Hatrið sem nærir ofbeldið

 

Ég las nýlega í því gagnmerka tímariti Lifandi saga fróðlega úttekt á útbreiðslu nasismans í Bandaríkjunum á millistríðs árunum og í umfjöllun um "nasista-prest" einn las ég þessa réttlætingu hans á Kristalnóttinni frægu í okt 1938, þegar þúsundir fylgjenda nasistaflokksins í Þýskalandi réðust á verslanir í eigu gyðinga, brutu og brömluðu verslanir í eigu gyðinga, hátt í hundrað gyðingar voru drepnir þessar örlaganætur.

"Kristalnóttin var sjálfsprottin og réttmæt aðgerð gegn áralangri misnotkun og yfirgangi gyðinga".

Þau voru réttmæt, sjálfsprottin vegna áralangra misnotkunar og yfirgangs gyðinga, nokkurn veginn orðrétt ummæli formanns félagsins Ísland-Palestína eftir voðaverkin 7. október, eða það sem framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna gaf í skyn, en þorði ekki að segja berum orðum.

Og margir landar okkar annaðhvort afneita þessum voðaverkum eða telja þau réttlætanleg, einmitt vegna þessara meintu áralangrar misnotkunar og yfirgangs.

 

Það er þetta undirliggjandi hatur sem nærir ofbeldið, hér á Vesturlöndum beinist það mikið að gyðingum, í Bandaríkjunum, sérstaklega í Suðurríkjunum beinist það að svörtu fólki, í múslímaheiminum hata Súnnítar Shíta og öfugt, báðir trúarhóparnir hata svo homma og lesbíur svo eitthvað sé nefnt.

Ef ekkert verður að gert, mun þetta hatur draga mannkynið til dauða, vopnin eru það öflug.

Og við eigum líf sem við sórum að vernda, okkur ber skylda til að verða ekki samdauna því, halda okkur við staðreyndir, og reyna aldrei að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta.

 

"Þú hefur held ég lítið skrifað um Netanyahu" sagði góður maður hér á Moggablogginu við mig í athugasemdarkerfinu sínu þegar ég leiðrétti þann misskilning hans að ég styddi ríkisstjórn hans og herför hans á Gasa.

Sem er rétt, ég hef ekkert skrifað um hana, persónulegar skoðanir mínar á því öfgafólki sem skipar hana kemur málinu ekkert við, og þó ég telji innrásina á Gasa óréttlætanlega, svona líkt og eldárásirnar á borgir Þýskalands í seinna stríði. Ég tel það grundvallaratriði að forsenda fordæmingar ódæðisverka sé að fremja þau ekki sjálfur, sé það gert með vísan í að "hinn" byrjaði, þá ert þú í raun að réttlæta ódæði hans.

 

Málið er að mínar persónulegu skoðanir skipta engu máli í því samhengi sem ég hef verið að fjalla um voðaatburðina 7. október, ég hef í kjarna gagnrýnt þá sem reyna að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta, og ábyrgð alþjóðasamfélagsins á núverandi hörmungum á Gasa með því að heykjast við að fordæma voðaverkin og grípa inní fyrirhugaða hemdar atburðarrás með því að krefja stjórn Hamas á Gasa að framselja sjálfa sig og sæta ábyrgð á gjörðum sínum.

Hvort sem fólk sættir sig við það eða ekki þá er það þannig að skipulögð stríð hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára, fólk fellur í styrjaldarátökum og sá sem gerir árás á annað ríki, verður að sætta sig við að henni sé svarað.  Skiptir þar engu að hann sé verr vopnum búinn og geti því drepið færri en sá sem svarar fyrir sig.

Síðan er rétturinn til sjálfsvarnar geirnegldur í alþjóðalög, en eins og Alþjóðadómstóllinn í Haag benti réttilega á, þá er ekki alveg sama hvernig staðið er að innrásum í annað ríki.  Um það má deila en ekki sjálfa innrás Ísraela á Gasa ströndina.

 

Víkjum þá að því hvernig menn réttlæta hatrið, stuðning sinn við óverjanlega Glæpi gegn mannkyni með því að vísa í þann margtuggna frasa gyðingahatara allra tíma og faðir Coughlin orðaði svo vel; ".. sjálfsprottin og réttmæt aðgerð gegn áralangri misnotkun og yfirgangi gyðinga".

Margir trúa þessu og vísa þá áratuga deilur Ísraela og Palestínuaraba, og í frægri yfirlýsingu starfsmanna Háskóla Íslands var fullyrt að Glæpirnir gegn mannkyni þann 7. október væru afleiðingin af kúgun og rasisma gyðinga gegn aröbum.

Með slíkum yfirlýsingum setja meintir fræðimenn sig í dómarasæti yfir deilu milli tveggja aðila sem á sér langa sögu átaka, stríðum, hryðjuverkum, og fullyrða að það sé bara öðrum aðilanum að kenna, hann kúgi, beiti yfirgangi á meðan hinn er bara að verja sig og fá til baka það land sem hann átti.

Og í dómarasætinu fara þessir meintu fræðimenn rangt með næstum allt því slík vinnubrögð eru forsenda þess að geta dregið upp einhliða áróðursmynd að hætti hatara allra tíma, hvort sem hatrið beinist gegn gyðingum, öðrum kynþáttum, trúarhópum eða samfélagshópum eins og hommum og lesbíum.

 

Langt má nú þegar og ég ætla að lengja það ennþá meir með því að draga saman nokkrar staðreyndir um Ísraelsríki, og sögulegar staðreyndir um hvernig heimurinn er í raun:

 

1. Ef hægt er að segja að ríki geti verið stofnuð á löglegan hátt, þá gerist það ekki löglegra en með stofnun ríki gyðinga í Palestínu því það var sjálft Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem lagði til að Palestínu skyldi skipt í tvennt milli gyðinga og araba og á grundvelli þess lýstu gyðingar í Palestínu yfir stofnun ríki síns, Ísrael.

Í þessu nýja ríki voru gyðingar álíka fjölmennir og arabar eða um milljón hvor.

Daginn eftir stofnun þess réðust 5 arabaríki á landið, og í þeim átökum hrökluðust margir Palestínuarabar á flótta, sumir innan Ísraels en meginhlutinn flúði til nágrannaríkja eða á þau landsvæði sem áttu að vera kjarninn í ríki Palestínuaraba, Gasa ströndina og Vesturbakka Jórdan.

Eftir að stríðinu lauk, þá voru um 300 þúsund arabar eftir í Ísrael, og fyrstu árin nutu þeir lítilla borgarréttinda, eitthvað sem ríkisstjórn Ísraels afsakaði með vísan í viðvarandi stríðsástand við nágrannaríkin og meintan stuðning araba við árásarríkin.  En árið 1962 úrskurðaði Hæstiréttur Ísraels að allur mismunur væri ólöglegur, þá fengu arabar smán saman full borgararéttindi á sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins. 

Arabar í Ísrael í dag eru rúmar 2 milljónir, um 20% íbúa, njóta fullra borgarréttinda, réttinda sem íbúar arabaríkja njóta ekki nema í takmörkuðu mæli. Þess vegna eru fullyrðingar meintra fræðimanna HÍ um rasisma algjör öfugmæli.

 

2. Eftir stríðið 1948 varð ekkert úr stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba, að hluta vegna þess að gyðingaríkið hertók nokkur landsvæði þess í norðurhluta Palestínu, en megin skýringin er að Jórdanía hertók Vesturbakkann og Egyptar Gasaströndina.

Og þar var enginn vilji fyrir sjálfstæðu ríki Palestínu.

Ísraelsmenn hertóku síðan Vesturbakkann og Gasa i Sex daga stríðinu 1967, og stjórnuðu þeim svæðum sem hernámslið eða allt þar til Óslóarsamkomulagið færði Palestínuaröbum vissa sjálfstjórn á Gasa og Vesturbakkanum.

Eftir að Hamas náði völdum á Gasa 2006 hefur ríkt þar ógnarstjórn, það eru ekki bara hommar og lesbíur sem eru drepin, fólk sem er grunað um samstarf við Ísraela er drepið án dóms og laga, og síðan má ekki gleyma drápunum á Fata-liðum; "In the Gaza Strip, Hamas officials have tortured and killed thousands of Fatah members and other Palestinians who oppose their rule.".

 

3. Free Palestina eða frelsum Palestínu er því rangnefni, annars vegar er það löglega stofnað ríki gyðinga, hins vegar ríki Palestínuaraba sem aldrei varð.  Réttara væri að tala um að frelsa Gasa eða frelsa Vesturbakkann.

Mótrökin eru þá að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki rétt á að skipta Palestínu í tvennt, gyðingarnir væru aðkomufólk þar.  Um það má deila en það er þá í dag um 75 ára gömul deila, og varla þá forsenda fyrir því að útrýma rúmlega 9 milljóna manna ríki gyðinga, og Sameinuð þjóðirnar opnar á það þjóðarmorð, hvað með þá öll hin ríkin sem voru stofnuð eftir Seinni heimsstyrjöldina, eða þá fyrri ef menn vilja fara lengra aftur??

Írak er til dæmis ríki 3 þjóðarbrota, Kúrda, Súnníta og Shíta þar sem súnnítar fengu öll völd þó þeir væru í minnihluta í Írak.  Írak fékk sjálfstæði eftir Seinna stríð eins og öll önnur ríkin fyrir botni Miðjarðarhafs, og þar hafa súnnítar drepið hundruð þúsunda Kúrda og Shia þegar þessir hópar hafa risið upp gegn ríkisvaldinu.  Eins hafa gyðingar og kristnir Assýringar verið hraktir úr landi, eitthvað á aðra milljón.

Á að endurskrifa söguna fyrir Írak???, en hvað þá með Íran sem er land tuga þjóðarbrota, á leysa það land uppí frumeindir sínar??

Eða öll löndin í Afríku, þar er ekki eitt land sem er ekki byggt mismunandi þjóðarbrotum??, öll fengu sjálfstæði eftir seinna stríð.

Og hvað með Indland, Búrma, Indónesíu, Filippseyjar, Sri Lanka, svo einhver lönd í Suð Austur Asíu séu nefnd.  Allt lönd hinna mörgu þjóðarbrota, á að leysa þau upp líka???

Rökvillan í þessu er algjör, og ekki sæmandi fræðimönnum, jafnvel þó þeir séu meintir og viti flestir ekki lengur hvernig börnin verða til.

Margfalt stærri þjóðir en Palestínuarabar eru án ríkja, ein virkilega kúguð og kvalin þjóð, Kúrdar, dreifist á þrjú ríki, og meintir fræðimenn tala ekki máli hennar.

Það eru aðeins gyðingarnir sem eru glæpahundarnir í þessu dæmi, á þá er bent með svipuðum rökum og presturinn sem ég vitnaði í hér að ofan.

 

4. Afkomendur Palestínuaraba eiga rétt á að snúa heim til lands forfeðra sinna þó að annað fólk hafi tekið sér þar búsetu og búið þar í rúm 75 ár.

Þetta er líklegast það heimskulegasta og það hættulegasta sem fólk gegnsýrt af gyðingahatri slær fram. Flótti fólks frá heimkynnum sínum er alltaf sorglegur, en fái menn ekki að snúa til baka fljótlega, þá tekur nýtt fólk yfir heimkynni þess og festir þar rætur.

Eftir Seinna stríð voru milljónir hraktar úr heimkynnum sínum, bæði vegna þeirrar viðleitni að ná fram meiri einsleitni meðal ríkja, sem og vegna tilfærslu landamæra.  Pólverjar voru hraktir frá landsvæðum sem eru núna undir stjórn Hvítrússa, Þjóðverjar frá Austur Prússlandi sem Rússar hernámu og eignuðu sér, og frá austur héruðum Þýskalands sem voru lögð undir Pólland.

Síðan má nefna þjóðernishreinsanir í Mið og Austur Evrópu þar sem fólk af þýskum uppruna, jafnvel árhundruð aftur í aldir, var hrakið úr heimkynnum sínum samkvæmt niðurstöðum Postdam ráðstefnunnar. Sudeta Þjóðverjar sem höfðu búið í héruðum sem tilheyrðu Tékkóslóvakíu frá stofnun þess ríkis 1918, voru neyddir til að flytja alslausir til Þýskalands, rúmlega 3 milljónir samtals.

Bara svo dæmi séu tekin eftir Seinna stríð, eftir lok þess fyrra voru miklar þjóðernishreinsanir í Tyrklandi þar sem bæði Grikkir sem höfðu búið árþúsund lengur en Tyrkir í Anatólíu voru hraktir burt til Grikklands, sem og Armenar sem höfðu allavega búið á þessum slóðum 2.000 árum lengur en Tyrkir voru hraktir burt í miklum þjóðernishreinsunum ásamt því að hundruð þúsunda voru hreinlega drepin.

Eftir Seinna stríð má nefna útþurrkun gyðingasamfélaga í múslímskum löndum Miðjarðarhafsins, kristnu Assýringana, fólk af kínverskum uppruna í Suð-Austur Asíu eða Indverjana sem voru hraktir frá Austur Afríku.

Palestínuarabar eru aðeins dropi í hafi flóttafólks síðustu aldar og það er mjög sérstök nálgun að aðeins núverandi íbúar Ísraels eigi að víkja svo hægt sé að leiðrétta 75 ára gamalt óréttlæti.

Slíkt er ekki fræðimennska heldur hatur og ákall um þjóðarmorð.  Síðan má bæta því við að aðrir þjóðernishópar sem voru hraktir á flótta ástunda ekki píslarvætti, áratug eftir áratug, með því eina markmiði að útrýma þeim sem settust að í gömlu heimkynnum þeirra.

 

5. Ofbeldi Ísraela á hernumdum svæðunum, landnemabyggðir, víggirtir veggir sem girða af byggðir Palestínumanna, réttlæta útrýmingu Ísraels.

Við þessu er einfalt svar, landnemabyggðir á hernumdum svæðum eru ólöglegar og brot á alþjóðalögum. Að láta harðlínuöfl í Ísrael komast upp með þær er stór ástæða þess að aldrei hefur verið hægt að semja um tveggja ríkja lausn.

En stærsta ástæðan er samt að Hamas samtökin á Gasa vilja ekki tveggja ríkja lausn, heldur er langtímamarkmið samtakanna að útrýma gyðingum í Ísrael, það er meitlað í stofnskrá samtakanna og allt þeirra atferli eftir að samtökin náðu völdum með ofbeldi á Gasa.

Þegar menn gagnrýna viðbrögð Ísraela, loftárásirnar, harkaleg viðbrögð við grjótkasti, múrinn og annað sem fylgir hernámi þeirra, þá má ekki gleyma öllum hryðjuverkunum þar sem óbreyttir borgarar í Ísrael hafa aldrei verið óhultir fyrir árásum úr launsátri, eða að næsti maður veitist að þeim, stingi þá á hol, skjóti, sprengi, keyri bílum inní mannþröng.

Hvernig verndar löglegt ríkisvald borgara sína í slíku viðvarandi hryðjuverkaástandi??  Þetta er bara venjulegt fólk eins og við sem vill fá að ganga um göturnar án þess að líf þess sé stöðugt í hættu.

Bandarísk stjórnvöld svöruðu árásinni á Tvíburaturnana með innrás í 2 lönd, Afganistan og Írak, í Evrópu er gífurlegum fjármunum varið í að koma í veg fyrir hryðjuverk Íslamista, sem þó eru aðeins á miniskala þess sem borgarar Ísraelsríkis hafa þurft að þola. 

Af hverju eru það aðeins gyðingar sem mega ekki svara fyrir sig??

Síðan má ekki gleyma að frá stofnun Ísraelsríkis hefur landið, sjálfstætt land, búið við stöðuga ógn frá nágrannaríkjum sínum.  Vestur Evrópa sem upplifði stöðuga ógn af Sovétríkjunum stofnaði varnarbandalag, Nató, til að verjast þeirri ógn.  Ísraelar hafa hervæðst í sama tilgangi, og reyna verja ríki sitt og landamæri.

Þeir fremja ekki hryðjuverk í öðrum löndum en þeir svara fyrir sig og á því er grundvallarmunur.  Munur sem meintir fræðimenn við Háskóla Íslands virðast ekki skilja.

 

Í athugasemd hér að neðan birti ég link á upptalningu hryðjuverka sem framin hafa verið í deilum Palestínumanna við Ísraela, vítahringur sem gerði út af Óslóarsamkomulagið. 

Það gengur ekki að hundsa tilgang þessa hryðjuverka og skella allri skuldinni á annan deiluaðilann.

Það gengur heldur ekki að neita sjálfstæðu ríki um að verja sig og sína, og eða svara árásum sem að því er beint.

 

Þannig nærum við ofbeldið.

Þannig sigrar hatrið.

 

Það þýðir heldur ekki að þá eigi að hundsa þjáningar Palestínsku þjóðarinnar, en á meðan hún fylkir sér um þann málstað, að útrýma ríki Gyðinga, núna 75 árum eftir að það var stofnað, þá er vandséð hvernig hægt er að styðja hana.

Þú stingur ekki uppá tveggja ríkja lausn við fólk sem lítur á slíka uppástungu sem guðlast.

Hjá henni nærir hatrið ofbeldið.

 

Kannski er þetta vítahringur sem verður ekki rofinn.

En eitt er öruggt að við sem utan stöndum, rjúfum hann aldrei á meðan við sjálf þekkjum ekki muninn á réttu og röngu.

Eða reynum að verja viðbjóð sem aldrei er hægt að verja.

 

Framtíð barna okkar veltur á að við skiljum það.

Svo hatrið er ekki val.

Fáfræði er ekki val.

 

Ekki ef við veljum framtíð barna okkar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Dorrit: Aðeins öfgamenn styðja Netanjahú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er listi sem þeir sem tóku hann saman sé tæmandi um hryðjuverk sem hafa verið framin á ísraelskri grund, hann er langur, hann er óhugnanlegur, og þeir sem ábyrgðina báru sátu öryggir í skjóli sínu á meðan Ísraelsher gerðir árásir á flóttamannabúðir, sprengdi upp á Gasa og svo framvegis.

Ekkert sjálfstætt ríki myndi sætta sig við svona hryðjuverk, ekkert.

Höfum það hugfast áður en við dæmum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2024 kl. 14:58

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jæja félagi Ómar, það gladdi mig að lesa þetta firnagóða viðtal við hana Dorrit. Ég hafði rétt fyrir mér, það eru fáir sem styðja Netanyahu. Að öðru leyti má enn ítreka eins og hún segir, hér eru tveir öfgahópar að berjast, og Hamas fordæmanlegt eins og þú hefur margsinnis fjallað um.

Þakka þér einnig fyrir að vitna í mig. Ég tel að með þessum pistli sért þú að útskýra betur í smáatriðum hvað þér finnst um þetta án þess að bakka neitt með stuðninginn við Ísrael.

Jú, gyðingarnir mega svara fyrir sig, að sjálfsögðu. Við megum ekki falla ofaní neina svona pytti, annaðhvort með þeim alltaf eða móti þeim alltaf. Ég viðurkenni alveg rétt þeirra til að verja sig. Þegar ég gagnrýndi klisjuna um að þetta væri bara sjálfsvörn hjá þeim átti ég í raun við... í samhengi við mannslífin sem sjálfsvörn þeirra kostar, skilurðu.

Einnig bjó undir annað, en Arnar Sverrisson sálfræðingur skrifaði um að árásin 7. október hefði verið sviðssett. Það er samsæriskenning greinilega... en maður leyfir sér að efast. Er þó ekki viss um að það sé rétt. En miðað við að grunur leikur á aðild að ódæðinu innan Sameinuðu þjóðanna er það kannski ekki svo mikil samsæriskenning. En ekki tel ég þetta sviðsett alveg, nema þannig að sökin sé dreifð á fleiri en öfgamennina í Hamas. Þetta er útspekúleruð grimmd, því þeir vita um samúðina á Vesturlöndum, og því er þetta pólitískt útspil einnig, blóðugt og hryllilegt, af hendi Hamas. Þeir eru að varpa ábyrgðinni á góða fólkið á Vesturlöndum, að gefa þeim land eins og Ísraelsmönnum eftir Helförina fyrir næstum 100 árum.

Þetta er allavega ekki svarthvítt og báðir aðilar sekir um öfga og grimmd.

Ég virði þig fyrir að þú svarar af hreinskilni og vel heiðarlega allri gagnrýni. Það er til sóma og ólíkt þeim sem eru með skæting og skítkast eða svara með þögn og fýlu.

Já, þessi pistill mjög ítarlegur og býsna góður.

Ingólfur Sigurðsson, 5.2.2024 kl. 17:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þakka þér Ómar! Í fyrstu hugsaði ég "ekki byrja að skrifa,þá hættirðu ekki fyrr en í nótt" og Silfrið eftir á Rúv. 
   
  Með kveðju tek ég undir loka orð þín.
   

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2024 kl. 22:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Ingólfur.

Þessi langloka mín var tilbúin áður en ég fékk þessa frétt uppí hendurnar, en ég tek undir með þér, greining Dorritar er góð, allavega fyrir mann eins og mig sem nálgast miðjuna frá vinstri. En í því felst um leið tilvistarkreppa mín, það er orðið ákafalega fátt fólk eftir vinstra megin við miðju sem ég skammast ekki í. Og leiðinlegt til lengdar að skammast í stað þess að styðja.

En þessi pistill er til stuðnings mennskunnar, dregur saman mótrökin gegn þeim sem taka afstöðu með því sem ekki er hægt að verja.

Þú nærð því einn daginn Ingólfur, trúðu mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2024 kl. 07:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Góður nætursvefn er gulls ígildi.

Við höldum áfram að trúa á framtíð barna okkar og barna þeirra.

Vonandi fara menn einn daginn að verja það sem á að verja og hætta að verja það sem ekki er hægt að verja.

Vonarkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2024 kl. 07:21

6 identicon

Sæll Ómar. Ástæðan fyrir því að nazistar komust til valda var fyrst og fremst samningarnir eftir fyrra stríð sem knésettu þjóðverja algjörlega. Nazistar þurftu óvin sem þjóðin gæti sameinast um og þá kom ekkert annað til greina en gyðingar sem öll Evrópa hataði á þessum tíma. Ástæðan var að mestu leiti trúarleg þar sem bæði kaþólska kirkjan og sú lúherska áleit að gyðingarnir ættu sök á krossfestingu Jésú. Ef þú skoðar ritin Aldirnar sérðu að hatrið á gyðingum var líka hér á landi. Varðandi stofnun Ísraels þá var það SÞ sem hlutust til um það. Það er aldrei skynsamlegt að alþjóðasamtök ráðskist með málefni einhvers lands og ég tel að þessi ráðstöfun hafi verið mikil mistök.Þetta ríki gyðinga var stofnað inn í öðru landi og íbúar á svæðinu flúðu til Íraks og fleiri landa við stofnun þess. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2024 kl. 10:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Ég held reyndar að kreppan mikla hafi verið stærri þáttur í valdatöku nasista, þaðan kom óánægjan, sem síðan nasistar náðu að virkja, meðal annars með vísan í meinta ósanngirni Versalasamninganna sem og með því að virkja hið aldagamla gyðingahatur.

En ég var sem slíkur ekki að fjalla um nasisma Þýskalands heldur stal ég klausu úr Lifandi Sögu því mér fannst ég hafa heyrt þessi orð bandaríska nasistaprestsins mjög nýlega.

Síðan er útlegging mín að það virðist eitthvað vera svo ríkt í mannskepnunni að hata, og gyðingahatur er eins birtingarmynd þess.

Það má alveg deila um hversu gáfulegt það hafi verið hjá Sameinuðu þjóðunum að stofna ríki gyðinga í Palestínu, en það þótti góð hugmynd þá, og í sjálfu sér ekkert vitlausari ríkjastofnun en mörg önnur ríki á þessu svæði, það hefur verið borgarstríð í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Tyrklandi á þessu svæði frá Seinna stríði.  Og voðaverk Íslamistanna í Hamas eiga sér marga bræður og systur undanfarin ár og áratugi.

Og aðeins ákaflega heimskt fólk á Íslandi virðist trúa að öll þau voðaverk eigi rætur í meinta kúgun gyðinga á Palestínuaröbum.

Ég er síðan ekki sammála þér Jósef að ríki gyðinga hafi verið stofnað inn í öðru landi, 1948 var rúmur helmingur íbúa þess gyðingar.  Þeim hafði vissulega fjölgað í Palestínu en það var ekkert óeðlilegt við það, í Ottómanveldinu voru engin eiginleg þjóðríki, heldur er nær að tala um þjóðarblöndu, og það var mikil hreyfing á íbúum eftir grósku efnahagslífsins á hverju svæði. 

Í rælni minni þegar ég tékkaði á stafsetningunni á Ottómanveldinu, þá fékk ég upp frétt hjá DV frá 2014, þar sem fjallað var um fyrstu kvikmyndina sem tekin var í Jerúsalem 1896.  Texti DV segir eiginlega allt sem segja þarf um þjóðarpottinn sem var á þessu svæði;

"Hér er fyrsta kvikmyndin sem er tekin í Jerúsalem. Árið er 1896, myndin er gerð fyrir Lumiére-bræðurna. Hún sýnir mannlífið í borginni á þeim tíma, þá var hún hluti af Ottómanveldinu sem hafði miðstöð sína í Istanbul. Lífið líkist því sem var í ríki Ottómana, alls konar þjóðir lifa saman – ekki alltaf í sátt og samlyndi, en þó miklu nær því en nú er.  Í Ottómanveldinu voru engin landamæri,en því var skipt upp í mismunandi stjórnsýslueiningar.

Þarna má sjá múslima við bænir, rétttrúaðan gyðing sem felur andlit sitt fyrir myndavélinni, konu sem er hulin blæju, prest sem er líklega frá Armeníu, gyðing sem biður við Grátmúrinn, hann er klæddur að hætti Ottómana.".

Það er rétt að Ísraelar lögðu undir sig hluta af því landsvæði sem Sameinu þjóðirnar ætluðu ríki Palestínumanna, gerðu það til að fá samfellu í byggð sína, og þeir hröktu íbúana á flótta með skipulögðum hryðjuverkum, það blasir við þegar staðreyndir sögunnar eru skoðaðar.

En það eru 75 ár síðan, þremur árum styttra en til dæmis þegar íbúar Austur Prússlands voru hraktir á flótta, eða Finnar frá kjarna sinnar menningar, Karelíu héraðs.

Afkomendur þess flóttafólks eru ekki að ráðast inní Rússland, brenna fólk lifandi, nauðga, limlesta og myrða unglinga á friðartónleikum, eða skjóta fólk á færi út á götum, eða stöðva bíla og drepa farþegana.

Það er ekkert mennskt við þessa háttsemi Íslamista, hvort sem við tökum síðasta dæmið í Ísrael, eða morðin, nauðganirnar og limlestingarnar á íbúum á jaðarsvæðum Sahara-eyðimerkurinnar, að ekki sé minnst á voðaverk þeirra í Sýrlandi og Írak.

Og í alvöru Jósef, það er eitthvað mikið að fólki sem ber blak að þessu.

Fyrir utan geðveikina að telja að fólksflótti fyrir 75 árum réttlæti þjóðarmorð á rúmlega 9. milljóna manna þjóð í dag.

Einhvers staðar hefur uppeldið misfarist hjá þessu fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2024 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 69
  • Sl. sólarhring: 1761
  • Sl. viku: 3545
  • Frá upphafi: 1324631

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 3105
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband