31.3.2016 | 09:17
Grjótið úr glerhúsinu.
Braut að sjálfsögðu rúðu þegar því var kastað að nágrannahúsinu.
Og sá sem kastaði grjótinu krefst þess að nágranninn bæti sér skaðann, að fyrst gjaldkeri Samfylkingarinnar neyddist til að segja af sér, þá gildi slíkt hið sama um aðra aflandsbraskara.
Þeir segi af sér.
Sem sýnir fáráð umræðunnar í hnotskurn.
Aflandsfélög eru lögleg samkvæmt íslenskri löggjöf, löggjöf sem stjórnmálamenn settu, og allir stjórnmálamenn hafa haft tækifæri til að afnema því á síðustu 2 kjörtímabilum hafa allir flokkar verið í ríkisstjórn.
Ef aflandsfélög eru svona hrikaleg eins og sagt er, að þau séu skálkaskjól starfsemi sem þoli ekki dagsljósið, líkt og skattaundanskot, skattahagræðing, peningaþvætti eða hvað allir þessir góðu siðir fjármálamanna heita nú, þá er ljóst að löggjafi sem setur slík lög, er samsekur þeim sem hina óheiðarlegu iðju stunda.
Og þeir eru jafnsekir sem nýta ekki valdasetu sína til að breyta viðkomandi löggjöf.
Þess vegna eru gaspur og upphrópanir Svanhvítar Svavarsdóttur og Árna Páls Árnasonar í besta falli hræsni, en í versta falli hluti af þeim hráskinsleik efnahagsböðla að lama allt stjórnkerfið á meðan allt sem ekki er naglfast er hreinsað úr landi.
Ef varnarræða þessa auma fólks er sú að aflandsfélög séu í sjálfu sér ekki glæpsamleg, heldur hugsanleg misnotkun þeirra, þá eiga þau að sína fram á misnotkun þess fólks sem þau kusu að kasta að grjótinu úr glerhúsinu.
Hver er hin meinta misnotkun, hver er hinn meinti glæpur?
Og það hafa þau ekki gert.
Svo vörn þeirra er engin, í besta falli skinheilagir hræsnarar, í versta falli áframhaldandi þjóðníð sem þau urðu ber af í síðustu ríkisstjórn.
Síðan er framganga Árna Páls Árnasonar sérstakur kapítuli.
Hann fór í þessa umræðu án þess að athuga fyrst hvernig málin stæðu í sínum flokki, hann gerði enga kröfu til sjálfs síns, áður en hann gerði kröfur á hendur öðrum.
Kastaði með öðrum orðum steini úr glerhúsi.
Hann mátti vita hvernig málin stæðu hjá gjaldkera flokksins, Vilhjálmur Þorsteinsson var jú gjaldkeri vegna þess að hann er fjármálamaður, og hann hefði burði til að koma með fé inní flokkinn.
En það er hins vegar ekki það ómerkilegasta í framgöngu Árna Páls.
Heldur viðbrögð hans þegar upp komst um strákinn Tuma, þá var Pílatus tekinn á málið, "þið verðið að spyrja Vilhjálm" var sagt við fréttamenn.
Enginn stuðningur, sem svo sem tíðkast ekki innan Samfylkingarinnar, en ekki heldur skýr forysta um prinsipp Samfylkingarinnar í þessu máli öllu, sem hefði verið eðlilegast í ljósi harkalegrar gagnrýni Árna á stjórnmálamenn í öðrum flokkum.
Menn krefja ekki ríkisstjórnin um afsögn, ef menn skorti kjark til að krefjast þess sama af sínum eigin flokksmönnum.
Og meintur gunguskapur er ekki afsökun í málinu.
Eftir stendur að þjóðin er án forystu.
Viðbrögð Sigmundar Davíðs fyrstu daga umræðunnar, vekja upp alvarlegar spurningar um forystuhæfileika hans í ágjöf og brimsköflum stjórnmálanna.
Samt hátíð miðað við aulaskapinn sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins urðu ber af þegar þau þóttust ekki kannast við eitt eða neitt. Eitt er að hugsa að fólk sé fífl, annað er að tala við fólk eins og fífl.
Það gera eiginlega bara fífl, og jafnvel Mogginn gat ekki þagað, þó hann benti pent á þessa staðreynd með viðtalinu við skattaráðgjafa Deiloitte.
Og þessi viðbrögð verða ekki aftur tekin. Það er ekki svo alvarlegt að eiga ónotuð skúffufélög hér og þar, en það er alvarlegt að geta ekki haldið reisn sinni þegar svona mál koma upp. Eins og það þurfi fyrst að æfa svörin með almannatenglinum áður en eitthvað er sagt opinberlega.
Eins og um fígúru sé að ræða, ekki leiðtoga.
En þó askan sé heit, þá brennir eldurinn allt sem hann kemst í.
Og fyrir sjálfstæða þjóð er stjórnarandstaðan ekki valkostur. Hún seldi Mammon sál sína fyrir völd, og það er ekkert sem bendir til þess að hún hafi reynt að láta þau kaup ganga til baka.
Enda áberandi í þessari umræðu persónulegt skítkast, og um formsatriði líkt og þau hvort um hugsanleg hagsmunatengsl sé að ræða, en efnisleg gagnrýni á samninga ríkisstjórnarinnar við kröfuhafana fyrirfinnst ekki.
Sem bendir til annað af tvennu, stjórnarandstaðan er sammála Gjöfinni einu, eða hún vill ná völdum til að afhenda Mammon stærri hluta af eigum þjóðarinnar.
Valdaþorstinn knýr hana áfram, ekki hugsjónir eða umhyggja fyrir þjóðarhag.
Svo maður spyr sig.
Hvers á þjóðin að gjalda?
Hvað höfum við gert til að eiga skilið þessa stjórnmálamenn?
Það er greinilegt að guðirnir eru hættir að láta elda brenna og hraun renna þegar þeim mislíkar.
Kveðja að austan.
![]() |
Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2016 | 21:04
Sigmundur og pólitísk ábyrgð.
Er eitthvað sem blandast illa.
Eins og hann sé ekki í pólitík, heldur í félagsmálastarfsemi, í sjálfboðavinnu, og hafi tekið að sér að leiða málfundafélag, og því séu allar deilur af hinu góða, fái fólk til að mæta á fundi, skiptast á skoðunum, þræta, og allir fari svo glaðir heim, mætandi í vinnuna daginn eftir.
Sigmundur blekkti þjóðina, það er staðreynd.
Hann þagði um bein hagsmunatengsl sín við mál sem varðar þjóðina miklu, og hann var meðal annars kosinn til að leiða til lykta.
Sem útaf fyrri sig er alvarlegt.
En alvarleiki málsins felst samt í viðbrögðum Sigmundar, hann taldi þessi hagsmunatengsl í lagi, og hann taldi að hann þurfti ekki að útskýra það álit sitt.
Að hann skuldaði þjóð sinni engar útskýringar, að hann þyrfti ekki að gera grein fyrir sínu máli á opinberum vettvangi.
Dómgreindarleysi í bland við algjöran hroka.
Sigmundur er ekki bara að gefa ICEsaveþjófunum pólitískar keilur til að fella, hann er líka að veikja sína eigin ríkisstjórn.
Og hann réttir þjóðinni litla fingur.
""Fuck you", ég er ósnertanlegur".
Engin auðmýkt, ekkert lítillæti.
Eins og Jóhanna Sigurðardóttir hafi aldrei yfirgefið gamla tukthúsið við Arnarhvol.
Pólitísk ábyrgð Sigmundar fólst ekki í því að segja af sér.
Hún fólst í því að viðurkenna mistök sín, biðjast afsökunar, segja að ekki hafi verið um viljaverk að ræða, það er að blekkingin hafi ekki verið vísvitandi, hann sjálfur hafi talið sig vinna af einurð og festu, og öll hans störf beri vitni þar um.
Og síðan; "næsta mál á dagskrá".
En þetta tækifæri er liðið.
Og pólitísk ábyrgð Sigmundar eykst með hverjum deginum.
Sjálf ríkisstjórnin er í húfi.
Hún þolir ekki fleiri afhjúpanir, ekki fleiri uppljóstranir.
Það er eins og aular stjórni landinu.
Og það er eitt af því fáa sem þjóðin sættir sig ekki við.
Sigmundur færi aðeins eitt tækifæri í viðbót ef hann ætlar ekki að enda á að leiða draugaríkisstjórn líkt og Jóhanna Sigurðardóttir gerði síðustu ár sín.
Og það tækifæri felst ekki í því að ræða árangurinn heldur sannleikann.
Sannleikann hvað býr að baki ímyndinni "Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni".
Er hún aðeins keypt umgjörð um lítinn kall sem þolir ekki mótlæti, sem belgist út af hroka þegar prjóni er stungið í uppblásið sjálfið.
Eða er hann leiðtogi, maður sem viðurkennir mistök sín og nær sátt við þjóð sína.
Eitt tækifæri.
Aðeins eitt tækifæri.
Og Sigmundur virðist ekki hafa áttað sig á því.
Og þá verður ekki; "Næsta mál á dagskrá".
Kveðja að austan.
![]() |
Tækifæri til að ræða árangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2016 | 17:30
Man ekki, veit ekki, skil ekki.
Segir Bjarni Benediktsson þegar spurt er um skattaskjól hans.
Sem er samhljóða svörum áhrifafólks í stjórnmálum sem var gripið í bólinu.
En þetta sama fólk, sem er miðað við svörin, annaðhvort útbrunnið af streitu, eða hefur aldrei vaðið í vitinu, stjórnar landinu okkar.
Og ákvað að gefa kröfuhöfum gömlu bankanna, að uppstöðu hrægammasjóðum, um það vil 500 milljarða, frá þegar ákveðinni skattlagningu.
Sem bendir til þess að glöp þeirra hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar og fjárhag þess.
En þeim sem man ekkert, veit ekkert, skilur ekkert, er vorkunn, vitglöp þeirra eru þess eðlis að það má þakka guði fyrir að ekki var meira gefið, að ekki var samið um ICEsave 4, að Landsvirkjun var ekki seld vinum fyrir gúmmítékka, og kvótann festur við óðalsrétt.
Spurningin er hinsvegar um okkur hin.
Af hverju sögðum við ekkert??, af hverju gerðum við ekkert??
Svona í ljósi 500 milljarðanna sem gefnir voru.
Sem er áður óþekkt upphæð í samanlagðri spillingarsögu vestrænna ríkja.
Og við erum minnsta landið.
Með stærstu gjöfina.
Af hverju snýst umræðan um aflandsfélag í eigu betri helmings forsætisráðherra á meðan gjöfin var gefin fyrir opnum tjöldum??
Og hún þess eðlis að annaðhvort var fjármálaráðherra gjörspilltur, eða leikbrúða í höndum óprúttinna fjárglæpamanna.
Við þurftum ekki að vita um vitglöp hans, minnisleysi hans, skilningsleysi, eða að þá bitru staðreynd að varaformaður hans endurtók sömu möndruna, að hún vissi ekkert, skildi ekkert, og til vara, að þetta væri allt vondum þegar dæmdum bankamönnum að kenna.
Rændur maður þarf ekki vitneskju um sálarlíf, eða andlegar takmarkanir þeirra sem rændu hann, honum nægir að vita að hann var rændur.
Og hann hringir á lögregluna, kærir.
Ekki nema að hann eigi hagsmuna að gæta, að hann hafi haft hag af ráninu, eða verið hluti af ræningjahópnum.
Ekki ætla ég þjóðinni slíkt, andvaraleysi hennar í góðæri er þekkt.
En illan grun hef ég á ICEsave þjófunum sem núna gala hæst.
Þeirra minnast ekki á Gjöfina, þeir tala ekki um þessa 500 milljarða sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn afhentu vogunarsjóðunum á silfurfati.
Þeir tala um aflandsfélög, þeir upphrópa, gjamma hástöfum um allt nema það eina sem máli skiptir.
Að þjóðin var rænd.
Svona er Ísland í dag.
Svona eru valkostir hennar.
Annars vegar þekktir þjófar sem misstu völd.
Hins vegar fólk sem telur sig vart ráða við að reima skóreimar sínar, því það man ekkert, veit ekkert, skilur ekkert.
Svona er arfur Héðins, svona er arfur Óla Thors.
Í vasa auðs og fjárglæfra.
Stoltir erum við vér Sjálfstæðir menn.
Kveðja að austan.
![]() |
Bjarni: Græddi ekki á staðsetningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2016 | 22:43
Frjálshyggjan á flótta.
Undan almenningi.
Óttast kosningarnar.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er smán saman að átta sig á að það kýs enginn flokkinn nema gamalmenni, og þótt þau þrautpýnd hafi kosið flokkinn síðustu ár, þá endist ekki sú tryggð yfir gröf og dauða.
Þá er betra að fórna Friedman og Hayek.
Eftir stendur, hver axlar ábyrgðina á féflettingu undanfarinna ára??
Á því skítlegu eðli að hafa fé af fárveiku fólki???
Þeirri spurningu þarf að svara.
Kveðja að austan.
![]() |
Kostnaðarþátttökukerfið alveg kolrangt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2016 | 17:19
Vér morðingjar.
Það er það eina sem hægt er að segja jákvætt um síðasta líknaglann í kistu réttarfars og lýðræðis sem lýðveldi okkar var byggt á.
Áður voru dómstólar dómstólar réttarfars og lýðræðis.
Í dag, er aðeins spurt um fjármagns þess sem sækir að lýðréttindum, eða þarf að forðast dóm, hvort sem það er vegna eiturlyfja, eða auðs sem þarf órétt til að dafna.
Í dag er burðardýrið dæmt.
En aurinn sem fjármagnar, er ósertur, enda fæðir hann glæpamannalögfræðinga, hvort sem það er eitur eða fjármagn.
Í dag, er lífinu ógnað svo verktakar megi byggja.
En sagnfræðingar geta tengt, svona er arfur Héðins.
Samkrull jafnaðar og hinnar algjörar heimsku sem tengt er við sjóræningja.
Ef auður dafnar, þá má fólk víkja.
Sem er arfur Ingibjargar, sem er arfur kvenréttinda, sem er arfur þess fólks sem trúði á betri heim.
Í dag knúði það fram dóm fyrir auð og fjármagn.
Á morgun verður það einskis nýtt.
Sent í kvörnina sem endurnýtur trúgjarna stjórnmálamenn, sem þjónuðu, en eru ekki lengur nýtanlegir.
Kaffærðir í lýðskrumi lýðræðisins.
Sá sem betur þjónar mun fá hin stundarvöld.
Lýðræði in memorium.
Auðræði auðs.
Er það sem er.
Og þjóðin lútir höfði.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkið þarf að loka NA/SV flugbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar