13.3.2015 | 18:44
Upplifum við sögulega sátt??
Milli ESB og Framsóknarflokksins.
Báðir aðilar úti á túni, eins og sæmir sönnum bændaflokkum.
En hvað útskýrir þessa aumkunarverðu tilraun utanríkisráðherra til að skýra það sem enginn skilur.
Og allra síst hann sjálfur.
Eins og hann hafi sjálfur ekki lesið bréfið sem sent var einhverjum Lettum.
Hvaða lending er það að draga í efa að Lettarnir hafi áframsent bréfið, eða að talsmaður ESB hafi ekki lesið viðkomandi bréf?
Eða ekki skilið það.
Eða eitthvað.
Svona rugl fer langt með að toppa hina meintu björgunarpakka ESB, sem gerðu allt annað en að bjarga efnahag þeirra þjóða sem urðu aðnjótandi hinnar meintu björgunar.
En björguðu vissulega peningabröskurum og öðrum sem þrífast í sýndarhagkerfi fjármálaviðskiptanna.
Og vekur upp grunsemdir um að skrifað leikrit sé að ræða.
Samið í Brussel, en leikið af ráherrum út á túni.
Til þess eins að halda lífi í Ómálinu eina, umsóknarferlinu um aðild að ESB.
Ríkisstjórn, sem hefur traustan þingmeirihluta, og einarða stefnu um að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka, afgreiðir ekki mál á þann hátt sem utanríkisráðherra gerði með bréfi sínu til Lettneskra ráðamanna
Laumu, laumu eitthvað, er ekki leiðin til að ná fram þeim markmiðum að öllum sé ljóst að íslenska ríkisstjórnin hafi dregið umsókn síðustu ríkisstjórnar til baka.
Laumu, laumu eitthvað er hinsvegar kjörin leið til að halda lífi í hinni dauðu umsókn.
Einhvers konar Zombíu eða uppvakningur þess sem þegar var talið dautt.
Og þar sem við skulum ekki ætla að aulaskapurinn sé vegna þess að ráðandi ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu aular, þá hlýtur eitthvað annað að búa að baki.
Eitthvað sem Steingrímur Joð þekkir svo mæta vel til.
Eitthvað sem hægt er að kalla real pólitík, að þú farir ekki gegn vilja þeirra sem keyptu upp þrotaskuldir útrásarinnar.
Afnám gjaldeyrishafta er í farveginum.
Þar sem ætlað er að þjóðin blæði vegna fjármálaafglapa útrásarsnillinganna.
Besta leiðin til að fela þau landráð, er að skapa storm í vatnsglasi, þar sem ekkert vatn er að finna.
Að ná hinni sögulegri sátt við ESB, og þau fjármálaöfl sem framkvæmdarstjórn sambandsins þjónar.
Að vera út á túni eins og utanríkisráðherra lýsir svo pent.
Í dansi við hin myrku hagsmunaröfl.
Það er nefnilega ofmetin sögn að ráðamenn okkar séu aular.
Þeir vita hvað þeir eru að gera.
En hafa ekki kjarkinn til að segja frá.
Treysta á auðtrúun okkar.
Að við látum spila með okkur út í hið óendalega.
Og svei mér þá, ég held að það takist.
Núna sem oft áður.
Leikritið er allavega fyrir fullu húsi.
Kveðja að austan.
![]() |
Talsmaður ESB úti á túni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2015 | 17:46
Píratar afhjúpa sig.
Sem kostuð deild úr ranni vogunarsjóða.
Það vita allir að ófrávíkjanlegt skilyrði ESB fyrir inngöngu í sambandið er að vogunarsjóðir verði greiddir út á fullu verði, fyrir skattfé almennings.
Auðnin ein verður eftir í ríkisfjármálum gangi það eftir.
Níðingsskapurinn gagnvart vinnandi fóli er síðan sér kapítuli.
Grísku flugfreyjurnar sem WoW réði fyrir um 60. þúsund á mánuði er nýlegt dæmi þar um.
Dæmi sem illa innrættir frjálshyggjumenn telja til eftirbreytni.
Sem og Píratar.
Gífurlegt atvinnuleysi meðal ungs fólks, sem og almenn fátækt jaðarhópa, sem og ófaglærðra verkamanna er annað einkenni ESB.
Eitthvað sem talsmaður Pírata grenjar svo mikið yfir að hann kann engin orð yfir vonbrigði sín.
Orð sem segja allt um innihald og innræti hjá þessu ágæta fólki.
Sem tók við af Bjartri framtíð sem bjánaframboð Íslands númer eitt.
Kostað og gert út af þeim sem ætla að þúsundfalda hrægammafjárfestingu sína á kostnað almennings og þjóðar.
Píratar eru ekkert, nema ávinningur þeirra.
Froða eins og froðukrónur braskarana.
Peð í þjónustu hinna ofurríku.
Sem vilja sitt, og engar refjar.
Þeim er þjónað, engum öðrum.
Kveðja að austan.
![]() |
Kann engin orð yfir vonbrigðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2015 | 20:20
Kári er kurteis maður.
Hver eru rök Vilhjálms og félaga??
Samkvæmt útvarpsviðtali á Rás 2.
"Ríkið notar skattfé til að fjármagna lager í áfengisverslunum á landsbyggðinni".
"Skattfé almennings notað til að jafna út áfengisverð á landsbyggðinni".
"Skattfé sem má nota í brýn samfélagsleg verkefni eins og heilbrigðisþjónustu eða samgöngur".
Svipuð rök eins og að halda því fram að Þorsteinn Már kaupi togara handa Samherja fyrir heimilispeninga sína.
Algjörlega horft framhjá að kostnaður versus hagnaður, ákveður afkomu fyrirtækja, og frá því að elstu menn muna þá hefur ÁTVR greitt arð í ríkissjóð.
Svona fávitarök segja allt sem segja þarf um andlegt atgervi viðkomandi, sem og þá sem gleypa við þeim athugasemdarlaust.
Kári Stefánsson viðhafði ekki ummæli sín að ástæðulausu, en hann er kurteis maður, og reyndi því að draga úr.
Eitthvað sem viðkomandi þingmaður áttar sig ekki á.
Og því miður er þetta ekki undantekning í Sjálfstæðisflokknum.
Kveðja að austan.
![]() |
Ummælin dæma hann frekar en mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2015 | 17:58
Höndin sem fóðrar skýrir tilurð svokallaðra "afneitunarsinna".
Hvaða niðurstöðu viltu, og við skulum rökstyðja hana.
Hvort sem að tóbaksreykingar séu heilsusamlegar, sykur sé valfrelsi en ekki fíkn, eða allt sé í góðu lagi með blessað loftslagið.
Svipaða sögu má segja um hagvísindin, þar reyna keyptir hagfræðingar að ljá bábiljum frjálshyggjunnar fræðilegan búning.
Sem dæmi má nefna það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi var náunginn í útvarpsviðtalinu sem staðhæfði að ríkisvaldið notaði skattfé sitt til að fjármagna lagar á áfengi útá landsbyggðinni, og skattfé til að jafna út áfengisverð.
Eða hagfræðingurinn sem kenndi gjaldeyrishöftunum um lélega framleiðin í atvinnulífinu eftir Hrun.
Rótin af því fyrra er gróðavæntingar smásala, seinna bullið er hluti af þeim hráskinsleik sem vogunarsjóðir kosta og heitir "afnám gjaldeyrishafta".
Kolefnaiðnaðurinn er stærsti einstaki kostunaraðilinn í bandarískum stjórnmálum, og það útskýrir hina meintu afneitunarumræðu þar.
Jafnframt fóðrar hann ýmsar hugveitur hægri manna sem hafa tengsl um alþjóðlega heim frjálshyggjunnar.
Markmiðið er frítt spil í umhverfismálum því flestar nýjar olíulindir eru á viðkvæmum svæðum sem hingað til hafa verið látin í friði.
Sem og nýjar vinnsluaðferðir eins vinnsla á olíu úr "olíusandi" í Norður Kanada eða hin svokallaða Frackin aðferð þegar kemísku vatni er dælt í jörðu og upp kemur gas, valda umhverfisspjöllum á áður óþekktum skala.
Í stað þess að rökræða málin, þá er staðreyndum afneitað.
Vísindamenn gerðir tortryggilegir með því að ætla þeim annarlegar hvatir, þeir séu til dæmis kommúnistar, femínistar eða samkynhneigðir. Og algjört must að taka fram að þeir séu fylgjandi fóstureyðingum, og trúi á þróunarkenningu Darwins.
Virkar í Bandaríkjunum, og því miður mengar hægri menn í öðrum vestrænum löndum.
Á meðan eykst vandinn og skapadægur mannsins nálgast.
Það þarf ekki að hlýna mikið í viðbót til að ómælt magn gróðurhúslofttegunda losni úr sífrera Síberíu, og það þarf ekki að hlýna mikið til að Grænlandsjökull ákveði að skríða allur í sjó fram.
Afleiðingin áður óþekktar hörmungar sem engan endi mun taka.
Vissulega hafa áður komið skeið í jarðsögunni þar sem öfgar í veðurfari hafa gert stóran hlut jarðar óbyggilegan þeim lífverum sem þá lifðu.
Með tilheyrandi útrýmingu.
Rökin, að þetta hafi allt einhvern tímann gerst áður, afhjúpa óendanlega forheimsku, sem og algjöra dauðahvöt.
Maðurinn er þegar það fjölmennur að hann þolir ekki öfgafullar sveiflur í veðurfari, sveiflur sem á forsögulegum tíma gat leitt til útrýmingar alltaf að 80% þekktra lífvera.
Og fólkið sem verður fyrir barðinu á þurrkunum eða hækkun sjávarborðs, það mun ekki deyja drottni sínum mótþróalaust.
Það mun leita til þeirra svæða sem byggilegri eru, og það mun ekkert geta stöðvað för þess.
Við erum eitt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og hörmungar eins, munu að lokum verða hörmungar allra.
Það er ekki tilviljun að siðaður maður sagði fyrir 2.000 árum síðan að við ættum að gæta bróður okkar, því þeirri grundvallarlífsspeki liggur von mannsins og lausn.
Í samkennd í stað sérhyggju.
Í Hagfræði lífsins í stað hagfræði auðsins.
Við erum að falla á tíma.
Því tíminn bíður ekki.
Hann hefur sinn gang.
Hann getur hönd hins sígráðuga ekki fóðrað.
Kveðja að austan.
![]() |
Reyndu að stöðva mynd um afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2015 | 13:40
Það er víst hægt að verða mjög ríkur af þrælahaldi.
Segja þeir.
Löglega að sjálfsögðu, hvað annað.
Ekki amalegt fyrir menn með slíkar kenndir að hafa regluverk Evrópusambandsins að baki sér.
En uppgangur þrælahaldara ræðst samt að einu sem þeir geta ekki stjórnað.
Að til sé neytandi sem nýti þjónustu þeirra.
Svo spurningin er, hvar liggur siðferðisbresturinn???
Hjá stuðningsmönnum Evrópusambandsins??
Hjá þeim sem nýta sér reglur Evrópusambandsins til að þrælka náungann??
Hjá þeim sem nýtur góðs af??
Það er nú það.
Kveðja að austan.
![]() |
Reiknar með 65% vexti í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2015 | 14:57
Jafnrétti eflir Landsbankann.
En réttlæti eflir þjóðina.
Óréttlæti er forsenda hagnaðar bankans, eitthvað skráð jafnrétti fær því engu breytt.
Á meðan blæðir almenning.
Réttlát fjármálastarfsemi.
Réttlát stjórnun.
Útópía raunveruleikans, ein af forsendum Hagfræði lífsins.
Okkar val.
Okkar valkostur.
Kveðja að austan.
![]() |
Jafnrétti eflir Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2015 | 13:25
Þegar skuld er töpuð.
Þá er hún afskrifuð.
Ekki nema að sá sem á skuldina getur keypt stjórnmálmenn til að setja hana á almannasjóði.
Þessi frjálshyggja, að taka hagsmuni hinna ofurríku fram yfir hagsmuni almennings, er fjármálstefna ESB í hnotskurn.
Og þeir sem vilja í ESB, og þeir sem styðja ESB, bera fulla ábyrgð á þeirri frjálshyggju.
Að eyða samfélögum svo þeir sem eiga pappírspeninga geti breytt þeim í raunverðmæti.
Á Íslandi fjárfestu peningaeigendur í Steingrími Joð og flokki hans.
Fyrir áttu þeir Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og hluta af Framsókn.
En gleymdu að fjármagna forheimskuna og lygina, og því fór sem fór.
Þjóðin sigraði í ICESavedeilunni, hin keypta lygi dugði ekki til.
Í dag ógna nýjar skuldir framtíð okkar og velferð, þar sem peningaeigendur bættu við í safn sitt bjánaframboðinu, og hinu sem er ekki þessa heims, og sáu til þess að Andstaða þjóðarinnar á engan málssvara á Alþingi.
Og uppkeyptir fjölmiðlar þegja.
Því skuldir eru ekki afskrifaðar.
Ekki þegar afskriftin er hærri upphæð en kostnaðurinn við að kaupa pólitískt kerfi heillar þjóðar.
Og prinsippsins vegna þá fær Reykjanesbær ekki afskrifað, ekki nema það sem fræðilega er ómögulegt að innheimta, þegar allt umfram nauðsynlega rennur í skuldahít sjálfstæðismanna.
Eins og það sé tilviljun að Reykjanes féll.
Eða Ísland frjálshyggjunnar 2008.
Eða það sé tilviljun að eina markmið formanns Sjálfstæðisflokksins, sjálfs fjármálaráðherra þjóðarinnar, sé að koma froðukrónueign á almannasjóði.
Langtímaskuldabréf, ríkisverðbréf, hvað sem allt þetta kjaftæði heitir.
En á það sameiginlegt með skuldum Árna Sigfússonar, að aðrir borga.
Ekki flokkurinn, ekki flokksmennirnir sem kusu feigð í stað framtíðar.
Og út í Móum þegir Davíð, reyndar síröflandi um hið fallandi ESB, eins og einhver ætli inní þá dauðahringekju.
Þegjandi þegir hann á meðan þjóðin er seld.
Á meðan hrægammar fljúga á braut, troðnir blóðpeningum þjóðarinnar sem hann afrekaði að leiða lengst allra forsætisráðherra.
Þegjandi á meðan sagan mun troða skítnum á ráðherratíð hans.
Því þögn leiðtogans er hið þegjandi samþykki sem dvergurinn sem á eftir kom réttlætti landsölu sína.
Og hinir flokkstryggu taka möglunarlaust við skuldabyrðinni, þeir vita sem er að megin hluti hennar lendir á öðrum en þeim.
Þeir eru eins og maðurinn sem bjargaði loftbelgnum með því að henda næsta manni út.
En hinn flokkstryggi, og formaður hans, sem og hinn þegjandi fyrrverandi, sem fær að vísu fyrir náð fjármagnsins og skáldsins sem keypti blaðið, að gjamma um ESB og Pútín, ásamt því að skrifa lofrullur um málhaltan fyrrverandi forseta í Villta vestrinu, gleyma einu.
Gleyma að sagan er aldrei til sölu.
Að sagan er ekki keypt.
Töpuð skuld sem sett er á almenning.
Er alltaf óhæfa, smán þeirra sem að komu.
Líka þeirra sem þögðu.
Smán þeirra sem gjömmuðu í flokkstryggð sinni og vesaldómi.
Enginn rífst við arfleið sína.
Kveðja að austan.
![]() |
Þurfa að snúast um afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2015 | 10:39
Ríkistekjur sjaldan meiri.
En þegar þjófar í þjónustu hrægamma, ráðstafa þeim
Þá visnar samfélagið smán saman upp.
Hvort sem það er heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið, eða fjárfesting í framtíðinni.
Froðukrónan étur upp samfélagið.
Vextir og vaxtavextir á tilbúnum skuldum fá hvern aur sem er afgangs.
Fjármálaráðherra kokkar hina eitruðu sýrusúpu í þágu aflandskrónueiganda, þeirra sem töpuðu á græðgifjárfestingum sínum haustið 2008, en fjárfestu í stjórnmálamönnum, bæði í hruninu líkt og Steingrími og Steingrími, sem og í núinu, Bjarna og Bjarna.
Þjóðin hefur sjaldan haft það betra, það er sá hluti hennar sem ekki er sjúkur, einstæður, eða glímir við ómegð, eða atvinnuleysi.
Hún fer í sólarlandaferðir, hún kaupir lúxus, það er þeir sem borga ekki skatta í boði frjálshyggjunnar, hún kaupir bíla.
En fjárfestir ekki í innviðum.
Með öðrum orðum, hún étur útsæði sitt.
Er södd og glöð.
Á meðan útsæðið dugar.
Á meðan ekki kemur morgundagurinn.
Sjaldan höfum við aflað eins mikið.
Sjaldan höfum við séð af eins miklu.
Útí loftið.
Í ekki neitt.
Á meðan grætur framtíðin.
Þjóðin telur ekki að hún sé þess virði að verja.
Hún dagar uppi.
Í vasa vogunarsjóða.
Og reyndar líka hinna ofurríku.
Þeirra sem eiga flokkinn.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkistekjur sjaldan meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2015 | 22:51
Ber Árni hina raunverulegu ábyrgð??
Burtséð frá hrokanum sem skín út úr orðum manns sem taldi tekjur ekki þurfa að hamla framkvæmdargleði sína, enda höndlaði hann með annarra manna fé.
En stefna Árna lá alltaf fyrir.
Sem og fjárhagsstaða á hverjum tíma, og ríkisútvarpið sá samviskusamlega um að útvarpa.
Samt hlaut hann góða kosningu 2008, og hefði sjálfsagt unnið síðustu kosningar líka hefði ekki komið til klofningur í flokki hans.
Staðreyndin er sú að kjósendum Sjálfstæðisflokksins var slétt sama þó Reykjanesbær væri gjaldþrota.
Þeir kusu sinn flokk, sama hvað á gekk.
Ógæfa Reykjanesbæjar er aðeins sú, að þeir eru í meirihluta í byggðarlaginu.
Svo ef einhver á að axla ábyrgð, þá eru það kjósendur flokksins.
Ef það er eitthvað réttlæti í heiminum þá ætti þeir að vera skaðabótaskyldir gagnvart þeim minnihluta sem þeir svínuðu á.
En það er ekki svo því meirihlutalýðræði er ekki réttlátt.
Það endurspeglar aðeins skoðanir meirihlutans.
Við sjáum þetta í landsmálunum.
Núna þegar Landssalan hin síðari er komin á fullt skrið.
Almannasjóði á að skuldsetja svo hægt sé að greiða út verðlausa froðukrónur til handahafa þeirra, sem flestir eru kenndir við hrægamma.
Hinn almenni sjálfstæðismaður mun verja landssöluna fram í rauðan dauðann.
Og fagna því svo þegar almannafyrirtæki verða einkavædd undir yfirskininu; "grynnkum á skuldum".
Söguleg nauðsyn verður þetta kallað, líkt og kommar kölluðu hungursneyðina í Úkraínu á sínum tíma.
Við hin sitjum svo uppi með brúsann, og niðurbrotna almannaþjónustu og úrsérgegna innviði því froðukrónuskuldin mun sjúga til sín allt umframfé.
Hver er réttur okkar gagnvart hinum hundtrygga flokksmanni??
Sem er náttúrulega enginn.
En á það að vera svoleiðis um alla framtíð.
Eru stjórnmál aðeins spurning um nóga peninga til að heilaþvo lýðinn???
Mun hið skítuga fjármagn stjórna okkur um aldir og ævi??
Erum við aftur kominn á byrjunarreit fyrir daga lýðréttinda og mannréttinda??
Því auðræði, hin algjöru yfirráð hinna örfáu, leiðir alltaf til undirokunar og örbirgðar fjöldans.
Um annað kann sagan engin dæmi.
Reykjanes er aðeins upphafið af því sem koma skal.
Því þjóðin telur sig steingelda, sér ekki lífið sem hún þarf að vernda.
Kveðja að austan.
![]() |
Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2015 | 15:52
Áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Áróðurinn er greinilega ekki að virka.
Kveðja að austan.
![]() |
Meirihluti andvígur einkavæðingu ríkisfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar