26.6.2025 | 09:38
Atlagan að lýðræðinu.
Það er illa komið fyrir lýðræði einnar þjóðar að ráðherra komist upp með að ljúga í beinni útsendingu ríkisfjölmiðils líkt og atvinnuvegaráðherra gerði í kvöldfréttum Rúv í gær.
Slíkt hefur tíðkast í löndum eins og Íran og Norður Kóreu en á ekki að líðast í vestrænum lýðræðisríkjum, og ef það líðst, þá er eitthvað mikið að.
Atlaga atvinnuvegaráðherra að mannlífi og atvinnu á landsbyggðinni, atlaga sem ríkisstjórnin kallar "leiðréttingu" á veiðigjöldum, byggist ekkert á meintum mistökum í útreikningum og forsendum líkt og Morgunblaðið fer fínt í í viðtengdri frétt.
Auðvitað geta ráðherrar og ráðherrar gert mistök í útreikningum, en raðmistök, rangar forsendur, beinar lygar líkt og að einhver meintur norskur sérfræðingur hafi farið yfir forsendur frumvarpsins varðandi makrílveiðar, eða það var logið til í kynningum frumvarpsins um eitthvað samráð við hagsmunaaðila eða fórnarlömb frumvarpsins, eins og sveitarfélög og samtök vinnandi fólks, þá er ekki lengur hægt að tala um mistök.
Hin meintu mistök er þá vísvitandi vilji til að hafa rangt við, til að blekkja, það sem kallast á mannamáli að ljúga.
Það sem slíkt er atlaga að þingræðinu, að það sé beint logið að þinginu í stjórnarfrumvarpi og framlagningu þess.
En fáheyrðara er að þegar upp kemst um strákinn Tuma, lygarnar orðnar það miklar að nef hans komst ekki fyrir í þingsal, og hann varð að éta allar sínar rangfærslur ofaní sig, þá var gripið til ennþá alvarlegri aðfara að lýðræði okkar, staðreyndir voru kallaðar falsfréttir.
Og hin þotlausa vinna við að leiðrétta rangfærslurnar, kölluð upplýsingaóreiða.
Sárust er kannski fyrirlitningin á okkur íbúum landsbyggðarinnar, þegar fulltrúar okkar í sveitastjórn og hjá samtökum vinnandi fólks reyna að andæfa, benda á afleiðingarnar af þessari ofurskattlagningu, þá eru þessir fulltrúar okkar sakaðir um að vera undir hælnum á einhverju sem heitir "stórútgerð", sem er það næstmesta skammaryrði sem Góða fólkið hefur fundið upp, það versta er náttúrulega Donald Trump, og það að vera Trumpisti.
Í þessu eins og mörgu öðru hefur ríkisfjölmiðill okkar brugðist okkur, en þess ber að halda til haga að vitsmunirnir eru ekki miklir á fréttastofu Rúv, þannig að líklegast er bara um óviljaverk að ræða að láta ráðherra komast upp með beinar lygar og rangfærslur í fréttum og/eða fréttaskýringarþáttum Rúv.
Stjórnarandstaðan má eiga að hún hefur reynt að andæfa af fullum þunga, varla mikið betur gert í erfiðri undiröldu og straumi þegar dregið eru inn net eða lína.
En hún fattar ekki alvöru málsins, sjálfa atlöguna að lýðræðinu, að sum vinnubrögð framkvæmdarvaldsins eru hreinlega ekki í boði.
Og um þau gilda lög.
Landslög.
Þar veit ég að Landsdómur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.
Lög eru til að fara eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðuneytið vísar til mistaka í útreikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2025 | 16:38
Auðmjúk Kristrún ræddi við Trump.
Ekki til að skammast í honum, þær yfirlýsingar eru aðeins til heimabrúks, heldur var hún sæt og falleg og náði athygli leiðtogans í nokkrar mínútur.
Það er ekkert niðrandi að vísa í lúkk Kristrúnar, leiðtogar Nató-ríkja eru það margir að þó aðeins 5 mínútna spjall, hefði kostað Trump bæði kvöld, nótt sem og árla morguns.
Enda samkvæmt þessari frétt þá er aðalatriðið að Trump talaði við Kristrúnu, og að Trump vissi, að sögn, að Ísland væri til.
Rosaleg frétt.
Rosaleg frétt.
Trump veit að Ísland er til.
Stærri er samt fréttin, í alvöru - ég er ekki að hæðast að Kristrúnu - að Kristrún náð það mörgum mínútu með Trump, að hún gat hvatt hann til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa.
Sem í alvöru er eina vonin um frið fyrir íbúa Gasa, að þjáningar þeirra nái ekki út í óendanleikann.
Fyrir þessi orð, fyrir þessa áskorun á Kristrún allan heiður skilið.
Út úr kú, og þaðan af vitlausari hefur hún verið síðustu daga, en þarna náði hún augnabliki lífsins.
Athygli Trumps, og í stað þess að væla og smjaðra, um óendalegt smátt mikilvægi okkar í hringiðju alþjóðamála, þá benti Kristrún Trump á, að einn friður kallaði á annan.
Gleymum öllu háði og skætingnum, Kristrún ræddi það sem máli skipti.
Ég veit ekkert um þann fávitahátt og forheimsku sem drífur áfram Góða fólkið í dag, þar sem Trump sjálfur er beinn fulltrúi þess í neðra í mannheimum, það er ef Góða fólkið á annað borð viðurkennir þann í efra sem og í neðra, en að kosinn fulltrúi þess ræði við "hinn útvalda", það er þann sem má segja allt slæmt um, níða niður og afskræma, það segir ýmislegt um kjark og manndóm Kristrúnar.
Og þann kjark og manndóm á að virða.
Ekki að hún líklegast muni ekki breyta heimssögunni, heldur að hún þorði gegn fávitahætti Góða fólksins, þorði að tala við Trump um það sem máli skiptir.
Og heima bíður Dagur og allt fávitagengið sem trúir að hann sé hinn mikli Messías, maðurinn sem getur talað um ekki neitt út í hið óendalega.
Vissulega glotti ég þegar ég las þessa frétt í fyrsta skiptuð.
Ákvað að henda á hana pistli, en svo jókst virðing mín gagnvart Kristrúnu, við hvert orð sem skrifað er hér að ofan.
Hún vanþroska vissulega, langt í að verða fullorðin.
En það býr eitthvað í henni til gagns fyrir þjóð og framtíð.
Ekki nema von að hún sé mest hataðasta manneskja bestasta Góða Fólksins innan Samfylkingarinnar.
Hatursumræða sem Kristrún hefur reynt að hlutleysa með að svipta sjálfa sig viti og skynsemi, á mörgum stundum hefur hún hugsað að þessi ræða (það er ræða sem þurfti að flytjast) gengur ekki, því það örlar fyrir viti og skynsemi í henni, á köflum má sleppa skilyrðinu; "örlar".
The Lonly Rider meðal Góða fólksins, ekki nógu heimsk til að geta samsinnað sig því gegn stuðningi fólksins sem telur Dagísku mannamál og Dag sjálfan leiðtoga sem Kristrún stal leiðtogasæti frá.
Þessar pælingar skipta samt ekki máli.
Burt séð frá öllu þá hvatti Kristrún Trump til að koma á vopnahléi á Gasa.
Aðeins þeir sem þjóna hinum í neðra viðhalda þeim vítahring ofbeldis og drápa, og því miður eru margir þjónar hans þjónandi í ríkisstjórn Ísraels.
Þar getur Trump gripið inní líkt og hann sannarlega gerði í gær.
Með orðunum; Þið eruð ekkert án mín.
Svo segja menn að auðmýktin borgi sig ekki, það er auðmýkt Kristrúnar.
Skyldi Rúv vita að því???
Að í stað fordæmingar sé hægt að tala um frið.
Kemur í ljós, vissulega efast ég, en samt.
Við eigum öll líf sem þarf að vernda.
Líka Góða fólkið.
Kveðja að austan.
![]() |
Kristrún ræddi við Trump: Hvatti til vopnahlés |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2025 | 10:22
Evrópa rumskar.
Ýkjur hins vegar að segja að hún sé að vakna.
Því það er ekki nóg að auka fjárframlög til varnarmála en til dæmis á sama tíma gera álfuna óbyggilega með loftslagstrúarbrögðum.
Það er ekki bara hinn tilbúni orkuskortur, trúarbrögðin hafa líka hrakið iðnað úr landi til sóðalanda þannig að Evrópa er mjög háð innflutningi frá þessum sömu löndum og flest í kringum hin meintu orkuskipti byggist á aðfluttri tækni, þá sérstaklega frá Kína.
Meinið liggur í stjórnun Evrópu, óskilvirkninni, fávitavæðingu umræðunnar, óstarfhæfum stjórnmálamönnum í Vestur og Norður Evrópu, og almennum flótta frá raunveruleikanum.
Viðbrögðin við nauðsynlega árás Ísraela og síðan Bandaríkjamanna á miðaldastjórnina í Teheran segir svo mikið um styrk leiðtoga Evrópu, eða réttara sagt skortinn á þeim styrk.
Með einni undantekningu, sem er hinn nýi kanslari Þýskalands, þá höfðu leiðtogarnir ekki kjark til að styðja þær árásir, þó flestir hefðu innst inni verið þeim sammála.
Og það sem verra er, menn bulluðu, mismikið út í eitt.
Gerðu þannig þetta þriðja stærsta hagkerfi heims algjörlega áhrifalaust.
Stimpluðu sig út úr umræðunni, það tekur enginn mark á Evrópu í dag.
Heimsálfa án varna, án vits, án veruleikaskyns.
Vissulega er Evrópa farin að rumska, þökk sé Pútín.
En það rumsk er litlu meira en þegar maður í coma sést blikka augun, gæti verið boðberi einhvers lífs, en þarf ekki að vera.
Forsendurnar eru ekki til staðar og verða ekki til staðar á meðan hugmyndafræði kerlingarinnar, Wókið gegnsýrir alla opinbera umræðu og elur af sér heimska getulausa stjórnmálamenn.
Ekki fyrr en það breytist, breytist Evrópa úr vælandi pappírspésa í eitthvað sem tekið er mark á og á framtíðina fyrir sér.
Í stað þess sem blasir við í dag, að breytast úr vælandi pappírspésa í vælandi pappírstígrisdýr.
Jafn áhrifalaust sem áður, aðeins rumskandi í annars djúpum svefni sem flýtur að feigðarósi.
Þar sem jafnvel er ofsagt að álfan sé að rumska.
Kveðja að austan.
![]() |
Evrópa loksins vöknuð til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2025 | 16:35
Trump friður.
Ef eitthvað getur mælt óendanleikann, þá er það brigslyrði, vandlæting, "við vitum betur", og þá vísa ég aðeins í jákvæð ummæli um Donald Trump, að viðbættu miður fallegum athugasemdum eða áliti, lagt saman, þá færi það nærri því að mæla þennan meinta óendanleika
Samt tókst þessum umdeilda manni að temja bæði klerkana í Íran og öfgaöflin í ríkisstjórn Ísraels.
Friður var saminn og frið skal halda.
Hvað sem verður þá er ljóst að miðaldafólkið í ríkisstjórn Ísraels fær ekki að skapa ófrið á meðan Trump segir að það sé friður.
Hvað gerist í Íran, veit varla guð, í vísan "það má guð vita", en þá kemur ófriðurinn þaðan, ekki frá Ísrael, enda Ísrael ekkert án stuðnings Bandaríkjanna.
Núna reynir á borgaralega fjölmiðla, hvort þeir hætti að ljá röddum efasemdar eða beinnar þráar eftir ófrið og óöld, pláss og athygli, og fari að tala um frið.
Á Íslandi snýst þetta ekki um skoffínin á Rúv, sem alla daginn styðja voðaverk og morðæði Íslamistanna í Hamas eða Íran, heldur hvort Morgunblaðið taki til og hreinsi út innplantaða útsendara Hamas á ritstjórn blaðsins.
Að blaðið átti sig á að tungutak og áherslur Góða fólksins er búið að vera, beggja vegna Atlantsála hafa hæstaréttar kveðið upp úrskurð um hið sjálfsagða, að kynin séu tvö, konur og karl, Pútín sagði að með vopnum skal land ásælast, og aðeins vopn fá það hindrað líkt og meginefni Nató fundarins í Brussel fjallar um.
Og morðóðir Íslamistar eru ógn, en ekki bandamenn.
Krafan er einfaldlega að segja satt og rétt frá.
Slíta tengsl við kostaða áróðursvél Góða fólksins sem Evrópusambandið auk fleiri fjármagnar, slíta tengsl við hið morðóða fármagn Íslamista sem streymir frá Saudi Arabíu, Katar og í minna mæli frá öðrum olíuríkjum miðalda múslima.
Segja bara fréttir, ekkert annað.
Og frétt dagsins er um Trump frið.
Hvernig hann svínbeygði öfga ófriðar öflin í ríkisstjórn Ísraels.
Fréttin er ekki hvernig gamalmenni líkt og gamalmennið sem fékk stærstu frétt morgunsins, sem taldi að árásirnar á Íran hefðu leyst öfgaöfl úr læðingi, þegar öllum með þokkalegu viti, jafnvel þeir sem elliærir eru, er ljóst að gagnárásir Ísraels á hryðjuverkasamtök sem eru kostuð af klerkastjórninni í Teheran, ásamt inngripum Bandaríkjanna á kjarnorkuvígbúnað klerkanna í þeirri sömu borg, hafa dregið tennur úr þessari hryðjuverkaógn, þannig að í dag er hún aðeins minningin ein.
Fréttin er um hvernig Trump greip inní í og tuktaði öfganna sem aðeins sjá ófrið, sjá ógnir og dauða, en ekki hvernig friður gagnast öllum í heimi þar sem loftslagsbreytingar ógnar öllum mannlífi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þar geta gyðingarnir í Ísrael bjargað miklu, kennt hvernig nýta á vatn þannig að hrjóstrug eyðimörk verður blómleg og skilar ávöxtum jarðar til að fæða og næra í fyrirsjáanlegum heimi þar sem vatnsskortur ógnar lífi og byggð.
Sem og sú mikla menningarþjóð, Persarnir, hún hefur vitsmuni og andlega styrk til að tækla þau vandamál sem ógna lífi, til að nýta þekkingu mannsandans til að verja byggðir og samfélög.
Það er allt í húfi að friður náist.
Og af öllum ólíkindatólum heims þá er það Donald Trump, sem þvingar öfganna til að slaka á, til að gefa komandi kynslóðum lífsrými og framtíð.
Ekki vanvitið, ekki Góða fólkið, heldur sá úthrópaði.
Donald Trump.
Vissulega er þessi friður brothættur, en hann stóðst áskorun dagsins.
Og hann á að breyta fjölmiðlaumfjölluninni frá ótta til vonar.
Skaðar ekki að smá trú verði krydduð inní nálgun vestrænna fréttamiðla.
Trú á lífið og framtíð þess.
Kveðja að austan.
![]() |
Trump tókst að koma í veg fyrir fleiri árásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2025 | 08:14
Og guð blessi Donald Trump.
Sem er það eina sem var óblessað þegar Donald Trump tilkynnti um vopnahlé sitt og skýrist örugglega á þreytu gamla karlsins að hann hafi gleymt að telja það upp þegar allt og allir voru blessaðir.
Nema hann kannski hafi ekki kunnað við að segja að Donald Trump blessi svo guð.
En ef rétt er þá er þetta náttúrulega stór sigur fyrir Trump, og sýnir að eitthvað hefur farið á milli sem hefur gert Írönum ljóst að öllum árásum frá þeim yrði svarað af áður óþekktri hörku.
Sýnir líka að Ísraelsmenn hafa náð að skaða svo mjög varnarviðbúnað og árásargetu Írana að þeir hafi ekki treyst sér til að halda áfram þessu stríði við ofureflið.
Vissulega gætu þeir verið að blekkja en það er háskalegur leikur, eitt er að eiga við ofurveldi í vígaham, en annað og mun hættulegra að láta leiðtoga þess missa andlitið.
Þetta vopnahlé afhjúpar líka smæð vissra leiðtoga Evrópu sem stöguðust á að vissulega ættu Íranar ekki að þróa og framleiða kjarnorkuvopn en því markmiði ætti að ná með viðræðum og síðan samningum.
Árás Ísraels og síðan Bandaríkjamanna til að eyðileggja kjarnorkuvopnainnviði Írans væri óásættanlegt brot á alþjóðalögum.
Firring heimskunnar af áður óþekktri stærðargráðu í ljósi alvarleik málsins.
Þess bera að geta að kanslari Þýskalands stóð keikur með staðreyndum raunveruleikans: "Friedrich Merz kanslari Þýskalands segir "enga ástæðu til að gagnrýna" Bandaríkin fyrir árásir þeirra á þrjár kjarnorkustöðvar í Íran. "Já, það er ekki áhættulaust. En að leyfa hlutunum að vera eins og þeir voru stóð heldur ekki til boða"." (Úr frétt Rúv).
Síðasta naglann í líkkistu vanvitanna sló svo Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær, og ágætt að vitna í 10. Fréttir Rúv í gær. "Ég óttaðist mest að Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum. Einbeitum okkur að aðalatriðum. Ég óttaðist mest að Íranar ættu og gætu beitt kjarnavopnum. Það leiddi til kyrkingartaks á Ísrael, á heimshlutanum öllum og öðrum hlutum heimsins. Þess vegna hefur Nató sagt að Íranar ættu ekki að gera það. Þetta hefur verið staðföst afstaða Nató. Íranar ættu ekki að eiga kjarnavopn. Ég segði ekki að það væri í trássi við alþjóðalög, sem Bandaríkjamenn gerðu."
Þessi frétt Björns Malmquist frá Brussel kom strax á eftir fréttabútnum frá viðtali Kristrúnar Frostadóttir i Kastljósi, og lét hana líta út eins og lítinn kjána. Samt ekki dverg eins og Macron greyið.
Íranar áttu enga bandamenn í þessari deilu.
Það var alveg ljóst að engan stuðning var að fá frá Moskvu eða Peking og í Arabaheiminum eru þeir einir, frá Tyrklandi er aðeins andlegan stuðning að fá, öfgarnar reyndar þær sömu en gjáin á milli er ólíkar greinar Íslam.
Einna helst að fá stuðning frá sora innan og meðal vestrænna fjölmiðla.
Það vantaði ekki hræðsluáróðurinn um meinta hugsanlega lokun Írana á Hormússundi, eins og tannlaus hernaðarvél, svipt öllum loftvörnum hefði til þess einhverja burði.
Eða viðtölin við stuðningsmenn þjóðarmorðs Hamas á íbúum Gasa.
En Trump kom, sá og sigraði.
Eða þannig.
Þessum átökum er ekki lokið, og mun ekki ljúka á meðan morðóðir Íslamistar eru áhrifaafl í Mið-Austurlöndum.
Njótandi stuðnings Góða fólksins á Vesturlöndum í morðæði sínu.
Vopnahlé er samt alltaf vopnahlé.
Og megi Trump halda áfram með slík hlé, til dæmis næst á Gasa.
Því þessi átök við Írani hafa afhjúpað vanmátt Ísraelsmanna, þeir geta hafið hernaðarátök, en hafa ekki styrkinn til að ljúka þeim.
Trump dró þá á landi, bjargaði andliti þeirra.
Fyrir þann greiða getur hann einfaldlega sagt;"Hættið hinum tilgangslausu blóðsúthellingum á Gasa"
Og Netanyahu er nauðbeygður að hlýða.
Þá myndi ég segja;
Guð blessi Donald Trump.
Sjáum til.
Kveðja að austan.
![]() |
Ísrael og Íran samþykkja vopnahlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2025 | 15:52
Eru engin mörk á áróðri Hamas deildar Morgunblaðsins??
Hvers á borgarlegt fólk að gjalda??
Hversu heimsk getur ein borgarleg ritstjórn verið að láta svona áróður morðóðra Íslamista seytla inn á síður blaðsins, hvort sem það er á pappír eða í netútgáfu??
Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, af öllum víðáttuvitleysingum sem blaðið gat fundið, þá er hann álitsgjafi blaðsins í dag.
Það má deila um vit og vitsmuni þeirra íslensku stjórnmálamanna sem viðurkenna ógnina af kjarnavopnum í höndum morðóðra Íslamista, en á sama tíma fordæma árásir þeirra ríkja sem leitast við að útrýma þeirri ógn.
Sjálfsagt að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri, þau sjónarmið endurspegla í stærra samhengi áhrifaleysi Evrópu, af hverju enginn tekur mark á henni í dag.
En að gefa þessari úrkynjun vitsmuna rödd, er fyrir neðan virðingu Morgunblaðsins, sem og allra borgaralegra blaða.
Morgunblaðið er ekki Stundin, og lesendahópur þessara miðla skarast ekkert.
Samt efa ég að ritstjórn Stundarinnar sé svo heimsk að fatta ekki ógnina af kjarnavopnum í höndum morðóðra Íslamista.
Þessi áróður er ekki blaðamennska.
Hún er firring veruleikafirrts fólks sem ástundar áróður fyrir morðingja, fyrir voðamenni þar sem blóðslóðin fylgir hverju fótspori.
Þá er ég ekki að vísa í formann Samtaka hernaðarandstæðinga heldur útibú áróðursvélar Hamas á Morgunblaðinu.
Borgarleg ritstjórn, sem líður þennan áróður dauðans.
Er ekki starfi sínu vaxin.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
![]() |
Óttast allsherjarstríð í Persaflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Segir Kristrún Frostadóttir í þessari frétt á Mbl.is. Bætir svo við; "Það er því mikið áhyggjuefni að diplómatískar leiðir hafi ekki verið þrautreyndar áður en til þessara loftárása kom".
Þessi sama Kristrún, nauðsynlegt að taka það fram að þetta er ekki sitthvor manneskjan, segir líka og Morgunblaðið tekur saman í fyrirsögn fréttarinnar, að Klerkarnir með kjarnavopn séu ógn við heimsfriðinn.
Já, það er sem sagt þess vegna það eigi að semja við þá.
Við getum séð í anda þessar samningaviðræður, ímyndað okkur að Kristrún hafi fengið að fljóta með dvergunum sem hafa svo gaman að koma saman til að láta taka mynd af sér, segja eitthvað gáfulegt og lifa í þeirri blekkingu að einhver hlusti á þá og jafnvel taki mark á þeim.
Ekki einu sinni ormur tekur mark á tannlausri gaggandi hænu, hvað þá minkurinn sem á leið inní hænsnahúsið.
Dvergarnir: Við í Evrópusambandinu og Bretlandi teljum að fyrirhuguð kjarnavopn ykkar sé ógn við stöðugleika og heimsfrið, við viljum því að þið hættið við að auðga úran og smíða kjarnorkusprengju.
Klerkarnir: Við erum ekki að smíða kjarnorkusprengingu, öll auðgun úrans okkar er í friðsamlegum tilgangi og það er öryggisatriði að fela okkar friðsömu kjarnorkustarfsemi djúpt í iðrum jarðar, það verður sko engin geislamengun ef eitthvað fer úrskeiðis.
Dvergarnir: Samt, ef ske kynni að kjarnorkusprengja yrði óvart til, viljið þið ekki þiggja pening fyrir að taka hana í sundur og halda áfram að vera friðsamir.
Klerkarnir: Ekkert nema sjálfsagt að þiggja fjármuni fyrir að hætta við að gera það sem við erum ekki að gera.
Samningaviðræðum lokið, dvergarnir tilkynna mikinn árangur, heimsfriðurinn sé tryggður um ókomna framtíð, góður frasi er jú til að nýta, og sérstaklega er Kristrúnu Frostadóttur þakkað fyrir mikla glöggskyggni og fallega viðveru.
Þó þessi lýsing á meintum samningaviðræðum sem kallað er eftir, sé skrifuð í háði, þá nær hún samt ekki þeim fáráðum að baki orðum þeirra sem hvetja til stillingar og samningaviðræðna.
Það er eins og vitið sé ekki meira en það að þetta blessaða fólk viti ekki að það sé þegar búið að reyna samningaleiðin, og samningar tókust, þeir voru bara ekki virtir.
Heldur nýtti Íran tímann og fjármunina sem það fékk vegna samninga sem stóð aldrei til að virða, til að grafa alla sína kjarnorkuvopnaframleiðslu í jörð svo erfiðara yrði að sækja að henni.
Ef þeir sem hvetja til samninga, en telja jafnframt að klerkar með kjarnavopn ógni heimsfriðnum, þá meina þeir ekkert með ákalli sínu um frekari samningaviðræður, ekki frekar en klerkarnir meini eitthvað með að semja um eitthvað sem þeir segjast ekki vera að gera.
Samningatalið er þá hugsað til að fóðra heimska fjölmiðlamenn sem og heimskt fólk í löndum sínum, það er svona svipuð mandra eins og að kalla eftir friði á Gasa, en minnast ekki einu orði á að forsenda slíks friðar er að Hamas sleppi gíslum sínum og leggi niður vopn sín.
Og þegar fólk bullar svona, líkt og Kristrún Frostadóttir gerir í þessu viðtali, þá fljóta öfugmælin eins og að Ísraelar og Bandaríkjamenn "hafi aukið stigmögnun með árásum sínum gegn Írönum, sem ógni stöðugleika á svæðinu."
Því það er einbeittur vilji klerkana til að koma sér upp kjarnorkuvopnum, vopnum sem þeir segjast ætla að nota til að brenna Ísraelsríki upp til agna, sem ógnar stöðugleika á svæðinu og neyðir önnur forysturíki í Mið-Austurlöndum til að koma sér upp kjarnvopnum.
Þar með verður næsta stríð þar háð með gjöreyðingarvopnum, og það er ógn við heimsfriðinn. Kemur vissulega á stöðugleika, því þar sem er ekkert líf, þar er enginn óstöðugleiki.
Þetta vita allir innst inni, nema þá allra heimskasta fólk.
Og alveg eins og ég tel Íslamistana í Teheran ekki vitfirrta, þá tel ég hvorki Kristrúnu eða dvergana vera í þeim flokki, það er allra heimskasta fólk.
Svona tal segir hins vegar ýmislegt um hvernig opinber umræða hefur þróast á þessari öld, eða hvaða álít viðkomandi ráðamenn hafa á kjósendum sínum.
En svona tal, að hugsa eitt en segja annað, er hins vegar ávísun á frekari stigmögnun átaka, því það freistar klerkana til gagnárása, því það mætti halda að andstaðan gegn þeim væri ekki einörð.
Sem hún er, það styður þá enginn nema nautheimskt fólk.
Árásir á olíumannvirki við Persaflóann eða stöðvun siglinga um Hormússund er til dæmis það síðasta sem til dæmis Kínverjar vilja, hagkerfi þeirra á allt undir ótrufluðum alþjóðaviðskiptum.
Þess vegna er sýndarstuðningur við klerkana í formi fordæmingar á þessum lífsnauðsynlegum árásum, eða ákalli um einhverjar samningaviðræður við þá sem virða ekki samninga, stórhættulegur, eykur líkur á stigmögnun og frekari ófriði.
Ófriður sem verður samt alltaf staðbundinn því Kínverjar og Rússar munu ekki skipta sér að honum.
Við lifum þá tíma að froða Dagískunnar er ekki í boði og við þurfum að fatta það áður en það verður of seint.
Öfgaöflum þarf að mæta alls staðar í heiminum, þau skilja ekkert annað en tungutak valdsins.
Og ef það kemur til stríða, þá er betra að þau séu háð með hefðbundnum vopnum en gjöreyðingavopnum.
Því á meðan það er líf, þá er von.
Von um frið á jörðu.
Sá friður er aldrei keyptur með samningum við þá sem telja sig hafa rétt til að drepa aðra.
Hvort sem það er í nafni trúar eða hugmyndafræði.
Þar er ekkert val.
Kveðja að austan.
![]() |
Klerkarnir með kjarnavopn ógn við heimsfriðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2025 | 12:46
"Það er búið að kveikja í púðurtunnunni"
Er fyrirsögn á annarri frétt hér á Mbl.is og vitnað í skrif Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún talar um "hugarheim vænisjúkra hefnigjarnra valdakarla".
Þá vitum við það, Churchill var sem sagt vænisjúkur hefnigjarn valdakarl þegar hann sagði að það þyrfti að mæta hernaðaruppbyggingu nasista áður en þeir hæfu árásir sínar. Fólkið sem dó, en hefði lifað ef einhver hefði hlustað á Churchill, er ekki sammála þessum orðum Ingibjargar, það er ef einhver miðill myndi spyrja það.
Hins vegar hefur Ingubjörg algjörlega rétt fyrir sér um að það sé búið að kveikja í púðurtunnunni, það var gert 7. október 2023, síðan þá hefur eftirleikurinn verið nokkuð ljós.
Svar kerlingarinnar sem hefur látið uppgang Íslamista í Mið-Austurlöndum viðgangast alltof lengi, er svar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir og lesa má um í viðtengdri frétt:
""Við höfum lagt áherslu á, eins og önnur Norðurlönd, að þetta verður ekki leyst með hernaði. Þetta verður að leysa með samningaviðræðum og öflugum diplómatískum leiðum", segir Þorgerður. "Það er knýjandi nauðsyn að fá Írana að samningsborðinu af því það væri stórslys ef þeir myndu eignast kjarnorkuvopn"."
Sem sagt Chamberlain var gáfumenni og leiðir hans að semja við ofbeldisfólk með undanlátsemi, eru ekki fullreyndar.
Íslamistar eiga ekki að eiga kjarnorkuvopn, þeir upphefja dauðann með sítali sínu um píslarvætti og píslarvotta, hika ekki við að fórna eigin fólki í tugþúsunda tali til að ná markmiðum sínum líkt og Hamas gerði með árásum sínum á Ísrael.
Talsmáti þeirra er sá sami og talsmáti Hitlers í neðanjarðarbyrgi sínu þegar Sovétmenn sátu um Berlín, nema að Hitler var þá firrtur öllu viti, en margt má segja um það mannlega ógeð sem Íslamistar eru, en vitfirrtir eru þeir ekki.
Þess vegna er það ekki stórslys að þeir eignist kjarnorkuvopn, þeir mega ekki eignast þau.
Korteri fyrir sprengingu er það gert sem átti að vera gera fyrir langa löngu síðan.
Átti að gerast um leið og ljóst var að Íran var að auðga úran til að koma sér upp kjarnorkusprengingu, átti að gerast áður en þeir fengu fjármagn frá Obama og öðrum víðáttuvitleysingum kerlingarinnar við grafa kjarnorkuuppbyggingu sína inní fjöll.
Þá hefði þessi púðurtunna aldrei orðið, því aðeins vitfirringur sækir að þar sem hann veit að honum er svarað af fullri hörku.
Og eins og áður sagði, þá eru Íslamistar margt, en vitfirrtir eru þeir ekki.
Þeir aðeins misreiknuðu sig þegar þeir öttu Hamas til að fremja þjóðarmorð á sínu eigin fólki með árásum sínum á Ísrael og gíslatökunni svo tryggt væri að Ísraelsher kæmi á eftir þeim, og hætti ekki árásum sínum fyrr en síðast gíslinn væri laus úr haldi, hvort sem hann væri lífs eða liðinn.
Þeir vita eins og er að stigmagni þeir átökin án þess að hafa til þess nokkra burði, þá er eina svar Bandaríkjamanna að sprengja Íran aftur í miðaldir, með fullum stuðningi olíuríkjanna við Persaflóann, og ekkert stórveldanna mun skipta sér að því.
En það veit enginn hvað sá gerir sem hefur engu að tapa.
Þar liggur efinn sem næstu dagar munu svara.
Sprengingarnar í nótt voru nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar.
Aðeins heimskur spilar þá plötu sem Góða fólkið spilar og vitnað er í í þessum pistli.
Það er ekki hægt að semja við þann sem ætlar sér aldrei að virða þá samninga.
Nú reynir á hvort Góða fólkið sé óendanlega heimskt eða girðir sig í brók og styður ístaðið gegn því óeðli sem Íslamistar eru og standa fyrir.
Hætti þessu væli og mynda þéttan stuðningsmúr að baki þeim sem gerðu það sem gera þurfti.
Því við eigum öll líf sem þarf að verja.
Og það líf er ekki varið með undanlátssemi við þá sem upphefja dauðann, telja sig hafa rétt til að drepa, til að útrýma öllum sem eru ekki eins og þeir sjálfir.
Í gær var það nasisminn.
Í dag er það Íslamistinn.
Staðreynd sem er ekki umflúinn.
Og þeim þarf að mæta.
Þar er ekkert val.
Kveðja að austan.
![]() |
Árásin mikið áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2025 | 20:55
Af hverju eru Tyrkir ennþá í NATÓ??
Spurt ekki bara vegna þess að Erdogan Tyrklandsforseti er síðasti einræðisherrann í Evrópu.
Jafnvel þó leppur Pútíns, þessi þarna í Hvíta Rússlandi sé tekinn með í dæmið, þá réðst hann, það er Lúkasjenkó, á stjórnarandstöðuna eftir að hún vefengdi stýrðar kosningar hans, en Erdogan sviðsetti valdarán, sem aðeins heimskt fólk sá ekki í gegnum, svona líkt og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og nýtti þá sviðsetningu til að útrýma veraldlegum öflum í Tyrklandsher.
Svo þegar hann sá fram á að tapa næstu forsetakosningum, þá lét hann réttarkerfi sitt, í sínum heljargreipum (Nei við erum ekki að tala um Sigríði ríkissaksóknara og Wókið hennar) ákæra keppinaut sinn, næsta sigurvera forsetakosninganna um spillingu, (Nei hann var ekki ákærður fyrir að segja að guð skapaði aðeins 2 kyn, og lét læsa hann inni.
Heldur vegna þess að Tyrkir, undir forræði Íslamistans Erdogans, hefur lengi verið skjól og skjöldur Íslamista, hvort sem þeir eru í Hamas eða Ríki Íslams.
Kalfífadæmi Íslamistann í Ríki Íslams, í suður hluta Sýrlands og Norður Írak, hefði aldrei átt sér stað nema vegna stuðnings Tyrkja.
Og þegar það ógnarríki var brotið á bak aftur, þá fengu Íslamistarnir skjól innan landamæra Tyrklands. Seinna sendir til að herja á Kúrda, undir nafni Tyrkjahers.
Efist einhver um þá tengingu, þá sanna brjóstaskorin lík herkvenna Kúrda hvaðan viðbjóðurinn kom sem fylkti sér undir fána Erdogans.
Erdogan er einræðisherra, hann er morðingi, og hann stendur fyrir algjöran viðbjóð þess viðbjóðslegasta, Íslamista og voðaverk þeirra.
Samt virtur meðlimur í Nató, kaldhæðnari getur ein hræsni ekki orðið.
Ísrael réðst á Íran af gefnu tilefni.
Íran stóð að baki voðaverkum Hams 7. október 2023, með þeim eina tilgangi að hefja allsherjar átök í Mið-Austurlöndum.
Íran stóð að baki árásir Húta i Jemen á alþjóðlegar siglingarleiðir, sem kerlingarnar hafa látið þá komist upp með.
Íran er korteri í að þróa kjarnorkuvopn.
Og utanríkisráðherra Tyrkja, þessa Trójuhest Íslamista innan Nató, segir að "vandinn liggi augljóslega hjá Ísrael".
Samt segir kanslari Þýskalands að Ísrael sé að vinna skítverkin, skítverkin gagnvart hinu eyðandi dauðaafli Íslamista.
Samt segir Trump forseti Bandaríkjanna að Íran hafi 2 vikur til að semja, annars verði ráðist á þær kjarnorkustöðvar sem auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur íslamistanna í Íran.
Fyrir dauða, djöful og tortímingu.
Þarna fer ekki saman tal og mynd.
Natóríkið Tyrkland heldur öðru fram.
Íslamista þarf að stöðva, og það átti fyrir löngu vera búið að mæta þeim.
Rætur fjármögnunar þeirra á fyrir löngu að vera búið að höggva á.
Það var ekki gert, það er að höggva á ræturnar.
En í dag þarf að stöðva kjarnorkusprengju Írans.
Óeðli, sem upphefur dauðann í einhverju meintu píslarvætti við að drepa okkur hin, er eins og krabbameinsæxli sem þarf að skera burt.
Eyða, útrýma.
Annars útrýmir það okkur hin.
En það er aðeins hálfnað verk á meðan helsta stuðningsríki Íslamista er í Nató.
Tyrkir voru lýðræðisþjóð, og sjálfsagður bandamaður vestrænna ríkja í Kalda stríðinu.
Það var þá.
Í dag lúta Tyrkir stjórn Íslamista, eru í sjálfu sér ekki minni rót ólgu og upplausnar í Mið-Austurlöndum, en Íran.
Megin diffinn liggur í að Tyrkir fjármagna og styðja Íslamista af meiði Súnni-trúar, en Íran fjármagnar og styður sömu ógn gegn lífi og mennsku hjá trúbræðrum sínum meðal Shíta greinar Íslams.
En báðir drifkraftarnir sameinast í stuðninginn við systursamtök Ríki Íslams, Hamas á Gasa, þeir Íslamistar eru súnnitrúar, líkt trúbræður þeirra í Ríki Íslams, en Íran er hinn opinberi stuðningsaðili Hamas.
En að baki þeim opinbera stuðningi, liggja rætur til Tyrklands og Katar, í það minnsta.
Hamas deild Morgunblaðsins vitnar grimmt í Tyrki, hvað þeir segja, eins og þeir séu hlutlaus áhorfandi, en ekki beinn stuðningsaðili klerkastjórnarinnar í Íran.
Eða skjól og skjöldur voðaverka Íslamista um öll Mið-Austurlönd alla þessa öld.
Hamas deildinni er samt vorkunn, hún er ekki ein um þessa upphafningu einræðisherrans Erdogans og hins svarta hlutverk hans í voðaverkum og upplausn í þessum heimshluta.
Meginábyrgðin er jú hjá Nató.
Segir allt sem segja þarf um það bandalag í dag.
Um kerlingarnar sem stjórna Evrópu.
Kerlingar sem skilja ekkert í að voðamenni eru að taka yfir heiminn.
Voðamenni sem stefna á vargöld og váöld.
Á auðn og dauða.
Og komast upp með vegna þess að þeim er ekki mætt.
Af hverju eru Íslamistar í Nató??
Sú spurning segir allt sem segja þarf.
Kveðja að austan.
![]() |
Vandinn liggur augljóslega hjá Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2025 | 15:36
Með lygum á ekki landi að stjórna.
Það er leitun að öðrum eins ófögnuði og núverandi ríkisstjórn er.
Það vantaði ekki fögru fyrirheitin þegar lagt var af stað í vegferðina, sungið og trallað, allt átti að verða miklu betra en áður hafði tíðkast.
Síðan hafa svikin hlaðist upp, fögru fyrirheitin eru geymd í framtíðinni, í núinnu er enginn peningur til nema í stríðsrekstur og stríðsbrölt undir yfirskininu "að efla varnir þjóðarinnar".
Mannlíf á landsbyggðinni sætir stöðugum árásum, bætt er í svik fyrri ríkisstjórna með vanfjármagnað vegakerfi, þar sem þó er gert er þannig að hinir nýju vegir eru strax hálfónýtir vegna meintra loftslagstrúarbragða. Loftslagsskattar, sem leggjast þungt á hinar dreifðu byggðir, bæði samgöngur og flutninga, hækkaðir, eða boðuð hækkun á þeim, og vegið er að atvinnuvegum hinna dreifðu byggða.
Síðan er stríðsbröltið réttlætt með því að núna þurfi að fara inní Evrópusambandið, fyrst að samþykkja bókun 35, svo að sækja um aðild. Gleymd eru fyrirheitin um einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu 2027.
Verst eru hins vegar lygarnar, hinar beinu rangfærslur sem eru út um allt í umræðunni.
Fremst er þar atvinnuvegaráðherrann og frumvarp hennar um sérstaka ofurskatta á fyrirtæki landsbyggðarinnar.
Núverandi tekjuskattur, þó hár sé, er ekki nægur, viðbótar ofurskattur er lagður á sjávarútveginn undir falsorðinu "auðlindagjald", tungumál andskotans notað til að tala um slíkan ofurskatt sem eitthvað sérstakt réttlætismál, að þjóðin eigi að fá arð af sinni sameiginlegu auðlind.
Eins og arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar því hún skilar svo miklu margfeldi út í samfélagið, greiði enga skatta og gjöld.
Núna hefur atvinnuvegaráðherra verið staðin að því að fara með beina lygi og ósannindi í forsendum og kynningu á þessu ofurskattlagningafrumvarpi sínu.
Viljandi var vitlaust reiknað til að reyna réttlæta ofurskattinn, eins og það sé hægt að réttlæta sérstakan ofurskatt á eina atvinnugrein umfram aðrar.
Það og margt fleira var afhjúpað í grein sem birt var á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútveginum, eitthvað sem Morgunblaðið hefur gert ágæt skil og óþarfi að reifa frekar.
Mig langar að vitna í góða grein eftir núverandi formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem birt var í Morgunblaðinu í dag; "Skyldu þingmennirnir hafa áttað sig á því að það var enginn Norðmaður sem fór yfir meinta útreikninga á verðmyndun á uppsjávarfiski, þvert á það sem fjármálaráðherra hélt fram við kynningu á málinu þegar hann sagði mesta sérfræðing Norðmanna í verðmyndun uppsjávarfisks hafa staðfest þá?".
Þetta er það sem kallast á mannamáli að ljúga, þó í grein SFS er þessi fullyrðing aðeins sögð ósönn. Þar reyndar líka er klykkt á hvers eðlis vinnubrögð atvinnuráðherra eru; "Fullyrðingar ráðherra um að frumvarpið byggist á ítarlegri greiningu eru einfaldlega rangar, eins og margoft hefur verið sýnt fram á."
Það er eitthvað mikið að þegar ráðherrar komast upp með svona vinnubrögð átölulaust.
Þessi ofurskattur hefur afleiðingar, hann er aðför að landsbyggðinni. Vitna aftur í sveitunga minn Gunnþór; "Það á að flýta fyrir sameiningu fyrirtækja, fækka störfum á landsbyggðinni og flytja fjármagnið til Reykjavíkur.".
Því bein afleiðing svona ofurskattlagningar er að smærri útgerðir sjá sér hag í að selja kvóta i stað þess að halda áfram að strögla.
Eftir munu standa örfá stórfyrirtæki með alræði yfir landsbyggðinni.
Og það er félags og jafnaðarfólk sem styður þennan ófögnuð nýfrjálshyggju Viðreisnar.
Líkt og annar þingmaður Samfylkingarinnar í Norð-Austur kjördæmi, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Byggðar þar sem þrjú öflug sjávarútvegsfyrirtæki eru hryggjarstykkið í atvinnulífinu.
Maður spyr sig undir hvaða hæl er svona fólk, eða er það firrt viti um leið og það kemur inn fyrir dyr Alþingis?
Að það telji rétt að skaða sitt eigið byggðarlag.
Að það bregðist fólkinu sem studdi það til áhrifa, sendi það suður til góðra verka.
Hvað sem öðru líður stendur eftir berstrípuð lygastjórn með lygaráðherrum.
Ráðherrum sem eru farnir að væla og gjamma eins og klerkarnir í Íran, hótandi hefndum líkt og atvinnuvegaráðherra í nýlegri blaðagrein og lesa má um í pistli dagsins hjá Páli Vilhjálmssyni; "Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga."
Að leiðrétta lygar og rangfærslur, að láta ekki kúga sig með ósannindum, kallar ráðherrann sem sagt að það sé árás á stofnanir ríkisins.
Og þess skal hefnt, eins gott að klerkarnir í Íran eiga ekki eldflaugar til afnota fyrir hefndarþyrsta ráðherra.
Svona á ekki að stjórna landinu, hvernig sem svo sem annars á að stjórna því.
Það er allt svo rangt við þetta, bæði sérstaki ofurskatturinn á landsbyggðina sem og að reynt sé að réttlæta hann með ósannindum.
Svo er bara bullað og logið og hótað, þingmennirnir, sem reyna að réttlæta flumbruganginn, bulla út í eitt í sjónvarpinu, ráðherranir fara rangt með og hóta þegar upp kemst um strákinn Tuma.
Verst er samt að þetta er í takt við allt annað hjá núverandi ríkisstjórn.
Ríkisstjórn hinna syngjandi fögru fyrirheita.
Það er eitthvað mikið að hjá þjóð sem sættir sig við svona ófögnuð.
Og það er kannski meinið.
Það er eitthvað að.
Eitthvað mikið að.
Kveðja að austan.
![]() |
Útreikningar Skattsins gilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 95
- Sl. sólarhring: 651
- Sl. viku: 3739
- Frá upphafi: 1480088
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 3277
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar