Landráðasnatar.

Það er bannað samkvæmt stjórnarskránni að samþykkja þessa nauðung.  Stjórnarskráin skilgreinir það landráð þegar efnahagslegum undirstöðum þjóðarinnar er stefnt í voða.

Við megum aldrei gleyma því að það gilda lög í þessu landi.  Og þau lög á að virða.  Orð og yfirlýsingar, núverandi og fyrrverandi ráðamanna skuldbinda aldrei þjóðina.  Alþingi getur gert það en þær skuldbindingar verða vera í samræmi við stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins.

Ljóst er að blekkingar eru notaðar til að fremja þessi landráð.  Viðskiptaráðherra sagði að þetta væri vel hægt.  En ætlar viðskiptaráðherra að sleppa að greiða aðrar skuldir þjóðarbúsins á meðan.  Ljóst er að gífurlegar skuldir aðrar falla á ríkið vegna bankahrunsins.  Skuldir sem það ræður ekki við.  Allar viðbótarskuldir, hvað þá af þessari stærðargráðu, gera þjóðina gjaldþrota.  Og 63 þingmenn hafa ekki slíkt vald til að gera slíkt.

Fjármálaráðherra segir að þjóðin þurfi að endurfjármagna sínar skuldir en ljóst er að þegar skuldareigandi hefur veð í öllum eigum þjóðarinnar, þá er engin trygging að hann gangi ekki að þessum veðum.  

Engin trygging.  Og það er landráð.  Þingmennirnir 63 hafa ekki vald til að gera svona samning.  Fyrst þurfa þeir að breyta stjórnarskrá landsins og setja inn ákvæði þar sem ríkisstjórn, ef hún kallar sig félagshyggjustjórn, megi fremja landráð.  Og leika sér að sjálfstæði þjóðarinnar eins og vitfirrtur maður sem spila rússneska rúllettu, með þremur kúlum.

En allra ömurlegast er að lesa Snatablogg Samfylkingarinnar.  "Hvar eru framsóknarmenn og sjálfstæðismenn" spyr einn landráðasnatinn.   Er sem sagt leyfilegt að fremja landráð vegna þess að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn stjórnuðu illa?????

Er allt leyfilegt ef orsökina má rekja til Sjálfstæðisflokksins???

Til hvers erum við þá að kjósa aðra flokka???

Til hvers vorum við að hrekja Sjálfstæðisflokkinn frá völdum ef arfleið hans og Nýfrjálshyggjunnar er það eina sem stjórnar þessu landi??

Nú iðrast Sjálfstæðisflokkurinn.  Þurfa þá flokkar félagshyggjunnar að forherðast???

Það er ekkert í svona málflutningi sem jaðrar við agnarögn af skynsemi.  Svona Snatagelt er aumkunarvert væl fólks sem í blindni lætur teyma sig fram af hömrum heimskunnar vegna fylgisspektar sinnar við leiðtoga sína.

En á þetta fólk ekki börn eða barnabörn.  Hvernig vogar það sér að styðja landráð sem gera börnum þess og barnabörnum ókleyft að lifa mannsæmandi lífi.  Hvar ætlar þetta fólk að fá alla þessa peninga sem þarf til að borga þessa nauðung.  Af hverju svarar það því ekki.  Allt tal um sæmd gagnvart svona nauðung og gjöreyðingu velferðarkerfisins er óðs manns tal.  

Og hvernig getur það horft framan í börnin sín.  Hvernig geta kennarar sem styðja flokka sína í Óráðunum, horft framan í nemendur sína.  Vita þeir hvað þetta á eftir að valda mörgum þeirra ómældum þjáningum? 

Hvernig er hægt að svíkja sjálfan sig, börnin sín, nágranna sína, þjóð sína á jafn svívirðilegan hátt???

Hver er sæmd þessa fólks???????

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það hefur ekkert breyst nema þá helst til hins verra í stjórnarráðinu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 03:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Já, en ef við hefðum haft íhaldið við völd þá logaði þjóðfélagið af mótmælum þar sem VinstriGrænir færu fremstir í flokki.  Hvað sem sagt verður um það ágæta fólk, þá kann það að mótmæla.  

Svona þar til það sjálft svíkur þjóð sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 999
  • Frá upphafi: 1321551

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 838
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband