Við viljum borga öskra Landráðasnatar.

Ég vil skora á alla sem þykir vænt um þjóð sína og í nærumhverfi, nágranna sína og sína eigin fjölskyldu, að lesa blogg Landráðasnatana sem eru á undan mér í tengslum við þessa frétt.

Eftir þann lestur setti mig hljóðan.  Kannski voru finnskir kommúnistar ekki svo galnir eftir allt saman.  Bóndinn í Kreml vildi vel, að þeir töldu.  Því var það heimskuleg þjóðremba að verjast árásum hans.  Þjóðremba sem íhaldið kynnti undir.

Núna, 60 árum seinna, þá endurtekur sagan sig.  Nema núna býr bóndinn í Brussel.

En Landráðarnir eru samir við sig.

Lesið blogg þeirra og skynjið þá siðblindu sem að baki býr.  Ef Vöggur getur fundið hið minnsta sem réttlætir kúgun ESB á íslenskri þjóð, þá öskra Snatarnir það á torgum.  Þeir eru eins og hún Svetlana sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel í bók sinnu um Gulagið.  Svetlana var verkstjóri í þrælabúðunum, en hún efaðist ekki eina mínútu um gæsku Stalíns.  Það var einhver vitleysa í kerfinu sem kom henni í þessar búðir, og kallinum fyrir aftökusveitina, en hún pískaði samfanga sína áfram í þeirri blindu trú að hún gerði hinum heilaga sósíalisma gott með því athæfi.

Þú þarft ekki hlekki og verði á meðan þú átt hana Svetlönu, og Landráðasnata þér til fulltingis.

En breiðu bökin þjást.  

Og á það benti Seðlabankinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Seðlabanki gagnrýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þú hittir þarna naglann á höfuðið með þessarri samlíkingu. Þetta fólk er nytsamir sakleysingjar sem halda mætti að aldrei hafi komið út fyrir landsteinana.

Liggja á hnjánum eins og bókstafstrúarmenn biðjandi, en þó ekki til Guðs.

" Hvenær kemur þú fagra ESB sæluríki til okkar aumra tilbiðjenda þinna "

Því við höfum engan metnað, von og framtíðarsýn eða dugnað sjálfir og bíðum eftir komu þinni.

Sjá aumur á okkur Ó - Brussel, Guð vor. Amen

Rekkinn (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Rekkin.

Mitt blogg er að kveldi komið.  Alltí lagi að stríða aðeins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 599
  • Sl. sólarhring: 1897
  • Sl. viku: 4075
  • Frá upphafi: 1325161

Annað

  • Innlit í dag: 539
  • Innlit sl. viku: 3584
  • Gestir í dag: 523
  • IP-tölur í dag: 515

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband