Er maðurinn trítilóður??

 

Vitfirringur eða vitleysingur??

 

Eiginlega eru valkostirnir ekki fleiri þegar þessar Tvitterfærslur hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna eru skoðaðar.

Hann ræðst á stjórnskipan síns eigin lands, því hún veitir honum ekki alræðisvald geðþóttans.

Með fúkyrðum, staðleysum, ekki rökum.

 

Þeir sem hafa séð kvikmyndina um síðustu daga þess sem má ekki nefna, þar sem hann ráfaði líkt og vitfirrtur um neðanjarðarbyrgi sitt og sítalaði um svik þjóðarinnar við hann, hinn mikla leiðtoga, geta alveg ímyndað sér hvernig tíst hans hefðu hljóðað, hefði Tvitter þá verið komið til.

Jafnvel hans nánustu stuðningsmenn sáu að eitthvað mikið var að.

 

Hvað skyldu þeir sem ennþá bendla æru sína við stuðning við Trump, hugsa þegar þeir lesa færslur eins og þessa; "„Þar sem bann­inu var aflétt af dóm­ara gæti margt mjög slæmt og hættu­legt fólk streymt inn í landið okk­ar. Hræðileg ákvörðun.“".

Ef einhver fótur væri fyrir að meint hryðjuverkafólk frá þessum löndum hefði streymt til Bandaríkjanna og framið þar hryðjuverk, þá væri hægt að skilja þess orð, en ef svo væri þá hefði stjórnkerfið, það er þingið og forseti sett lög sem heimiluðu hömlur á aðgengi með tilvísun í rök, ekki fordóma.

En Trump getur ekki nefnt eitt dæmi þar um, hvorki um hina meinta hryðjuverkamenn eða hryðjuverk sem þeir hafa framið á bandarískri grund.

Fullyrðing hans er upphrópun, rökleysa og þegar í kjölfarið fylgja beinar árásir á hornstein stjórnaskipunar landsins, að honum skuli ekki leyfast að stjórna landinu eins og hann væri alráður einræðisherra líkt og Stalín var  á sínum tíma, að þá má stórlega efast um veruleikaskyn mannsins.

Hann hljómar eins og vitfirringur, ekki eins og venjulegur vitleysingur.

 

En jafnvel vitfirringar geta ratast satt orð á munn, og má skilja þessi orð Trumps sem ákveðinn vilja til góðra verka?

Ætlar hann að segja af sér embættinu og flytja úr landi?

"We must keep "evil" out of our country!"

Það er spurning, en hann er vissulega í aðstöðu til að standa við þetta markmið sitt.

Og mjög ólíklegt að dómskerfið hindri hann í því.

Menn setja sig sjaldnast upp á móti landhreinsun.

 

En aumingja þeir sem reyna að verja manninn, jafnvel þó hann hafi fóðrað vel þeirra ótta og fordóma.

Jafnvel skynsemisskortur hlýtur að eiga sér sín takmörk.

 

Eða það skyldi maður halda.

Kveðja að austan.


mbl.is Trump trítilóður á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að rugla? Voru hryðjuverkin 9. september 2001 ekki framin af múslimum?

sh (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 23:50

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

sh mér skilst að Ómar haldi því fram að George Walker Bush hafi sprengt tvíburaturnana, hermála ráðuneytið og svo sprengdi hann sprengju á einhverjum akri 11//09/01.

Eftir því sem ég bezt veit þá er George Walker Bush Born again Christian, þannig að getur ekki verið að það hafi verið múslimar sem að gerðu þessi hryðjuverk.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 02:09

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú svo að það er ekki einn dómari sem að setur lög í USA. Það sem er búið að gera að það er búið að setja ferðabannið í biðstöðu.

Næsta skref verður að þetta verður tekið fyrir í svokölluðum Federal District Court, þeir eru 92 víðsvegar um USA, þannig að málið verður tekið fyrir í þeim dómstól sem er nálægt Seattle gæti verið að hann sé í Seattle.

Ef að aðilinn sem að tapar í Federal District Court vill áfrýja dómsorði, þá fer málið fyrir Fedral District Appeals Court, þeir eru 13 víðsvegar um USA.

Það verður 9th. Circuit Federal District Appeals Court sem að kemur til með að handla málið. The 9th. Circuit er talin sá vinstrisinnaðisti af þessum 13 og þar af leiðandi ekki hagstæður fyrir Trump, þess vegna var dómari í Seattle notaður af mótmælendum ferðabannsins.

Sá aðili sem að tapar í 9th. District of Appeals Court getur áfrýjað til USA Supreme Court, en það eru ekki öll mál sem eru áfrýjað til Hæstaréttar sem fá áheyrn Hæstaréttar. En mér þykir líklegt að ferðabannsmalið fái áheyrn Hæstaréttar, því að þetta varðar vald forsetans og öryggismál USA.

Það er hægt að ganga framhjá öllu þessu og fara með málið beint til Hæstaréttar ef að málið þarf flýti meðferð og mér þykir það líklegt af því að málið varðar vald forsetans og öryggi lamdsins.

Þannig að nú verðum við að bíða og sjá hvernig dómarar líta á málið, en mér þykir líklegt að forsetinn endi með því að vinna þetta mál. Dómstólar og þá helst Hæstiréttur takur yfirleitt ekki fram fyrir hendur forsetans þegar um öryggismál þjóðarinnar er málefnið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 02:45

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir fróðleikinn, Jóhann! smile

Ómar þó! frown

"En Trump getur ekki nefnt eitt dæmi þar um, hvorki um meinta hryðjuverkamenn eða hryðjuverk sem þeir hafa framið á bandarískri grund." cry

Hugsaðu þig betur um. wink

Og eru ekki 5000 Isis-menn komnir meðal flóttamanna inn í Evrópu? Þetta er lið sem hatar Bandaríkin. Auðvitað mega Bandaríkin með einhverjum hætti verja sig. Jafnvel Obama innocent gerði það með ferðabanni á Íraka í heila 6 (ekki 3) mánuði árið 2011. laughing

Það er gott að þetta mál verði leyst með dómstólaleiðinni.

 

Andi nú léttar allir menn og engu kvíði.

Trump vill jú síður starta stríði !

 

Annar var hlutur Óbama þess, er æsti´ upp lýðinn

Sýrlandsmegin í sorgleg stríðin.

 

Dældu þau Clinton kella tvö í "kempur" grimmar

ógrynni vopna–––alþjóða-krimmar!

Jón Valur Jensson, 5.2.2017 kl. 03:49

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek fyllilega undir með þér Ómar, hver skynsamur maður sér að maðurinn er trítilóður.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2017 kl. 05:58

6 identicon

Sæll.

Hér sjáum við aftur svart á hvítu hversu vel Ómar setur sig inn í málin áður en hann tjáir sig. Sennilega hefði ekki heyrst neitt frá Ómari eða öðrum vinstri sinnum ef Obama hefði gert hið saman - sem hann raunar gerði en Ómar og fleiri vita augljóslega ekki af því. Fréttamiðlar segja bara frá annarri hlið málsins sem er auðvitað ekki fréttaflutningur.

1) Stjórnarskráin þar vestra,og raunar annars staðar líka, er til þess að vernda borgarana. Ómar veit auðvitað ekkert af þeim hryðjuverkum sem múslimar fremja nánast daglega í hinum Vestræna heimi. Úrskurður þessa dómara er í besta falli afar vafasamur og honum verður snúið við.

2) Fylkin Minnisota og Washington kvörtuðu og þau segja að borgara sínir verði fyrir skaða með þessu banni. Sú fullyrðing er alveg út í hött og allar líkur á að þessari ákvörðun verði snúið.

3) Svo er það þannig að erlendir ríkisborgarar, sem staddir eru erlendis, njóta ekki verndar amerísku stjórnarskráarinnar. M.a. þess vegna er þessi úrskurður alveg út í hött.

4) Hér er heldur greinilega ekki um bann gegn múslimum að ræða þar sem múslimar frá fjölmörgum öðrum ríkjum mega koma til USA. Indónesía er fjölmennasta múslima ríki heims og múslimar þaðan mega koma til USA.

5) Svo er mjög vafasamt að federal district dómstóll geti skipt sér af svona banni því ef svo væri þyrti ekki circuit courts.

Fleiri atriði má tína til en þetta vissi Ómar auðvitað allt ásamt öllum þeim sem snúast gegn öllu sem Trump gerir - því það fólk er ekkert að hafa fyrir því að kynna sér málin - nóg er að það komi frá Trump og þá er málefnið slæmt. Afar málefnalegt.

Helgi (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 09:43

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður sh.

Það var kristið fólk sem kastaði sprengjunni á Nagasaki, samt mér vitanlega hefur enginn í Japan verið það glórulaus að leggja til að fólki frá Íslandi og Noregi verði bannað að koma til landsins með þeim rökum að kristin kirkja er þar þjóðkirkja.

Það var líka kristið fólk sem kynnti gasklefa Auschwitz en samt var það ekki fyrsta verk hins nýja gyðingaríkis í landinu helga að banna kristnu fólki að koma til landsins. 

Hvernig skyldi standa á þessu, að bæði að nota ekki víðasta samnefnara (hann gæti verið ennþá víðari, til dæmis tengja hann við litarhátt) sem og hitt að menn taka ekki dauða saklausan hóp út úr hinum víða samnefnara og gera hann að einhverjum blóraböggli.

Hvernig skyldi standa á því??  Skortur á heimsku??  Veit ekki.

Og elsku besti Jóhann hvernig datt þér í hug að ég væri eitthvað að atast í Bush yngri, játa að ég hef stundum haft vitsmuni hans í flimtingum, sem er mjög ósanngjarnt því hann sýnir greinilega einkenni lestrarerfiðleika sem líklegast stafa af einhverjum taugatruflunum í málstöðvum.  Eins og við Vaðlavíkingar höfum eitthvað efni á að gera grín af því og síðan hef ég áreiðanlegar heimildir úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Bush yngri sé alls ekki heimskur, því bréfritari hefur nokkrum sinnum fengið sér matarbita með honum.  Og svo það sé á hreinu, þá er til eitt leyndarbandalag, sem fer ennþá hljóðara en Frímúrarareglan, og það er samstöðubandalag Steingeita, við tökum mark á hverri annarri þó við séum ekki endilega sammála um allt, nema þá um mikilvægi íhaldsseminnar.

Ráðgjafar Bush voru hins vegar eins og þeir voru, og það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 13:14

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Eitthvað hefur dvölin þarna ytra dregið úr lestrarhæfileikum þínum á íslenskan texta.  Þó ég þaulskoði minni mitt, þá man ég ekki til þess að ég hafi nokkuð verið að hugsa um alríkisdómara og lögbann þeirra þegar ég skrifaði þennan pistil.  Fyrirsögn hans er augljóslega sótt í fyrirsögn fréttar Mbl.is sem rekur tístin hjá Trump, sem eru þess eðlis að Mogginn bendir kurteislega á að maðurinn er trítilóður. 

Það eina sem ég geri síðan er að setja fréttina í samhengi því við fjölskyldan vorum að koma frá mömmu gömlu sem var með fjölskylduþorrablót, og við ákváðum að láta matinn og drykkina sjatna áður við fórum öll í rúmið.  Þessi pistill var svo síðan ekki verri dægrastytting en hver önnur því fréttin var náttúrulega stórskemmtileg, og örugglega þess valdandi að Penninn í Móunum þarf að skrifa allavega þrjú Reykjavíkurbréf um muninn á trítilóðum manni, sem er bara trítilóður því hann er reiður, og trítilóðum manni sem er trítilóður af því að hann er vitfirrtur.  Sem er samt ágætt fyrir Davíð því greinar hans um lögmæti kosninga voru orðnar slitnari en biluðu plata.

En ég las hins vegar aðra frétt í morgun, reyndar tvær, og pistlaði við aðra, í mun meiri alvöru, og þar mátti lesa í annarri að menn sem vildu hagstæða niðurstöðu dómara, sem eru jú þeir sem vinna við að dæma, byrjuðu ekki málarekstur sinn með því annars vegar að gera lítið úr stéttinni, og hins vegar hóta að hundsa niðurstöðu þeirra.  Slíkt er ekki klókt allavega.

Og i hinni fréttinni þá mátti lesa að Obama varð að beygja sig með sína hryðjuverkatilskipun því hún fór gegn stjórnarskránni.

Því Kaninn tekur víst mikið mark á því plaggi.

Svo þú ert frekar seinheppinn með lokamálsgrein þína Jóhann.

Gengur betur næst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 13:36

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Þú ert nú sterkari rökmaður en það að klippa orð úr samhengi og fara svo að rífast við þitt eigið samhengi.  Væri ekki meiri reisn að taka allt samhengi mitt, og andmæla því?

Ef einhver fótur væri fyrir að meint hryðjuverkafólk frá þessum löndum hefði streymt til Bandaríkjanna og framið þar hryðjuverk, þá væri hægt að skilja þess orð, en ef svo væri þá hefði stjórnkerfið, það er þingið og forseti sett lög sem heimiluðu hömlur á aðgengi með tilvísun í rök, ekki fordóma.

Þó Trump geti ekki nefnt dæmin, þá telur þú þig vita betur, og þá áttu að nefna það sem Trump getur ekki nefnt.

Og fyrir utan það andkristilega viðhorf að neita milljónum um hjálp þó djöflarnir sem hröktu það á flótta nýti sér strauminn til að planta sínum viðbjóði meðal þeirra (þú sem fróður maður um sögu kommúnismans veist að Vestur Þýskaland tók á móti flóttafólki sem slapp gegnum kommúnistamúrinn þó það væri vitað að meðal þeirra væru útsendarar Stasi og KGB) að þá getur þú spurt þig þeirrar einföldu spurningar Jón Valur af hverju ætti ISIS að treysta á sýrlenska flóttamenn??

Fæstir af óaldalýðnum sem herjar á sýrlensku þjóðina eru með sýrlenskt ríkisfang, þetta eru að uppistöðu bardagamenn frá Mið Asíu og Evrópu, nota bene Vestur Evrópu.  Og við erum svo sjúk í sinni að þegar þetta lið þarf að hvíla sig, þá fer það heim til sín á atvinnuleysisbætur.  Og hittir svo félaga sína í moskunum sem Saudarnir fjármagna.

Ef Trump meinti orð af því sem hann segði, að berjast gegn Islamistum, þá snéri hann sér gegn þeim löndum sem fjármagna hryðjuverkamenn, og veita þeim skjól. Og ef hann vill ekki hryðjuverkafólk inní landið, og telur að það þurfi að beita hóphindrunum því andlit hinna meintu hryðjuverkamanna eru ekki þekkt, þá færu lönd eins og Saudi Arabía, Katar, Pakistan, Afganistan, Bretland, Belgía, Frakkland, Svíþjóð, Danmörk, og Holland á þennan lista. 

Svo einfalt er það.

Og hann myndi í kjölfarið auka samstarf sitt við Iran, hjálpa Rússum að endurreisa Assad stjórnina, og fá síðan Vúddú töfralækni til að vekja þá Gaddafi og Saddam upp frá dauðum.  Það voru þessi lönd, þrjú af þeim með veraldalega einræðisherra, sem héldu Íslamistapestinni í skefjum, og þar höfðu menn hlutina á hreinu.  Þeir voru skotnir á staðnum ef það náðist í þá. 

Nú tröllríða þessir djöflar þremur af þessum fjórum þjóðum Jón Valur, og hvernig skyldi standa á því??

Hvaðan kom fjármagnið, vopnin og mannskapurinn sem hrakti þessa einræðisherra frá völdum??

Og hvaða þjóðir veittu beinan hernaðarstuðning til að hjálpa til??

Og Jón Valur, þú veist alveg svarið við þessum spurningum mínum, því ólíkt mörgum stuðningsmönnum Trumps, þá ertu ekki bjánabelgur.  Síðan getur þú spurt þig þeirrar spurningar, að fyrir utan ríki sem eru fórnarlömb Islamista, að þá er síðasta ríkið sem ennþá hefur það fyrir grunnreglu að skjóta þá fæti, á þessum lista.  Svona í ljósi örlaga hinna þriggja.

Síðan veistu að vísa þín er sögulega röng, fyrir utan að vera illa ort.

Obama og Clinton höfðu ekki forystu um hernaðarafskipti Nató í Líbýu, og ekki verður séð að þau hafi kynnt undir atlöguna að Assad, enda hefðu Rússar ekki mætt á svæðið ef Bandaríkjamenn hefðu verið þar fyrir.  Hafa ekki hernaðarstyrk í það.

Jón Valur, þú ert ekki í góðum félagsskap.

Og sem biblíufróður maður þá átt þú vita hvert eðli þessa félagsskaps er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 14:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Það ætti kannski að senda Davíð línu um að Trump sé trítilóður, ég las í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag þá makalausu tilvitnun í Theresu May að hún hefði vitað um gjörðir Trumps því hann hefði sagt þetta allt í kosningabaráttu sinni og hann væri bara maður orða sinna.  Engin stórfrétt og síðan væri hann forseti öflugrar bandalagsþjóðar og því mætti ekki benda á að hann gæti verið trítilóður.

Maðurinn sem má ekki nefna, sagði víst í bókinni um Baráttu sína, að hann ætlaði að útrýma gyðingum og þrælka slavneska nágranna sína, en það átti samt að sína honum virðingu því Þjóðverjar mikil menningarþjóð, og gamalt stórveldi að auki.  Svo þegar kom á daginn, að hann stóð við orð sín, eða réttara sagt reyndi það, að þá var það engin stórfrétt, hann hafði jú sagt þetta allt saman fyrirfram.

Það tók bara enginn mark á honum fyrirfram því þó menn þurfi ekki að vera trítilóðir til að næra fordóma og ótta hins miðaldra karlmanns, að þá þurfa menn sannarlega að vera trítilóðir til að framkvæma bullið þegar þeir hafa til þess völd og styrk.

Ótrúlegt hvernig réttlætarar lenda aftur og aftur í sama fúafeninu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 15:16

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Hér eru kveinastafir, um kveinastafi frá ...., nei bara djók, ég á ekki að láta svona við einn af tryggustu lesendum þessa bloggs.

Eigum við ekki frekar að reyna að fá svar við einni spurningu, fyrir þig allavega hollt að vita, svo þú getur bætt í, og hún er; Hvað skyldu margar staðleysur hafa komist fyrir í stuttmáli þínu hér að ofan??

Ég meina, þær gætu alveg verið fleiri ef þú vandaðir þig.

Spáðu í það og sendu mér svarið eftir að ég kem heim frá rigningu sólarstrandarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 15:22

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

The 9th. Circuit hefur neitað að stoppa biðstöðuna á ferða og innflytjendabannið.

Þa er sennilega Hæstiréttur næst, eða þetta sniglast i gegnum dómskerfið næstu mánuði.

En þegar dómsorð verður gefið út þá held ég að það verði forsetinn sem vinnur í þessu máli.

Vonandi bragðaðist maturinn vel Ómar og þú og fjölskyldan hafi skemmt ykkur vel.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 15:43

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir að svara loks, Ómar, þótt margt sé vitlaust í svari þínu.

En upptekinn verð ég a.m.k. þar til seint í kvöld, en mun leiðrétta þig.

(Jafnvel um vísurnar mínar ferðu ekki með rétt mál, þú heldur þetta eina vísu, en þær eru þrjár, undir afhendingarhætti, og ekki rangt ortar!)

Vertu blessaður í bili, gamli samherji (þótt ég sé enginn vinstri maður, og ég efast um að þú sért það sjálfur, sama hvað aðrir segja).

Jón Valur Jensson, 5.2.2017 kl. 17:53

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Jón Valur, misjafnt hvað flóafriðurinn truflar mann, en þetta náðist allt að lokum.

Ég sagði ekki að vísan væri rangt ort, ég sagði að hún væri illa ort, pólitískar meiningar tóku skáldgáfuna í gíslingu.  Hef lesið nokkrar eftir þig og haft gaman að.  Hefði viljað fá eina betri í morgunsárið þegar ég drakk morgunkaffið mitt, þegar ég reyndi að gera fernt í einu, drekka kaffið, lesa athugasemdirnar, setja punkt yfir i-ið og hlusta á konuna skipuleggja fríið sem við erum að fara í núna í vikunni.

En kannski var það heimtufrekja hjá mér.

En ég klára athugasemdarkerfið, svo er það að reyna gera pínulítið gagn, síðan smá ferðahvíld, loks stóra verkefnið að finna bar á Grand Kanarí sem sýnir enska boltann, það þýðir ekki að láta fríið eyðileggja fyrir sig það sem máli skiptir, að sjá mína menn sigra næsta leik.

Síðan er það stóra spurningin, hvar er sá í pólitík, sem lítur stanslaust til hægri og síðan til vinstri, til að lesa um sig skammir um að vera kommi eða argasta íhald.

Svarið er augljóst þeim sem þekkja til staðhátta, hann hlýtur að vera Vaðlvíkingur.

Við heyrumst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 22:42

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Jóhann, veistu að ég helda að Trump tapi þessu máli, og það sem meira er, ég held að hann sé vísvitandi að koma sér í þá stöðu.  Til hvers hef ég ekki hugmynd um.

En maturinn var fínn, og ekki skemmdi staupið af þarawiskýinu sem var í eftir, eftirrétt.

Skáluðum í minningu pabba gamla, en eitt það síðasta sem hann gerði í þessu lífi, var að halda þorrablót með fjölskyldu sinni fyrir ári síðan, og þá var einmitt drukkið úr þessari sömu flösku.

Gangi ykkur annars vel að halda þarna friðinn í USA.

Og megi menn sem minnst verða trítilóðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2017 kl. 22:51

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Dómsmál eru eins og knattspyrnuleikir það veit enginn útkomuna fyrr en að málið og leikurinn er búin, t.d. Ísland vs. England og Los Angeles vs. O J. Simpson. 

En ef ég væri gambling men, þá mundi ég nú frekar leggja fé á að Trump vinni.

Blessuð sé minning föður þíns og vonandi hefur þú það sem bezt í réttlætis baráttunni á Íslandi Ómar minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 23:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki eru allar ljóðategundir eins, Ómar, ekki allar "ljóðrænar" (lýrískar), sumar eru kennsluljóð (dídaktísk), og pólitísk og baráttuljóð gefa meira fyrir sannleika og réttlæti og boðun þess (oft með talverðum bumbuslætti og jafnvel í skammarræðu) heldur en tilfinningu og fínstillta fegurð.

En þú átt enn svar inni hjá mér.

Jón Valur Jensson, 6.2.2017 kl. 04:21

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Jón Valur en ef maður hefur lesið ljóðrænt þar sem tilfinningin og hin fínstilta fegurð keyra boðskapinn áfram, þá nennir maður að ekki að lesa eitthvað Clinton bull.

Nema náttúrulega hjá leirskáldum.

En ég get svo svarið Jón að þú hefur lengi ort í leynum, þú varst það langt kominn þegar þú fórst loksins að henda inn vísum í pistlum þínum og athugasemdum.

Svo leirskáld er ekki þín afsökun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2017 kl. 08:17

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jóhann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2017 kl. 08:17

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt þetta fúafen grípur marga því miður.  En satt að segja held ég að Trumpinn hafi tapað mest sjálfur á þessu fimbulfambi með bannið.  Ég spái því að nú muni flugfélög fara að breyta ferðum sínum og fara beint til Mexocó og Canada.  Sérstaklega í ljósi þess að fjöldinn allur af mexicóum flýgur ekki með flugfélögum sem millilenda í BNA. Verslanir hér frá BNA eins og Valmart standa skyndilega auðar því fólk verslar þar ekki lengur, og sumar smærri búðir þegar farnar á hausinn.  Málið er nefnilega að Trump misrekiknar illilega þegar hann talar niður til Mexicóa, því þeir eru skynsamir iðnir og harðduglegt fólk.  Þeir eiga sjálfir í basli  með fólk sem kemur enn sunnar að til að komast til Bandaríkjanna.  

Í Mexicócity einni eru milljónir ólöglegra innflytjenda sem koma frá fátækari ríkjum.  Þegar við hjónin ferðuðumst hér um árið til Guatemala og Belize í rútu, þá komu Mecikóskir verðir vopnaðir inn í rútuna og allir þurftu að sýna vegabréf.

En heimurinn vill ekki þurfa að díla við svona tryllingsgang eins og þessi maður hefur nú þegar sýnt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2017 kl. 15:27

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Spurning Ásthildur að heimurinn eigi nokkuð val.

Hins vegar tel ég að eina svarið sé að sýna Bandaríkjunum að fólk sé nokkuð sátt með val þess, og virði þá ákvörðun að þjóðin vilji vera lýðveldi, en ekki heimsveldi. 

Og hætti því að heimsækja þetta ríki, hætti því að eltast við þjóðin sem kaus hatur og ofstæki.

Þetta hefur legið lengi í loftinu, samt hafa hægri öfgar aldrei náð meirihlutafylgi, og þess vegna hafi þjóðir heims stungið höfði í sandinn.

En í dag er það ákveðið óeðli að halda höfðinu þar, og þar með samþykkja óbeint þann fasisma sem hlaut þar meirihlutafylgi.  Svona líkt og gert var á fjórða áratug síðustu aldar, þegar Þjóðverjar komust upp með að halda Ólympíuleikana, og í raun var þá þegjandi samþykkt að ekkert væri að því að ofsækja fólk eftir kynþætti, að ekkert væri að því að drepa þroskaheft fólk á sjúkrastofnunum, að ekkert væri að því að vana eða drepa geðsjúka, fólk með aðra kynhneigð og svo framvegis.

Allt mannhatri lág fyrir, samt mætti fólk, samt mættu þjóðir heims.

Vonandi endurtökum við ekki þá sögu.

Vonandi lesum við ekki margar svo aumar sögur eins og af Íþróttasambandi Íslands, undirdeild þess sem kennt er við einhverja austurlenska íþrótt, að fólk mótmæli ferðabanninu, en þegar fasistarnir tilkynna að annað gildi um íþróttafólk, að þá er fulltrúi Íslands sendur á svæðið.

Svona var þetta á fjórða áratug síðustu aldar, fólk skreið fyrir mannhatrinu og mannvonskunni.

Og mér sýnist að það sé að endurtaka sig.

Þá les maður svona innslag eins og hjá þér Ásthildur, og skynjar að það er ennþá von.

Að ennþá er til fólk sem kann ekki að skriða fyrir öfgum og mannhatri.

Enda eru Mexíkanar merkilegt fólk, láta ekki bjóða sér hvað sem er.

En við Íslendingar erum eins og við erum.

Kusum við ekki Hrunverja trekk í trekki til að stjórna þjóðinni, svo öruggt væri að við upplifðum ekki eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður??

Annað Hrun og sírán.

Það býr enginn Churchill hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2017 kl. 17:48

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Ómar.  Já vissulega sýna Mexicóar samstöðu og samhug og standa saman, enda segja þeir; látum Trump byggja múrinn og við byggjum upp Mexicó.  Sannarlega réttur andi þar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2017 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband