"GUÐ BLESSI ÍSLAND"

Þessu fleygu orð Geirs Harde vöktu óhug hjá þjóðinni.  Eitthvað alvarlegt hafði gerst.  Ísland yrði aldrei  samt á eftir.

Aldrei þessu vant þá virtist ríkja eindrægni meðal stjórnmálamanna þjóðarinnar.  Málið var það alvarlegt að stjórnarandstaðan dró sig til hlés.  Tilefni til gagnrýni voru næg en núna var hvorki staður né stund til að vera með hana.  Fólk beið líka eftir samráði og samtölum við þjóðina.  Ráðamenn okkar útskýrðu: Hvernig gat þetta gerst?  Hver er staðan?  Hvað er til ráða?

En það varð ekkert samráð og engin samtöl, fljótlega fór fólk að fá það á tilfinninguna að upplýsingum væri haldið leyndum, og það sem var sagt, væri ekki allskostar rétt.  Hálfsannleikur, rangtúlkanir, rangfærslur.    Og aðgerðirnar létu á sér standa. 

Okkar helstu sérfræðingar skrifuðu greinar og komu með margar þarfar tillögur, en viðbrögðin voru lítil sem engin.  Bara viðhorfið að við vitum betur.  Við erum að bjarga.  Ekki má rugga bátnum.

Alþýðusambandið upplýsti að samráð við það væri ekkert.  Það kallaði á aðgerðir til að stemma við vaxandi atvinnuleysi og gjaldþurrð heimilanna.

Vinnuveitandasambandið sagði að stjórnvöld hefðu ekki samráð.  Kölluðu eftir aðgerðum og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom og tók yfir stjórn efnahagsmála.  Lét hækka vexti og krafðist niðurskurðar á fjárlögum og endurreisnar bankakerfisins.  Einnig heimilaði hann gjaldeyrishöft en það var gegn hinu há vaxtagjaldi. 

Svigrúm stjórnvalda til aðgerða var lítið.   Þó tilkynntu þau með viðhöfn að þau höfðu útbúið svokallaða "björgunarpakka" fyrir fyrirtæki og almenning.  Almennt séð þá voru Atvinnurekendur og Alþýðusambandið jákvæð útí í aðgerðir ríkisstjórnarinnar en allt ylti þetta á framkvæmd og útfærslu þess sem átti að gera.  

En svo gerðist ekkert.  Í janúar var þolinmæði bæði atvinnurekenda og launþega á þrotum.  Harðar yfirlýsingar voru hafðar eftir talsmönnum þeirra í fjölmiðlum.  Á sama tíma var ljóst að ríkistjórnin hefði ekki þrek í að standast gegn allri þeirri gagnrýni, sem að henni dundi úr öllum áttum úr þjóðfélaginu.  Innri sundrung hennar var einnig öllum ljós.  Bæði sundrung innan stjórnarflokanna og milli þeirra.  Aðeins formenn stjórnarflokkanna héldu henni saman þegar hér var komið.  

Og svo sprakk stjórnin. Rúmum hundrað dögum varð Geir Harde og Ingibjörg Sólrún að lýsa sig sigraða.  Við tók minnihlutastjórn "vinstri" flokkanna með stuðningi Framsóknar.  Máttlaus stjórn, sem þjónar þeim eina tilgangi að róa þjóðina fram af kosningum.

Af hverju fór þetta svona?  Af hverju hafa liðið rúmir hundrað dagar frá hruni og ekkert hefur verið gert?  Af hverju er fyrirsjáanlegt að ekkert verði heldur gert fram yfir kosningar og þá í fyrsta lagi einhvertímann í maí.  Reyndar er ekki rétt að segja að ekkert hefur verið gert.  Með samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var tekin upp hörð efnahagsstefna eftir kenningum Peningamagnsstefnunnar.  En þjóðin kallar þetta ekki aðgerðir.  Hún fer fram á aðgerðir sem hjálpa henni en ekki eyða.  Í næstu kosningum kemur í ljós hvort þjóðin vill búa áfram í þessu landi.  Þá kýs hún gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Leppum og Skreppum þeirra.  Hún kýs fólk sem vill gera það sama og Obama, forseti Bandaríkjanna.  Hann segir að það sé skylda stjórnvalda að grípa inní gangverk efnahagslífsins ef það kemur í veg fyrir keðjuverkun gjaldþrota og atvinnuleysis.  Keyne er genginn aftur, vofa hans gengur ljósum logum um heimsbyggðina, logum sem þýða frost atvinnuleysis og gjaldþrota, logum sem vekja von í brjósti hins venjulega manns.  Allstaðar nema á Íslandi.  Þar ætla stjórnvöld að dæma þjóð sína í hlekki þrældóms og skuldafjötra.  

Hvað veldur?  Af hverju fór þetta svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 768
  • Sl. sólarhring: 1400
  • Sl. viku: 2781
  • Frá upphafi: 1323581

Annað

  • Innlit í dag: 722
  • Innlit sl. viku: 2425
  • Gestir í dag: 705
  • IP-tölur í dag: 688

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband