Það starfa líka blaðmenn á Morgunblaðinu.

 

Góðir blaðamenn.

Ég held að sjaldan hafi heimska múgæsingarinnar verið afhjúpuð á eins rækilegan hátt eins og Stefán Einar gerir í viðtali sínu við Dagbjörtu Hákonardóttir, þingmann Samfylkingarinnar.

Gefum viðtalinu orðið, það þarf ekki meir að segja.

"Það er full­kom­lega mál­efna­legt að setja út á að við séum að taka þátt í keppni þar sem Ísra­el­um hef­ur ekki verið meinuð þátt­taka með hliðsjón af því for­dæmi sem sett var með banni við þátt­töku Rúss­lands."

Þetta seg­ir Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir í umræðu í Spurs­mál­um þar sem þátt­taka Íslands í Eurovisi­on barst í tal. Spurði þátta­stjórn­andi þá út í hvort þarna væri ekki um ósam­bæri­leg mál að ræða.

"Af hverju ætti það að vera það," seg­ir Dag­björt og bregst við.

- Rúss­ar urðu ekki fyr­ir árás Úkraínu­manna áður en þeir hófu aðgerðir í Úkraínu.

"Við get­um al­veg verið með það á hreinu að Eurovisi­on er rammpóli­tísk keppni. Hún hef­ur verið það síðan hún var fyrst hald­in í Sviss árið 1956. Það er bara al­veg ljóst að það að halda friðinn er póli­tísk ákvörðun og að vilja það og stuðla að því. Þegar ein þjóð sem kepp­ir í Eurovisi­on á þeim grund­velli að ætla sér að vinna þar til verðlauna fyr­ir besta fram­lagið þá erum við samt að velja það að horfa fram hjá því að hún á í stríði við und­irokaða þjóð, sem ég vil kalla þjóð, og sem mér finnst bara ekk­ert skrítið að sett sé út á þátt­töku Íslands í keppn­inni af þeim sök­um. Og þetta er langt í frá bara til umræðu á Íslandi."

- En mynd­ir þú styðja þátt­töku Palestínu í keppn­inni ef það kæmi til greina?

"Að sjálf­sögðu. Eða ég meina....".

- Þrátt fyr­ir hryðju­verk­in sem voru fram­in 7. októ­ber?

"Heyrðu. Við höf­um bara viður­kennt Palestínu. Ég ætla ekki að. Þetta er bara óraunverleg­ur raun­veru­leiki. Get eig­in­lega ekki svarað því með nein­um vit­ræn­um hætti hér og nú."

- Þannig að ríkið sem frem­ur hryðju­verkið það má taka þátt í keppn­inni en ekki ríkið sem bregst við. (feitletrun mín)

"Stefán. Við skul­um hafa það á hreinu að það hef­ur aldrei komið til tals fyr­ir Palestínu að taka þátt í Eurovisi­on en ef til þess kæmi.."

- En þú sagðir að þú mynd­ir styðja þátt­töku.

"Heyrðu, hvenær voru síðast kosn­ing­ar í Palestínu. Það var árið 2006. Ham­as er ekki Palestína. Við skul­um hafa það al­veg á hreinu.".

 

Nei Hamas er ekki Palestína, en það breytir ekki Litlu þjóðhátíðinni sem haldin var á Gasa í tilefni Glæpa Hamas gegn mannkyni, og fögnuðinum sem braust út meðal Palestínumanna í útlegð, þó máttu þeir vita að Ísraelsmenn myndu hefna sín grimmilega.

En það var eins og það mannfall væri aukaatriði miðað við fögnuðinn yfir hinum viðbjóðslegum fjöldamorðum vígamanna Hamas.

 

Síðan þá hefur enginn Palestínumaður, hvorki á Gasa eða hér á Íslandi, fordæmt Glæpina gegn mannkyni, afstaða sem segir allt sem segja þarf.

En viðtalið staðfestir samt það sem margan hefur grunað, að fyrir utan Kristrúnu er ekki miklu viti fyrir að fara í Samfylkingunni.

 

En það er ekki nóg að þetta fólk er heimskt, það þekkir ekki heldur til siðar.

Þess siðar að geta ekki fordæmt Glæpi gegn mannkyni og reyna ekki að réttlæta þá nokkurn hátt.

 

Það er illa komið fyrir einni þjóð þegar þessar mannvitsbrekkur njóta stuðnings.

Kveðja að austan.


mbl.is Myndi leyfa Palestínu að keppa í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ómar, -nú týrir á í neðra, skvaldrað dag eftir dag.

Burt séð frá því hvað segja má um Helferðarhyskið, þá verð ég nú samt að segja að við það sjá Stefán Einar Stefánsson titlaðan sem blaðamann, og látið að því liggja að hann sé góður rannsóknar, þá bíð ég spenntur eftir að Sigurður Kári Kristjánsson verði næst seldur sem Neyðarkallinn í fjáröflunarskini.

Með rökkur kveðjum úr efra.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2024 kl. 17:19

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir er titluð Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar og þiggur laun samkæmt því

Samt hefur þessi staða Persónuverndarfulltrúa Reykjavikurborgar aldrei verið auglýst til umsóknar líkt og önnur sveitafélög hafa gert með sína Persónuverndarfulltrúa

Grímur Kjartansson, 1.2.2024 kl. 18:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Við skulum leyfa okkur að vera ósammála um það, ég læt skoðanir fólks ekki brengla dómgreind mína á styrk þess eða veikleika, eða allt þar á milli.

Hins vegar hryggir mig fyrsta setning þín og sú afstaða sem kemur fram í henni.

En mér skilst það sé farið að dimma og kartöflur eigi að setja fljótlega upp.

Svo það er eldunarkveðja hér að neðan.

Ómar Geirsson, 1.2.2024 kl. 18:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Takk fyrir ábendinguna, en ég peistaði þessa setningu beint uppúr fréttinni sem ég pistlaði við, og til öryggis þá athugaði ég stjórnborðið þar sem pistladrögin eru vistuð.  Þar las ég þetta í viðtengdri frétt; "Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,".

Þess vegna eiginlega henti ég þessu inn.

Þarf að skoða þetta betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2024 kl. 18:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Eftir að kartöflurnar fóru í pottinn, og suðan komi upp þá spurði ég Gúgla frænda og hann sagði að Dagbjört hefði verið persónuverndarfulltrúi, hvað svo sem það er, en er þingmaður Samfylkingarinnar í dag, ætli hún hafi ekki komið inn fyrir Helgu Völu.

Veit ekki meir, þekki ekki þetta litlausa gasprandi lið, nema Jóhann Páll, hann lofar góðu, rökfastur og fylginn sér.

En gott að ég þurfti ekki að endursemja viðbót mína, þetta með vitsmunina hjá Samfylkingunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2024 kl. 18:30

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán Einar er glöggur greinandi svo sannarlega, óháð því hvað mönnum finnst um hans skoðanir eða vinnustað. 

Geir Ágústsson, 2.2.2024 kl. 19:29

7 Smámynd: Ómar Geirsson

smile

Ómar Geirsson, 3.2.2024 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1257
  • Sl. sólarhring: 1492
  • Sl. viku: 3270
  • Frá upphafi: 1324070

Annað

  • Innlit í dag: 1153
  • Innlit sl. viku: 2856
  • Gestir í dag: 1048
  • IP-tölur í dag: 1011

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband