Það sem Össur átti að segja, en sagði ekki.

Össur Skarphéðinsson hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.  Ræða hans er ein mesta hörmung sem komið hefur upp úr Íslendingi á erlendri grund í þúsund ára sögu þjóðarinnar.  Bæði sýndi Össur mikinn undirlægjuhátt gagnvart kúgurum þjóðarinnar, sem og hitt að sú mynd sem hann dró upp af ástandi íslensku þjóðarinnar var af ætt ýkjusagna fornritanna og órafjarri þeim raunveruleika sem við blasir við þjóðinni í aðdraganda harðindavetursins mikla eins og vinnuveitendur eru farnir að spá.

En Össur hafði einstakt tækifæri til að segja satt og rétt frá og spyrja alþjóðsamfélagið spurninga um þá aðstoð sem þjóðir í neyð fá, og það sem þær fá ekki.  Hér að neðan ætla ég að birta innslag í athugasemdakerfi Jakobínu Ólafsdóttir, sem hún Helga, baráttukona úr Andstöðunni, skrifaði um það sem Össur átti að segja, en sagði ekki.

Ég vil skora á alla að lesa þennan pistil Helgu og íhuga hann.  Það væri margt betra í dag ef ráðamenn okkar hefðu þann manndóm sem þarf til að segja sannleikann og vilja til að berjast fyrir betra hlutskipti þjóðar sinnar. 

En hér er pistill Helgu.

 

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gera umheiminum grein fyrir skelfilegri stöðu íslensku þjóðarinnar.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig stórveldi hafa kúgað og kúga enn íslensku þjóðina.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja frá því að Íslendingum er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur erinda "fjármagnseigenda" gegn hagsmunum þjóðarinnar sem sjóðurinn gefur sig út fyrir að vera að aðstoða.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja að það blasir við Íslendingum að loka spítölum og skólum, að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og þegar er staðreynd í Lettlandi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að lýsa birtingarmynd efnahagskreppunnar á vestrænt þjóðfélag.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig fámennt samfélag er að missa sérfræðinga sína hvern af öðrum úr landi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gagnrýna hvernig stórþjóðir völdu að leggjast af öllu afli gegn saklausri þjóð til að verja bankakerfi heimsins með sérstakri áherslu á bankakerfi Evrópusambandsins.

Að lokinni þessari ræðu sinni sem er mjög ámælisverð er viðhlítandi að utanríkisráðherrann biðji íslensku þjóðina fyrirgefningar á því að segja stöðu þjóðarinnar betri en hún er og fela þar með sannleikann fyrir umheiminum og gera lítið úr erfiðri stöðu þolenda fjárglæframanna og óhæfra stjórnmálamanna.

Forsætisráðherrann, flokkssystir utanríkisráðherrans, á að skýra þá furðulegu hegðun sína að tala um málefni allrar þjóðarinnar á fundi flokks síns. Þjóðin á ekki að þurfa að fylgjast með einkasamkomum Samfylkingarinnar til að vita hvað forsætisráðherrann er að sýsla í málefnum þjóðarinnar allrar.

Helga (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:43

 

Fleiri orð þarf ekki að hafa um ræðu Össurar.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar 

Engu líkara en hann össur (sem er hættur að verðskulda stóran staf í nafninu sínu) hafi verið skakkur meðan hann flutti þessa sk ræðu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.9.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Arinbjörn.

Þetta er frumleg nálgun hjá þér.  Bretarnir, nema í upphafi setninga, og þegar ég tala um þörf verk þeirra eins og baráttu þeirra gegn illsku nasismans, fá aðeins lítinn staf hjá mér, alveg þar til þeir biðja mig persónulega afsökunar á hryðjuverkalögunum.  Það duga ekki að segja a "we are sorry", ég vil persónulegt afsökunarbréf frá þeim því þeir réðust á mig og mína.

Mér er ekkert persónulega illa við þá, ekki frekar en svangan ísbjörn sem ég rekst á förnum vegi,  en svona hegðun á að skjóta á færi.  Aðeins þrælar í lund sætta sig við svona svívirðu. 

En hvort Össur hefur náð þessum status að eiga ekkert annað skilið en lítinn staf, ja, það er spurning.  Þetta er auðvita stóralvarlegt mál hvernig maðurinn hagaði sér.  Jón Baldvin var oft skakkur en svona útburðarvæl kom þó aldrei út úr hans munni.  Í raun er maðurinn búinn að missa allan þegnrétt, þar til hann biður þjóð sína afsökunar.

En ég trúi því samt að hér sé ekki um hreinan illvilja að ræða, eins og hjá bretunum, meira er þetta ???? já hvað er þetta???  

Mig skortir eignilega skýra sýn á hvað þetta er.  Ekki bjálfaskapur, það nær ekki yfir þessi ósköp,  og ekki er maðurinn heimskur, þó hann láti oft eins og bjálfi.  Og ég held að hann telji sig vera gera réttu hlutina fyrir íslenska þjóð.  Það taldi Hamsun sig líka vera að gera þegar hann fór og spjallaði við Hitler, en það gat norska þjóðin illa fyrirgefið honum.

En ég ætla að láta Össur njóta vafans hvað mig varðar. Amma gamla hefði skammað mig ef ég hætti að sjá það góða við fólk.  Vissulega eru það gjörðir hans sem eru forkastanlegar, en ekki maðurinn sjálfur, og því má alveg skrifa hann með litlum staf, honum til háðungar.  Og allsherjargoði mætti alveg reisa staur með hestshaus, honum til heiðurs.

Þetta eru svona skýr skilaboð að fólki sé farið að mislíka stórlega.  Jafnvel þó þú teljir þig vera að gera rétta hluti, en í þeirri vegferð gengur algjörlega fram af stórum hluta þjóðar þinnar, þá er eitthvað að vegferð.  Hin algjöra sundrung sem er orðin, getur ekki verið markmið eins eða neins stjórnmálamanns. 

Þetta er allt saman efinn eins og Helgi Hálfdánar þýddi hin frægu orð Villa frá Stanford.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:32

3 identicon

Glæsilrgt hjá Helgu.  Helga getur kannski haft vit fyrir ríkisstjórninni.  Held hann ætti að víkja, hann ætlar ekki verja land og þjóð fyrir ágangi IMF, Breta og Hollendinga.  Súdanskir sjóræningjar fengju að nota varðskipin okkar ef þeir hefðu vit á að skrifa ríkisstjórn Íslands línu.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:01

4 identicon

Glæsilegt hjá Helgu.

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þetta er mjög glæsilegt hjá Helgu.

Veit ekki með sjóræningjanna (sem eru víst staðsettir í Sómalíu).  Ef þeir segðust geta liðkað fyrir ESB aðild Íslands og fullyrtu síðan með digrum bassaróm, að alþjóðlegar sáttmálar Íslands um aðstoð við þróunarlönd, fælu í sér alþjóðlegar skuldbindingar um að útvega þeim varðgæslu á "miðum" þeirra, já og vegna sérstöðu íslensku þjóðarinnar (sem er mjög mikil fyrst hún kaus þessa ríkisstjórn yfir sig) þá yrði hún að ríða á vaðið.

Og þá gæti ég alveg séð fyrir mér atburðarrás þar sem Össur myndi senda varðskip, til dæmis upplagt að nota nýja varðskipið í það.  Hugsanlega myndu Sómalarnir koma með kostun gegn diplópassavernd.

Og Össur á að víkja.  Hann er ekki hæfur í núverandi starf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 20:15

6 Smámynd: Elle_

Ha, ha, ha, hélt ég yrði ekki eldri við sjóræningja-lesturinn!  Nokkrir ónefndir gætu kannski farið með út á sjó og tekið  handrukkarana með og látið okkur í friði. 

Elle_, 28.9.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Það verður líka að hafa gaman að þessu.  En á morgun ætla ég að vera alvarlegur og blogga um Breiðuvík. 

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1393
  • Sl. sólarhring: 1557
  • Sl. viku: 3406
  • Frá upphafi: 1324206

Annað

  • Innlit í dag: 1274
  • Innlit sl. viku: 2977
  • Gestir í dag: 1144
  • IP-tölur í dag: 1104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband