Mannfall í átökum.

 

"Þetta er ekki stríð, þetta er ekki víg­völl­ur. Þetta er fjölda­morð", segir ísraelskur hershöfðingi. Og þó hann sé hermaður og þar að auki Ísraeli, þá er þetta rétt hjá honum.

Skipulagðar aftökur á óbreyttum borgurum er alltaf fjöldamorð, og á stríðstímum stríðsglæpur.

 

Samt kýs ríkifréttastofa Íslands að kalla þessi fjöldamorð, þennan stríðsglæp, mannfall í átökum, ítrekað, fréttatíma eftir fréttatíma.

Og þó hún geti ekki þagað yfir þessum hörmungum, þá leiðir fréttastofan alla sína athygli að hörmungum íbúa Gasastrandarinnar, sem er hinn stóri hópur fórnarlamba þessa morðóðu miðaldamanna sem kenna sig við Hamas.

Auðvitað á ekki að þegja yfir þeim hörmungum, en þær eru afleiðingar, ekki orsök eins og mætti ætla ef eini upplýsingagjafinn er fréttastofa Ruv.  Svo tala menn um Pútín og einhliða áróður ríkisfjölmiðla í Rússlandi.

 

Hve djúpt er fólki sokkið í hugmyndaheim rétthugsunarinnar þegar það getur í firringu sinni ekki gert greinarmun á stríðsátökum og stríðsglæp, mannfalli í átökum og fjöldamorðum.

Það sem hefur víða átt sér stað í Úkraínu er ekki stríðsátök heldur stríðsglæpir, og þegar rússneskir hermenn skutu til dæmi óbreytta borgara á færi í þegar hernumdum bæjum og þorpum, þá er það ekki mannfall í átökum heldur morð, fjöldamorð.

Þetta veit allt heilbrigt fólk, þetta vita starfsmenn Ruv, en þegar óhæfuverkin eru framin af "okkar" fólki, þá slökkva margir á perunni.

 

Hver segir síðan að Hamasliðar séu "okkar" fólk, Ruv er jú ríkisfölmiðill og starfsfólk stofnunarinnar þiggur laun frá almenningi.

Hvernig voga starfsmenn stofnunarinnar sér að taka afstöðu í svona máli þegar þeirra hlutverk er að segja fréttir, greina frá?

Hvernig datt þeim til dæmis í hug að taka viðtal við aldraðan fyrrum varaþingmann Samfylkingarinnar (þannig var hún kynnt) þar sem hann fékk að tjá hrifningu sína á árásum Hamas og velti fyrir sér hvort samtökin væru orðin nógu sterk eins og Hizbolla samtökin í Líbanon, ekki orð um hvort hún skyldi ekki að svona hrottafengin árás kallar alltaf á margfaldar hefndaraðgerðir.

 

Gleymum fjöldamorðunum, gleymum þessum lýsingum; "Þú sérð börn, mæður, feður, inni í svefn­her­bergj­um sín­um, inni í ör­ygg­is­her­bergj­um sín­um og hvernig hryðju­verka­menn­irn­ir myrtu þau".  Gleymum að ungmenni voru skotin á færi, þau hnakkaskotin til öryggis, kveikt í líkum þeirra, konum nauðgað og nakin lík þeirra svívirt.

Varaþingmaðurinn er jú Palestínuarabi og spyrillinn gekk út frá því að hann væri sáttur við þann hroða, en var ekki lágmarkið að spyrja þann sem þekkti til hvort hvort hann skyldi ekki að svona árásir kölluð á hefndarárásir, og þær myndu leiða til ómældra hörmunga fyrir íbúa Gasa.

Er hún þess virði eða var hún glæpur gegn eigin þegnum??

 

En það er langt síðan að hlutlaus fréttamennska hefur blómstrað á Efstaleitinu, lengi hafa starfsmenn þar upplifað sig í hlutverkaleik, sem skemmtilega vill til að þeir fá borgað fyrir en þurfa ekki að spila seint á kvöldin og um helgar, hlutverkaleik þar sem þeir eiga taka afstöðu, hafa áhrif, jafnvel vera gerendur.

Í þágu rétthugsunarinnar og þeirra flokka sem hafa eignað sér hana.

 

Maður spyr sig samt, hvað ef??, hvað ef til dæmis að það hefðu verið ungmenni frá Íslandi á tónlistarhátíðinni sem liðsmenn Hamas réðust á, hrópandi Alla er mikill, Alla er góður, og skutu svo á allt sem hreyfðist.  Það voru ekki bara hinir "réttdræpu" Ísraelar sem voru skotnir á fæti, líka ungmenni frá öðrum löndum.

Fréttaþulirnir sem töngluðust á mannfalli í átökum, þeir eru á þeim aldri að þeir hefðu alveg getað átt ungmenni sem hefðu sótt svona friðartónleika, eða vinir þeirra eða ættingjar.  Hefðu þeir samt svívirt minningu fórnarlamba þessa viðbjóðs með því tala um mannfall í átökum.  Og síðan með bros á vör skipt yfir á fréttaskot af einhverjum yfirmanni Hamas á Gasa sem talaði um slátrun á óbreyttum borgurum.

Hvað þarf til að fólk verði mennskt og skilur að ekkert að þessu er í lagi???

 

Veit ekki, en ég veit að það er grimmur hráskinsleikur að upphefja svona fjöldamorð eins og þau séu svona part of the programmið svo ég vitni í Kristján heiti ég Ólafsson.

Og það er ábyrgðarhlutur að taka afstöðu með þeim sem hóf þetta gjörningastríð í þeim eina tilgangi að stigmagna átök svo allt endi í báli og brandi.

Þar sem þúsundir, tugþúsundir, jafnvel milljónir eiga eftir að falla.

 

Það er ekkert gott við það og þó þeir sem geri slíkt séu kannski hluti af Góða fólkinu, þá eru þeir ekki góðar manneskjur.

Heldur skítseyði á pari við þá sem voðaverkin fremja.

Og þeir sem skipulögðu þessi voðaverk treysta á liðsinni þeirra til að móta neikvætt almenningsálit gagnvart Ísraelum, að þeir séu fótgönguliðar Hamas í þessu stríði.

 

Fórnarlömb voðaverka Hamas eru ekki mannfall í átökum, það voru engin átök þegar árásin var gerð.

Átökin urðu þegar Ísraelar snérust til varnar, og þá er hægt að tala um mannfall í átökum.

Á þessu er grundvallarmunur sem siðað fólk skilur.

 

Siðað fólk skilur líka að það hafa allir rétt á að verja sig, líka vondu karlarnir.

Það skilur líka að til að rjúfa vítahring ofbeldi og hefnda, þá þarf einhver að stíga fyrsta skrefið, en fjöldamorð á konum, börnum, ungmönnum, er ekki leiðin til þess, voðaverk Hamas var ekki friðarskref.

Burtséð frá öllu í fortíðinni, þá var það ekki friðarskref.

 

Ófriðarbálið í dag er á ábyrgð Hamas.

Allir sem falla, jafnt í Ísrael sem og á Gasaströndinni, eru á ábyrgð Hamas.

 

Og þetta ófriðarbál verður aðeins slökkt ef Hamas axlar sína ábyrgð.

Aðeins þá er hægt að tala um ábyrgð annarra, jafnt í fortíð sem nútíð.

 

Það þurfum við hin að skilja.

Kveðja að austan.


mbl.is Heilu fjölskyldurnar fundist myrtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum gert betur.

 

Og við ætlum að gera betur, saga okkar segir að fyrirtæki okkar getur alið upp lax í sjókvíum, án þess að laxar sleppi og mengi ár.

Segir Ivan, forstjóri norska fyrirtækisins sem á íslenska laxeldið.

Ekki samhljóma fyrrverandi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð sem hefur rifið kjaft út í eitt til að afneita alvarleika þess að eldislax slapp úr kvíum, og mengaði íslenska laxastofna.

 

Merkilegt viðtal við alvöru mann, mann sem veit hvað hann er að segja, kannast við  mistök, og hefur skýra sýn á úrbætur.

Hvort sem það er rétt eða rangt, þá færir hann rök fyrir sínu máli, er málefnalegur,, virkar eins og hann viti hvað hann er að segja.

 

Þar með þarf að spóla til baka, til netgreina fyrrverandi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, stráksins sem Alli ákvað að gera ríkan, þar sem viðkomandi hæðist að alvarleik þess að eldislaxar sleppi úr sjókvíum sínum.

Eins og óþægur strákur sem forstjóri Mowi hafi gleymt að hirta.

 

En sú gleymska er kjarni íslenskra stjórnmála í dag, röflaðu, bullaðu, og aldrei að viðurkenna það sem miður fór, hvað þá að ljá máls á úrbætum eða því sem kennt er við framþróun, reynslu, úrbætur.

Sem lókal er þessi forheimska vítahringur Fjarðabyggðar, í stærra samhengi eru stjórnvöld föst í vítahring hagsmuna og aðgerðaleysis.

Er einhver svo heimskur þarna úti að hlusta á Guðlaug Þór sem virðist ekki hafa vaxið frá klappfundum Ungra Sjálfstæðisanna??

 

Og í bullinu og sullinu þá gleymist ein grundvallar staðreynd.

Við getum gert betur.

Og það þurfti Norðmann til að segja það.

 

Þetta er Ísland í dag.

Land sem hefur fyrir löngu misst sitt sjálf í ginningargap auðs og auðrána.

 

En þetta er samt landið okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur sjókvíaeldi án stroks mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er munur á árás og árás.

 

Þegar maður sá fyrstu myndirnar af flugskeytaárásum Hamas á Ísrael þá hugsaði maður með sér að núna hefði einhverjum vantað aur í kassann, því fátt er betra fyrir ófriðariðnaðinn en svona mögnuð flugskeytaárás sem augljóslega yrði svarað af hörku, síðan kæmist aftur á ógnarfriður þar til næst.

Í millitíðinni myndu harðlínuöfl beggja vegna girðingarinnar styrkja stöðu sína, og á kostnað almennings yrðu keypt vopn, fjárfest í ófriði, ekki friði og framtíð.

 

Svo varð ljóst að þetta var miklu alvarlegra en það, Hamas steig yfir ósýnilega línu sem ómennskan hefur þó virt beggja megin girðingarinnar, að slátra ekki handahófskennt óbreyttum borgurum án nokkurs hernaðarlegs ávinnings.

Samkvæmt alþjóðlegum lögum er slíkt alltaf stríðsglæpur, þeir sem slík óhæfuverk fremja alltaf stríðsglæpamenn, og þeir sem réttlæta slíkan viðbjóð hafa sagt sig úr lögum við siðmenninguna.

Því það er jú munur á árás og árás.

 

Þess vegna brá mér þegar ég horfði á fréttatíma Rúv í gærkveldi, fyrsta innslag fréttastofunnar var ekki að greina frá þessum stríðsglæpum, hvað skyldu mörg fréttaskot frá Úkraínu hafa hafist á því að greina frá árásum Rússa á markaði eða járnbrautastöðvar??, heldur var sýnt myndefni frá hefndarárásum Ísraela á Gasasvæðið.

Hver eru skilaboðin, máttu íbúar Gasa búast við að þeir fengju að halda áfram að blístra og fagna morðum á óvopnuðum ungmennum, eða þeir fengju annan daginn í röð að svívirða lík af nöktum ungum konum sem voru keyrða á pallbílum um götur og stræti Gasa, eða hæðast að eða misþyrma gömlu fólki, konum, börnum sem vígamenn Hamas fluttu sem gísla í skjólið á Gasa??

Lengra er vart hægt að ganga í óbeinu samþykki á stríðsglæpum og almennum viðbjóði, það er engin afsökun að þetta fólk er kúgað, og hafi verið kúgað lengi.

Það eru mörk sem þarf að virða, það er ósýnileg lína sem má ekki stíga yfir.

 

Kúgun Ísraela á íbúum Palestínu er ranglát, líkt og öll önnur kúgun.

En við þurfum samt að virða mörk mennskunnar, annars er bara villidýrið eftir.

 

Látum það vera þó menn kyngi níði Íslamistanna í Hamas, þó maður skyldi ætla að fólk sem berst hér innanlands gegn kvenníði, kynníði, transníði, þyrfti mjög stórt kok til að kyngja öllum þeim miðaldaviðbjóði sem viðgengst á Gasasvæðinu, þá er ekki hægt að samþykkja að það sé allt í góðu að slátra handahófskennt óbreyttum borgurum með vísan í þá réttlætingu að við erum svo kúguð.

Þetta er grundvallarpróf í mennsku, og á því hafa margir fallið í dag og í gær, og ekkert bendir til annars en þeir munu falla á því á morgun og hinn.

 

Miklar hörmungar bíða íbúa Gasa og þeirra eina leið til að losna við það helvíti, er að framselja stríðsglæpamennina sem ábyrgðina bera.

Sem mun ekki gerast því íbúar Gasa eru líka gíslar þessara manna, alveg eins og þeir eru gíslar miðaldagyðinganna sem átta sig ekki á að þeir lifa á 21. öldinni, en ekki fyrstu öldinni.

Það er nefnilega miðaldamenn sem stjórna beggja vegna girðingarinnar.

Og flest okkar hinna eru svo heimsk, að við erum líka í fjötrum með því að taka afstöðu með og styðja óhæfuverk annars hvors aðilans.

 

Tökum afstöðu með ómennskunni gegn mennskunni.

Eins og við föttum ekki að einn daginn getur ómennskan, miðaldahatrið slátrað okkar börnum.

 

Og á meðan breytist ekkert.

Aðeins stigmagnast.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Minnst 260 sagðir drepnir á tónlistarhátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún barðist.

 

Og fékk verðlaun, fyrir baráttu sína gegn kúgun Islamista í Íran gegn konum.

Í þeirri baráttu var líf hennar sem og milljóna kvenna í Íran í hættu, dæmin sanna að uppreisn gegn því kynníði Islamista að konur þurfi að hylja líkama sinn, hefur kostað margar heilbrigðar nútímakonur lífið.

Hvort sem það er að mótmæla kynníði í Íran, eða algjöru ofbeldi kynníðinga í Saudi Arabíu, þar sem konur voru fangelsaðar og síðan drepnar ef þær játuðu ekki kynníðingum Íslamista hollustu sína.

 

Þess vegna er Nóbel Mohammadi vatnaskil fyrir réttindabaráttu kvenna sem hafa það sér til einna saka unnið, að fæðast í löndum þar sem Íslamistar hafa yfirtekið Íslam, og miðaldaviðhorf þeirra gegnsýra þau samfélög þar sem þeir ráða öllu.

Þar sem lífsréttindi og mennska kvenna er undir.

 

Við Íslendingar í okkar ranghverfu meintrar réttindabaráttu hins kostaða flóttamannaiðnaðar, þar sem kostunaraðilinn er sú mafía sem græðir mest þessa stundina, ómennin sem flytja fátækt fólk til velmegunarinnar á Vesturlöndum, höfum upplifað þetta kynníð, við sjáum ungar stúlkur sveipa sig með slæðum á meðan bræður þeirra eru eins og aðrir drengir.

Rúv jafnvel kaus unga stúlku  í helsi kynníðsins sem fulltrúa ungs fólks fyrir vestan, þar hvarflaði að engum að spyrja um óeðlið þar að baki.

Og ekki má gleyma útibúi flóttamannaiðnaðarins, sem hefur lagt undir sig hið aumkunarverða rebel sem kennt er við Pírata, þar er varaþingmaður sem hreykti sér að því, svona fyrir utan feita launatékkann frá ríkinu, að hann hefði tryggt kynníðingi, íslömskum öfgamanni frá Egyptalandi, landvist, og aumingjarnir hjá Rúv birtu athugasemdarlaust viðtal við kynníðinginn, þar sem sást ofurkúguð eiginkona og ungar stelpur í helsi kynníðingsins, í slæðum, nákvæmlega þeim slæðum sem Narges Mohammadi fékk friðarverðlaun Nóbels til að berjast gegn.

 

Aumara getur fátt verið, fréttafólk ríkisútvarpsins hefur ekki feitan tékka varaþingmanna, sem og þingmanna Pírata sér til afsökunar, varla skyldi maður halda að hinn svívirðilegi glæpaiðnaður, kenndur við flóttamenn hafi grafið um sig með mútum og fyrirgreiðslum á Rúv.

 

Rúv þykir samt vænt um Íranskar baráttukonur, fréttastofa þess endurvarpaði meintum ásökunum um að kynníð hefði skýrt að íslenskir lögreglumenn hefðu tekið vatn af íranskri baráttukonu sem hlekkjaði sig við báta Kristjáns í Hval, hún var sem sagt fórnarlamb kúgunar og meints rasisma á Íslandi.

Samt fékk þessi kona ekki friðarverðlaun Nóbels.

Það er eins og Norðmenn geri skýran greinarmun á kynníði og veiðum á hvölum.

Og meti jafnvel meira fólk sem berst gegn kynníði og réttindum kvenna þeim löndum og landsvæðum þar sem kynníðingar Íslamista neyða konur til að vera þriðja flokks þegnar, og slæðan er tákn um kúgun þeirra.

 

Aumingja Rúv, það er eins og það geti aldrei sett puttann á fingurinn.

Að ófrétt sé alltaf frétt, en alvaran sem mannkynið glímir við, sé oftast í aukaatriði.

Nema að það sé ekki tilviljun að mannsalsiðnaðurinn eigi beina rás í fréttastofu stofnunarinnar.

Að Píratarnir séu ekki einu þjónar mannsalsiðnaðarins.

Sem er svo sem líklegt, þar sem gróði er undir og hagsmunir, þá kaupir sá gróði sér vinnufólk, sem ekki spyr, aðeins þjónar.

Eða hver mótmælir óeðli vaxtahækkana Seðlabankans í dag??

 

Samt hyllum við norska Nóbelinn.

Það er jú til fólk sem hafnar kynníði.

Kveðja að austan


mbl.is Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2023
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband