starfsmenn Útlendingastofnunar hafa bréf þar um, en allir starfsmenn stofnunarinnar, fái höfnun, höfnun sem er svo augljóslega röng, að það þarf að spyrja hvað býr að baki.
Því til dæmis á sama tíma getur mál meints flóttafólks velkst um kerfinu, með skoðun hér, með afgreiðslu þar og síðan skoðun og afgreiðslu hér og þar, þó í upphafi sé ljóst að viðkomandi eru ekki flóttamenn, nema þá að lífskjaraflóttamenn eru taldir sem slíkir.
Og íbúatala Íslands verði 10 milljónir eftir 5 ár.
Ég horfði á gleðimyndina um ferðalags langveiks drengs um landið og næstum því miðin, umfjöllunarefnið vissulega sorglegt, því hann var að heimsækja önnur börn sem glímdu við hræðilega sjúkdóma sem engin lækning var til við, en gleðin, og þakklætið, baráttuviljinn, sigurviljinn, allt þetta gaf menn vellíðan inní nóttina.
Það sem sló mig var samt viðtalið við einn föðurinn sem einfaldlega lýsti kerfisvæðingu kerfis, sem sannarlega á að vera til að hjálpa, greiða úr vanda, allt samkvæmt lögum og reglum þeirra stjórnmálamanna sem sáust dansa undir lok myndarinnar, en gerir það ekki.
Heldur leggur það sig í líma við að flækjast fyrir, og auka allt erfiðleikastig aðstandenda langveikra barna til að ná fram rétti barna sinna, varðandi aðstoð og þjónustu.
Sjúkleikinn í þessu er sá að þannig sýgur kerfið til sín mikla fjármuni, í að fóðra sjálft sig, því ekki vinnur kerfisfólk kauplaust, fjármuni sem annars færu til að uppfylla skyldur samfélagsins samkvæmt þeim lögum sem gilda um réttinda langveikra barna.
Hefst að lokum sagði faðirinn, það er ef foreldrarnir eru nógu sterkir og einbeittir í slagnum við kerfistregðuna, en við sem samfélag eigum að spyrja okkur hvort takmörkuðum fjármunum okkar sé ekki betur varið til að þjóna þeim sem þurfa á því að halda en ekki í að fóðra fólk sem reisir múra um þá þjónustu.
Sem og að Morgunblaðið mætti líka spyrja þeirrar spurninga.
Og fylgja þeim eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Hann er með sterkari bakgrunn en ég í íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2025 | 13:36
Morgunblaðið í falsfréttum.
Það er siðleysi í blaðamennsku að tengja saman óskylda hluti til að sverta einhvern eða rægja.
Í þessari frétt er fyrirtækið sem sér um öryggisgæslu hjálparsamtaka sem dreifa matvælum á Gasa, með menn í vinnu sem tengjast einhverju mótorhjólagengi, og það mótorhjólagengi á að vera andmúslímskt.
Og hvað, hver er svo fréttin??
Bolir, slagorð, eitthvað úr fortíð, eitthvað úr Fjarskaistan frá átökunum á Gasa, og það neikvæða er lesandinn látinn tengja við hjálparsamtök, þess glæpur að dreifa matvælum á landssvæði þar sem sögð er ríkja hungursneyð.
Miðað við þann alvarleik er svona blaðamennska sori.
Síðan endurtekur blaðið falsfréttina um "Hungursneyð ríkir á Gasa en hundruð almennra borgara hafa látið lífið við að sækja sér mat og neyðaraðstoð á skilgreindum mannúðarsvæðum bandarísk-ísraelsku mannúðarsamtakanna GHF undanfarna mánuði".
Í það fyrsta lýstu Sameinuðu þjóðirnar aðeins yfir hungursneyð í Gasaborg og svæðum þar nálægt, svæðum sem hin "umdeildu" hjálparsamtök dreifa ekki matvælum til, heldur Sameinuðu þjóðirnar, og skýring þess hungurs er að Hamas og samtök þeim tengdum stela um 85% af hjálparsendingunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.
Megnið af þeim hjálpargögnum er svo selt á svartamarkaði Gasaborgar, þar sem verðið er himinhátt vegna stöðugra peningasendinga góðmenna til Gasa, og þeir sem njóta ekki slíkra sendinga svelta.
Þetta er hin meinta hungursneyð á Gasa, og þetta er skýring hennar.
Ef fólk trúir þessu ekki í þá getur það spurt sig þeirrar einföldu spurningar, af hverju fær það ekki að sjá myndir af þessari sömu hungursneyð, nægar myndir voru sýndar fyrir Band-aid tónleikana af hungruðu fólki í Eþíópíu eða frá Biafra á sínum tíma.
Nefni þessar hungursneyðir því Sameinuðu þjóðirnar sögðu ástandið sambærilegt en engar myndir.
Aðeins myndir í falsfréttum af langveikum börnum, svo augljóst fals því engin hungurmerki sjást á aðstandendum hinna langveiku barna.
Síðan geta menn spurt sig, af hverju er ekki til eitt myndskeið af ísraelskum skriðdrekum eða herþyrlum að skjóta á matarbiðraðir kringum dreifingarstöðvar hjálparsamtakanna??
Myndskeiðin með fréttunum er næstum öll eins, æst fólk sem segir að það hafi verið skotið á það, helst í nærmynd, en tækjabúnaður þeirra blaða og ljósmyndara sem Ísraelsmenn hafa verið að skjóta á færi, sína öflugar myndvélar með aðdráttarlinsur af fullkomnustu gerð.
"hit by gunfire from tanks, helicopters and quadcopter drones" er ein magnaðasta lýsing almannavarna á Gasa á þessum meintum drápum, voru drápstækin ósýnileg venjulegum myndavélum?
Í öllum fréttatímum Rúv var aðeins einu sinni sýnt myndskeið, sem AP fréttastofan hafði undir höndum og var tekið á síma ónefnds hjálparstarfsmanns, sem mátti túlka sem hugsanlega skotárás.
Hugsanlega, svo á fólk að kaupa það að fólk sé drepið í hundraðatali í þessum matarbiðröðum.
Morgunblaðið sem borgarlegur fjölmiðill með yfir 100 ára gamla sögu, á að vera hafið yfir svona blaðamennsku, það er ekki hlutverk þess að starfa í þágu Hamas.
Þjóðarmorðingjanna sem vissu nákvæmlega hvað biði íbúa Gasastrandarinnar eftir voðaverkin 7. október, og þær hörmungar voru einmitt tilgangur árásanna.
"We know very well the consequences of our operation on Oct. 7", emphasizing that Palestinian lives must be sacrificed in the quest for liberation". Við gerum okkur vel grein fyrir afeiðingunum, paletínskum lífum verður að fórna fyrir málstað frelsunarinnar.
Skýrar er ekki hægt að orða einbeittan vilja til að fremja þjóðarmorð á sínu eigin fólki.
Og til hvers?? "with a call for the elimination of Israel".
Jú, til að fremja þjóðarmorð á annarri þjóð.
Þetta er fólkið sem er skuggastjórnendur fréttaritstjórn Morgunblaðsins.
Sem skýrir falsfréttirnar.
Kveðja að austan.
![]() |
Umdeild hjálparsamtök á Gasa með tengsl við gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2025 | 22:08
Þetta er eina leiðin að varanlegum friði.
Segir mini mini, og mini mini af öllum leiðtogum Breta frá því að Jóhann landlausi á 13. öld var ekki beint með þetta.
Starmer, sérstakur verndari hópnauðgana múslímskra karla í borgum Bretlands þegar hann átti að ákæra sem ríkissaksóknari þær nauðganir, en gerði ekki, enda þekktur ræfill, hann segir að árásirnar á samninganefnd Hamas stefni "átakasvæðinu í hættu á frekari stigmögnun".
Hvenær breska heimsveldið varð svona heimskt, veit ég ekki, en þjáningar íbúa Gasa síðustu vikur og mánuði má skrifa beint á heimsku hans
Af hverju átti Hamas að semja um vopnahlé þegar fífl eins og Starmer, sem og svarti strákurinn sem varð utanríkisráðherra, ekki út á hæfileika heldur grát um að allir voru svo vondir við hann vegna þess að hann var svartur, gengu beint erinda samtakanna og tóku undir falsið um hungursneyð á Gasa, eða að þjóðarmorð samtakanna gegn sínu eigin fólki þýddi að Bretland af öllum fyrrum heimsveldum myndi viðurkenna þjóðarmorð samtakanna??
Ekki að ég fordæmi árás öfgaafla innan ríkisstjórn Ísraels á friðinn, en að vísa í skoffín sem Hamas misnotaði til að ná markmiðum sínum, þar eiga skoffínin ekki að njóta vafans.
Starmer er ekki bæði smán Breta, hann er líka smán mennskunnar, mennsku sem segir að nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi er árás á hina sömu mennsku.
Óháð kynþætti, kyni eða trúarlegum bakgrunni nauðgarana.
Smán sem eiginlega er ekki hægt að lágkúra, að eitthvað sé með einhverri réttlætingu, verra en viðkomandi ofbeldi.
Þó Starmer væri ofurmenni þá mun hann aldrei ná að toppa þann viðbjóð sem hann ber beina ábyrgð á.
Hann, það er Starmer, reyndi samt þegar hann ákvað að hið blóðuga breska heimsveldi myndi ganga erindi Hamas í þjóðarmorði samtakanna á sínu eigin fólki.
Þjóðarmorð Hamas var ástæða þess að Starmer ákvað að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eitthvað sem Bretar gátu áður gert en gerðu ekki, á því eru skýringar.
Aðeins viðrini líkt og hann telja að þær ástæður gildi ekki lengur, þjóðarmorð Hamas á sínu eigin fólki hafi breytt öllum þeim forsendum og skýringum.
Það er að Bretar eigi að verðlauna Hamas fyrir þjóðarmorð sín.
Sem og að heimskt fólk, í stétt fjölmiðlafólks, hæðist ekki að Starmer, heldur gefur orðum hans vægi með athugarsemdarlausum fréttum.
"Vitnum í fífl.
Og fíflið fær orðið".
Nema Starmer er ekki fífl.
Hann er verndari nauðgara og kynferðislegs ofbeldis.
Samt upphafinn af Góða fólkinu.
Kveðja að austan.
![]() |
Sex fallnir í Doha: Bretar fordæma loftárásirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2025 | 15:59
Hamas er hugmynd!
Er haft eftir fyrrum yfirmanni ísraelsku öryggisþjónustunnar.
Ekki fólk, heldur hugmynd, þess vegna er ekki hægt að sigra Hamas í stríði.
Orð sem voru sögð þegar hann varaði við innrásinni í Gasaborg.
Og það er því miður staðreynd, að fyrir utan Þorgerði Katrínu og hennar líka í vestrænum lýðræðisríkjum, að þá eru öfgaöflin innan ríkisstjórn Ísraels helstu bandamenn Hamas.
Þau fæða púkann á fjósbitanum betur en nokkur bölv og ragn getur gert.
Á meðan deyr fólk beggja vegna landamæranna í algjöru tilgangsleysi stríðsátaka sem áttu sér upptök fyrir daga elstu manna, og virðast ætla að lifa unga fólkið í dag, jafnvel þó það verði meðal elstu manna þegar fram í sækir.
Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa en er ekki rofinn.
Vegna mannanna heimsku sem gengur í takt með öfgum og mannhatri.
Allavega þá er kátt í neðra þessa dagana.
Kveðja að austan.
Eftirmáli: Til að skilja betur ranghugmyndir öfganna, öfga sem skýra þau mótmæli í Ísrael sem sökuðu ríkisstjórnina að breyta réttlátu stríði í eitthvað allt annað, skítugt blóðbað þar sem örlög gíslanna voru aukaatriði, eða réttara sagt réttlæting hins skítuga stríðs eftir að vopnahléið í febrúar var rofið, þá er hollt og gott að lesa þessi orð sem ég tók af fréttasíðu BBC. Tilefnið sú óhæfa að sprengja í loft upp Hamas leiðtoga sem komu saman til að ræða um vopnahlé. Svona líkt og myrða eftirlifandi gísla í beinni útsendingu.
For the families of Israeli hostages still being held in Gaza, todays news has triggered a fresh wave of desperate anxiety. I am shaking with fear, Einav Zangauker posted on X. Einavs son, Matan, is among those being held. It could be that in these very moments the Prime Minister has actually assassinated my Matan. Why does he insist on blowing up any chance of a deal?
![]() |
Fyrirskipar öllum íbúum Gasaborgar að yfirgefa svæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2025 | 10:00
Sýndarmennskan hæðir alvarleikann.
Khaled Mashal lauded the Hamas attack, calling it legitimate resistance to Israeli occupation. He said, "We know very well the consequences of our operation on Oct. 7", emphasizing that Palestinian lives must be sacrificed in the quest for liberation.
Ghazi Hamad, a senior Hamas official, said in an interview: "We must teach Israel a lesson, and we will do this again and again. The Al-Aqsa Flood is just the first time, and there will be a second, a third, a fourth. Because we have the determination...to fight."He emphasized Hamas's willingness to "pay a price", concluding with a call for the elimination of Israel: "We must remove that country because it constitutes a security, military and political catastrophe to the Arab and Islamic nations".
Þessar tilvitnanir hér að ofan ramma inn af hverju Hamas hóf stríðið á Gasa, það þurfti að fórna lífi íbúa þar (Palestinian lives must be sacrificed) til ná lokamarkmiði leiðtoga Hamas, að útrýma Ísrael (elimination of Israel).
Þær skýra líka vel einbeittan vilja ríkisstjórnar Ísraels að ná fullum völdum á Gasa og binda enda á stjórn Hamas þar.
Að afneita rétt ríkis sem annað ríki eða þjóð ætlar að útrýma, er um leið að afneita öllum grundvelli alþjóðalaga sem hafa haldið saman heimsfriðnum frá seinna stríði.
Mannfallið á Gasa er mikið, eyðileggingin gífurleg.
Um það er ekki deilt.
En þeir sem gagnrýna það ættu þá að nefna eitt dæmi úr tíuþúsund ára stríðssögu mannkynsins um stríð eða bardaga á þéttbýlum svæðum þar sem slíkt hafi ekki verið raunin.
Það var ekki skemmdarfýsn sem lagði Berlín í rúst á lokavikum seinna stríðs, það var afleiðing bardaga þar sem innrásarherir reyndu að brjóta viðnám varnarliðsins á bak aftur, til að knýja fram uppgjöf þess og endalok bardaganna.
Og þegar Berlín gafst upp, þá þögnuðu fallbyssurnar og sprengjuflugvélarnar flugu á brott án þess að varpa sprengjum sínum á hina sigruðu borg.
Þessi einföldu sannindi hæðir sýndarmennskan.
Hún hæðir líka alvarleikann fyrir íbúa Gasa, framlengir þjáningar þeirra því á meðan leiðtogar Hamas, skálandi í kampavíni yfir forheimsku og fávitahátt sýndarmennskunnar, þá sjá þeir enga ástæðu til að leggja niður vopn sín og binda þar með endi á dauðann og eyðilegginguna á Gasa.
Svo það má spyrja sig hvar liggur hinn raunverulegi stríðsglæpur??
Morgunblaðið má eiga að það eru ennþá blaðamenn sem standa undir nafni, kunna að skrifa fréttir og gefa sjónarmiðum skil.
Viðtalið í þessari frétt við Sigmund Davíð er dæmi um slíka fréttamennsku.
Ég ætla að lokum að vitna í Sigmund, hann er með kjarnann;
Við viljum ekki að Vesturlönd ýti undir þá hugmynd hjá Hamas að það sé að virka að fórna fjölda óbreyttra borgara og börnum. Þeir hafa sjálfir lýst því að þeir telji mikinn kost að færa þessar fórnir því það styðji málstað þeirra. Skilaboðin frá Vesturlöndum mega ekki vera þau að þetta sé leiðin.
Sigmundur segir að bæði hér og víða annars staðar í heiminum finnist sér menn oft og tíðum nálgast hrikalegt ástandið fyrst og fremst út frá eigin þörf fyrir að hafa virst vera að gera eitthvað tékka í box, fremur en að koma með hugmyndir eða lausnir sem geti raunverulega náð mönnum upp úr skotgröfunum og stuðlað að friði. Í hina röndina segir hann marga hafa farið flatt á því að ímynda sér að þeir gætu stillt til friðar í þessum heimshluta. "Ég hef aðallega áhyggjur af því að við gerum eitthvað sem sé til þess fallið að ýta mönnum enn frekar ofan í skotgrafirnar. Við eigum frekar að gera það sem er til þess fallið að draga þá upp úr þeim. Áhersla okkar á að vera á hjálparstarf og að tala fyrir friði en ekki valda skaða."
Já við eigum að tala fyrir friði, ekki ófriði með því að styðja þann stríðsaðila sem hóf þetta stríð og sér engan tilgang í að binda endi á það því hann telur að blóð saklausra barna sé stríðsvopn, hans sterkasta stríðsvopn.
Því þannig völdum við skaða.
Erum hluti af stríðsvél Hamas.
Gerendur í þjóðarmorði þeirra á sínu eigin fólki.
"Palestinian lives must be sacrificed".
Meiri getur siðblinda sýndarmennskunnar ekki orðið.
Kveðja að austan.
![]() |
Farbann sett á ísraelska ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 16
- Sl. sólarhring: 583
- Sl. viku: 3485
- Frá upphafi: 1481717
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3079
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar