Flest myrkrarverk þola ekki dagsljósið.

En höfum eitt á hreinu.  ICEsave samningurinn, með eða án fyrirvara, er ekki frjáls samningur.

Skiptir engu þó innlendir Leppar hafi aðstoðað við gerð hans.  

Það eru hótanir sem knúðu fram samþykkt Alþingis og því er frjálsu Alþingi hvenær sem er heimilt að fella  hann úr gildi, án eftirmála alþjóðasamfélagsins, því Nauðung er bönnuð samkvæmt alþjóðalögum.

Og þessi samningur, með eða án fyrirvara, er ólöglegur samkvæmt EES samningnum.  Þar er skýrt kveðið á um þann vinnugang sem aðildarríki verða að hlíta ef þau hafa ekki uppfyllt tilskipanir ESB á lögmætan hátt.  Eftirlitsstofnun EFTA ber þá  skylda til að rannsaka brotin og síðan skjóta ágreining, ef um ágreining er að ræða, til EFTA dómsstólsins.  Lagagreinar EES samningsins eru skýrar hvað þetta varðar.  Allur annar vinnugangur er óheimill samkvæmt þeim samningi.

Hvað þá að það sé heimilt samkvæmt EES samningnum að aðildarríki ESB beiti EFTA ríki nauðung til að knýja þau að samþykkja þeirra túlkun á þeim ágreiningsefnum sem upp koma.  Þó forystumenn Samfylkingar haldi því fram í ræðu og riti að ESB sé samfélag villimanna sem virða ekki lög og rétt, þá er það rangt.  Það eru siðaðar þjóðir sem byggja Evrópu, þó siðlausir Leppar fjármálamanna hafi náð vissum völdum, þá þolir kúgun þeirra og gerræði ekki skoðun dómsstóla.  Þess vegna vilja siðblindingjarnir ekki neitt sem heitir úrskurður réttmætra dómssóla, en við megum aldrei gleyma því að þessir menn eru ekki Evrópa.

Og við megum heldur aldrei gleyma því að reglumeistarar hafa ekki það vald að setja á reglur sem kveða á um ótakmarkaða skattheimtu almennings við ákveðnar aðstæður.  Slíkt er skýlaust brot á fullveldisrétti aðildarríkja.  Aðeins þjóðþing viðkomandi ríkja geta ákveðið íþyngjandi skattheimtu og jafnvel þau mega ekki skattleggja þegna sína um of, því bæði er almenningur varinn af stjórnarskrá gegn gerræði stjórnmálamanna, sem og hitt að aðildarríki EES hafa skuldbundið sig að hlýða Mannréttindasáttmála Evrópu.  Þar er íþyngjandi skattheimta sem ógnar lífi og velferð almennings í aðildarríkjum bönnuð

Einnig er þrælahald bannað, jafnt beint sem óbeint.  Þar með getur engin ríkisstjórn sett þegna sína langtíma skuldahlekki vegna þess að viðkomandi ríkisstjórn telur sig skuldbundna að fylgja ákvæðum einhverra alþjóðasamninga.  Grunnréttindi þegnanna eru æðri slíkum gjörðum stjórnmálamanna, þeir hafa ekki vald til að selja þegna sinna í þrældóm eða setja á þá skuldahlekki óbærilegra skuldbindinga.

Allar slíkar undirskriftir eru ólöglegar samkvæmt alþjóðlögum og sérstaklega samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.  Og grunnmannréttindi eru einn af hornsteinum Evrópubandalagsins.

Draumur Samfylkingarinnar um aðild Evrópusambandinu getur ekki ræst ef ICEsave nauðungin er inn í pakkanum, því hún er ólögleg.

Þess vegna á Alþingi að hafna öllum samningum nema að um allan ágreining hafi verið skorið úr hjá réttbærum dómstólum.  Og ef þeir dómstólar túlka rétt reglumeistara meiri en fullveldi þjóða, þá verður vissulega að semja, en þá á forsendum íslensks fullveldis.  Og á sama tíma eiga íslensk stjórnvöld að sækja mál sitt fyrir Mannréttindadómsstól Evrópu og Alþjóðadómsstólnum í Hag.  Á hvorugum staðnum geta siðblindir stjórnmálamenn keypt sér fyrirfram niðurstöðuna.

Við megum aldrei gleyma því að falli dómur gegn saklausum íslenskum almenningi, þá er allar réttarreglur Evrópubandalagsins, sem samfélag siðmenntaðra þjóða, brostnar.  Sú siðmenning sem hefur kostað ótal mannslíf að öðlast, er Evrópu meira virði en þeir milljarðar sem Hollendingar og bretar krefja íslenskan almenning um.

Réttlætið krefst þess að Alþingi Íslendinga hristi af sér doðann og hafni ICEsave Nauðunginni.

Réttlætið krefst þess að réttbærir dómsstólar fjalli um allan ágreining á EES svæðinu.

Réttlætið krefst þess að saklaus almenningur blæði ekki fyrir gjörðir auðmanna á þann hátt að hann borgi stríðsskaðabætur fyrir gjörðir þeirra.  

Réttlætið sækir sökudólgana til saka.

Og Ísland er réttarríki.  

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnaður pistill hjá þér, Ómar, hreint magnaður.

Hann verður mikilsverður fyrir endurreisn réttlætis, endurfæðingu lands og þjóðar.

Segðu mér svo, hvaða lagagreinar eru þetta í Mannréttindasáttmála Evrópu sem varða íþyngjandi skattheimtuna, sem ógnar lífi og velferð almennings, og þrælahaldið?

Með góðri kveðju austur,

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Endilega líttu á þessa vefslóð, Ómar (ég vísa líka þar til þessarar greinar þinnar), og slepptu því ekki að lesa athugasemd mína þar undir:

http://blogg.visir.is/jvj/2009/09/17/stj-2/

Aðrir hafa væntanlega gott af lestrinum líka!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 01:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Valur.

En ég hef ekki græna glóru um hvað stendur í  Mannréttindasáttmála Evrópu.  Þetta hlýtur að standa þarna ef þetta heitir Mannréttindasáttmáli.  Og þó Íslendingar virðist halda það, þá snúast grundvallarmannréttindi ekki um hvort sýslumaður megi bæði rannsaka og dæma, eða hvort blaðamenn megi hnýsast í tölvupósta Jónínu Ben.

Grunnmannréttindi snúast um rétt okkar til mannsæmandi lífs.  Og ICEsave vegur að þeim réttindum.

En ég er reyndar ekki að bulla út í loftið þó ég hafi ennþá ekki komið því í verk að lesa sáttmálann.  Var alltaf að vona að einhver íslenskur lögfræðingur myndi gera það þannig að við leikmennirnir gætu gengið í rökin.  En vinkilinn á mannréttindin tók ég upp eftir Herdísi Þorgeirsdóttir í ágætri grein hennar sem ég las á Vísi.is.  Grein Herdísar ásamt grein Jakobínu Ólafsdóttir sem birtist í Morgunblaðinu í haust og fjallaði um rangindi þess að börn okkar þurfi að búa við skert lífskjör vegna viðskipta sem þau höfðu ekki hugmynd um og gátu aldrei  haft nein áhrif á, eru grundvallargreinar um orða þær hugsanir sem allt réttsýnt og heiðarlegt fólk á að hafa í huga í þessari deilu.  Það er ekki valkostur að gera það sem rangt er, jafnvel þó ranglát lög segi svo.  Þú ættir að þekkja þessar röksemdir úr siðfræðinni Jón Valur.  Og minnir að ýmsir kristnir sérvitringar hafi endað í útrýmingarbúðum  vegna þessar afstöðu sinnar.

Og við megum ekki vera minni menn en þeir, þó móti blási í augnablikinu.

Hvað þrælahaldið varðar þá bönnuðu Bretar það í byrjun 19. aldar og þeir voru einmitt að halda upp ártíð þess kristna heiðursmanns sem fór fyrir þeirri baráttu.  Og óbeint þrælahald er líka bannað í öllum mannréttindasáttmálum, og til dæmi vitna femínistar mikið í þær greinar þegar þær berjast gegn mansali í kynlífsiðnaði.  Eins sá ég mjög fróðlega mynd um óbeint þrælahald, svokallaða skuldaánauð í Pakistan.  En ég vonast til að einhver mannréttindalögfræðingurinn komi með beinar tilvitnanir, því það sem kostar mig mikla leit, það á hann að eiga inn í tölvu hjá sér.  

Um brot á fullveldinu kom Herdís einnig inn á, eins vitna þeir Stefán og Lárus í þau rök.  Og svo má ekki gleyma stórgóðu bloggi Lofts um Vínarsáttmálann.

En ef enginn lögfræðingur svarar ákalli okkar og kemur með réttar lagagreinar sem styðja hið augljósa, þá verðum við að gera það.  Í bloggi mínu frá  19.06 tók ég saman helstu lagatextana sem ICEsave deilan vitnar í.  Ég hafði hugsað mér að gera það sama með mannréttindavinkilinn, en ég var svo óheppinn að síðasta baksprauta fór illa í mig, þannig að ég ekki treyst mér í erfiða netleit.  En þetta er á verkefnaskrá mín fyrir næstu viku, ég hef haldið bloggi mínu virku til að það sé lesið í lokaorrustunni.  Sjáum til hvað kemur út úr þessu.

En lausn þjóðarinnar á ICEsave deilunni er ekki manneskjulegir fyrirvarar, því málið er í eðli sínu rangt.  Eftir samþykkt Alþingis þarf að mynda þjóðarhreyfingu sem fær alvöru lögfræðinga í vinnu til að flytja mál þjóðarinnar fyrir EFTA dómsstónum og Mannréttindadómstólnum Strassburg.  Það voru grunnmistök hjá ESB að fá ekki dóm hjá EFTA dómsstólnum áður en sambandið kúgaði Íslendinga til hlýðni og fékk ríkisstjórn landsins til að brjóta sín eigin lög og stjórnarskrá með því að samþykkja þvingunina.  Og öll þessi mál, ásamt því að ákæra ráðherra fyrir stjórnarskrárbrot, er hægt að höfða á einstaklingsgrunni, það þarf ekki stuðning Leppstjórnarinnar til.

Þetta er bara spurning um manndóm þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 08:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Jón.

Ég las grein þína á Vísi en ég las líka síðasta blogg þitt á Moggablogginu spjaldanna á milli.  Þar var lyginn í ICEsave málinu gerð góð skil.  Svona samantektir eru nauðsynlegar svo maður hafi alltaf rökin á hreinu.  Ég hef alltaf sagt að það sé veikleiki á máli ef lygin er verkfærið sem kemur því í gegn.  Og svei mér þá, ég held að innst inni sé gamli sósíalistinn Steingrímur með ákall til þjóðarinnar að grípa inn í.  Það sem hann telur sig nauðbeygðan til að framkvæma, vonar samviska hans að verði stöðvað.  Ég tel að Steingrímur sé sammála okkur, þó ráðherrann Steingrímur segist vera í skítverkum.  Ef hann hefði hina minnstu sannfæringu fyrir málstað sínum, þá væri ekki öll þessi lygi fljótandi í kringum hann.  Og maðurinn, Steingrímur J. Sigfússon er gegnheiðarlegur maður, þó stjórnmálarefurinn Steingrímur Joð, hafi stundum borið þann mann ofurliði.

En við söknum þín Jón.  Það stendur einnig illa á hjá mér og ég persónulega vonaðist til að þetta mál myndi klárast í ágúst, svo ég fengi kærkomið bloggfrí.  En maður velur ekki ögurstundir og ég mun reyna vinna betur í mannréttindavinklinum og vonandi þefa uppi lagatæknileg rök sem halda.  

En höfum eitt á hreinu, kristið fólk samþykkir ekki ICEsave.  Þeir sem gera það, þekkja ekki muninn á réttu og röngu.  Það er ekki alltaf hægt að treysta leiðtogum sínum í blindni. Og til að vinnum þetta mál, þá þurfa ólíkir hópar fólks, með mismunandi lífsskoðanir, að slíðra sverðin og sigra þessa andskota.

Það er ekkert val í stöðunni.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 09:02

5 identicon

Ég verð að taka undir með Jóni, Ómar, magnaður pistill, stórkostlegur. 

ElleE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:49

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skuldafesta einhvern gerir þann sama að Skuldamanni, sem greiðir skuld sína með vinnu. Það er ganga í skuldina. Skuldfesti um þræla þeirra sem eru lögskuldarmenn. ef sá maðr andast, er öreigi er, ok er engi maðr skyldr at gjalda skuldir Grg. UI, 14816.

Skuldfesti er jafngamalt civis Romanus sem voru vissulega evruhæfi í sínum heimi . Skuldamaður og skuldaþræll vandséð er hver munurinn.

Fjárfestir mun í dag vera sá sem færir skuldir.

Þetta mál er í markvissum farvegi og síðast samninganefnd var ekkert að fara leynd með það að þeir samningar voru bara hluti af lengra samningaferli. Á meðan fitna skuldirnar og málatilbúnaður EU Seðlabankakerfisins styrkist og Bretar fá forræðið yfir Íslandi um aldur og ævi innan EU, hvort sem Ísland verður þar á undantekningu eða ekki.

3% mannaflans vinir við sjávarútveg og landbúnaðað samkvæmt CIA er það áþekkt því sem gerist á heimmarkaði Þýskra stórborga. Hinsvegar er þjónustumannafli ekki nema 67% en hann er 78% á Íslandi. Spurning er hvort niðurgreiðslur til fræðaþjónustu er ekki meiri baggi á fjárfestum en nokkrir einstaklingar í hollustu störfum.

Svo tel ég að EU finnist eðlilegt að við framleiðum áfram kjötmeti til eiga gjaldeyri áfram til að greiða upp í vaxandi skuldir. Slíkt mun vera algengt sjónarmið gagnvart fyrirverandi eyjanýlendum sem tengjast EU í Samningunum. Sér í lagi hentugum í ljósi vaxandi mengunar skatta.

Iðnaður þjóðaverja er fullframleiðslu og tækni sem skýrir best háar þjóðartekjur, en hér framreiðsla á 1. vinnslustigi að mestu leyti.     

Júlíus Björnsson, 18.9.2009 kl. 16:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle, og takk fyrir Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 16:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir Júlíus vildi ég sagt hafa.

Og Júlíus, nú fyrst gamla Ísland er í rúst, þá er tími til kominn í nýja Íslandi,  að arfur Rómerja verði endanlega afgreiddur, og saltaður niður í tunnu.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2009 kl. 17:20

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr!

Júlíus Björnsson, 20.9.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mikið rétt sem hefur komið hér á undan, magnaður pistill hjá þér Óskar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almenn eignamyndun er mælikvarði á stjórnhættina [óháð því hvað þeir kalla sig]. Gæði sem eru hagkvæm kosta sitt og því fylgir í samburði háttvöruverð fyrir þá sem standa utan krafanna.

Heimilsfasteignaveð þegar með vejað er á íveru lántakandans kallast á Erlendum málum þróðar viðskipta Mortgage.

Hugmyndin er skildreind hjá Frökkum:   Mort stendur fyrir plágu eða dauða margra. gage veð [góðan aldur].

Verð veðisins sem er ákveðin fastur hluti í prósentum er verðtrygging sem um er samið í þúsund ár.

Leiðrétting á því getur ekki tekið önnur viðmið á markað nema með verðlagi fasteigna: fasteignarvísitölur.

 Neysluvísitala og fylginautur hennar fylgja fasteignavísitölu þá og því að eins að almennur stöðuleiki ríki, það er verðbólga neyslu sé um 2,5% að jafnað á 30 ára tímabilum.

Samningar sem hafa verið gerið svo sem einokun neysluvísitölu til verðtryggingar og þjóðarsátt 30% kaupskerðingi fyrir EES er rofnar þegar verðbólga [neyslu vístala] fer úr böndunum.

Andi alþjóðalaga um veðeignarrétt algjörlega lítilsvirtur. Í raun er búið að millifæra [stela] 30% af eiginfé almennings með því að skipta ekki yfir í rétta vísitölu þegar hin sprakk. 

Svo á semja við þjófinn. Þetta er í samræmi við Icesave samninganna, sér réttfar handa Íslandi af hálfu alþjóða samfélagins. Kannski ólögum skal ólög eyða?

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 18:59

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus, þú skyldir nokkuð hér eftir sem tekur mig tíma að melta.  En ég vonast til að eftir glundroðann komi tímabil skynsemi þar sem við þurfum ekki að nota vísitölur, enda verður glíman hugsanlega við verðhjöðnun, ekki verðbólgu.

En hvað sem verður, þá er eitt sem er víst, við semjum ekki við þjófa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 20:18

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Doddi, ég skal skila því til Óskars.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 20:20

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálstofnanir sem byggja á langtímalánum miða allt við veð sem aðrir og sannannatölur sem þeir hafa safnað saman í gegnum árin til ákvörðunartöku. Til að bjóða fasta og breytilega vexti.  Þrjá opinbera opinberar tölur falla þar inn í þann hóp fasteignavísitala fyrir fasteignir langtímalán.  Neysluvístala fyrir allt hitt að meðali. Launavísitala [launþegasamtaka] til að fylgja eftir stöðugri neyslu alls hins. Getur líka nýst í vaxta útreikinum banka við gerð ákvörðunnar vaxta á langtíma lánum.

Við þurfum ekki að nota vísitölu en við þurfum oftast að skilja hvað við samþykkjum.  Til að láta ekki svína á okkur.

6.000.000 á bið eru það 18.000.000 eftir 30 ár?. Eiga ellífeyrisþegar þá að svelta?

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 22:20

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er spurningin Júlíus.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 23:41

16 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Og Doddi, ég skal skila því til Óskars.

Kveðja að austan.

Hehe, já mann garmurinn verður nú að fá credit fyrir þenna pistil sko 8)

Vona að mér fyrirgefist nafna ruglið 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband