13.2.2015 | 11:20
Er Sjálfstæðisflokkurinn skjólvörn skattaundanskotsmanna??
Er flokkurinn í herferð gegn skattrannsóknarstjóra??
Er skattaundanskotslistinn jarðsprengjusvæði fyrir kvótakerfið??
Mun Stóra ferðatöskumáli fella Bjarna.
Mun Brynjar Níelsson þurfa að segja af sér vegna hótana við opinberan embættismann sem reynir að afla gagna um skattalagabrot íslensks auðfólks??
Kemur nafnalistinn sér illa við eigendur Morgunblaðsins??
Þessar spurningar og fleiri koma upp í huga manns eftir hina ótrúlegu atburðarrás síðustu daga eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti pirraður í viðtal á Ruv og missti úr sér klaufaleg ummæli um eimbætti skattrannsóknarstjóra, ásamt því að gera gárungum færi á sér með því að myndlíkja vandann við að útvega nafnalistann við stóra ferðatösku, fulla af seðlum.
Víkjum fyrst af því sem Bjarni sagði, vitnum í frétt Mbl.is.
Mér hefur þótt þetta mál vera að þvælast hjá embættinu alltof lengi og að ekki hafi allt staðist sem þaðan hefur komið, segir Bjarni við RÚV. Eins og til dæmis þegar embættið færir þær upplýsingar í ráðuneytið að gögnin standi til boða fyrir tiltekna hlutfallsfjárhæð af innheimtum skatttekjum sem myndi leiða af upplýsingunum. En eitthvað allt annað kemur í ljós síðar. Og auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna..
Mér persónulega fannst þetta fyndið, og fyrst ég blogga alltaf í viku, þegar ég á annað borð byrja að blogga,til að sjá stöðuna á topptíulistanum þá ákvað ég að gera þessi kostulegu ummæli Bjarna um ferðatöskuna að þemaefni vikunnar. Enda næstum óendanlegir fletir til að velta sér uppúr því. Eins tók ég eftir því að íhaldsbloggurum var svo lítið skemmt, að þeir þögðu allir sem einn, með einni góðri undantekningu sem fjallaði á málefnalegan hátt um að ekki væri víst að svona gögn kæmi að gagni, og rakti gang mál í sambærilegu dæmi frá Þýskalandi. Góð grein eins og oft áður hjá þeim bloggara, og maður varð fróðari á eftir.
Skattrannsóknarstjóra var hins vegar ekki skemmt, og hún er ekki hrædd við Bjarna, sem er ekki skrýtið eftir Umboðsmaður Alþingis flengdi Hönnu Birnu.
Á þriðjudaginn sendi hún frá sér fréttatilkynningu þar sem skýrt kom fram hverjum tafirnar væri að kenna. Bjarna og ráðuneytinu hans.
Að minnsta kosti annað þeirra tveggja skilyrða sem fjármála- og efnahagsráðherra setti fyrir kaupum á gögnum um meint skattaundanskot íslenskra félaga telst ekki uppfyllt og endurskoða þarf hitt. Ráðuneytið hefur ekki svarað bréfi skattrannsóknarstjóra frá 27. janúar um hvort halda eigi áfram með málið.
Skilyrðin tvö voru annars vegar að ekki yrðu gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir og hins vegar að mögulegt væri að skilyrða greiðslur til seljenda gagnanna við hlutfall af innheimtu.
Eðli málsins vegna uppfylla þessi gögn ekki þessi skilyrði þar sem þau eru uppljóstrun í ágóðaskyni.
Að setja skilyrði sem ekki er hægt að uppfylla er þekkt aðferð til að svæfa mál, og ef einbeittur vilji er hjá viðkomandi stjórnsýsluembætti að láta ekki málið svæfast, þá er lengi hægt að þæfa málið fram og til baka, á meðan listamenn geta gert ráðstafanir um varnir.
Skattrannsóknarstjóri á erfitt um vik að fara gegn yfirmanni sínum, en þegar að ráðherra lætur svo lítið að kenna honum um að þófið, þá á skattrannsóknarstjóri aðeins 2 kosti í stöðunni, að svara fyrir sig, eða segja af sér líkt og Lögreglustjórinn í Reykjavík gerði.
Vörn Bjarna fólst fyrst í að segja að "þetta aldrei hafa verið ófrávíkjanlegt skilyrði, heldur einfaldlega árétting um að ráðuneytið styddi embættið í því að sækja gögnin með þessum hætti" en Bjarni komst fljótt að því að jafnvel auðtrúustu flokksmenn hans gátu ekki fundið flöt á lógíkinni í hundalógíkinni.
Nauðvörn hans fólst því í afdráttarlausri yfirlýsingu; sem sett var fram með stríðsletri í frétt Mbl.is, sem ég næ vonandi að kópera, því fyrirsögin var svo flott;
Bjarni: Ekkert skattaskjól hjá mér.
Teningunum kastað, hann ætlaði ekki lengur að þvælast fyrir.
Þar með átti málið að vera komið í farsælan farveg fyrir Bjarna og flokkinn, og á leið þess um stjórnkerfið var örugglega hægt að finna ýmsa steinana til að hnjóta um.
Ummælin um ferðatöskuna, og hin 8 mánaða töf myndi gleymast ef gögn kæmu heim. Það yrði bara tuð að minnast á slíkt á sigurstund.
En það gerðist eitthvað sem er óskiljanlegt, nema maður fari virkilega að taka mark á því að flokkurinn þoli ekki birtingu nafnalistans.
Ágætur íhaldsbloggari, einn sá altraustasti hér á Moggablogginu, fann þann flöt að ríkið gæti ekki verið að kaupa ólögleg gögn með þeim hætti að ekki stæðist lög um útgáfu reikninga og innheimtu virðisaukaskatts.
Og alltí einu var þögnin rofin, hver um annan héldu menn ekki vatni yfir slíkri ósvinnu. Laga og reglna skyldi gæta, menn styrktu ekki þjófa, og svo framvegis.
Flokkurinn átti sem sagt að vera skattaskjól fyrir vini sína og velunnara.
Bjarni fékk ekki að ná stjórn á málinu, koma því út úr hinni neikvæðu umræðu sem klaufaskapur hans bar ábyrgð á, og leiða það farsællega til lykta, bæði fyrir þjóð og flokk.
Og ganga svona gegn formanninum er ekki gert nema miklir hagsmunir máttarstólpa eru í húfi.
Ég fékk þá athugasemd við einhvern stríðnispistil minn, að ef það kæmi í ljós að nöfn kvótahandhafa væri á þessu lista, þá væri eðlileg viðbrögð samfélagsins að svipa þá kvótaréttindum sínum.
Veit nú ekki alveg, en ég veit að spjótin myndu standa bæði á viðkomandi kvótaeigendur, sem og kerfið sem gerði þeim fjárbrask sitt kleyft.
Nefni þetta sem dæmi, margir aðrir hagsmunir gætu legið undir.
Vissulega aðeins pælingar, en þegar þingmaður hótar til að stöðva skattrannsókn, þá er ljóst að eitthvað mikið, mikið mikið er undir.
Brynjar Níelsson er ekki lengur lögmaður útí bæ að tjá sig, hann er þingmaður stjórnarflokks, og það segir, verður að skoðast í því ljósi.
Hann er hvorki ég eða þú lesandi góður.
Hann er sendiboði, sem hefur vald til að standa við hótanir sínar.
Ætla ekki að hafa þetta lengra.
Hef ekki tíma til þess, en það hefði verið gaman að hnykkja á hinni bráðfyndnu málsvörn hinna alheilögu sem vilja ekki að hróflað sé við skattsvikurum ef prinsipp þeirra er í húfi.
Vil aðeins nefna að ríkisvald gerir ýmislegt sem við hin megum ekki.
Það til dæmis skýtur fólk á færi, ef það telur aðstæður krefja svo, það hlerar síma okkar, og svo framvegis.
Og útí hinum stóra heimi eru sérstakar stofnanir um svona starfsemi, kallaðar leyni eitthvað. Þar vita menn að þjóðríki þurfa að verja sig gegn ytri sem innri ógnum.
Vissulega má ræða prinsipp rök hinna alheilögu, en þegar prinsipp þeirra dúkka aðeins þegar hagsmunir hins skítuga fjármagns eru í húfi, þá er ekki orðum eyðandi á rökfærslu þeirra.
En nóg í bili.
Góða fótboltahelgi.
Orðið er laust, líka fyrir aulahúmora.
Ég verð ekki á vaktinni.
Kveðja að austan.
13.2.2015 | 09:19
Skálkaskjól glæpamanna.
Er sá banki sem stofnar útibú í skattaskjóli.
Það er tilgangur stofnun útibúsins, að varðveita illa fengið fé, að þvo illa fengið fé, að veita illa fengnu fé skattahjálp.
Og það er aðeins glæpafólk sem skiptir við slíka banka.
Skiptir engu þó taglhnýtingar þess í stjórnmálastétt hafi gert marga fjárglæpi þess löglega með Tortillum sínum, aflandsfélögum og svo framvegis.
HSBC bankinn er alls ekki undantekning, það er enginn heiðarlegur banki í þessum bransa, ekki frekar en það er til heiðarlegur maður í eiturlyfjasölu.
Við erum bara svo samdauna hugmyndafræði frjálshyggjunnar í þágu fjárglæpafólks, að teljum orðið hið afbrigðilega vera hið eðlilega, að löggjöfin leyfi allskonar ófélögum, kennd við eignarhald, afland eða ekkert land, að eiga og reka fyrirtæki í þeim eina tilgangi að skjóta fjármunum undan.
Ófélög, sem eiga heima í skúffum og eru ekkert annað en kennitalan.
.
HSBC bankinn var aðeins óheppinn, það eina sem fjárglæframenn geta ekki keypt, það eina sem þeir geta ekki varist, er græðgin sem sér fjárvon í að koma uppum þá.
Forsenda rannsóknar rannsóknarblaðamannanna sem afhjúpuðu HSBC bankann voru illa fengin gögn í auðgunarskyni svo ég vitni orðrétt í Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem notaði þessi orð til að hóta skattrannsóknarstjóra fangelsisvist ef hún vogaði sér að koma upp um velunnar og fjárhagslega bakhjarla flokksins.
Og blaðamaður Morgunblaðsins setti af smekkvísi sinni sem fyrsta link við þessa frétt.
Hótanir um fangelsisvist er síðasta úrræði fjárglæpamanna, að stjórnmálamenn í vasa þeirra séu nógu öflugir til að geta beitt réttarkerfinu til að þagga niður í þeim sem nýta sér illa fengin gögn í auðgunarskyni til að koma upp um fjárglæpi og fjárglæpamenn.
Þekkt er dæmið þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra hótaði þeim sjómönnum sem segðu frá brottkasti, málssókn og fangelsisvist, er þeir segðu frá.
Hótun sem stöðvaði ekki brottkast, en stöðvaði opinberar frásagnir af því athæfi.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki nýtt eignarhald sitt á bönkum eftir Hrun til að rannsaka íslensku skálkaskjólin.
Íslenskir rannsóknarblaðamenn hafa ekki reynt að svipta hulunni af þeirri starfsemi.
Enda fara menn ekki gegn hendinni sem fæðir þá.
En Stóra ferðatöskumálið hefur gjörbreytt landsslaginu á örfáum dögum.
Einstaklega klaufaleg ummæli fjármálaráðherra hafa séð til þess að allt í einu fann stjórnarandstaðan rýtinginn sem nær inní valdahjarta Sjálfstæðisflokksins.
Eina spurningin hvort valdaþráin nái að yfirvinna sælutilfinningu fóðurgjafarinnar, því ekki er víst að höndin sem fæðir, haldi áfram að fóðra.
Í næsta pistli, sem ég ætla að slá inn áður en ég held á vit knattspyrnuævintýra, mun ég fjalla nánar um kviksyndið sem fjármálaráðherra kom flokk sínum í.
Því ef ekki tekst að þagga niður í skattrannsóknarstjóra, með hótuninni um að láta ríkislögreglustjóra handtaka hana, og ef á listanum séu raunverulega nöfn sem koma flokknum illa (af hverju annars þessi grímulausa hagsmunagæsla??), og vegna forsögu málsins, þá er fullt tilefni fyrir rannsakendur, eins og ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis, að rannsaka afskipti flokksins af eðlilegri stjórnsýslu.
Fordæmið er komið, set-uppið með Hönnu Birnu gæti orðið að búmmerang sem að lokum felldi Bjarna.
Og þá, og þá, verður allavega ekki gaman að vera íhaldsbloggari á Moggablogginu.
Skítugur upp að öxl að verja hið óverjanlega.
Hver skyldu þolmörkin annars vera?
Kveðja að austan.
![]() |
Glæpamenn fundu skjól hjá HSBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 22:56
Verður hann ekki bara með fjármálaráðgjöf á Hrauninu?
Vanur maður, fúsir nemendur.
En án djóks, eðlilega bregður mönnum í brún að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
En þegar menn leggja allt undir í lífróðri sínum, og tapa, þá er ekki við öðru að búast.
Og fátt annað um málið að segjan.
Annað en að réttarkerfið virkar.
Sem sannast endanlegar þegar verðtryggingin verður dæmd ólögleg.
Sá dagur kemur.
Kveðja að austan.
![]() |
Dómurinn kom Sigurði á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 13:52
Taglhnýtingur skattaskjólsmanna tjáir sig.
Sem þýðir að öllu er tjaldað til, jafnvel trúverðugleiki Brynjars Níelssonar er fórnað svo að skattaþjófar þurfi ekki að standa skil gjörða sinna.
Eitt hvað það er aumkunarvert að lesa pistla mætra íhaldsbloggara sem telja það ósvinnu að skattaundanskotsmenn séu felldir á sínu eigin bragði, með inside upplýsingum sem eðli málsins vegna geta aldrei verið löglegar fengnar.
Því stjórnmálamenn í vasa skattaglæpamanna, sem og annarra fjárglæpamanna setja lögin.
Frjálshyggjan varð ekki til úr engu, hún fjármagnaði sig ekki sjálf, ekki frekar en voðamennirnir í Ríki Íslams.
Aur og króna er þar alltaf að baki.
Brynjar naut þess þó að hafa koma nýr inn, líkt og sálufélagi hans Vilhjálmur Bjarnason, og þeir gegndu því hlutverki að láta svo líta út að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lært af Hruninu, að tengsl hans við fjárglæframenn væru ekki normið, heldur væri pláss fyrir gagnrýna menn.
En þegar mikið liggur við, líkt og þekkt er úr glæpasögum Colins Forbes, þá afhjúpa sofandi eigentar sig þegar húsbóndinn sendir inn lykilorð. Þekkt dæmi úr sögu sovéskrar árásarstefnu.
Og Brynjar kom í ljós.
Sagði að skattrannsóknarstjóri færi í fangelsi ef hann keypti gögnin um húsbændur sína.
Vissulega er aumt að vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar fjárglæpamenn stýra þingmönnum og ráherrum flokksins líkt og leikbrúður væru.
En samt, að kaupa þessi rök, það gerir aumingjagreyin í VinstriGrænum að englum í þessum samburði.
Illt er að vera hálfviti til að geta kosið valdaflokk.
Skattaglæpamenn, fjárglæpamenn eiga stjórnmálamenn, og ekki neitt sérstakt leyndarmál að þeir eiga þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en þessir sömu þingmenn geta ekki hótað embættismönnum þjóðarinnar, að þeir verði ákærðir ef þeir ganga gegn glæpnum.
Hinir keyptu stjórnmálamenn geta sett lögin, þeir geta reynt að hindra framgang réttvísarinnar líkt og frægt var í lekamálinu, en þeir geta ekki keypt lýðræðið, allavega ekki ennþá.
Þegar lögin eru hliðholl fjárglæpamönnum, þegar endurskoðendur og lögfræðingar eru keyptir, þá ógnar ekkert starfsemi þeirra, nema eitt.
Það eitt að einhver sjái sér fjárvon í að koma upp um þá.
Sem er aldrei löglegt, þarf ekki að ræða það.
En virkar, bæði sem forvörn, sem og að láta fjárþjófa sæta ábyrgð gjörða sinna.
En virkar ekki til fulls, nema hinir keyptu þurfi líka að svara til saka.
Bjarni bar að sér sakir.
En aðrir tóku upp keflið.
Og Mogginn spilar með.
Sem aftur vekur upp spurningar um listann sem er til kaups.
Skyldi kvóti hafa slysast í skattaskjól??
Veit ekki, en viðbrögð Moggans eru furðuleg.
Það stóð ekki í hausnum að hann væri blað undanskotsmanna og skattaþjófa.
En samt, fréttin talar.
Kveðja að austan.
![]() |
Sætir það fangelsi að kaupa gögnin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2015 | 16:23
Réttur glæpamanna til réttlátrar málsmeðferðar.
Er grundvallarhornsteinn málflutnings glæpamannalögfræðinga þegar þeir hindra dóma yfir skjólstæðingum sínum.
Þess vegna eru aðeins leigumorðingjar mafíunnar dæmdir, þess vegna er aðeins skúringarkonan ákærð þegar fjármálaglæpir eru annars vegar.
Þess vegna þrífst ekki skipulögð glæpastarfsemi, hvort sem það er eiturlyfjasala, mansal og vændi, eða fjárglæfrar hvítflibbanna, nema að glæpahyskið fjárfesti í lögfræðingum og dómurum sem túlka lögin, og stjórnmálamönnum sem glæpaviðmiða alla löggjöf.
Glæpaviðmiðuð löggjöf er löggjöf þar sem glæpamenn, það er ef þeir eru skipulagðir og stórtækir, komast upp með glæpi sína og misgjörðir.
Þessi frétt Mbl.is er síðasta nauðvörn góðvina fjármálaráðherra, að vitna í glæpaviðmiðaðan hollenskan dóm þar sem skattaglæpamenn sluppu því þeir höfðu ekki skrifað fyrirfram uppá leyfi að upp um þá yrði komið.
Klassískur dómur glæpaviðmiðaðs réttarkerfis þar sem réttur glæpamanna er algjör, en samfélagsins sem þeir mergsjúga, enginn.
Og eitthvað lektor grey er fengið til að kvitta uppá viskuna.
Að samfélagið megi ekki takast á við skipulagða glæpastarfsemi.
Og keyrir sjálfsagt heim á nýjum bíl fyrir greiðvikið.
Afhverju gat Morgunblaðið ekki tekið fjármálaráðherra trúanlegan þegar hann sagði að embætti hans væri ekki skattaskjól fyrir góðvini hans?
Og leyft síðan Bjarna að svæfa málið í friði.
Af hverju þarf að toppa dæmisöguna um ferðatösku fulla af seðlum?
Var ekki aulahátturinn nægur fyrir??
Sjá menn ekki að ef glæpamannalögfræðingar geta frýjað skjólstæðinga sína refsiábyrgð, með tilvísun í einhverja ólöglega öflun gagna, formsatriði, liti á réttarskjölum, eða öðru því sem glæpamannalögfræðingar komast upp með í glæpamannaviðmiðuðu réttarkerfi, þá só bíí it.
Þá er eitthvað alvarlega mikið af löggjöfinni, hagsmunaaðilar glæpa og fjársvika hafa þá of lengið komið að samningu hennar, og því er mjög einfalt að kippa í liðinn.
Með því að afglæpamannavæða löggjöfina, og gera atferli glæpamannalögfræðinga refsiverða.
Lögsækja skattsvikarana aftur, og það afturvirkt.
Keyptir lögfræðingar, keyptir stjórnmálamenn, keypt löggjöf á ekki að vera þeirra skjól.
Þar fyrir utan má leita fordæma hjá Sámi frænda fyrir vestan.
Morð, eiturlyfjasala, melludólgsháttur, fjárhættuspilasvindl, allt þetta hefðbundna sem mafían gerir, máttu glæpamannalögfræðingarnir nýta alla sína lagakróka til að fá glæpahundaskjólstæðinga sína sýknaða.
En þegar tekjur ríkisins voru annarsvegar, þá var eins gott að bókhaldið væri í lagi, og skattsvikarinn naut ekki vafans.
Þess vegna var Al Capone dæmdur fyrir skattsvik, ekki þau ótal morð og aðra glæpi sem hann bar ábyrgð á, og gjörspillt réttarkerfi lét hann komast upp með.
Og sama má segja um aðra þá mafíuforkólfa sem hafa hlotið dóm þar vestra, skattsvik urðu þeim flestum að falli.
Þar nutu þeir ekki réttlátrar glæpamannamálsmeðferðar.
Frjálshyggjustjórnmálamenn okkar dýrka vestrið.
Það væri stílbrot er þeir hundsuðu þetta fordæmi þess.
Nauðvörn góðvina Bjarna, þó keypt væri inní Morgunblaðið, er því prump eitt.
Mogganum til skammar, hinu akademísku húsi sem hýsir lektorinn til vansæmdar.
Og Bjarna til óþurftar.
Því Bjarni lýsti því yfir að hjá honum ætti góðvinir ekkert skattaskjól.
Og hvað sem sagt verður um þennan ættarlauk Engeyjarættarinnar, þá er hann maður orða sinna.
Það mætti halda að Mogginn væri kominn í stjórnarandstöðu.
Líkt og kvótagróðinn væri á listanum illræmda.
Það er illræmda fyrir þá sem hafa eitthvað að fela.
En ég trúi því ekki.
Það er þetta með Moggann.
Næsta frétt verður í þágu þjóðarinnar.
Og Bjarna.
Sanniði til.
Kveðja að austan.
![]() |
Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2015 | 14:38
Hvar er heimurinn??
Hvar er mennskan og mannúðin??
Af hverju komust vestrænir stjórnmálamenn, sem þáðu laun úr vasa frjálshyggjunnar, upp með að valda ringulreiðinni og upplausn í hinum forna menningarheimi Miðjaðrahafslanda??
Af hverju komust hægriöfgamenn upp með innrásina í Írak, af hverju komust þeir upp með að fjármagna Ríki Íslams gegn löglegum stjórnvöldum Sýrlands, af hverju komust þeir upp með að fjármagna uppreisnina gegn stjórnvöldum Lýbíu??
Svo víðar sé farið, af hverju komust þeir upp með að fjármagna uppreisnina í Kiev, sem var upphaf borgarstyrjaldarinnar í Úkraínu.
Líkt og óöldin sem gegnsýrir Írak, Sýrland og Líbýu.
Löglegt stjórnvald er hrakið frá völdum.
Öfgamenn miðaldahyggjunnar, frænku frjálshyggjunnar taka yfir sviðið.
Með ofbeldi sínu, með morðum sínum, með atlögu sinni að mennsku og mannúð.
Með atlögu sinni að nútímanum.
Hvar er heimurinn??
Hefur hann gleymt okkur??
Og svarið er einfalt.
Já.
Fólk skilur ekki fyrr en átökin hafa breiðst út í þess eigin bakgarð.
Á meðan snýr það ekki bökum saman gegn öfgum og hatri.
Gegn Islamistum eða frjálshyggjunni.
Á meðan leyfir það örfáum að ræna og rupla.
Hlutur 1% jarðarbúa í auðlegð alheimsins stigmagnast með hverjum deginum.
Sækir slagkraft sinn í þrælabúðir Asíulanda, í eiturlyfjasala og aðra glæpastarfsemi, í upplausnir og borgarastyrjaldir, í stjórnmálastefnur sem boða árásir á ríkisvalið og frelsi auðmanna.
Í mannhatur, og mannfyrirlitningu.
Rótin er allsstaðar sú sama.
Tær illska sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.
Græddu, græddu, græddu.
Á kostnað náungans, á kostnað samfélagsins.
Og svo ég tali local, ekki nota ferðatöskur til að kaupa upplýsingar um skattsvik fjármógúla.
Dýrkaðu auð, dýrkaðu græðgi.
Dýrkaðu siðblindu.
Á meðan deyr fólk.
Fólk sem gæti alveg eins verið við.
Og verður við í fyllingu tímans.
Því hin dauða hönd frjálshyggjunnar gerir engan mannamun.
Fyrir henni er enginn óhultur.
Kveðja að austan.
![]() |
Hvar er heimurinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2015 | 10:49
Islamistinn og hægriöfginn
Eru ekki frændur.
Frekar bræður sem vilja sanna sig fyrir ættföðurnum, hvor þeirra eigi að erfa gósið.
Hvort áttu að skera á háls, eða drepa með gasi, hvort áttu að brenna lifandi, eða steikja lifandi.
Sá í neðra á erfitt með val.
Það sjúka í dæminu eru áhangendurnir sem geta ekki gert upp við sig hvort siðleysi þeirra og ómennska eigi rætur í kennisetningum frjálshyggjunnar, eða skrumskælingum kenninga Múhameðs.
Og líkt og hin árþúsunda deila milli sona Abrahams, sem leiddi til djúpstæðs haturs milli gyðingatrúar og múhameðstrúar, þá deila hægriöfgamenn á Íslamista, líkt og þeir hafi stolið glæpnum. Að þeir séu villimenn sem ógni samfélögum, á meðan frjálshyggjan eyði samfélögum.
Og faðirinn er spurður, hvor okkar er verri.
Vissulega veit ég að svona nálgun, að vísa í goðsagnir er latína í eyrum samtíðar minnar.
Fyrsta verk frjálshyggjunnar var að koma í veg fyrir lestur og íhugun, með stífum lánasjóðsreglum sínum.
Að unga fólkið læsi glósur, en ekki bækur.
Að það þekkti ekki til siðar, að það héldi að tómhyggja peningahyggjunnar væri hið nútímaviðhorf gegn sið og réttri breytni.
En staðreynd engu að síður, og útskýrir neistaflugið milli Islamista, og frjálshyggjunnar.
Úr sama ranni rennur illskan, en bókstafur trúarbókarinnar nærði aðra, en lágkúra græðginnar fóðraði hina.
En báðar rífast um hvor er verri.
En í öfugri merkingu, þær vísa á hina.
Gasklefi versus hálsskurður.
Steiking í rafmagnsstól versus bruni í búri.
Réttlæting illskunnar er að benda á bróður sinn, og segja, þú ert verri.
Eins og illt geti verið verra.
Eins og þjónusta við þann í neðra sé gildismati háð.
Á meðan færist heimurinn á heljarþröm.
Og mæðrum og feðrum er sama.
Þau eiga jú von á Cruiser og Rover.
Shit með börnin.
Þau geta bjargað sér sjálf.
Kveðja að austan.
![]() |
Gasklefi á teikniborðinu í Oklahoma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2015 | 18:47
Nauðvörn Bjarna fyrirsjáanleg.
Og jafnvel trúverðug ef ekki hefði komið til hið Stóra Ferðatöskumál.
Trúverðug ef fólk hefði ekki vottinn af skynseminni sem greinir okkur frá frændum okkar í trjánum.
Ef skattrannsóknarstjóri, sem hann getur ekki kúgað til að þegja, því þá fær stjórinn aðeins flott embætti hjá borginni, hefur alvarlega misskilið fúlan andardrátt Bjarna, og haldið að skilyrði hans sem voru hugsuð til að svæfa málið, hafi alls ekki verið þannig meint, heldur hugsuð til að knýja málið áfram.
Samanber að ef þú vilt þjálfa grindarstökkvara, þá lætur hann æfa sig á lágmarkshæð í stangarstökki.
Þá er ljóst að Bjarni er vanhæfur í starfi sínu sem fjármálaráðherra.
Því hann játar sjálfur að tíu mánuðir eru liðnir frá því að skattsvikaraupplýsingarnar voru boðnar til kaups.
Og að ekkert hafi verið gert í tíu mánuði er virkilega alvarleg vanhæfni.
Svo jafnvel dylst ekki dyggustu flokksmönnum Bjarna.
Er þá ekki betra að kannast aðeins við frændhyglina en að játa sig vanhæfan bjána??
En yfirklór er alltaf yfirklór, og lítur illa lögmálum rökhugsunar og skynsemi.
Hins vegar þá þagði Bjarni ekki þegar hann átti að þegja.
Taskan full af seðlum talar sínu máli.
Svo ekki er þörf á að hafa fleiri orð um afstöðu fjármálaráðherra.
Hinsvegar er flótti samkvæmt áætlun alltaf virðingarverður, og ef hann er í þágu þjóðar og skattheimtu, þá hættir allt svona tittlingatog.
Og Bjarni verður sigurvegari málsins.
Full taska af seðlum.
Ekki orð um það meir.
Kveðja að austan.
![]() |
Bjarni: Ekkert skattaskjól hjá mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2015 | 17:58
Stóra Ferðatöskumálið vindur uppá sig.
Klaufinn hann Bjarni er kominn í nauðvörn.
Hann hefði betur þagað, eða allavega leynt pirring sín yfir ásókninni á hendur vinum og velunnurum.
Í stað þess að afhjúpa samstöðu sína.
Sem nota bene er ekki með þjóð sinni sem hann þjónar, eða réttara sagt á að þjóna, það vita allir í hvaða þjónustu Bjarni Benediktsson er.
Bjarni greyið áttaði sig ekki á því að það er liðinn tíð að niðurníddir embættismenn þegi, eins og hann hafi ekki frétt af því að set-uppið hans með Hönnu Birnu hafi ekki heppnast.
Skattrannsóknarstjóri afhjúpar fúlan andardrátt ráðherra í hálsmál embættisins.
Skilyrðin tvö voru annars vegar að ekki yrðu gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir og hins vegar að mögulegt væri að skilyrða greiðslur til seljenda gagnanna við hlutfall af innheimtu.
Jafnvel barn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, veit að upplýsinga um ólöglegt athæfi fjárhagslega bakhjarla flokksins er ekki aflað á "þar til bæran hátt". Þeir kaupa sér þögnina, jafnt hjá endurskoðendum sem lögfræðingum sínum, og greiða aukreitis fyrir afskiptaleysi stjórnmálamanna.
Sem sjá til þess að kerfið er alltaf í smámálum.
Aðeins insider sem sér fjárvon í afhjúpun sinni, býður til sölu gögn sem afhjúpa glansímyndina sem umlykur hið skítuga fjármagn.
Og jafnvel smábarn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn veit, að ekki er aðalatriðið að hvaða gagni hinar keyptu upplýsingar koma, því að mörgu ber að hyggja áður en til málssóknar kemur, heldur hitt að óttinn við afhjúpun er besta forvörn gegn glæpum góðborgara.
Þess vegna hafa jú góðborgarar fyrir því að kaupa upp stjórnmálamenn áður en þeir fremja fjármálaglæpi sína.
Þó núverandi gögn afhjúpi þá ekki, vegna þess að glæpamannalögfræðingahjörð þeirra kann að verjast þeim, þá vita þeir ekki um næstu afhjúpun.
Því þeir vita að það eru til gögn sem afhjúpa þá.
Þar sem Heimdellingar eru aðeins brotabrot af kjósendum Sjálfstæðisflokksins, flestir eru fullorðið fólk, þá er ljóst að Bjarni er í djúpum skít.
Afhjúpaður að taka fjárglæpi vopnabræðra fram yfir hag flokks og þjóðar.
Vissulega er tryggð flokksmanna næstum því óendanleg, en samt ekki jafn mikil og hjá flokksmönnum VinstriGrænna.
Þó Steingrímur hefði komist upp með lygina og undanbrögðin, þá er Bjarni ekki jafn öruggur.
Flokksmennirnir brugðust jú í ICEsave svikasamningum hans. Tóku samvisku fram yfir hundstryggðina.
Og kjósendur hans eru heiðarlegt fólk.
Kyngja ekki hverju sem er.
Nauðvörn Bjarna, hafi hann lágmarksvitglóru í hausnum, felst að viðurkenna afglöp sín, og fljúga út með ferðatösku, fulla af seðlum.
Enda er það alltaf á bakaleiðinni þar sem plássið fer undir ódýrt áfengi og skítuga sokka.
Frekara mjálm er aðeins ávísun á úttekt í Byko á nöglum og góðvið.
Og þjóðin fer ekki á krossinn.
Bjarni getur ekki lengur treyst á meðvirka fjölmiðlamenn.
Eða þögn stjórnarandstöðunnar.
Almenningur hefur rumskað, og honum er ekki sama.
Kjósendum flokksins er ekki sama.
Það er engum sama nema þeim sem hafa selt peningavaldinu sálu sína.
En í þessu máli dugar ekki þögn VinstriGrænna eða forheimska Bjartrar Framtíðar.
Rannsókn breska þingsins gerði út um þær vonir.
Aðeins skjót viðbrögð geta bjargað því sem hægt er að bjarga.
Full taska af seðlum.
Og ég segi bara.
Sagði ég ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Gögnin kosta 150 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2015 | 16:09
Breska þingið rannsakar skattaundanskot auðugra.
Og hjálpartæki þeirra, banka starfræktan í skattaskjóli.
Í fyrri frétt Mbl.is um skattahjálp HSBC bankans, má lesa um hvernig bankinn markaðssetti útibú sitt í Sviss.
Eins hafi bankinn markaðssett sig á þann hátt að það höfðaði til auðugra evrópskra viðskiptavina sem vildu losna undan því að greiða skatta heima fyrir.
Næstum því orðrétt eins og haft var eftir íslenskum bankamönnum þegar þeir kynntu útibú sín í Luxemborg.
Kölluðu reyndar þetta skattaþjónustu en ekki beina skattahjálp.
Í Bretlandi morar allt af bönkum og auðmönnum, samt taka Bretar það alvarlega þegar leikreglur eru ekki virtar, þegar veitt er þjónusta sem hefur þann eina tilgang að fara framhjá lögum og reglum samfélagsins.
Á Íslandi, sem glímir við örfjölda banka og auðmanna, það er miðað við Bretland, og þar sem allir þekkja alla, og vita nákvæmlega hvað menn aðhafast í skúmaskotum.
Er ekkert rannsakað.
Ekkert gert.
Og þegar einhverjir ósvífnir aðilar bjóða til sölu upplýsingar um skattahjálp og skattaundanskot, þá leggjast stjórnmálamenn á kerfið, og sjá til þess að ekkert sé gert, ekkert sé rannsakað.
Og úrillur fjármálaráðherra, sem getur ekki leynt pirring sínum yfir óvissunni sem hrjáir vini hans og vandamenn, velunnara flokksins og bakhjarla hans, kemst upp með að hæðast að viðkomandi stjórnsýslu sem þarf að þola hans kæfandi andardrátt.
Einhvers staðar hefðu sjálfstæðir fjölmiðlar, einhvers staðar hefðu þingmenn stjórnarandstöðu, hafið rannsókn, og krafist rannsóknar á því sem má kalla;
STÓRA FERÐATÖSKUMÁLIÐ.
Svo hláleg var framganga fjármálaráðherra.
Og af kvikindisskap mínum ætla ég að bæta því við að ef fjármálaráðherra væri kona, og héti Hanna, þá væri allt brjálað á landinu í dag.
Hún þyrfti ekki að hafa forsögu Vafningsins til að vekja uppi grunsemdir um afskipti af stjórnsýslunni.
En í þjóðfélagi karlrembunnar skiptir kyn máli, þegar kjarkur rannsakenda er annars vegar.
Á Íslandi þegja menn, horfa til fjalla, ræða um veðrið, jafnvel blístra, þegar peningavaldið sýnir spotta sín og ítök.
Aftur og aftur endurtekur sagan sig.
Aftur og aftur er ekkert gert.
Svona er Ísland í dag.
Svona var Ísland í gær.
Og svona verður Ísland á morgun.
Í okkar boði.
Því við þegjum.
Öll sem einn.
Kveðja að austan.
![]() |
Breska þingið rannsakar HSBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 1470043
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar