Segjum Já við ICEsave.

 

Myndar meirihluta þessarar ríkisstjórnar.

Allavega 6 ráðherra af 11.

 

Sem vekur upp spurningu hver vann ICEsave stríðið?

Vissulega vann  þjóðin þjóðaratkvæðið í tvígang, en þegar tapararnir leggja undir sig framkvæmdavaldið nokkrum árum síðar, þá er allavega ekki hægt að segja að þeir hafi tapað stríðinu.

Kannski frekar að stríðið um sjálfstæði þjóðarinnar sé ekki lokið.

 

Fólk til sjávar og sveita þarf allavega að óttast ESB hramminn.

Og það getur ekki verið tilviljun.

Fláráður er sjaldan til friðs.

 

Og hvað ætli sé að frétta af evrunni??

Hvaða undirmál ætli að séu þar í gangi??

 

Nei, það er ekki von þó margur fullveldissinninn sé uggandi þessa stundina.

Það er þeir sem eru ekki það skyni skroppnir að láta gljáfrið glepja.

Jón Bjarnason þekkir sína fornu fjendur og minnist á þá í bloggpistli dagsins, og það þarf ekki mikla lestrarkunnáttu til að lesa sömu áhyggjur út úr orðum Styrmis Gunnarssonar á síðu hans í dag.

 

Það eina sem er óvíst er hvað penninn uppí Móum segir í leiðara sínum í kvöld.

Hann allavega aflífaði hugmynd Bjarna að bjóða Bjartri Viðreisn þjóðaratkvæði um aðildarspjall, en mun hann sætta sig við krók Bjarna?

Og jafnvel fagna handahafa silfurrýtingsins frá haustinu 2008?

 

Skýrist.

Hann er í erfiðri stöðu en seint talinn dvergur.

 

Erfitt að fara gegn flokk sínum.

En stundum þarf sannleikurinn að heyrast.

 

Eða það sagði Churchill allavega.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákveðið með þrjá ráðherra Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fals fyrir völd.

 

Mun halda Engeyjarstjórninni í spennutreyju ESB umræðunnar líkt og varð hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur

Þá fórnuðu VinstriGrænir heilagri ESB stefnu sinni, fyrir völd.

Í dag fórnar Viðreisn, og að hluta til Björt Framtíð, þeirri sömu stefnu fyrir völd.

Nema með öfugum formerkjum.

 

Það á að þegja í stað þess ræða.

Og það á ekki að spyrja þjóðina álits.

Sem er náttúrulega skynsamlegt því frjáls þjóð hefur ekkert í Evrópusambandið að gera, hvað þá þegar bandalagið er í andaslitrum.

 

En það var bara annað sagt fyrir kosningar, öðru var lofað.

Svo alveg eins og hjá VG á sínum tíma, þá er strax í upphafi gengið frá trúverðugleika gagnvart kjósendum.

Hvað verður svikið næst???

Eða það sem verra er, hver trúir þessum mönnum næst þegar þeir sverja helga eiða??

 

Vissulegar geta samhentir staðist slíkt vantraust af sér.

Eiginhagsmunir geta verið það ríkir að ráðherrar kæri sig kollótta um að almenningur sjái alltaf Gosa bregða fyrir þegar þeir birtast á skjánum.

Og svo má náttúrulega ekki gleyma góðu verkunum, þau vega þungt þegar störf þessarar ríkisstjórnar verða vegin og metin.

 

Tíminn mun skera úr.

Hann mun upplýsa hve lengi þessi ríkisstjórn frjálshyggju og efnamanna fái angrað samfélagið.

Hann einn veit hvor 30% flokkurinn fái hrundið að stað þeirri óöld að þjóðin muni takast á með fleiru en orðum einum.

Eða hvort hún leiti sátta og samstöðu.

 

Það er ekkert útilokað.

Það eru óveðursblikur í kortunum.

Öfgahægri mennirnir hafa þegar gefið út stormviðvörun.

En það er líka fullt af skynsömu fólki í öllum þessum flokkum.

 

Ránöld, skálmöld?

Upphaf nýrra tíma sátta og samlyndis?

 

Falsið lofar ekki góðu, en það útilokar ekki neitt.

Þess vegna á þessi ríkisstjórn skilið þann frið, sem þarf til að sýna sitt rétta andlit.

 

Að standa á varðbergi er nauðsynlegt.

Jafnvel að brýna sverð og járna skildi.

 

En þar umfram er ófriður að fyrra bragði.

Og þjónar öðrum en almenningi þessa lands.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Svona verður skipting ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þekktir öfgamenn frjálshyggjunnar

 

Tala um um frjálslyndasta stjórnarsáttmála íslandssögunnar að þá eru þeir ekki að tala um frelsi almennings.

Höfum það á hreinu.

 

Þeir eru að tala um frelsi fjármagnseiganda, um frelsi innflytjanda, frelsi spákaupamanna, frelsi braskara.

Til að mergsjúga almenning sem aldrei fyrr.

Þar á meðal fyrirtæki hans, þessi smáu, þessu venjulegu sem hafa ekki ennþá náð sér eftir síðustu atlögu auðmanna að þeim sem kennd  er við útrásina og Hrunið sem í kjölfarið fylgdi.

 

Það að sjálfstætt fólk í Sjálfstæðisflokknum skuli hafa gefið silfurskeiðastrákunum fullt umboð til að opna fyrir nýja veiðilendur fjármagnsins á íslenskan almenning er þyngra en tárum tekur.

Í stað þess að leita sátta og samstöðu meðal þjóðarinnar, þá ætlar 30% flokkurinn að viðhalda ófriðnum, og í raun kynda ný bál þar sem þó hefur tekist slökkva elda..

 

Hvað heldur þetta fólk eiginlega að það sé?

Ósnertanlegt?

Almáttugt vegna þess að það glampar svo á silfurskeiðina í munni þess?

 

Nei, það er vont veður í kortunum.

Af mannavöldum.

 

Ófriðaröldur stefna á Íslandsstrendur.

Kveðja að austan.


mbl.is Pawel ekki á ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn samþykktu sáttmálann.

 

Einróma, án umræðna sagði glaðbeittur formaður í viðtali við Ruv nema að einn stóð upp og fór með vísur.

Það er víða Kim-ismi í heiminum þessa dagana.

 

En þetta er svikalogn.

Flokkur með 30% og tvö falsframboð í handjaðrinum getur fátt gert nema í stöðugum ófrið við meirihluta þjóðarinnar.

Því Ísland er ekki Norður Kóreu.

Spurning bara hvort silfurskeiðastrákarnir hafi áttað sig á því.

 

Tíminn skýrir.

Það er aldrei hægt að útiloka leið sátta.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjálfstæðismenn samþykktu sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru Píratar í aðdraganda kosninganna??

 

Af hverju eru þeir fyrst núna að gera mál úr þessari týndu skýrslu fjármálaráðherra??

Það er ekki eins og að gerð þessarar skýrslu hafi verið eitthvað leyndarmál.

Búið að liggja fyrir í allt sumar að fjármálaráðherra vann að gerð hennar.

Og það var ákaflega einfalt að kalla eftir efni hennar strax á haustþingi.

 

En var ekki gert.

Af hverju?

Af hverju var ekki sótt að Sjálfstæðisflokknum vegna Panamatengsla ráðherra flokksins?  Eða helstu vildarvina flokksins??

Hvaða þegjandi samtrygging var í gangi??

 

Enn einu sinni lyktar íslensk stjórnmálaumræða af því að vera stýrð, eins og einhver leikstjóri skrúfi uppí mönnum eða þaggar niður eftir atvikum hverju sinni.

Til dæmis ef á að draga athyglina frá hinu raunverulega málefni næstu ríkisstjórnar, sem er að koma eignum almennings í auðmannahendur, þá er svona hávaði, korteri fyrir myndun Engeyjarstjórnarinnar mjög hentugur.

Búa til hvell svo hið grafalvarlega er ekki rætt.

Hefur gerst áður, og mun örugglega gerast aftur.

 

Eða á meðan fólk lætur blekkjast.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við fordæmum þennan gjörning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðugir hafa það gott.

 

Uhumm, mjög gott.

Mjög gott.

Mjööög gott.

 

Líka á Íslandi.

Eru að fá eina ríkisstjórn.

Í skóinn. 

Samt eru ekki komin jólin.

 

Ætli þetta sé skýring þess að formaður breska íhaldsflokksins er að gera upp við frjálshyggju flokksins.

Að það þurfi fleiri að hafa það gott en auðkýfingar.

 

Veit ekki.

Grunar það samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Auðugir hafa það gott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og stóra spurningin er.

 

Hvað er kokgleypir sjálfstæðismanna víður??

 

Þá er ég að tala um fólkið sem ólst upp með flokk sem kenndi sig við stétt með stétt, og var borgaralegur íhaldsflokkur sem byggði á kristinni siðmenningu.

 

Sættir það sig við að eitt helsta gjöreyðingarvopn frjálshyggjunnar, uppboðsleiðin verði tekin upp í sjávarútvegi??  Eins og endir eigi sér ekki upphaf.

Sættir það sig við að klippt verði á tengsl flokksins við burðarrás sveitanna, landbúnaðinn?

Sættir það sig við áframhaldandi myglu heilbrigðiskerfisins svo hægt verði að opna flóðgáttir einkarekstursins??

Sættir það sig við að löggæslan verði skorin svo inn að beini að eina vernd borgaranna verður að skipta við einkarekin öryggisfyrirtæki?

Sættir það sig við hina gjaldþrota frjálshyggju sem íhaldsmenn engilsaxneskra landa eru í óðaönn að afneita?

 

Sættir það sig við allt bara ef auðmennirnir segja; "Við erum sjálfstæðismenn!!".

Það er stóra spurningin.

 

Henni verður svarað í kvöld.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kynna stjórnarsáttmálann í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög við lygum

 

Þegar lygarnar eru afdráttarlausar, og logið er beint til að blekkja þjóðina.

Og blekkingin skilar sætum á þjóðþingi þjóðarinnar.

Þá á að vera til stjórnlagadómstóll sem rannsakar lygarnar og blekkingarnar og dæmir viðkomandi flokka óhæfa til setu á Alþingi

 

Viðreisn, flokkur atvinnurekanda sem voru of fínir með sig til að ganga til liðs við samtökin Já borgum ICEsave, kallast Björt Framtíð í daglegu tali, klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum vegna stefnu flokksins í  Evrópumálum.

Viðreisn vill láta reyna á aðild með umsókn og aðildarviðræðum.

Viðreisn var minnihlutahópur sem sætti sig ekki við stefnu meirihlutans.

 

Síðan var kosið, Viðreisn fékk þingmenn, og þá alltí einu gufaði ásteytingarsteinn upp þegar ráðherrasæti voru í boði.

Sem afhjúpar að hinn meinti ágreiningur snérist ekki Evrópusambandsaðild, heldur um skort á frama.  Með öðrum orðum þótti þessum einstaklingum líklegra að verða þingmenn og ráðherrar, ef þeir færu í sérframboð.

Almannatengill var fenginn til að útbúa hljómfagra stefnuskrá, meintur ágreiningur var útbúinn við móðurflokkinn, og svo var lagt á stað á kosningamiðin.

Uppskeran 7 þingmenn sem voru kosnir út af lygum.

 

Lygin er augljós öllu hugsandi fólki.

Þegar grundvallarágreiningur er um hvort á vegamótum sé beygt til vinstri eða hægri, og ágreiningurinn svo mikill að menn geta ekki verið í sama bílnum, þá er lausn málamiðlunar ekki að hvorki er beygt til vinstri eða hægri, heldur staðnæmst með óljósu orðalagi að einhvern tímann seinna verði haldið beint áfram út í móa.

Þegar kosið er um grundvallarmál þá eiga kjósendur að geta treyst því að um það sé ekki samið, þeir eiga að geta treyst því að atkvæðum þeirra sé ekki breytt eftir á. 

Slíkt er kosningafals, engu betra en kosningasvik.

 

Sjálfstæðisflokkurinn gat gefið eftir, hann hefur ekki gert neitt mál að grundvallarmáli, heldur er hann svona flokkur sem segir, kjósið mig og við munum tryggja ykkur velsæld.

En Viðreisn var stofnuð út af ágreiningi um grundvallarmál, og síðan má bæta við að samtökin Já Ísland voru stofnuð, ekki til segja já við ICEsave, heldur vegna Evrópumálanna, aðild að ESB og upptaka evru er grundvallarmál flokksins.

Ríkisstjórn þessara þriggja flokka getur því ekki samið um neitt annað en áframhaldandi aðildarviðræður þó Sjálfstæðisflokkurinn gæti gert þann fyrirvara að vera á móti aðild.

Annað eru lygar, annað eru blekkingar, annað er svik við kjósendur Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar.

 

Sumir gætu sagt að ríkisstjórn sem hefur feril sinn með slíkan myllustein um háls sér, sé í raun andvana fædd, hún sé mörkuð sem lygastjórn frá fyrsta degi.

En vanmetum ekki viljann til rána, hann hefur oft haldið ræningjaflokkum saman.

 

Samt er það aukaatriði málsins.

Við sem þjóð eigum ekki að líða þennan gjörning, þetta fals, þessi svik.

Afstaða hvers og eins til Evrópusambandsins skiptir þar engu máli.

Það eru vinnubrögðin sem eru óásættanleg.

Þau eru ávísun á að við verðum um aldir og ævi sírænd þjóð.

 

Það vita reyndar allir að það stóð til að semja um eitthvað í Evrópumálunum, líklegasta lendingin var þjóðaratkvæði þar um.  Það er að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi eftir.

Þunnur þrettándi en samt viss löghelgan á erfiðu máli. 

Niðurstaða sem hægt var að réttlæta.

En penninn uppí Móum skrifaði þá lendingu út úr sögunni.

 

En fyrst að Golíat treysti sér ekki í Davíð þá var ljóst að ríkisstjórn þessara þriggja flokka var úr sögunni.

Lausnin gat aldrei orðið þetta fals sem kynnt er í Mogganum í dag.

Því með lygum skal ekki land byggja.

 

Nú reynir á betra fólkið.

Ef það er þá ennþá til í þessum flokkum.

 

Lýðveldið Ísland er ekki fjármálavafningur.

Kveðja að austan.


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er draumurinn að rætast??

 

"„Mér sýn­ist svona miðað við upp­leggið að þá get­um við verið bjart­sýn á að mikið af því sem við höf­um bar­ist fyr­ir og staðið fyr­ir, að það nái fram að ganga,“".

Segir Guðlaugur Þór í viðtali við Mbl.is í gær.

Loksins, eftir öll þessi ár sér þessi þrautreyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mikið af því sem hann hefur barist fyrir nái fram að ganga.

 

Guðlaugur lætur lesandann geta í eyðurnar en það er ekki erfitt að ímynda sér hvað hann á við.

Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aldrei í gegn í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Framsóknarflokkinn??, hvorki núna síðast eða í öll hin skiptin í lok síðustu aldar eða upphaf þessarar??

 

Skyldi það vera uppbygging heilbrigðiskerfisins, endurnýjun vegakerfisins, aukningu til löggæslu, sögulega sátt við aldraða og öryrkja, og svo framvegis.

Skyldi það vera kerfisbreytingar í anda frjálshyggjunnar, aukin uppboð í landbúnaði og sjávarútvegi, aukinn samruni við hina frjálsu markaði Evrópu, lægri skattheimta á fjármagn og þá sem eiga eitthvað, úthýsun opinberar þjónustu, sala ríkiseigna og svo framvegis.

Eða blanda af þessu tvennu. 

 

Kemur í ljós.

En munum að draumur eins getur verið martröð annars.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Myndun ríkisstjórnar á lokametrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er breska byltingin upphafið??

 

Að varnarbaráttu mannsins gegn ómennsku Svörtu pestarinnar kennda við frjálshyggju.

Bretar gáfu vissulega tóninn þegar þeir losuðu sig úr skrifræðisviðjum Evrópusambandsins en núna berast fréttir af hreinræktuðu byltingartali úr sjálfum innsta kjarna veirunnar sem lagðist á vestræn samfélag uppúr miðri seinustu aldar.

 

„Sam­fé­lags- og menn­ing­ar­leg ein­ing, sem er fyr­ir til­stilli fjöl­skyldna, sam­fé­laga, bæja, borga, héraða og þjóða, er það sem skil­grein­ir okk­ur og ger­ir okk­ur sterk,“ skrif­ar May. „Og það er hlut­verk rík­is­ins að hvetja og hlúa að þess­um sam­bönd­um og stofn­un­um þar sem það get­ur og til að leiðrétta órétt­lætið og ósann­girn­ina sem sundr­ar okk­ur, hvar sem það er að finna.“

 

Hér er ekki verið að tala um niðurskurð, hagræðingu eða uppboðsleið til að rústa atvinnugreinum, hvað þá sölu ríkiseigna eða einkavæðingu grunnþjónustunnar.

Hér er verið að tala um sjálfan kjarnann, hver er besta leiðin til að koma lífi á legg.  UM fjölskylduna og umgjörð hennar.

Og um leið bent á að óréttlæti og misskipting eru eitt af grafartólum andskotans.

 

Lítt lesið fólk í sögu gæti haldið að um netgrín sé að ræða, að svona meintur sósíalismi myndi aldrei koma frá formanni breska íhaldsflokksins, svona í ljósi hins sögulega hlutverks hans í að breiða út veiru Svörtu pestarinnar.

En sagan veit betur, þegar frjálshyggjuveiran var langt komin með að sundra bresku samfélagi innan frá á nítjándu öldinni, þá kom andófið gegn henni ekki síst frá borgarlegum íhaldsmönnum, sem byggðu þá þjóðfélagsgagnrýni sína á kristnum gildum.

Og það voru íhaldsflokkar, eins og sá breski, eða eins og sá íslenski, sem unnu samkeppnina við frjálshyggjuflokkana um fylgi borgaralegs fólks.

 

Vonin lifir.

Vonin er að eflast.

Vonin mun bjarga mennskunni.

 

En hún gerir það ekki hjálparlaust.

Og hjálpin virðist koma úr óvæntustu áttum.

Kveðja að austan.


mbl.is Hlutverk ríkisins að leiðrétta óréttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 3265
  • Frá upphafi: 1469866

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2810
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband