Aumingjavæl þeirra sem sviku sín helgustu vé.

 

Er ámátlegra en breim fressa í kvöldkyrrðinni.

Og ég hélt að ekkert tæki því fram.

 

Haraldur naut stuðnings.

Hann naut trausts.

Og hann sveik.

 

Afsakar aumingjaskap sinn með einhverju sem aðrir gerðu, eða gerðu ekki, líklegast áður en hann fæddist.

Svo aumur að það mætti halda að það væri Abel að kenna að hann skyldi láta bróður sinn Kane myrða sig.

"Ég trúi ekki þeim aumingjaskap uppá þjóðina að hún verndi ekki það sem hún á", eða þannig voru orð okkar fremsta vísindamanns, Margrétar Guðnadóttur, prófessor, þegar hún andmælti þeirri græðgi og heimsku að láta undan kröfu hins frjálsa flæðis að flytja inn hrátt kjöt til lands sem átti bústofna sem fáa sýkla þekktu.

Margrét sagði þá vanþekkingu auðlegð á tímum hins frjálsa flæði sjúkdóma sem tröllríða heiminum í kjölfar græðgivæðingar glóbalismans.

 

Hver er skömm fólksins sem treysti Haraldi til að gæta hagsmuna þjóðarinnar?

Hvernig getur það horft framaní náunga sinn eftir þessi sögulegu svik??

Það var ekki þannig að heiðarlegt heilsteypt fólk hafði uppi sömu rök, og sama andóf, en var ekki kosið því Haraldi var treyst.

 

Aumasti af þeim aumum.

Þá er ekki annarrar afsökunar að vænta.

Nema þá þeirri að þetta hafi allt verið Evu að kenna, hún lét nöðruna fleka sig.

 

Jafnvel sá næst aumasti hefði vælt svipað.

En sá þriðji, hann hefði einfaldlega sagt, að sá sem flytur inn sjúkdóma, að hann ber ábyrgðina.

Og kostnaðinn

 

Að flytja inn sjúkdóma er ekkert mál ef þú ert tilbúinn að borga kostnað þeirra sem tapa á innflutningi þínum.

Og tryggingar hljóta að keppast um að selja þér slíka tryggingu, eftir að hafa lesið fjölfaldaðar greinar sígræðginnar sem Stephensen ættin skrifar undir, sú fræga þjóðræknisætt.

 

Er þá málið ekki dautt??

Trygging uppá nokkra tugi milljarða, sem engar líkur eru á að komi til útborgunar, að sögn Stephensenættarinnar, hlýtur að kosta aðeins nokkra þúsundakalla, og þá til málamynda.

Þar með engin fórnarlömb, nema þá kannski þjóðin, sem fær hormóna og sýklalyf í stað matar og hollustu.

 

En þjóðin getur líka lagt fram sína skaðabótarkröfu.

Og þingmenn sem samþykkja hið frjálsa flæði sjúkdóma, hljóta að tryggja sig fyrir þeirri kröfu.

Í beinhörðum krónum, ekki lygaþvættinginum að það sé hægt að kjósa þá burt, það hefur þjóðin gert lengi, en alltaf er hið frjálsa flæði hið sama.

Úr vasa almennings í vasa auðs og auðmanna.

og alltaf stjórnar Bjarni í umboði Engeyjar.

 

Það er nefnilega svo, Haraldur Benediktsson, að aumingjaskapur er valkostur.

Þeirra sem kjósa að svíkja sín helgu vé.

 

Og mundu, að þú ert ekki einn.

Fáðu þér kaffi með þingforseta, og hann getur sagt þér sögur um að svik við hin helgu vé, geta skilað metorðum og auðlegð, því slíkt kann auðurinn að meta til fjár.

Og borgar vel.

 

En kenndu ekki öðrum um.

Skammastu þín fyrir það.

 

Jafnvel lágkúran forðast botninn.

Kveðja að austan.


mbl.is Hagsmuna Íslands ekki gætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi versus róttækni.

 

Þeirra sem játa að verkafólk hefur gefist upp fyrir auði og frjálshyggju, eða hinna sem segja hingað og ekki lengra.

Annar aðilinn íhugar að slíta viðræðum, hinn hefur þegar gert það.

 

Hvor er líklegri til að ná árangri?

Sá sem buktar sig og beygir, enda í kjarna sammála hinu frjálsa flæði Evrópusambandsins sem miskunnarlaust keyrir niður kjör verkafólks, sammála verðtryggingu og okurvöxtum því það ku tryggja áreynslulausa ávöxtun pappírspeninga lífeyrissjóðanna, sá sem laut forystu Gylfa forseta og vildi borga fjárkúgun breta, sá sem hefur alltaf lyppast niður.

Sá sem ....

Eða sá sem rífur kjaft og segir hingað og ekki lengra.

 

Persónulega veðja ég á þann fyrri.

Sá seinni virðist ekki hafa grænan grun um að vandinn er ekki fólginn í tregðu atvinnurekanda, heldur er hann kerfislægur, innbyggður í hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar sem við höfum innleitt úr regluveldi ESB.

Slæst því við vindmyllur.

Og heldur að hann sé að slást við tröll.

 

Stundum þarf fólk að líta í eigin barm til að skilja af hverju það breytir engu.

Af hverju það vill vel en skilar engu.

 

Skynsemin skilar hins vegar ekki einu sinni engu.

Hún skilar afturför, hægfara dauða hinna vinnandi stétta.

 

Best væri samt að fólk hefði vit til að skila árangri.

Kveðja að austan.


mbl.is SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Morgunblaðið og Ríkisútvarpið taka ekki til í sínum ranni.

 

Þá er enginn fjölmiðill eftir í landinu.

Aðeins slúðurmiðlar.

Rógsmiðlar.

 

Ef blaðamenn sem gagnrýnislaust endurvarpa slúður eins og um staðfestar fréttir sé að ræða, eru ekki látnir sæta ábyrgð á skrifum sínum þá afhjúpa þeir sitt innra eðli.

Sama ábyrgð gildir gagnvart þeim sem ritstýra viðkomandi slúðurfréttum.

 

Spiegel hafði ábyrgð sína hreinu.

Enda fjölmiðill.

Kveðja að austan.


mbl.is Jón Baldvin kærir „slúðurbera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðurfréttir.

 

Það er ótrúlegt að fylgjast með heimsfréttum þessa dagana um meint píslarvætti þeirra kvenna sem fríviljugar gerðust fylgifiskar ISIS stríðsmanna.

Þær eiga bágt, þær fá ekki að koma heim.

Og eitthvað vont fólk stendur í veginum.

 

Munum að allur hroðinn, allur hryllingurinn lá fyrir þegar þessar konur tóku þá ákvörðun að aðstoða samtökin við voðaverk sín.

Og þetta var engin skyndiákvörðun, þetta var langt ferli sem krafðist mikils undirbúnings.  Á meðan styttu þær sér stundir við að horfa á morð, nauðganir og pyntingar í beinni útsendingu á YouTube.

Gleymum því aldrei að fórnarlömbin voru lifandi fólk eins ég og þú, fólk af holdi af blóði, fólk sem aldrei hafði gert einum eða neinum flugu mein, þráði aðeins að fá að lifa sitt daglega amstur eins og við öll hin.

 

Rifjum upp þjóðarmorðin á Jasídum, rifjum upp þann hrylling sem hinir viljugu sjálfboðaliðar lögðu mikið á sig til að taka þátt í;

"Meðlimir íraska minnihlutahópsins Jasída hafa þurft að þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hendi vígamanna Íslamska ríkisins undanfarið ár. Þúsundir barna og kvenna hafa verið neyddar í þrælkun og vígamenn tóku þúsundir manna af lífi. Heilu þorpin voru þurrkuð út og fjölskyldum sundrað. ISIS sótti inn í heimahaga Jasída í byrjun ágúst í fyrra og var heimafólki tilkynnt að annað hvort tæki það upp íslam eða yrði drepið.  ..Enn eru þó þúsundir kvenna og barna í haldi ISIS þar sem konurnar ganga manna á milli, kaupum og sölum, og eru neyddar í kynlífsþrælkun.".

Rifjum upp nýlegt dæmi úr fréttum þar sem sagt var frá stúlkubarni af trúarhópi Jasída sem var hlekkjuð útí sólinni þar til hún ofþornaði og dó.  Hennar glæpur var að láta eitthvað illa þegar húsbóndinn á heimilinu nauðgaði henni. 

 

Eða rifjum upp þessa frétt sem má lesa um á miðlinum Women Intotheworld í júní 2016; "Local activists are reporting that ISIS publicly executed 19 Yazidi women in Mosul, Iraq, trapping them in cages and burning them to death after the women refused to have sex with ISIS fighters. “The 19 girls were burned to death, while hundreds of people were watching,”".

Og ólíkt Morgunblaðinu sem er í furðufréttum, má horfa á myndskeið þar sem Jasis konur segja frá lífsreynslu sinni.

Spyrjum okkur síðan af hverju þessar frásagnir eru ekki í heimspressunni??

 

Eða ef við hugsum aðeins lengra, af hverju er ekki sagt frá hryllingnum sem beið Kúrda í Afrin, eftir að meintir ISIS liðar hertóku borgina í skjóli vopnabúnaðar tyrkneska hersins?

Er það vegna þess að Tyrkir eru í Nató, og er það vegna þess að ríkisstjórnin sem fjármagnar viðbjóðinn, er nánasti bandamaður Vesturlanda í Arabaheiminum.  Ríkisstjórn sem er aðeins nýlega búinn að taka það út úr opinberum kennslubókum, þó innihaldið sé í raun ennþá kennt, að það sé skylda trúaðra múslima að drepa kristið fólk hvar og hvenær sem færi gefst á.

Ríkisstjórn sem fjármagnar moskur og öfga um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

 

Nei, ekki má fóðra múginn á sannleikanum, áróðurinn verður að fá að hafa sinn gang.

Skítt með þjáningar, skítt með ólýsanlegan hrylling og viðbjóð.

Þetta er jú bara venjulegt fólk.

 

Og það er satt.

Þetta er venjulegt fólk

 

Þess vegna á þetta fólk skilið réttlæti.

Það réttlæti að fá að dæma sjálft gerendurna.

Óháð kyni, óháð væli þeirra sem hlógu fyrir ekki svo löngu síðan að þjáningum þess.

 

Réttlætið er þeirra.

Vonum að þau sýni þá miskunn sem þeim var ekki sýnd.

Það er ekki sjálfgefið að sá sem hefur upplifað hrylling, vilji öðrum það sama.

Jafnvel þó mannskepnur eigi í hlut.

En það er þeirra að dæma, ekki okkar.

 

Síðan vil ég segja varðandi það fólk sem upphefur sig í kastljósi áróðurs furðufréttanna eins og sá lögfræðingur sem talar um mannréttindi í fréttinni hér að ofan, að ef það er á annað borð djúp þörf Islamista að nauðga og myrða meinta trúleysingja á sem viðjóðslegasta hátt, að þá mætti semja við þá um að koma upp búðum, sem má fylla með þessu "góða" fólki.

Og fjölskyldum þeirra.

Segja síðan; "gjörið svo vel, fáið útrás fyrir eðli ykkar", en látið okkur hin í friði á meðan.

Fyrst að góða fólkið vill öðrum þetta, þá hlýtur það að vilja sér og sínum þetta.  Fá til dæmis að vera sýningaratriði í búri, bíðandi eftir eldsloganum.  Eða leggja fram höfuð sitt sem skemmtiatriði á YouTube.

 

Kannski vilja þeir sem skrifa furðufréttirnar bjóða sig fram?

Hver veit.

 

Allavega ef þetta fólk er sjálfu sér samkvæmt, þá gæti það aflétt miklu böli af okkur hinum.

En ég held samt ekki.

Það er svo gott að vera góður í fjarlægð, en ekki eins gaman í nálægð.

En það ætti þá að hætta að upphefja viðbjóðinn.

 

Hætta að skrifa furðufréttir.

Hætta að leggja steina í götur þess eina réttlæti sem er í boði, að sá sem brotið var á, fái að dæma.

Hætta að vera í raun samsekt.

 

Viðbjóðnum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Muthana ekki bandarískur ríkisborgari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktaki og tækniforrit.

 

Ef það er eitthvað sem lýsir vel úrkynjun frjálshyggjunnar, þessa tilhneigingu auðs að skera niður allan kostnað sem snýr að vinnu fólks, þá er það þessi 2 orð.

Úrkynjun sem endar með því að við erum öll óþörf.

Eina spurningin hvernig auðurinn ætlar svo að útrýma okkur.

 

En bíddu við, er ekki Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera í stjórnarandstöðu í Reykjavík í ótal ótal ár.

Það er ekki hann sem ber ábyrgð á að gróðapungar leggja undir sig hvern einasta auða reit sem fyrirfinnst í miðbæ Reykjavíkur.

Það er ekki hann sem útvistar leiðarkerfi Strætó.

Og það er ekki hann sem notar þá aumu afsökun að þetta sé ekki "okkur" að kenna, því það er sko verktaki sem keyrir leið 11.

 

Það er nefnilega góða fólkið sem stjórnar Reykjavík.

Þetta rétthugsandi sem dýrkar rétttrúnaðinn.

 

Sem getur ekki komið frá sér heilli setningu án þess að fordæma frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.

Eða frjálshyggju Bush eða Regans, Tatchers eða Camerons.

Eða frjálshyggju allra landa eða allra tíma.

 

Fordæmir í orði.

En framkvæmir á borði.

 

Samt heppið að skinhelgi er ekki bráðdrepandi.

Líkt og frjálshyggjan er.

 

Sem eyðir samfélögum með því að rjúfa samfélagssáttina.

Sem rænir samfélög með þjófamódelum hins frjálsa flæðis úr vasa almennings í vasa auðmanna.

Sem útvistar öllu þar til svipa hinna lægstu tilboða býr til öreigastétt vinnandi fólks sem dugar ekki sólarhringurinn til að eiga til hnífs og skeiðar.

Á 21. öldinni þar sem tækni og þekking er á því stigi að allir eiga að hafa í sig og á.

En örfá þúsundir eiga því sem næst allan auð mannkynsins.

 

En frjálshyggjan er aðeins hugmyndafræði andskotans.

Meitluð í blóði hins stritandi manns.

Og andskotinn er ekki til, hann er ekki gerandi.

Hún er mannanna verk.

 

Margra manna.

Þessi frétt afhjúpar suma.

Og þeir eru ekki í Sjálfstæðisflokknum.

 

Enda sjálfstæðismenn upp til hópa íhaldsfólk.

Og íhaldsfólk er ekki frjálshyggjufólk.

 

Það veit auðurinn.

Enda veðjar hann á aðra.

 

Og kemst upp með það.

Kveðja að austan.


mbl.is Henti barni út úr strætisvagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrt yfirstétt.

 

Skynjar ekki hina undirliggjandi ólgu í samfélaginu.

Sem í kjarna er krafa mennskunnar, að vinnandi fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.

Fæði, klæði og húsnæði.

Ásamt þeirri einföldu kröfu að börn þeirra séu ekki hornreka í samfélaginu sökum fátæktar foreldra.

 

Hjá einni ríkustu þjóð í heimi ætti þessi krafa ekki einu sinni að vera í umræðunni.

Því allir ættu að geta vel við unað.

 

Stjórnmálaelítan með öll sín hagsmunatengsl og leyndu þræði til auðs og fjármagns, fékk eitt tækifæri til að koma til móts við þessa hógværð mennskunnar.

Það er ljóst að takist henni ekki þetta verkefni, að þá blasir upplausn við í stjórnmálum landsins.

 

Og sú upplausn verður ekkert ætt við þann bjálfagang sem flokkakraðakið í Reykjavík býður uppá.

Frekar munum við sjá eitthvað sem er í ætt við það sem er að gerast í Evrópu, að flokkar sem segja kerfinu stríð á hendur, munu fá meirihluta atkvæða eftir ekki svo langan tíma.

Hvort sem þeir verða til vinstri eða hægri.

 

Hið vinnandi fólk er allavega búið að fá nóg af sjálftökunni.

Nóg af þjófamódelinu sem mergsýgur þjóðina.

 

Ef ekki verður gengið til móts við sanngjarnar kröfur í dag, kröfur sem biðja aðeins um kerfisuppstokkun í þágu almennings

Að allir verði með þegar þjóðarkökunni er skipt.

 

Að þá verða engar kröfur næst.

Aðeins spjót og skildir.

Kveðja að austan.


mbl.is „Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum enga ríkisstjórn.

 

Þegar sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur lýst því yfir að æðsta stjórnvaldið er fjármálaáætlun Engeyjarættarinnar.

Fjármálaáætlun sem hefur tvennan tilgang.

 

Annars vegar að sjá til þess að á tímum sögulegs góðæris að þá grotni innviðir þjóðarinnar eins og vegakerfið og lausnin sem boðuð er uppá er aukaskattar og einkavæðing þeirra.

Hins vegar að landið sé galopið fyrir fjármagnsflutningum, svo fjármagnsfólk geti skili skuldirnar eftir á innlendri kennitölu, en gróðinn er fluttur í skattaskjól.

 

Í allri samanlagðri ræningjasögu siðmenningarinnar, hefur betra þjófamódel ekki verið fundið upp.

Og það virðist ekki vera hægt að kjósa óveiruna burt.

Engeyjarættin er einhvers konar eilífðarvél.

 

Svo ég vitni í Glanna glæp; Rænum og ruplum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Frekari breytingar ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá voru þeir gleðimenn og kvennamenn.

 

Í dag eru þeir fyllibyttur og dónakarlar, eða eitthvað þaðan af verra.

En við breytum ekki tíðaranda hins liðna, við getum tekist á við daginn í dag, og haft einhver áhrif á morgundaginn.

 

Nornaveiðar afturábak eru í sjálfu sér aldrei neitt annað upphafning vammlausra sem eiga sér ekki neina fortíð.

Og að lokum mun ofstækið hitta þá fyrir.

Þannig urðu örlög Robespierra í frönsku stjórnarbyltingunni, ógnarstjórn hinna vammlausu lauk með því að hann sjálfur var sendur í fallexina, fólki fannst einfaldara að höggva hann en lifa við stöðugan ótta um hver yrði næstur.

 

Fárið um Jón Baldvin er nútíðinni til skammar.

Fyllerís og kvennafarssögur hans eða annarra eiga ekki heima í opinberri umræðu.

Það er enginn vammlaus, það eiga allir eitthvað í farangri sínum sem atvinnufólk í níði og rógi getur snúið uppá versta veg.

 

Og það er fleira falskt en játningar, það er mjög auðvelt að planta fölskum minningum, og þær gera engan mannamun.

Síðan lýgur fólk eða býr til sögur, í dag, sem alla daga.

Spyrjið þá krakka sem hafa lent í neteinelti, spyrjið alla þá saklausu sem voru bornir alvarlegum ásökunum í fyrri fárum.

 

Hvað er satt og hvað er logið getur enginn dæmt um í dag.

Sumar sögurnar eru þess eðlis að þær eru greinilega plantaðar til að fá barnaperrastimpil, bæði á meintan geranda, sem og þá sem verja hann.

Væru þær sannar, þá er í fyrsta lagi ótrúlegt að fullorðið fólk skuli hafa þagað þá, ekkert gert, nema jú að forða börnunum, en láta svo gott heita.

Þar til í dag.

 

Og í öðru lagi þá eru mótsagnir í þeim, sá sem er það veruleikafirrtur að taka áhættu á að krossfestingu því hann getur ekki hamið sig að sleikja kvenkynsnemendur í grunnskóla, hann lætur þar ekki staðar numið.

Og löngu búið að taka hann úr umferð.

Því svona er ekki bara gert einu sinni, og svona er ekki þaggað niður.

 

Og það er kjarni málsins.

Þessi hegðun er ekki þögguð niður, það eru ekki allir gufur.

Sem steinþegja útí eitt og þora loks að koma fram nafnlausir ára og áratugum seinna.

 

Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði krafist þess að Jón viki af lista eftir að hún frétti af bréfaskriftum hans við systurdóttur Bryndísar.

Það var það eina sem hún hafði í höndunum þegar hún tók þessa ákvörðun.

Það eina sem hún hafði.

Það segir allt sem segja þarf um fortíðina, þegar fortíðin var nútíð.

 

Síðan er kjarni ófrægingarherferðarinnar enginn þegar fullyrt er að Jón Baldvin hafi getað pantað nauðungarvistun á dóttur sinni í hvert skipti sem hún minntist á að hann hefði misnotað sig kynferðislega.

Grafalvarlegar ásakanir, ekki á hendur Jóni, heldur á öllu því fólki sem þar með var sekt um glæp sem varðar það ærumissi, atvinnumissi og líklegast fangelsisvist ef upp um athæfið hefði komist.

Og það hefur ekki reynst flugufótur fyrir þessum ásökunum.

 

Þegar kjarninn er rangur, þá verður að taka rest með fyrirvara.

Hverju er logið í viðbót??

 

Það er kjarninn, hverju er logið í viðbót??

 

Við skulum spyrja okkur þessarar spurningar.

Og átta okkur á því að svarið lýsir okkur sjálfum.

Siðferðiskennd okkar og vitsmunum.

 

Fár er aldrei réttlætanlegt.

Múgæsing er aldrei réttlætanleg.

Og gatan á ekki að dæma.

 

Slíkt er alltaf atlaga að siðmenningunni.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir einhverja hljóta að vita meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur tekur af skarið.

 

Svo eftir er tekið.

Þeirra skilaboð eru skýr fyrir komandi kjarasamninga;

"Við hækkuðum laun okkar of mikið, við skömmumst okkar, við leiðréttum, við tölum ekki."!

 

Ráðherrar og alþingismenn tala hins vegar.

Fundu bankastjóra sem þeir gátu skammast útí.

En að sýna fordæmi hvarflaði ekki að þeim.

 

Aðeins einn einstaklingur hefur sýnt ærlega framkomu frá hækkun Kjararáðs, og það er Guðni forseti.

Hann gaf líknarfélagi kauphækkun sína.

Sýndi þar og sannaði að hann hefur þroska til að gegna embætti sínu.

 

Kópavogsbær hefur líka sýnt þann þroska.

Og þar með er þroskinn upp talinn.

 

Keilur lýðskrumsins, að fordæma, en sýna ekki fordæmi, segir allt sem segja þarf um fólkið sem stjórnar þjóðinni.

Jafnt í stjórn, sem stjórnarandstöðu.

Í raun er þetta ekki fullorðið fólk.

 

Það gasprar, það röflar.

En gerir ekki neitt.

 

Ekkert til að sætta þjóðina.

Ekkert til að byggja brýr.

 

En það talar.

Kveðja að austan.


mbl.is Lækka laun bæjarfulltrúa um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þagnarskylda embættismanna.

 

Sem móðursýki Meetoo byltingarinnar ásakar um alvarlega glæpi og afbrot.

Felst ekki í að þegja, svo geðveikin fái ásakað.

Svo galdrafárið rífi ekki rafta samfélagsins.

 

Annað hvort er þetta rétt eða rangt sem Hörður segir.

Og gögn geta staðfest af eða á.

En að kæra þegar vísað er í staðreyndir, er alltaf yfirlýsing um rangan málstað.

 

Ríkisútvarpið laug uppá grandvara embættismenn að þeir hefðu tekið þátt í hroðalegum glæp, að nauðungarvista saklausa manneskju, og ranglega greina hana með geðhvarfasýki, og gögnin sem Ruv vísaði í voru gögn um að aðstandandi hefði skrifað uppá beiðni um slíka vistun.

Samt vissu ógæfumennirnir að samkvæmt lögum var ekki hægt að nauðungarvista án þess að aðstandandi skrifaði uppá slíka beiðni.

Það að framfylgja kröfum kerfisins, ákvæði sem var afnumið í lögum 2015, var snúið á hvolf, og talið sönnun sektar um að aðstandandinn, maður sem vogaði sér að tala gegn orkupakka 3, væri sekur um að nauðungarvista dóttur sína, í hvert sinn sem hún vitnaði um meint kynferðisbrot hans.

Eins og heilbrigðiskerfið og dómskerfið væri í vasanum á viðkomandi einstaklingi.

 

Miðað við hugmyndaheim eldri tíma, var það trúverðugara þegar grandvarar konur, sem höfðu það sér eitt til saka unnið að kunna að lækna með meðölum náttúrunnar, voru sakaðar um að ræna börnum og fljúga með þau á kústi uppá fjallstinda til að þau hefðu mök við skrattann.

Þá kannski vissi ofstækið ekki betur.

Þá kunni fólk ekki að verjast geðveiki galdrafársins.

 

Í dag er ekkert sem réttlætir þetta.

Smán fjölmiðla eins og Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins er algjör, ef heimskir blaðamenn sem trúa gagnrýnislaust öllu slúðri sem hengt er á Meetoo, séu ekki látnir sæta ábyrgð.

Ásamt yfirmönnum þeirra.

 

Þetta er grundvallaratriði.

Hvort við séum siðuð þjóð.

 

Nútíma þjóð.

Eða hvort við séum aftur komin til svörtustu miðalda.

 

Það er ekkert val í þessu dæmi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Aldís kærir lögreglumann vegna vottorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 43
  • Sl. sólarhring: 832
  • Sl. viku: 4371
  • Frá upphafi: 1490150

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3763
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband