Varnaðarorð gegn Öskuhaugahagfræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í bréfi hagfræðinganna James K. Galbraith og William K. Black sem Gunnar Tómasson sendi Alþingi vegna fyrirhugaðar ríkisábyrgðar á ICEsave, er dregin upp dökk mynd af því sem mun gerast ef Alþingi Íslendinga hafnar allri skynsemi og þvingar fram þessa ríkisábyrgð.

En fyrst um forsendur Seðlabankans um að mikill væntanlegur hagvöxtur muni gera þessa risaríkisábyrgð mögulega og er aðalforsenda meirihlutaálits stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd að hin mikla skuldsetning ríkissjóðs sé viðráðanleg.  Um þær væntingar setja þeir félagar, Galbraith og Black, mikla fyrirvara, telja að einhverjar forsendur þurfi að vera fyrir slíkum hagvexti, ekki sé nóg að segja að hann muni verða.

Engar forsendur fyrir þessari spá felast því í innlendri eftirspurn. Spáin grundvallast á mjög mikilli aukningu hreins útflutnings sem virðist hvorki vera grundvölluð á sögulegum viðmiðum né atvinnugreinum og mörkuðum sem þegar eru til staðar. Ef gripið yrði til stórfelldrar gengislækkunar við þessar kringumstæður myndi erlenda skuldabyrðin strax hækka sem hlutfalli af VLF. Eins er vandséð hvernig atvinnugrein sem verður fyrir miklum samdrætti fjárfestingar getur samtímis aukið útflutning.

Hrunið haustið 2008 átti sér langan aðdraganda, og höfuðskýring þess var afneitun á staðreyndum og algjör höfnun á gagnrýni erlendra aðila sem bentu á að heilbrigð skynsemi þeirra segði þeim að svona risastórt bankakerfi, byggt á skammtímafjármögnun, myndi falla við minnsta mótbyr eins og spilaborg.  Þá var hlegið af heilbrigðri skynsemi á Íslandi, við sögðumst vera búin að finna upp gullgerð úr skuldum.

Í dag segjumst við vera búin að finna upp leið til að búa til hagvöxt úr lofti.

Og niðurstaðan mun vera sú sama.  Í raunveruleikanum kallast slíkt Hrun.

Aðeins ein leið mun geta skapað þann mismun á viðskiptajöfnuði sem að er stefnt; "Augljóslega getur hugsanleg uppsveifla í hreinum útflutningi einungis átt sér stað með varanlegum samdrætti innflutnings og þar með almennra lífskjara."  Þess vegna er stuðningur verkalýðsforystunnar, þar með talið sauðtryggra róttæklinga á Akranesi og Húsavík, meira tilræði við verkafólk á Íslandi en áður hefur þekkst hjá nokkru öðru vestrænu landi. 

Og afleiðingarnar af þessari hagspeki er óhjákvæmileg.  Þeir sem vilja ekki draga fram líf sitt á Öskuhaugum, þeir munu fara.

AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.

Þetta er draumur íslenskra vinstri og félagshyggjumanna í hnotskurn og ömurlegur er hann.

En þeir félagar leggja eina lokaspurningu fyrir Alþingi:

Ísland er lítið land með takmarkaðan fjölda vinnufærra einstaklinga. Við Alþingi blasir sú lykilspurning hvort það sé raunhæft að ætla að þjóðin sætti sig við þær byrðar sem Íslandi er nú fyrirskipað að axla. Við erum ekki í stakk búnir að svara þessari spurningu: við setjum hana einungis fram. Ef svarið er neikvætt er ekki aðeins íslenzka hagkerfið í húfi - heldur framtíð Íslands sem starfhæf efnahagsheild.

Og þessari lykilspurningu þarf íslenska þjóðin að svara, erum við tilbúin að bjóða börnum okkar upp á þá framtíð sem við blasir ef stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði framfylgt út í ystu æsar????

Og þegar við svörum þeirri spurningu, þá skulum við hafa í huga að það er líf eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þær þjóðir sem hafa haft gæfu til að losa sig við Leppsstjórnir hans, hafa náð sér á strik, án þess að sá hagvöxtur hafi tilkomið með eymd og blóði almennings viðkomandi landa. 

Og um það fjallar minn næsti pistill.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 957
  • Sl. sólarhring: 1356
  • Sl. viku: 2970
  • Frá upphafi: 1323770

Annað

  • Innlit í dag: 890
  • Innlit sl. viku: 2593
  • Gestir í dag: 839
  • IP-tölur í dag: 814

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband