Hægriöfgar og frelsi.

 

Það er aðeins ein ástæða fyrir því að Sigríður Á Andersen er dómsmálaráðherra, og það er vegna þess að forsætisráðherra áleit hæfasta einstaklinginn vera ógn við framtíðarsetu sína í formannsstól.  Sbr. hina fornu ráðleggingu harðstjórans í Sýrakúsa að höggva þau akörn á kornakrinum sem stóðu uppúr.

Hvort það sé skýring þess að Sigríður vilji gera sig gildandi í embætti, vitandi það að hún er ekki álitin nein ógn, skal ósagt látið.

Nærtækara er að skoða ástarsamband hægriöfga og frelsis.

 

Þegar nýfrjálshyggjan kom fyrst fram á sjónarsviðið í upphafi áttunda áratugarins, þá var henni tíðrætt um frelsi, í velferðarsamfélögum Vesturlanda, þar sem almenningur naut frelsis sem áður var óþekkt í mannkynssögunni.

En það upplifðu sig ekki allir frjálsa, auðmenn töldu það mikla frelsisskerðingu að greiða skatta og þurfa að undirgangast lög og reglur eins og annað fólk.

Liðinn var sá gósentími  þegar þeir voru skattfrjálsir, voru ríki í ríkinu og gátu umgengist almúgann eins og þeim sýndist, og þá oftast eins og um skepnur væru.

 

Frelsiskrafa auðmanna var kjörorð nýfrjálshyggjunnar, og fjármagn þeirra og keyptir stjórnmálamenn tryggðu henni öll völd.

Með tilheyrandi skattafríðindum, skattasmugum aflandseyjanna, sem og öll hin risastóru gráu svæði viðskiptanna.

Kannski ekki alveg eins og í gamla daga, enda breyttir tímar þar sem vissa mannlega ásýnd þurfti að sýna til að fá endurkjör. 

 

En fyrir suma er það ekki nóg.

Frelsið skal vera algjört, og lög og reglu skal brjóta að geðþótta.

Við sjáum dæmin í Bandaríkjunum í dag, þar er mikil yfirtíð hjá dómsstólum við að halda í skefjum geðþótta hægriöfganna sem fara með völdin í Washington þessa dagana.

Og svipuð tíð virðist vera í vændum á Íslandi í dag.

 

Mitt er valdið er sagt.

Mitt er valdið.

Ég þarf ekkert að virða.

 

Og þegar meirihlutinn er aðeins eitt þingsæti, þá geta öfgarnir, þó ekki séu þeir taldir í fleirtölu, farið sínu fram.

Því ekki fórna menn kjötkötlunum fyrir fagleg og rétt vinnubrögð?

 

Er það nokkuð.

Kveðja að austan.


mbl.is 15 hæfir í 15 embætti „ótrúleg tilviljun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nefndu okkur dyggum lesendum þínum hvern þú telur hæfastan til að vera formaður Sjálfstæðisflokksins og þannig að sá flokkur standi undir nafni, sem hann vissulega gerir alls ekki í dag.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2017 kl. 23:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Hefur það ekki lengi blasað við að ég tel aðeins einn mann færan að taka slaginn við glæpaklíkuna, manninn sem varð einna fyrstur að verða fyrir barðinu á henni.

Davíð Oddsson er sá eini sem hefur kjarkinn eða punginn svo ég sletti, til að takast á við þetta óheilbrigða samband fjáraflamanna og flokksins.

Og kveða þannig í kútinn þann uppvakning sem hann ber meginábyrgð á. 

Sérðu þá ekki í anda í kaffispjallinu, þegar Hannes fer enn einu sinni með möndruna að þetta séu bara ljótir menn sem misnotuðu frelsið, að þá setji Davíð hnefann í borðið, svo kaffið slettist út á undirskálina, og segir; Hættu þessu kjaftæði Hannes, þú veist betur.  Stattu á fætur maður, við höfum verk að vinna.

Já, já, ég veit allt um það að Davíð skrapp austur á Skriðuklaustur, og fékk lánaðan göngustaf Gunnars Gunnarssonar, og hélt svo í skógarferð, en láttu ekki platast, stuðningur hans við Trump er bara hans leið að fá að skjóta föstum skotum að auðklíkunni sem öllu hefur rænt og ruplað.  Hvort sem hann er að tala um alþjóðavæðinguna eða ESB, það mætti stundum halda að hann og Ögmundur hefðu verið á sellufundi og lagt á ráðin um frekari skrif.

En kæri Pétur, þetta er víst ekki svarið sem þú vildir.

Og hvað viltu að ég segi.  Ég hef aldrei borið á móti því að Bjarni er langhæfasti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins í dag, það er ekki honum að kenna, ekki frekar en Al Pacino í Guðföðurnum að hafa fæðst inní mjög svo vafasama fjölskyldu, þar sem ytri hæfileikar fá ekki að njóta sín í þágu samfélagsins, því hagsmunir fjölskyldunnar koma alltaf fyrst.

Þeir eru ekki beint stórir samþingmenn Bjarna. Vissulega gustar um Pál, en hann hefur ekkert bakland í flokknum.  Sú sem skaffaði mér efni í þetta áhugamál mitt um að skammast í frjálshyggjunni, er virkilega sterkur einstaklingur, en hún er jaðar, eins og við erum á okkar hátt Pétur.

Birgir Ármannsson minnir mig alltaf meir og meir á Geir heitinn Hallgrímsson, en hann var og er í miklum metum hjá mér.  Heiðarlegur maður sem vildi vel, og reyndi að gera vel.  Birgir yrði farsæll leiðtogi og yrði góður forsætisráðherra, en hann er of gegnheill, og of venjulegur til að verða pólitískur leiðtogi.  Vantar karmað hans Páls.

Ég er bara að djóka með Tryggva, hann var vissulega, og yrði aftur, atkvæðamikill formaður Félags lögfræðinga, en svona týpur eins og hann leiða aldrei þegar komið er út fyrir fagið. 

Hanna Birna hefði orðið virkilega flott, þvílíkur frekjuhundur eins og hún var.  En það er talinn löstur á konum, og það þurfti breska perra til að gefa einni slíkri tækifæri.  En hún var samt það hættuleg að glæpaklíkan sá ástæðu til að setja út gildru henni til heiðurs.  Og hún hafði ekki tötsið til að snúast til varnar.

Óli Björn, eini maðurinn sem ennþá nennir að velta fyrir sér hugmyndafræði í flokknum, er vissulega eldklár náungi, en honum vantar eitthvað.  Varaþingmaður í 20 ár eða hvað sem það var, er aðeins eitt orð á stóru skilti; HAFNAÐ.

Þá er aðeins óupptalinn maður sem langaði að verða formaður strax í leikskóla, og unnið að því hörðum höndum síðan.  En hann misreiknaði sig, á honum stendur stórt skilti, SELDI MIG.  Síðan hefur Guðlaugur Þór ekki það sem til dæmis Páll hefur í svo ríku mæli, það er kjörþokka.

Það er nefnilega einn risagalli við aðferðafræði harðstjórans í Sýrakúsa, þegar þú fellir þau akörn sem uppúr standa, þá endar flokkurinn með eitthvað sem ekki stendur uppúr.  Flokkurinn viðurkenndi hinn algjöra skort á leiðtogaefnum, þegar klíkan í kringum Bjarna komst upp með að sækja hæfa konu til Sviss, en fjársjúka, og henni var hampað sem einhverju leiðtogaefni.

Skilvirkari leið til að höggva akörn hefur ekki verið fundin upp, og niðurlæging þessa fyrrum flokks stoltra einstaklinga, var algjör, fræðilega útilokað að hún gæti orði meir.

Svo það er ekki úr miklu að velja, ég held eiginlega að borgarlegir íhaldsmenn séu án leiðtoga í dag.

Hins vegar, þó þeir hefðu tuttugu og þrjá, þá hefði svar mitt samt orðið það sama.  Og það er ekki vegna hinnar víðfrægu samstöðu Steingeita.

Það er vegna þess, að það er hið rétta.

Og þú rífst ekki við svarið sagði Bjössi stærðfræðikennari við mig oft í gamla daga.

Þannig er nú það.

Heyrumst Pétur, var ekki Trump að tímasetja dómsdagsspádóm sinn?, þá verður mikið fagn hér á Moggablogginu, svo fúll á móti verður eitthvað að hreyta í leiðtogann mikla.

Þó ekki mikið eftir 10. júní, þá stendur til að halda áfram að gera upp hús föðurins.

Það þýðir ekkert að svíkjast undan skyldum sínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2017 kl. 08:59

3 identicon

Takk fyrir aldeilis prýðilegt svar þitt Ómar. Já, við heyrumst bráðlega, það gæti orðið langt og fræðandi símtal.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 986
  • Sl. sólarhring: 988
  • Sl. viku: 2047
  • Frá upphafi: 1322810

Annað

  • Innlit í dag: 844
  • Innlit sl. viku: 1723
  • Gestir í dag: 745
  • IP-tölur í dag: 732

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband