Er Félagshyggjan munaðarlaus? Pælingar í tilefni ICEsave.

Þetta er sorgleg staðreynd en sönn.  Félagshyggjan hefur brugðist þjóðinni.  Í andstöðunni var málflutningur þeirra félaga, Steingríms og Ögmundur, sannur og réttur.   Og þeir gáfu þjóðinni von, von um að loksins væri hægt að losa um krumlur öfgafrjálshyggjunnar  á íslensku þjóðlífi.  Hún eyðilagði svo margt, þar á meðal þann ágæta íhaldsflokk, Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn gekk fyrir björg. 

Vonin lá í Samfylkingunni og VinstriGrænum.  Svo bauðst Samfylkingunni tækifæri til að svíkja hugsjónir sínar og það gerði hún svikalaust.  Og því miður virðist svipaður gjörningur hafa hent VinstriGræna.  Það er þröngur hópur fólks, sem réði öllu hjá síðustu ríkisstjórn, sem mótar núverandi stjórnarstefnu.  Þetta er fámenn klíka úr embættismannakerfinu, viðskiptalífinu og stétt háskólahagfræðinga.  Klíka, sem sá ekkert athugavert við gamla kerfið þó eldar loguðu allt í kring og hrun þjóðfélagsins hafi verið óumflýjanlegt.  Heimskreppan gerði lítið annað en að flýta þessu hruni.  Og nú er  þessi klíka á fullu að endurreisa gamla kerfið.  Og almenningur er látinn borga.  

Steingrímur segist vera í félagshyggjustjórn.  En það eru öfugmæli.  Engin félagshyggjustjórn lýtur helstefnu Nýfrjálshyggjunnar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þröngvað upp á skjólstæðinga sína.  Þú lætur ekki barnaníðinga stjórna dagheimili og þú lætur ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn endurreisa íslenskt efnahagslíf, þ.e. ef þú ert félagshyggjumaður.

Á hvorugu er hægt að gefa afslátt.  Það má vel vera að óvinurinn sér sterkari í augnablikinu en hann verður það um aldur og ævi ef þeir sem að lífsskoðun og hugsjón hafna stefnu hans, leggja niður vopn og ganga til liðs við hann.  Svona til að milda ásjónu ranginda hans.  Steingrímur er eins og fóstran sem réði sig á dagheimili barnaníðinga og samdi við þá að láta börnin í friði á kaffitímum.  Kannski skárra að fá frið þann tíma en auðvitað átti hún að fá foreldrana til að hrekja þá úr starfi.  Eins áttu VinstriGrænir ekki að fara í stjórn fyrr en öruggt væri að Óbermin hypjuðu sig heim eða þá að öruggt væri að þeir væru til gagns en ekki ógagns.  Það eru ekki allir níðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en stefna hans er glæpur gagnvart mennskunni og mannúð.

Nýfrjálshyggjan er helstefna eins og kommúnisminn og nasisminn.  Núverandi stjórnarstefna er Nýfrjálshyggjan í sinni tærustu mynd. 

Og ef félagshyggjan er án flokka þá verður hún að stofna nýjan flokk.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 4648
  • Frá upphafi: 1326179

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4101
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband