Undrið

Það virðist hafa komið einhverjum á óvart að heimafólk á Gasa sem vinnur fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna skuli styðja Hamas og markmið samtakanna um að útrýma nágrannaríkinu Ísrael, og miðað við morðárásirnar 7. október, öllu kviku líka. Kannski spurning hvort heimilishundarnir fái að lifa.

Hafi einhver efast um afstöðu íbúa Gasa, þá ættu allar þær efasemdir hafa horfið þegar Gasabúar sjálfir birtu myndir á samfélagsmiðlum um "stuttu" þjóðhátíðina þegar lík misþyrmdra kvenna voru borin í skrúðgöngu um götur Gasaborgar.

Og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Gasa eru ekki geimverur sem voru fegnar frá öðrum hnöttum til að gæta hlutleysis, þeir eru íbúar strandarinnar, hluti af samfélagi sem er gegnsýrt af hatri útí gyðinga og kristna, og trúleysingja líka svo við höldum því til haga ef Góða fólkið telur sig öruggt fyrir hatri Íslamista.

 

Allt fjármagn sem rennur til Gasastrandarinnar er fjármagn til Hamas því Hamas er Gasa og Gasa er Hamas.

Eldflaugarnar, þúsundir á þúsundir ofan, sem skotnar voru á Ísraelríki 7. október og vikurnar þar á eftir, borga sig ekki sjálfar, neðanjarðarkerfi Hamas sem er mun veglegra en allir skólar á Gasaströndinni, kostar peninga.

Og Hamas er ekki með áskrift á vinningum í Eurolottó.

 

Hamas er hins vegar með áskrift á fjármunum almennings vestrænna landa, og nýta þá fjármuni samviskusamlega, bruðla sko ekkert.

Morðárásirnar voru ekki gerðar með kampavínsflöskum ef einhver skyldi halda það, og það er ekki varist með kavíar gegn ísraelsku innrásarliðinu.

Þetta er allt vitað, og skrýtið að góðviljaðir menn eins og Biden skuli allt í einu núna vakna upp við vondan draum og undrast að íbúar Gasa vilja útrýma nágrönnum sínum í Ísrael.

 

Biden er samt hætt við að undrast, hann er í þeirri stöðu að þurfa læra margt nýtt á hverjum degi, oft það sama reyndar, en elli kerling er nú eins og hún er.

Núverandi utanríkisráðherra, Bjarni Ben, hefur ekki afsökun Bidens, og því er undrun hans á raunveruleikanum brosleg.

Í hvaða heimi hefur hann lifað, eða hvar hefur hann haldið sig fram að þessu??

 

Þykjast vera eitthvað hneykslaður á að stofnanir Sameinuðu þjóðanna á Gasa skyldu vera skálkaskjól Hamas samtakanna.

Taka þar með þátt í einhverjum skrípaleik sem leikinn er af hlutdrægu forystufólki Sameinuðu þjóðanna, um að raunveruleikinn komi því alveg svakalega á óvart.

Það er ekki sú forysta sem íhaldsfólk ætlast af honum, Bjarni þarf að fara átta sig á að hann er ekki að keppa við Kristrúnu um formannsstólinn í Samfylkingunni.

 

Við vitum að það er neyð á Gasa.

Neyð sem íbúar þar vissulega kölluðu sjálfir yfir sig, en þeir fengu þó sína "stuttu" þjóðhátíð fyrir vikið.

En neyð engu að síður.

 

Þá neyð þarf að tækla.

Þú hjálpar fólki í neyð.

 

Þú fordæmir hins vegar gjörðir þess.

Reynir aldrei að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta.

 

Það er bara önnur saga.

Kveðja að austan.


mbl.is Kennarar á vegum UNRWA fögnuðu hryðjuverkum Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi. Er Sammála þér að varasamt er að starfsmenn UNRWA séu palestínumenn frá Gasa því auðvitað er það staðreynd að margir íbúar þar styðja Hamas ef þeir eru þá ekki bara liðsmenn. En það er náttúrulega ekki lógiskt að halda því fram að allir íbúarnir syðji Hamas og fórni þannig nauðsynlegri aðstoð í stríðsrekstur samtakanna. Veröldin er ekki svört og hvít. Það er fólk þarna úti sem er að deyja og meðan árásir ísraela halda áfram vex hatrið og Hamas samtökin styrkjast. það er ekki hægt annað en fordæma hryðjuverk Hamas en það verður jafnframt að skilja að hryðjuverk spretta ekki ut úr engu. Milt andsvar sefar reiði, sagði einhver, og kannski er tími til að hlusta á þau orð.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2024 kl. 09:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef, já og sæll frændi.

Það er margt sagt hér að ofan en ekki tvennt; að allir íbúar Gasa séu stuðningsfólk Hamas, og að ég sé að hvetja til þess að aðstoð við Gasa sé hætt. Ég hélt að ég hefði tekið það skýrt fram að þú aðstoðar fólk í neyð, hins vegar hæðist ég í pistli mínum á hræsninni sem tengist vestrænni aðstoð, það vita allir að Hamas hefur öll tögl á Gasa, og það vita allir að Hamas vill ekki frið, markmið samtakanna er skýrt að útrýma nágrönnum sínum, rúmlega níu milljóna þjóð.

Það er engin aðstoð veitt á Gasa nema Hamas hafi þar öll ráð, þeir stjórna öllum samtökum á ströndinni, meir að segja Rauði hálfmáninn er undirdeild hjá samtökunum, og það er bara svo að á meðan aðrir sjá um að fæða og klæða íbúa strandarinnar, þá getur Hamas einbeitt sér að fjármögnun stríðsrekstrar síns.  Að segja annað er að segja að hvítt sé svart.

Þú segir Jósef að hryðjuverk spretti ekki út úr engu, og það er alveg rétt, þó réttlætingarnar séu misgáfulegar, en voðaverkin 7. október voru ekki hryðjuverk, þær voru morðárásir sjálfstæðs landsvæðis á hendur óbreyttum borgurum í öðru landi, þar sem vígamenn höfðu skrifleg fyrirmæli um að valda sem mestum skaða og tjóni, og gera það sem skilgreint er Glæpir gegn mannkyni.

Slíkt er aldrei hægt að réttlæta Jósef, jafnvel þó menn viti að deilurnar urðu ekki til úr neinu, og að það er ójafn leikur fyrir vopnlítið fólk að taka slaginn við eitt mesta herveldi heims.

Það er slík réttlæting sem fóðrar þetta stríð, tilgangur morðárásanna var einmitt að vekja þessi heiftarviðbrögð ríkisstjórnar Ísraels, sem er ekki beint þekkt fyrir hófsemi, í trausti þess að fá almenningsálit heimsins uppá móti henni.

Það er Hamas sem fórnaði fólkinu sem er að deyja þarna úti, og taldi þá fórn réttlætanlega fyrir markmið samtakanna.

Það markmið hefur gengið eftir í meginatriðum, því  það er svo stutt í gyðingahatur í vestrænni menningu, en hængurinn er að Ísraelsmönnum er sama um þetta almenningsálit, þeir vilja aðeins tryggja öryggi eigin landsmanna, og þeim er löngu ljóst að það eru annað hvort þeir eða við.

Þú segir Jósef að árásir Ísraela auki hatrið en það er ekki hægt að dýpka það sem er botnlaust, það þarf botnlaust hatur til að fremja þær árásir sem Hamas framdi 7. október, og almenn viðbrögð (almenn eru ekki allir) Palestínumanna, bæði á Gasa sem og í útlegð á Vesturlöndum sýna að þeir höfðu mikla velþóknun á þessum árásum.

Og í alvöru Jósef, þá hef ég ekki mikla samúð með fólki sem telur það í góðu að drepa andstæðinginn, en grenjar svo sjálft þegar vopnin beinast að því.  Það ætti hins vegar alla mína samúð ef miðaldaskrílinn í ríkisstjórn Ísraels hefði knúið í gegn að fyrra bragði allsherjarárás á Gasa til að uppræta Hamas samtökin.

Það væru þjóðarmorð en að ráðast að vopnuðum vígamönnum sem hafa framið morðárásir yfir landamærin, er það ekki.  Það er helgur réttur til sjálfsvarnar sem jafnvel gyðingar hafa, þeir eru ekki Subhuman þó margir landar okkar áliti svo.

Þú skapar hins vegar engan frið með drápum og að sprengja allt í loft upp, það eitt er víst. Og broslegt þegar veruleikafirrtir leiðtogar vestrænna landa tala um tveggja ríkja lausn, hafi það einhvern tímann verið möguleiki, þá hvarf sá möguleiki þegar Ísraelsstjórn komst upp með það brot á alþjóðalögum að reisa svokallaðar landnemabyggðir á herteknu landi Palestínumanna.

Síðan þá hefur þetta aðeins verið spurning um hvernig púðurtunnan myndi springa í loft upp, og hún gerði það 7. október. 

Við hin eigum hins vegar ekki að fórna grunngildum mennskunnar í vörn fyrir annan hvorn aðilann.

Það er saklaust fólk drepið á Gasa á hverjum degi, en ábyrgðin á þeim drápum liggur ekki hjá Ísraelum. 

Ekki í þetta sinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2024 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 707
  • Sl. sólarhring: 975
  • Sl. viku: 1768
  • Frá upphafi: 1322531

Annað

  • Innlit í dag: 594
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 524
  • IP-tölur í dag: 521

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband