4.5.2016 | 13:13
Ánægjuvísitala þjóðarinnar eykst.
Og þar með minnkar fylgi Pírata.
Því þeir eru einskonar lofvog á pólitískt ástand þjóðarinnar.
Þeir hafa ekkert fram að færa, hafa ekkert uppá að bjóða, en þeir eru öflugur valkostur hinna óánægðu.
Þeir eru svona eins og Pappírspési, sem börn vita að er tilbúningur, en getur verið góður leikfélagi þegar fýla ræður samskiptum við vinina.
En er skipt út þegar um alvöru leik er að ræða.
Fyrir aflandseigendur, sem eiga stóra lottóvinninginn í vændum, hið fyrirhugaða peningaþvætti Seðlabankans, þá er hið minnkandi kjörfylgi Pírata mikið áhyggjuefni.
Því óánægjufylgið er best geymt hjá þeim sem spyrja ekki spurninga.
Og spurningin um óháða rannsókn á peningaþvættinu, á Gjöfinni einu, á öllu svindlinu í kringum aflandsfjármunina, gæti alltaf komið uppá yfirborðið ef Píratar skilja eftir sig tómarúm.
Ég spái því nýjum stórkostlegum uppljóstrunum, nýrri hávaðabylgju á Alþingi, upphrópunum og hástemdum ræðum, eftir hvaða hráefnui eru notuð í moðreykinn hverju sinni.
Því það er varhugavert að treysta á forsetakosningarnar í þessu skyni.
Því á meðan eitthvað er eftir til að ræna, þá veður Andófinu séð fyrir leikum, fær sinn skammt af tuði og röfli.
Einföld áætlun sem hefur gengið upp fram af þessu.
Aðeins borgaralegir íhaldsmenn spyrja, krefjast rannsóknar, en á meðan fjármálaráðherra flokksins er innvinklaður í aflandsránið, þá er ólíklegt annað en að þessi krafa verði aðeins hjáróma rödd sem hávaði Andófsins tekst að kæfa.
Eða eins og gula pressan sagði hér á Mbl.is í gær, "Dorrit kemur til með að erfa meira af aflandsauði fjölskyldunnar þegar móðir hennar fellur frá ....", og Andófið sem uppgötvaði það í fyrradag, að forsetinn giftist milljónamæring í enskum pundum, meðlim í þotuliðinu, stekkur á beinið, og fær útrásina fyrir gremju sína og ergelsi. Undir staðfösum trommutakti fyrrum ICEsave þjófa.
Það er alltaf hægt að treysta á sitt fólk.
Það veit auðurinn.
Kannski hefur hann ekki svo miklar áhyggjur af falli Pírata eftir allt saman.
Kveðja að austan.
![]() |
Fylgi Pírata dregst saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2016 | 09:12
Teboðshreyfingin tapar.
Sem er athyglisvert því þetta átti að vera hennar kosningar.
Og í kjölfarið átti fyrsti Púrítaninn að verma forsetastól Bandaríkjanna.
Spurning hvort maður sakni hennar miðað við það sem maður fær í staðinn.
En enginn sá fyrir hina óvæntu innkomu auðkýfingsins sem ákvað að endurgera söguna með svona dramatískum hætti.
Því Donald Trump er ekki fyrsti auðkýfingurinn, sem nýtir sér veikleika mannsins til að hlusta á bull, vitleysu og lýðskrum, og kaupir sér embætti í lýðræðislegum kosningum. Þetta hefur gerst í Thailandi og víðar, og til dæmis á Filippseyjum er ennþá ljótara afskræmi af Trump að komast til valda með stuðningi auðsins.
En söguleg skírskotun mín á sér eldri rætur, til vöggu vestrænnar menningu, hins grísk rómverska heims.
Það má segja að Bandaríkin séu fyrsta nútíma vestræna lýðræðisríkið og því táknrænt að það skuli fyrst falla fyrir algjöru lýðskrumi auðsins.
Með þekktu ferli frá því í Róm í gamla daga, og með smáfráviki frá endalokum beins lýðræðis í Aþenu, þar var lýðskrumarinn aðeins mælskur, og höfðaði til græðgi og heimsku kjóenda, en studdist þannig séð ekki við auð við það verk. Enda þurfti hann ekki að glíma við annað en múg manna á opnu torgi, en ekki að fífla heila þjóð í víðlendu ríki.
Sagan kennir að lýðræðið falli fyrir auðnum í vanheilögu bandalagi við forheimskuna og lýðskrumið. En hún hafði ekki mörg dæmi, lýðræðið er aðeins leiftur í sögu mannsandans.
En það er búið að vera nokkuð ljóst í töluverðan tíma að það stefndi í þetta í Bandaríkjunum, og þá er ég ekki að vísa í áhrif fjármagns á kosningaúrslit, heldur að vísa í þróun umræðuhefðarinnar í kringum stjórnmál og kosningabaráttu. Frá því að vera eitthvað sem má kalla vitræn umræða um stefnur og markmið, yfir í hina neikvæðu þar sem aðaláherslurnar snérust um að ná höggi á andstæðinginn með persónulegum rógi og skítkasti. Eitthvað sem repúblikanar sérhæfðu sig í og demókratar voru alls ekki saklausir af.
Núna þegar þetta virðist ætla að verða morgunljóst, þá hefur sagan endurtekið lærdóm sinn, og sett hann uppí jöfnuna, 2+2.
Í Evrópu eru þetta svo sem ekki miklar fréttir.
Hún hefur í töluverðan tíma búið við auðræði, eða alræði stórfyrirtækja, þar sem ekki skiptir máli hvort vinstri eða hægri flokkar eru kosnir, frjálshyggjan sem er innvinkluð í alla reglugerðir ESB um hinn innri markað, ræður öllu.
Kosningarnar hafa í raun snúist um hver á að sitja við háborðið, hver fær að halda skálræðuna í kokteilboðum, og hver má núna svíkja loforðin sem voru lofuð uppí ermina á sér.
En reglugerðin stjórnar.
Munurinn er kannski sá að Evrópa þurfti ekki að upplifa endalokin í gegnum lýðsskrumsferli auðsins eins og Bandaríkjamenn.
Og Evrópa var ekki vagga lýðræðisins, lýðræðisumbæturnar voru eftirgjöf aðals og yfirstéttar til borgarastéttarinnar, en ekki var eiginlega ætlast til að almenningur skipti sér mikið að málum.
Og um leið og ógnin af kommúnismanum hvarf, þá hvarf lýðræðið líka eins og döggin þegar sólin sækir á.
Við sjáum þetta líka á Íslandi.
Auðmenn keyptu upp stjórnmálaflokka um og uppúr aldamótunum, og það var ljóst eftir Hrun, að eignarhald þeirra er óskert.
Aðeins Bessastaðir voru ekki í þeirra hendi, en það má lengi læra af Trump, og Bessastaðir munu falla, líklegast í hendur á manni sem tók beinan þátt í ICEsave fjárkúgun breta.
Fyndnara getur það ekki orðið.
Teboðshreyfingin tapar voru upphafsorð þessa pistils.
Þeir sem þekkja til stjórnmálaskoðana minna vita að ég er lítt hrifinn af þeim boðskap sem hún stendur fyrir. Og algjöra skömm hef ég haft á vinnubrögðum hennar.
En hún hafði þó hugsjónir, og studdist við ákveðna hugmyndafræði.
Sigurvegari lýðskrumsins hefur enga hugmyndafræði, aðra en þá að tryggja sér völd.
Auðræðið sem stjórnar Íslandi hefur enga hugmyndfræði aðra en þá en að auka við auð sinn á kostnað þjóðar sinnar.
Og í Evrópu er engin önnur hugmyndafræði en sú að efla stórfyrirtækin í einhverju ímynduðu alheimsstríði við stórfyrirtæki Asíu og Norður Ameríku.
Hvort er betra, hvort er verra?
Teboðshreyfingin innspíraði fólk, fyllti það eldmóði, fékk það til að trúa að það hefði áhrif með samheldni sinni. Ekki svo ólíkt kommunum í gamla daga.
Eiginlega eina hugmyndafræðin sem eftir er lifandi í vestrænum stjórnmálum.
Það er ekki hugmyndafræði að berjast fyrir hagsmunum stórfyrirtækja og það er ekki hugmyndafræði að skunda á Þingvöll og afhenda auðmönnum öll völd.
Og það er engin hugmyndafræði að baki lýðskrumi.
Teboðshreyfingin tapaði.
Það eru alvarlegar fréttir.
Því þegar eitthvað er verra en amma andskotans, þá er það vont.
Virkilega vont.
Lýðræðið beið ósigur í dag.
Og gengur á vit feðra sinna daginn sem Trump verður kosinn forseti.
Já, ég held ég sakni Teboðshreyfingarinnar.
Kveðja að austan.
![]() |
Cruz heltist úr lestinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2016 | 20:13
Það er ekki nema von þó Samfylkingin sé deyjandi flokkur.
Það er eins og þessi einsmálefna flokkur, þurfi að deyja eins og málefnið.
Það gengur enginn í Evrópusambandið í dag, aðeins er veðjað um hve lengi það tóri.
Og blessuðu fólkinu er fyrirmunað að marka sér aðra stefnu.
Það hefur ekkert að segja um Ísland í dag, eða hvernig Ísland verður á morgun.
Í örvæntingu sinni er leitað í glatkistu VinstriGrænna, að fá formann sem getur brosað sætt.
Engum hefur reyndar dottið í hug að láta Árna Pál raka sig, heldur er boðið uppá kosningadrama, þar sem óvart gleymdist að bjóða fram sætan formann, eða réttara sagt að hætti VG, formann sem brosir sætt.
Þá er það draminn að hætti grískra fornleikjaskálda.
Samblástur, reyndar ekki að hætti Ödipusar, enda engar mæður í framboði í þetta sinni, heldur samblástur gegn fötluðum, því þeir eru fatlaðir.
Hve aumt getur eitthvað orðið?
Er meira að sækja í dreggjarnar?
Hvert verður næsta útspil Frambjóðandans(notað yfir alla þá sem ganga með formann en ekki flokk í maganum)?
Sem ofsótt hefur Samfylkinguna undanfarin ár.
Eyðilagt trúverðugleiki hennar með því að eyðileggja formanninn með hinum ótala bakstungum.
Hvernig verður Helgi toppaður??
Verður einhver misnotaður í æsku, eða hefur þraukað í gegnum lífið með ranga sjálfsmynd í boði umhverfisins. Jafnvel í vitlausum líkama.
Hvernig er hægt að slá út meintum ofsóknum í garð fatlaðs frambjóðanda??
Með málefnum??
Með sýn á vandamálum morgundagsins??
Sem væri svarið hjá venjulegum flokki, hjá venjulegu fólki.
En ekki í Samfylkingunni, ekki í Samfylkingunni.
Þar eru ár og dagur síðan síðasti stjórnmálamaðurinn yfirgaf fleyið.
Manneskja sem hafði eitthvað að segja, hafði eitthvað til málanna að leggja.
Í dag stjórnar ímyndunarfræðingurinn flokknum.
Það er það leita allir ráða hjá honum, og nýta þau.
Hann býr til svona drama. Hann skipuleggur framboð á síðustu sekúndu.
Hann gerir allt nema eitt.
Hann býr ekki til fólk.
Aðeins ímynd.
Og hann mun toppa Helga.
Business as usual.
Kveðja að austan.
![]() |
Helgi Hjörvar finnur fyrir fordómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2016 | 18:23
Úðað án aðvörunar.
Og krakkarnir kvarta.
Í ljósi hinnar meintu aðdáunar margra í búningi lögreglunnar á amerískum bíómyndum, sem peppaðar eru upp með fréttum af ákveðnum lögreglumönnum vestra sem skjóta illa upp alin börn fyrir að veifa leikfangabyssum, þá ættu hin úðuðu börn frekar að hafa samband við prest, og biðja um þakkarguðþjónustu.
Að þau séu á lifi, að þó frjálshyggjan er bandarísk, að þá er löggan það ekki.
Hún er frekar svona aulalögga í ætt við lögguna í Doktor Martin.
Sem upplifði börn á strönd sem aðsúg.
En meisaði reyndar ekki heldur teisaði.
Hið auma við fréttina, er reyndar ekki aulaskapur lögreglunnar, heldur að hin eftirátilbúna afsökun gerandans skuli vera birt sem hluti af fréttar, í stað þess að spyrja hvort um sé að ræða gestaþátt af Martin doktor.
Það er eins og að Mogginn haldi líka að hann sé staddur í USA, og heiti Fox eitthvað, og eigi því að dásama ákveðnar löggur sem skjóta lítil börn fyrir að veifa leikfangabyssum.
Eins og að aulinn sé ekki bara í Doktor Martin, eða í hliðarsjálfinu sem birtist í þessari frétt.
Alvörufjölmiðill, sem Mogginn var bara svona fyrstu 50 ár ævi minnar, og rúmlega það, hefði í framhaldi af meintri gjörð hliðarsjálfsins, haft samband við alvöru lögreglufólk sem var á staðnum, og fengið staðfestingu á því að þetta var ekki þáttur í Doktor Martin, hvað þá í USA COPS TODAy og síðan haft samband við sýslumanninn sem ábyrgðina ber á mönnun lögregluliðs Austfjarða.
Og spurt lítillar spurningar
"Ert þú starfi þínu vaxinn'".
Og þar með væri málið dautt með afsögnum, allra sem lifa ekki í þessum heimi.
Tilvist sem reyndar sýslumaðurinn þyrfti að svara.
Í raunheimi er þetta ekki frétt.
Fréttin er aðgerðarleysi yfirmanna hliðarsjálfsins.
Sem og fréttamennska Mbl.is.
Það er eftir atburðinn, hvernig blaðið át upp eftiráskýringu atburðar sem er mjög alvarlegur í íslensku samfélagi í dag.
Á Neskaupstað er engin óöld.
Unglingar hér þyrftu reyndar að fá meðul við þægð, því þeir hafa aldrei gert neitt af sér í fjöldamorg ár.
Og þó dagbók lögreglunnar sé skoðuð í langt aftur í tímann, þá er ekkert sem hefur gerst sem réttlætir að saklausir séu ekki látnir njóta vafans.
Hreint út þá á Mogginn að skammast sín.
Og skammast sín svo vel að alvörufrétt um þetta grafalvarlega lögregluofbeldi sé birt á morgun.
Því þetta er ekki Ísland í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Notuðu piparúða á ungmenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2016 | 13:34
Eftirávitrir sjálfstæðismenn hundskamma Steingrím.
Að hann skuli hafa vogað sér að hafa endurreist þetta höfuðvígi Sjálfstæðisspillingarinnar á Suðurnesjum.
Steingrímur segist hafa verið plataður, hann hafi aðeins séð toppinn af spillingu flokkseigandafélags Suðurnesja.
Eftir stendur að það er ekki klókt að leggja höfuð sitt að veði við að þrífa annarra flokka skít.
En Steingrím er viss huggun, hann er pólitískt höfuðlaus.
Fékk sitt pólitíska tækifæri og seldi það fyrir völd og klapp auðstéttarinnar á bakið.
Hann verður því ekki höggvinn í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Vildu ekki tapa meiri peningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2016 | 07:02
Valkosturinn hávaði og læti
Dalar.
Í raun fær stjórnarandstaðan falleinkunn vegna viðbragða sinna við í aflandsfélagaumræðunni.
Hún gat ekki hrist sig út úr samsektarferli sínu, hún benti á reykinn, en forðaðist að minnast á að slökkva eldinn.
Og ef fólk á val á milli missekra, þá velur það þann sem það heldur að tryggi sér bestu lífskjör.
Og þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn sterkt inn.
Og er ekki skrýtið.
Kveðja að austan.
![]() |
Fylgi Pírata dalar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2016 | 16:07
Mesta neysla frá 2007.
Allt hrundi árið eftir
Er sama sagan að endurtaka sig?
Hagvísar segja að tekjur í áliðnaði hafi dregist mikið saman, eins er verðmæti sjávarafurða lægri í ár en í fyrra.
Eftir stendur ferðamannaþjónustan, og hin hraðfara eyðilegging landsins í kjölfar ofþenslu hennar. Og þá er ég ekki að meina landgæði, heldur ásýnd landsins og ímynd.
Gullgröftur er eina orðið sem lýsir ástandinu í ferðaþjónustunni.
En gullgröftur vill oft enda fyrr en varir, hinir ótal tómu námabæir heimsins bera vitni um þá bitru staðreynd.
Ferðamenn eru hvikulir, en fyrst og síðast er ástandið hvikult í helstu uppsprettum ferðamannastraumsins. Evrópa er á barmi upplausnar og þjóðfélagsátaka í kjölfar flóttamannastraums sem hún ræður ekki við. Austur Asía stefnir í að verða hernaðarátakasvæði, bæði vegna innri og ytri vandamála Kínverja, og einhver geggjaður lýðskrumari er að kaupa sér forsetaembættið í USA.
Þetta er bara ábending um það að aukning í fortíð er ekki ávísun á aukningu á í framtíð, ekki ef kólgubakkar eru við sjóndeildarhringinn.
Og ef stór hluti af uppbyggingunni er útí skuld, þá er enginn eðlismunur á næstu kreppu og þeirri síðustu. Það er fjárfest í gróðavon uppá vonarpening. Og þegar allt virðist vera springa út, þá springur allt framaní hagkerfið.
Þess vegna er tímabært að staldra við.
Treysta innviði, treysta viðskiptahætti þannig að þeir fari af gullgraftarskeiðinu yfir í alvöru atvinnugrein sem stendur skil á sköttum sínum og gjöldum og virðir kjarasamninga, og það þarf að gera kröfur um fjárhagslegan styrk þegar uppbyggingarleyfi eru veitt.
Veita alvöru þjónustu, ekki gullgrafara þjónustu.
Þannig að borð sé fyrir báru þegar allt fer til helvítis.
Sem er öruggt.
Hið langvinni friður sem borgarlegur kapítalismi gaf heiminum á eftirstríðsárunum er að renna sitt skeið á enda með endalokum þessa sama borgarlega kapítalisma.
Auðkerfið sem tók við, mergsýgur í sig fjármuni úr samfélögum þjóðanna, safnar auði á örfáar hendur, virðir ekki siðleg mörk í umgengni við auðlindir og náttúru, beinir framleiðslunni í frá vel borgandi framleiðslufyrirtækjum yfir í þrælabúðir í anda hins forna Rómarveldis, og stendur þar að auki ekki skil á neinu til samfélagsins, ef það á hina minnstu möguleika að komast upp með slíkt atferli.
Afleiðingin er ólga, átök, upplausn. Í áður friðsömum samfélögum sem héldu heimsfriðnum saman.
Og dugi það ekki til, þá mun hin kostaða andstaða og aðgerðarleysi gagnvart loftslagsvánni valda áður óþekktum vanda sem ekki er ljóst hvernig heimsbyggðin ræður við,.
Þetta mun gerast. Vísbendingarnar eru allar í þá átt, hafa allar áður leitt til í þessa átt.
Það er eins og með fjármálakreppuna 2008, hún var aðeins tímaspursmál, þeir sem vildu sjá, sáu. Og þeir sem sáu, benda á að kreppan 2008 var aðeins lokaaðvörun, ef ekki verður undið ofan af sýndarfjármálheiminum, þá kemur alvöru kreppan 5-10 árum eftir lokaaðvörunina.
Eina óvissan felst í tímarammanum, því lengi má vondu fresta. En það er með þetta eins og Suðurlandsskjálfta, því lengra sem líður á milli, þá losnar meiri kraftur úr læðingi.
Það er ekki bjart framundan.
Það er kolniðamyrkur.
Tímabært að horfast í augun við það.
Tímabært að bregðast við.
Samt ekki að hætti strútsins.
"Peace for our time", mun ekki virka núna frekar en síðast.
Feisum það.
Kveðja að austan.
![]() |
ASÍ spáir kraftmiklum hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2016 | 08:55
Það eru tveir pólar hjá þessari þjóð.
Sem takast á og kemur ekki of vel saman.
Þess vegna munu aðeins tveir koma til greina sem forseti.
Ljóst er að Ólafur er annar, en núna er unnið að því hörðum höndum að skapa sýndarmanneskju sem á það kljást við Ólaf. Hugmyndin er víst tekin úr Hollywood mynd þar sem maður varð ástfanginn að íðilfögru tölvuforriti.
Furðulegt að það skuli ekki vera hægt að finna manneskju af holdi af blóði, einhvern sem hefur skilað ævistarfi sínu með sóma, hokinn af reynslu og þekkingu, og á því einhvern vitrænan séns í núverandi forseta.
Einhvern sem verður ekki kosinn út af hatri og heift, heldur út af verðleikum sínum.
Eitthvað sem aurnum virðist fyrirmunað að skilja.
Þess vegna er ekki útlit fyrir spennandi forsetakosningar núna í vor.
Sýndin á aldrei möguleika.
Þegar á reynir.
Kveðja að austan.
![]() |
Litlu munar á Ólafi og Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 15:38
Innistæðulaus orð samsekra.
Það er gott að geta bent á aflandseigendur.
Það er gott að geta bent á frjálshyggju ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, skemmdarverk fjársveltisins, hina duldu einkavæðingu, aðförina að tekjulágu fólki sem birtist í því að það veigrar sig við að leita sér hjálpar þar til hið meinlitla er orðið alvarlegt.
Það er gott að geta bent á þetta, og það er gott að geta bent á hitt.
En ef hlutirnir eiga að breytast, þá þurfa menn að byrja á að benda á sjálfan sig.
Og gera þær útbætur á sinni eigin stefnu til að kjör verkafólks batni.
Vaxtaokur fjármagnsins er mesta sníkjulíf á íslenskri alþýðu.
Og vaxtaokrið nýtur beins stuðnings verkalýðshreyfingarinnar, í raun er Alþýðusambandið fremst í skjaldborginni um hið helga vé verðtryggingarinnar og alræði Seðlabankans til að skammta fjármagninu arð.
Óheyrilegan arð.
Og á meðan verður ekki breyting þá er svona hásemd kröfugerð aðeins innihalds lítið gjamm.
Í raun skárra að láta góðan íslenskan fjárhund flytja kröfugerðarávarpið, hans gjamm er þó orginal.
Það er skýring að ástandið er eins og það er.
Samhjálp hinna samseku í skjaldborginni um fjármagnið er aðeins hin sýnilega birtingarmynd af leyndarþráðunum sem liggja um allt þjóðfélagið og liggja allir í sömu krumlu.
Auðs og forréttinda.
Og breytist ekkert á meðan krumlan útvegar leika.
Sem næra tuð og röfl þeirra sem þykjast vera á móti.
Þannig er Ísland í dag.
Og þannig verður Ísland á morgun.
Nema?
Kveðja að austan.
![]() |
Tími útúrsnúninganna liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 08:20
Velkominn í hópinn Bjarni.
Hættur að vera fúll á móti, brosandi gengur þú um gleðinnar dyr.
Kominn í hóp þeirra sem vilja "Endurreisa heilbrigðiskerfið".
Og auðfúsu gestur því þú komst færandi hendi.
Með loforð í vasanum um stóraukin framlög til heilbrigðiskerfisins eftir kosningar.
Oft er sagt að mikill er máttur kosninga, það er ef þær eru á næsta leiti.
Ein ég vil segja, mikill er máttur Kára.
Honum tókst þetta.
Honum tókst að ná Samstöðunni.
Kveðja að austan.
![]() |
Heilbrigðismál sameina þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 2
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 2485
- Frá upphafi: 1469887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2126
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar