Sláandi endurtekning sögunnar.

 

Vekur upp áleitna spurningu um hvernig vegferð Trump endar.

En skoðum fyrst augljósar samsvaranir við valdatöku Trump og valdatöku frægasta lýðskrumara sögunnar, örlagaárið 1933.

 

Þeir réru báðir á mið óánægjunnar, í Þýskalandi mátti rekja hana til afleiðinga fyrra heimsstríðs sem og að kreppan mikla fór illa með þýskan efnahag.

Í Bandaríkjunum má rekja hana til afleiðinga Svörtu pestarinnar, sem hefur leikið framleiðsluiðnað þar grátt sökum útvistunar stórfyrirtækja á framleiðslu sinni sem og að óhófleg auðsöfnun örfárra á kostnað fjöldans veldur alltaf úlfúð og pirring sem leitar útrásar gegn valdastéttinni.  Mér er minnisstæð grein í Morgunblaðinu um miðjan 8. áratug síðustu aldar þar sem fjallað var um lífskjör verkafólks í Bandaríkjunum og þau borin saman við lífskjör verkafólks annarsstaðar.  Útgangspunkturinn að verkafólk þar hafði það svo gott að það var á engan hátt móttækilegt fyrir sósíalískum áróðri eða sósíalískum sjónarmiðum evrópskra jafnaðarmanna, hvað þá að það styddi stéttarbaráttu í anda kommúnískra flokka. 

Launin voru há, lífskjörin góð.

Síðan þá hafa þau staðið í stað, og í raun versnað sé tekið tillit til að þá var mjög algengt að atvinnurekandi borgaði sjúkratryggingar, en það er minningin ein hjá flestum sem þurfa að framfleyta sér á verkamannastörfum.  Á sama tíma hefur þjóðarframleiðslan margfaldast svo ljóst er að auðstéttin hefur hirt mismuninn. 

En þetta er minnihlutahópur og getur ekki breytt neinu í lýðræðislegum kosningum.  En á síðustu árum hafa æ fleiri hvítflibbastörf verið útvistuð, og heilu starfstéttirnar eru farnar að óttast alþjóðvæðinguna.

Spurningin vara bara hvernig hægt var að virkja þessa óánægju.

 

Litli kallinn í Þýskalandi hafði fundið svör við því;

".... fram þau markmið sem xxxxx telur að áróður eigi að þjóna og hvernig honum skuli beitt svo að sá árangur náist sem miðað er að. Hann segir meðal annars: Áróður má ekki leggja hlutlægt mat á sannleikann og, svo lengi sem það er hliðhollt mótaðilanum, setja hann fram samkvæmt hinum fræðilegu reglum réttlætisins; heldur skal hann einungis setja fram þá hlið sannleikans sem er málstað hans hliðholl.

Ein af uppáhalds áróðursaðferðum xxxx var þessi: Ef þú ætlar að ljúga einhverju á annað borð, taktu þá nógu stórt upp í þig og hikaðu ekki við að endurtaka það. Hugmyndin á bak við þessa aðferð var var sú að múgurinn léti fremur stjórnast af tilfinningum en vitsmunum.

...... “Blanda xxxx af kreddukenndum staðhæfingum, endurtekningum, stingandi háði og skírskotun til tilfinninga gerði yfirleitt útslagið. Í lok tveggja klukkutíma ræðu hans var múgurinn farinn að fagna oft og mikið.

…  Að því leyti voru ræður hans ætíð úthugsaðar og aldrei ósjálfráðar. En það mikilvægasta var hæfileiki hans til að sannfæra áheyrendurna um að honum væri dauðans alvara. Svo að þegar galdramaðurinn leysti þá undan seið sínum streymdu þeir heim á leið … fordómar þeirra staðfestir, von þeirra endurnýjuð af manni sem kenndi sig við ótta þeirra og þrár og lofaði að uppfylla óskir þeirra á meistaralegan hátt.”" (tekið af vef Huga.is)

 

Er bara ekki hægt að taka út nafnið sem má ekki nefna, og setja Trump í staðinn, og er þá ekki komin meint lýsing á kosningabaráttu hans.

Trump lofar að gera Bandaríkin sterk á ný (1000 ár ?).  Hann hefur þegar hafið hernaðaruppbyggingu í þá átt.

Hann hefur búið til óvin innanlands sem á að sparka í.  Nei reyndar ekki gyðinga, heldur innflytjendur. Þeim eru valdar hinar verstu svívirðingar, og þá á að brjóta á bak aftur.

Hann hefur þegar stofnað til ófriðs við nágranna sína með einhverju rugli um að reisa nýjan Berlínarmúr, 1933 var strax beint spjótum að til dæmis Tékkóslóvakíu en þar bjór stór þýskur minnihluti.

Hann boðar alheimskrossferð gegn óvini sem er ekki heimskommúnisminn eins og var í den heldur eitthvað sem er múslímskt, múslímskt þetta, múslímskt hitt.  Og dregur alla í dilka hinna útskúfuðu.  Konur og börn, friðsamar fjölskyldur, dyggir borgarar, fórnarlömb öfgamannanna, ef þau játa hina skelfilegu trú kennda við Múhameð spámann, þá eru þau hugsanlega sek, því öfgamennirnir kenna sig líka við þann sama spámann.  Sama lógík og segja; það býr Breivik í öllum Norðmönnum, eða öllum Skandínövum ef menn vilja hafa mengi óvinarins stærra.

Hann virkjar fordóma fólks gegn öllu sem er eitthvað öðruvísi en það er sjálft, og hann höfðar til ótta; "við erum umkringd, við þurfum að verja okkur".

Loks má nefna að viðhorf þess sem ekki ná nefna til vísinda voru töluvert menguð af bábiljum og/eða hugmyndafræði.  Til dæmis þurfti fólk að réttum uppruna, eða kannski réttara að segja fólk mátti ekki vera af röngum kynþætti, til að vísindarannsóknir þóttu marktækar.  Trump hefur þegar undirritað tilskipanir um að jörðin sé flöt, og endurvakið rannsóknarrétt miðalda.  Líklegast til að tryggja sér fylgi hægriöfgamanna sem og að gæta að rétti jarðeldsneytisiðnaðarins til að tortíma siðmenningunni. 

Aðrir tímar, aðrar áherslur en nákvæmlega sama hugsunin sem að baki býr.

 

Samsvaranir sögunnar gefa aðeins forspá um það sem koma skal.

Það sem er liðið er liðið og stærsta breyta morgundagsins er jú dagurinn í dag.

Í Þýskalandi voru stofnanir lýðræðisins veikburða, en Bandaríkin eru rótgróið lýðræðisríki þar sem til dæmis sjálfstæði dómsstóla er óumdeilanlegt.

Á móti kemur að verkefni alræðissinnans eru bara þá öðruvísi í dag en þau voru í öðrum landi fyrir 80 árum.  Þetta er eins og böðullinn í dag sem svissar inn öryggi og steikir fólk lifandi en notaði kvist og sprek til að brenna það fyrir nokkrum öldum síðan.  Starfið samt það sama, og enginn munur á mannvonskunni sem réði hann í vinnu.

 

Trump hefur þegar sýnt sinn innri mann, og hann er rotinn.  Og í mörgu smáu hefur hann þegar sýnt innræti sem ættað er úr brunni illskunnar. 

Hann situr uppi með lýðræðið en það er augljóst að hann telur reglur þess séu settar til þess eins að brjóta.  

Hvort hann ógni sjálfu lýðræðinu á eftir að koma í ljós. 

Það er aukaatriði málsins.

 

Aðalatriðið er að svona leiðtogi, svona málflutningur úr ranni lýðskrumi, málflutningur sem gerir út á fordóma fólks og ótta, og síðan stefna yfirgangssemi og ofbeldi í samskiptum þjóða, að þessi kokteill leiðir alltaf til ófriðar og ólgu.

Eitt leiðir að öðru eins og sagt er.

Og samsvörun fjórða áratugarins mun finna sér leið inní nútímasögu.

Og miðað við að grunnmarkmið lífsins er að geta af sér nýtt líf til að tryggja að það lifi af, þá er hreint óeðli að horfa í hina áttina, eða yppta öxlum og láta eins og ekkert hafi gerst.  Hvað þá að leika hirðfífl og spila með lýðskrumaranum.

 

Þetta snertir okkur öll.

Fyrr eða síðar.

Á banvænan hátt.

 

Feisum það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Viðburðarík fyrsta vika hjá Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vissulega stigmögnun á því sem hefur verið í gangi frá því Bush stjórnin eldri, með stuðningi Blair og annarra viljugra í ýmsum löndum og af flokkum, mjög illu heilli, réðist inn í Mesópótamíu, og síðan áfram á dögum Clinton, dögum Bush yngri og Obama eins og Glenn Greenwald gerir hér vel grein fyrir, nokkuð á svipaða vegu og þú bendir á minn kæri. En hvað viltu að við gerum Ómar minn? Enn finnst mér vandamálin hér heima fyrir nærtækari og viðráðanlegri og í stíl við það að fyrst skuli maður rækta hið smáa, en ekki reyna að bjarga öllum heiminum fyrst, kannski er ég svona vondur maður að finnast það og vera alveg laus við þá þjóðrembu að ætla sér af alþjóðarembu að leysa allan vanda heimsins, enda þótt þau slái vissulega í takt hjörtun, hvort heldur er í Súdan eða Grímsnesinu og einmitt það er samkennd, þjóðleg alþjóðahyggja:

https://theintercept.com/2017/01/28/trumps-muslim-ban-is-culmination-of-war-on-terror-mentality-but-still-uniquely-shameful/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 13:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur, megin ástæða þess að þú ert sírændur er að þú hefur ekki áttað þig á samhengi hlutanna.  Þú áttar þig ekki á að það er sama aflið að baki sem ógnar öllum þjóðum heims.

Sem ógnar sjálfri mennskunni.

Og það afl verður aðeins sigrað lókal ef menn átta sig á eðli þess og uppruna, og sjái að fyrri ágreiningur er aðeins örlítil hneta miðað við þau björg sem hinn þríhöfða þurs kastar að mennskunni.  Að menn grafi stríðsaxirnar og snúi bökum saman, en láti ekki glepjast og sundrast eins og hið sírænda fórnarlamb gerir.

Það er ekki hægt að sigra ómennsku nema að tefla fram mennskunni, ekki upphrópunum og hávaða.  Því þar eru veiðilendur Óvinarins, þar plantar hann sínum útsendurum sem glepja fólk til að berjast á röngum vígstöðvum, við rangan óvin.

Þannig er staðan á Íslandi í dag.  Pótintátar hrægammanna stjórna upphrópunum, þeir grafa skotgrafir þar sem engin víglína er, þeir koma andófinu í raðir sinna kostuðu framboða.

Svona verður þetta þar til augu fólks opnast, að einn daginn sem það horfir í spegilinn, að þá sér það ásýnd óvinarins, sér að það er ekki að berjast við ógnina, heldur að ógnin þrífst á óeðli þess að sýna ekki þá döngun að verja lífið sem það ól.

Þangað til held ég bara áfram að tala um það sem skiptir máli Pétur.  Mér finnst meiri að segja núverandi stjórn vera skömminni skárri en sá liðssafnaður ógæfufólksins sem lýtur andlegri leiðsögn manna eins og Gunnars Smára.  Fæstir eru þó það ruglaðir að halda að hún sé að starfa fyrir almenning, en margir halda það um kostaða ógæfufólkið.

En það verður ekkert fyrr en augu fólks opnast.

Sem dæmi um hve hin raunverulega andstaða er veikburða eru orð þín hér að ofan Pétur.

Þetta er þekkt rökleysa sem menn notuðu til að réttlæta undirlægjuhátt sinn gagnvart Hitler.  Mikið notuð af anarkistum og kommúnistum þess tíma.  Hann átti að vera rökrétt framhald, eða angi af þýskri yfirgangsstefnu, ekkert svo sem til að gera veður af. 

Sem hann náttúrulega var ekki. 

Siðmenningin var ekki gallalaus, og hún var knúin áfram að stöðugum átökum um völd og áhrif, þar sem varnarþátturinn, það verða ekki undir í baráttu þjóðanna var sterkara afl. 

En ómennskan var á hröðu undanhaldi, hafði verið það í nokkrar aldir.  Og borgarleg þjóðfélög voru það besta sem heimurinn hafði kynnst fram að þessu, bæði varðandi réttindi fólks, og velferð.  Svona að því gefnu að við erum dýr sem berjumst um fæðuna, þá varð heimurinn alltaf betri og betri, því mennskan dreif þróunina áfram. 

Hún sótti sér kraft í hugmyndir, og heimspeki.  Um hvað væri rétt og hvað væri rangt, um hvernig væri best að framkvæma hlutina (þróun í átt að auknu lýðræði) og helgi lífsins, mannhelgi fékk alltaf aukið vægi.  Þess vegna ofbauð fólki svo slátrunin í fyrra stríði.  Baráttan um völd og áhrif var ekki talin réttlæta þær mannfórnir.

En Hitler var ekki hluti af þessari þróun, hann nýtti sér þýska hernaðarhyggju, fann ekki upp hjólið, en allur hugmyndaheimur hans var úr ranni ómennskunnar eða hinnar tæru illsku.

Þetta blasti við siðuðu fólki á þessum tíma, en þeir sem voru fastir í refjum stjórnmálakenninga sem afneituðu helgi mannsins, það er hún varð að víkja fyrir markmiðum útópíunnar, þeim hentað að stilla Hitler upp við hlið borgaralegra afla.

Vörðust honum ekki og þess vegna komst hann svona langt.

Það var lán mennskunnar, eða skulum við segja að lífið finni sér alltaf leið til að lifa af, að bábiljur Hitlers gagnvart vísundunum urðu þess valdandi að hann hrakti þekkinguna á atómvísindum frá hinum þýskumælandi heimi, yfir til hins engilsaxneska.  Ef svo hefði ekki verið þá hefði í besta falli verið ólíft víða í Evrópu sökum hinnar geislavirku mengunar.

Svo ég endurtaki mig Pétur, hin raunveruleg ógn mannsins er ekki það sem ættað er úr ranni illskunnar.

Heldur er það hin andlega hindrun mannshugarins að geta ekki séð það sem ógnar tilveru hans og framtíð.

Það er of stórt, það er of mikið.

En eins og menn vissu að það dugði ekki að setja bann við notkun á skammbyssum til að hindra útbreiðslu atómvopna, að þá dugar ekki að láta eins og Trump sé ekki til.

Eða aflið sem kom honum til valda.

Það er aðeins eitt stríð í gangi og það er stríðið fyrir tilveru barna okkar.

Þegar menn taka það stríð, og gera það sem þarf að gera.

Þá falla vígin eitt af öðru, alls staðar þar sem mennskan snýst til varnar.

Þar á meðal Engey.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 14:39

3 identicon

Takk fyrir álit þitt á mér og að gera mér upp skoðanir og kveða upp þinn dómsúrskurð yfir mér,

allt í nafni góðmennskunnar.

Takk Ómar minn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 15:05

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki skil ég þennan tendens hjá sumum að vera að kynda undir ótta við Trump.  Eða lýkja honum við Hitler.

Þeir eru báðir sérvitrir, en á sinn hátt.

Hitler á meira skilt við venjulegan latte-lepjandi 101 hipster en Trump, satt að segja: grænmetisæta, eiturlyfjaneytandi, listamaður (málari).  Hann var aldrei með bílpróf.  Og hafði pólitískar skoðanir nokkuð langt til vinstri (finndu manifestioð ef þú trúir því ekki).  Honum lynti vel með múslimum, en var illa við gyðinga (Ísrael).

Aðrir taka ekki mark á einhverjum hræðzluáróðri.  Heimurinn er ekkert frekar að farast núna.  Minna, ef eitthvað er.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2017 kl. 15:18

5 identicon

Donald bjó ekki til kerfið

kerfið bjó til Donald.

Stefna Trump er einungis stigmögnun á þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa stundað síðustu áratugi, ekkert nýtt við það:

"It is critical to recognize and fight against the unique elements of Trump’s extremism, but also to acknowledge that a substantial portion of it has roots in political and cultural developments that long precede him. Immigration horror stories — including families being torn apart — are nothing new. As ABC News noted last August, 


“The Obama administration has deported more people than any other president’s administration in history. In fact, they have deported more than the sum of all the presidents of the 20th century.”

And the reason Trump is able so easily to tap into a groundswell of anti-Muslim fears and bigotry is because they have been cultivated for 16 years as the central fuel driving the war on terror. There are factions on both the center-left and right that are primarily devoted to demonizing Muslims and Islam. 
A government can get away with bombing, invading, and droning the same group of people for more than 15 years only by constantly demonizing and dehumanizing that group and maintaining high fear levels, which is exactly what the U.S. has done under two successive administrations. Both the Bush and Obama administrations ushered in all-new and quite extreme civil liberties erosions aimed primarily if not exclusively at Muslims." 

Glenn Greenwald. Sjá: https://theintercept.com/.../trumps-muslim-ban-is.../

"Denouncing and opposing Trump should not serve to obscure sins of the recent past or whitewash the seeds planted before him that have allowed him to sprout. Opposing Trump’s assault on basic liberties requires a clear understanding of the framework that gave rise to it."

Fór þetta fram hjá þér Ómar?

Höfum örugglega báðir áhyggjur af gangi heimsmála þar sem skuldasöfnunin er orðin svo geðveik og ýkt að líkast til stefnir í stríð milli USA og Kína.  

Það er ekki vegna Trump, hið rotna fjármálakerfi hefur verið á þeirri leið lengi, það er komið í ógöngur, það á engin önnur ráð.

Deilum því ekki um tittlingaskítinn bróðir minn í anda.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 15:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur, þú velur þína vegferð sjálfur, og það er ekkert persónulegt við það að ég bendi þér á þekkta samsvörun, og hvert hún endar.

Ef þú tekur einhver rök inná þig þá er það bara vegna þess að þú veist eitthvað um þínar skoðanir sem ég veit ekki.

Þú getur hins vegar huggað þig við að á sínum tíma skildu fáir eðlismuninn á nasismanum og borgarlegri íhaldsmennsku.  Skildu til dæmis ekki tengingar Churchils við illskuna, það er heimspekilega nálgun hans. 

Sáu bara stjórnmálin, og héldu að Churchil væri bara að rífast við nýjan Bismarck.

Hins vegar má spyrja, svona í ljósi sögunnar að menn hafi einhverja afsökun að halda því fram sem menn gera hér að ofan. 

Ég held ekki Pétur. 

Reyndar veit ég það.

Þess vegna er ég að skrifa þennan pistil.

Hann er mál málanna í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 16:14

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Hvort er Trump að næra ótta þinna eða fordóma?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 16:15

8 identicon

Við deilum ekki um staðreyndir né sögulegar samsvaranir Ómar.

Aðeins hvort þetta sé allt "Trump að kenna" eða ekki.

Hvort kom á undan eggið eða hænan?

Að persónugera "illskuna" er ætíð einföldun á sögulegri framrás.

Það gera menn eins og Egill Helgason og Óttarr Proppé í dag.

Veit þó að þú hugsar þetta dýpra en þeir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 18:00

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur.

Ef við deilum ekki um staðreyndir eða sögulegar samsvaranir, þá hefur einhver annar komið hér inn og skrifað undir þínu nafni, eitthvað sem gæti hafa gerst, og þú staðfestir þá.

Síðan tvennt.

Hvernig færðu lesið úr pistlum mínum að allt sé Trump að kenna, þegar ég bendi á sögulegar samsvaranir í málflutningi hans.  Eitthvað sem er svo sláandi að það mætti halda að sagan væri einfalt tölvuforrit með lykkju.

Trump er gerandi, og það er ekki hægt að hundsa það sem er með því tengja framgöngu hans við alls óskylda hluti þess raunveruleika sem heimurinn upplifir dagsdaglega.  Það er engin samsvörun milli málflutnings Trumps og Bush eldri, Bush yngri eða Clintons. Ég nennti ekki að rekja peistið þitt, hvort þetta væri eitthvað svipað eðlis og lofslagsfalsanirnar, eða hvort þetta væru vanhæfir sagnfræðingar, en finnst það fyrra samt líklegt, í stríði kostar andstæðingurinn svona sagnfræðigutl til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega er að gerast.

Annað, hvar er ég að persónugera illskuna í þessum pistli??

Trump hefur þegar sýnt með ýmsum yfirlýsingum sínum að hann er illmenni, það nýjasta er hvernig hann hló að saklausum fórnarlömbum tilskipunar sinnar, rétt undan kom ítrekun hans að hann telji pyntingar réttlætanlegar, og síðan koll af kolli.

Hins vegar það sem hægt er að deila um Pétur, er sú nálgun mín, sem byggist á ákveðinni heimspekilegri nálgun að illskan sé til sem sjálfstætt afl, er að Trump sé verkfæri illra afla.

Og þú þekkir þær röksemdir, hvernig ég tengi aðför hin skítuga fjármagns af siðmenningunni sem eitthvað sem er tær illska. Aðförin að mannkyninu með því að fjármagna falska loftslagsvísindamenn, og fjármagna síðan skipulagða aðför að vísindunum sem reyna að vara manninn við í tíma, er slíkt siðleysi að aðeins tær illska getur útskýrt.

Sama má segja um fjármögnun stjórnmálamanna og stjórnmálastefna í gegnum tíðina sem eru líkleg að valda átökum, og jafnvel heimsstríðum, slíkt siðleysi er ekki mennskt.  Það er illt.

Og benda á slíka illsku er engin persónugerving, en vissulega veit ég að til er fólk sem heldur að heimurinn sé aðeins mismunandi hleðsla atóma, og það lítur framhjá slíkum heimspekilegum rökum.

En ég er bara ekki einn af þeim.

Loks Pétur, ég ítreka það að þeir sem afneita tilvist hinnar tæru illsku og aðfarar hennar að mennskunni, það sem Tolkien lýsti sem hringnum eina, þeir eru hin raunveruleg hætta.

Því þeir kasta andófinu á dreif, hindra að fólk snúi bökum saman, heyja alltaf stríð á vitlausum vígstöðvum.

En það ræður hver sinni vegferð.

Ég er á minni og rökstyð í pistlum mínum af hverju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 19:21

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

xxx var haldinn þeirri hugmynd um sjálfan sig að hann biði aldrei ósigur né gerði nein mistök, hann væri óskeikult ofurmenni, fæddur sem alvitur og einráður foringi, sem allir ættu að dýrka.  xxx safnaði í kringum sig jábræðrum sem trúðu kenningum foringjans skilyrðislaust.   

Ómar Ragnarsson, 29.1.2017 kl. 19:27

11 identicon

Ég er sammála þér í því Pétur að það er kjánalegt að persónugera illskuna.  Natóríkin sameinast um sprengjuárásir en þykjast síðan móðgast fyrir hönd þeirra sem þeir sprengdu í tætlur.  Firringin er orðin alger þegar fólk sameinast um að taka þátt í svona fíflagangi.    

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 20:12

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið nafni.

"xxx var haldinn þeirri hugmynd um sjálfan sig að hann biði aldrei ósigur né gerði nein mistök, hann væri óskeikult ofurmenni, fæddur sem alvitur og einráður foringi, sem allir ættu að dýrka.  xxx safnaði í kringum sig jábræðrum sem trúðu kenningum foringjans skilyrðislaust."

Og þegar þessum meintum eiginleikum foringjans fylgdi hugmyndafræði algjörar illsku, þá fór sem fór. 

Trump er reyndar ekki smitaður af neinni annarri hugmyndafræði en þeirri sem hann kennir við Trump. En aðferðafræðin við valdatöku hans er keimlík og það er ekkert sem bendir til að boðuð yfirgangssemi og hernaðarhyggja hans hafi ekki svipaðar afleiðingar og hjá þessum sem ekki má nefna.

Vissulega eru lýðræðisstofnanirnar miklu sterkari í Bandaríkjunum, og miklu minni líkur á einhverri alræðisstjórn. Dómsstólar eru strax farnir að grípa inní og heimavarnarráðuneytið í raun ákallar þá um að stöðva aðgerðirnar.  Það hefur auðvitað ekki sjálfstæðan vilja og getur ekki farið gegn forseta sínum.

Ef við gleymum stefnu hans í loftslagsmálum, sem í raun er þannig að það ætti að taka manninn og hans nánustu ráðgjafa og loka þá tafarlaust inná hæli, að þá er raunhættan af Trump tvennskonar.

Ég bendi á aðra í þeirri málsgrein sem þessi orð má finna; "Á móti kemur að verkefni alræðissinnans eru bara þá öðruvísi í dag en þau voru í öðrum landi fyrir 80 árum", valdasjúklingar eins og Trump eru naskir á leiðir framhjá eldveggjum lýðræðisins.

Hin er sú ég hef minnst á annars staðar, en það er stigmögnun átaka.  Eitthvað sem heimurinn þekkir svo vel eftir fyrra stríð, það vissi raunverulega enginn þá af hverju það stríð skall á, og eftir á er vandséð að finna hver bara hina eiginlegu ábyrgð, þó sigurvegararnir hafi vissulega kennt hernaðarstefnu Þjóðverja þar um.

Svo eru það þessar Pandóru öskjur sem menn eins og Trump eru gjarnir á að opna, eftir á held ég að Bush yngri hefði viljað hlustað betur Colin Powell en Rumsfeld, þvílíkur voru hrakfarirnar í Írak eftir fall Saddams.  Og enginn sér fyrir endann á þeirri ormagryfju sem þar opnaðist.

Við þurfum vissulega ekki að óttast Auschwitz, það var barn síns tíma. 

En við eigum að óttast Fernisúlf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 20:36

13 identicon

Ómar, ég mæli með að þú lesir grein Glenn Greenwald, enda þótt þú segist ekki "nenna því að rekja peistið".

Mér finnst það ekki sæma svo góðum bloggara og þér að segjast ekki "nenna því að rekja peistið"

og síðan að gefa þér alls kyns forsendur um höfund greinarinnar, "peistsins" sem þú kallar svo, og segir

"í stríði kostar andstæðingurinn svona sagnfræðigutl til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega er að gerast."

Getum við ekki lyft þessu aðeins á hærra plan en að gefa sér svona forsendur sem þú gefur þér og skjóta svo manninn?

Lestu greinina, kynntu þér höfundinn og dæmdu svo ... ekki fyrirfram!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 20:40

14 identicon

Þið eruð reyndar undarlega sammála, þú og höfundur "peistsins", það er gott,

enda þótt þú hafir fordæmt hann fyrirfram, að ósekju.  Stundum er kapp betra með forsjá Ómar.

En ég ætla ekki að trufla þig meira, þú ert núna önnum kafinn við að höggva mann og annan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 20:53

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur, auðvitað las ég ekki greinina, ég las útdrátt þinn og kynningu, sem á nákvæmlega öll mín andsvör skilið.  Í heimi sem er drifinn áfram af ljótleika átaka þá koma annað slagið fram skrímsli sem slá öllu öðru við.  Gjörðir þessa skrímsla hafa oft verið réttlættar, og þá þjónar sú réttlæting ákveðnum markmiðum eins og til dæmis þegar rússneskir þjóðernissinnar upphófu Ivan grimma, með tilvísun í þá venjubundna grimmd sem alltaf hefur þekkst. 

Alvarlega er síðan þegar menn bera saman líkindi við viðtekna og skauta síðan alveg framhjá alvarleikanum, sem er óeðli viðkomandi skrímsla, og nota síðan þessi líkindi til að draga úr samstöðunni sem þarf að myndast við að knésetja viðkomandi skrímsli.  Áður en ég held lengra þá vil ég taka það fram að orðanotkun mín á skrímsli getur líka verið persónugerving á hugmyndafræði.

Greenwald reyndi að sleppa fyrir horn með þessari málsgrein;

"But this Muslim ban — and that, in effect and by design, is what it is — is nonetheless different in significant degree if not in kind. Despite what came before it, there is no denying that Trump is now taking the U.S. to dark and foreboding places that are a step beyond what even recent presidents, in the name of protection against Muslims, have ushered in. A formal and absolute codification of this anti-Muslim premise is inherently dangerous, as it is likely to further indoctrinate millions of Americans to regard Muslims as uniquely menacing and threatening.".

En þetta er aumt yfirklór þegar restin er lesin.  Þar sem greinin er að öðru leyti vönduð nema ég sá að hann setti Egyptaland, nýlegt fórnarlamb Islamista undir sama hatt og Katar og Saudi Arabíu, þá efast ég um að hann skilji ekki muninn á hefðbundnum leiðtoga stórveldis sem á í stríði við eitthvað ákveðið, og þess málflutnings sem Trump boðar.  Sá greindarskortur er eiginlega útilokaður, en hvort tilgangur hans sé að grafa undan andstöðunni við Trump, með því að segja að hann sé svona næstum því alveg eins og fyrirrennarar hans, eða hvort hann sé að grípa gæsina, og benda samlöndum sínum á að hvítu föt réttlætisins séu ekki svo hvít eftir allt, heldur er þetta blóðidrifnir larfar ofríkis og kúgunar gagnvart fólki sem hefur engin tök að verja sig, skal ég ekki segja.  Ég tek eftir því að einn eigandi Intercept er meðlimur i milljarðaklúbbnum, og slíkt vekur alltaf uppi grunsemdir um tengsl við innbyrðis valdabaráttu í þeim ágæta klúbbi.

En það skiptir svo sem engu, við erum ekki þátttakendur í bandarískum stjórnmálum, og ég þarf allra síst ábendingar um blóðdrifnar lendur bandarískrar heimsveldisstefnu.

Og hvernig sem á það er lítið þá jarðar það við glæp gegn mannkyninu að gera lítið úr Trump, þegar bein líkindi hans við þekkt söguleg dæmi eru skoðuð.  Það eina sem fittar ekki algjörlega við stefnu xxxx er að mér vitanlega hefur Trump ekki lýst því opinberlega yfir að Bandaríkin eigi að undiroka nágrannaríkin sín, leggja þau undir sig, útrýma menningu þeirra og gera leifarnar að þrælum hins útvalda ríkis. 

Annað stemmir.

Aðeins staður og stund er ekki sá sami, og þar með þær ytri aðstæður sem þessir herramenn þurftu þá  og þurfa nú að kljást við.

Ef Greenwald sjálfur hefði lagt sig svo lítið og ónáðað mig ábendingum sínum um að Trump sé bara beint framhald af þeim Bush, Bush, Clinton og Obama, þá hefði ég ekki nennt að elta ólar við rökfærslu hans, Ég eyði ekki tíma mínum í afneitara, meðvirka eða vinnumenn hins skítuga fjármagns. 

Ásýnd illskunnar hefur loksins opinbera sig, verkfæri hennar er nógu öflugt til að ganga að siðmenningunni dauðri.

Tími umræðunnar er liðinn, annað hvort sjá menn þá skyldu sína að verja lífið, eða menn gera það ekki. 

Mitt hlutverk, sjálfvalið er að skrifa um ógnina, hvers eðlis hún er, og úr hvaða ranni hún er ættuð.  Mér er nákvæmlega sama hvað margir lesa þessa pistla mína, það er fræðilegur möguleiki að það séu 4, eða jafnvel 5 eða 6 einstaklingar þarna úti sem skynja hina sömu ógn, og eru búnir að átta sig á hvernig hið skítuga fjármagn stjórnar andófinu með endalausri framleiðslu á tilbúnum andstæðingum, tilbúnum deilum, tilbúnum ágreiningi.  Og lausnum eða flokkum sem vilja vel en reynast illa svo ég vitni í Fróða Baggins.

Og séu tilbúnir að gera það sem þarf að gera, að stofna flokk lífsins og þar með hef ég flokk til að styðja, og þarf ekki endalaust að skrifa gagnrýnispistla.

Hins vegar er ég tilbúinn að spjalla við fólk um sjónarmið sín, hvort sem það er því til skilnings á efni pistla minna, eða það vill ræða frekar um það sem því finnst ekki passa, eða annað sem það vill spjalla um.

En þeir sem halda því fram við mig að 2+2 séu 5 eða þaðan af meira getað leitað sér að öðrum stærðfræðikennara, ég tek ekki að mér kennslu.

En þú ert nú einu sinni þú Pétur, og þar sem ég þarf hvort sem er að vaka frameftir því strákarnir eru að koma úr blakferð frá Reykjavík þá skal ég ímynda mér að þú sért Greenwald, og reyna að ræða við hann eftir bestu getu.

Til hliðsjónar er pistill minn hér að ofan, sem fjallar um líkindi Trumps við þekktan stjórnmálmann, og síðan hvort við höfum efni á því að tékka á líkindunum alla leið.  Eða hvort við stöðvum þennan mann í tíma áður en það kostar mannkynið ólýsanlegar hörmungar.

Þetta er þegar orðið langt, svo þetta fer allavega í annað innslag, jafnvel það þriðja.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 29.1.2017 kl. 23:42

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Það á ekki þurfa að benda á að lýðskrumarar þess eðlis sem rakið er hér að ofan, að þeir verða ekki til úr neinu, það er ástæða fyrir því að þeir eru eins og þeir eru, og það er ástæða fyrir því að jarðvegur er fyrir skoðanir þeirra.

Og flest af því sem þeir segja og gera á sér sögulegar forsendur, samhengið sem þeir setja hlutina í er ekki skrýtnara en það að þeir fá þann stuðning sem þarf til að ná völdum í lýðræðislegum kosningum.

Eins skulum við gera okkur grein fyrir því að lýðskrumarar sína sjaldan sitt rétt eðli í upphafi valdatíma síns, til dæmis er frekar ólíklegt að herra xxxx hefði verið kosinn ef hann hefði lagt megináherslu á útrýmingarbúðir og blóðug stríð til að leggja undir sig nágrannalöndin og þrælka íbúa þeirra.  Þær skoðanir komu vissulega fram en svona meir sem neðanmálstexti en fyrst og síðast var lofað sterku Þýskalandi, góðum lífskjörum, og endurreisn stöðu þess meðal stórvelda álfunnar.  Vissulega var kynþáttahyggja áberandi í málflutningnum en það var meira lýsing á óvini sem þurfti að stöðva.  Óvini sem bar ábyrgð á mörgu því sem miður hafði farið í landinu undanfarin ár og áratugi.

Það var ekki fyrr en herra xxxx fór að framfylgja stefnu sinni að hið raunverulega óeðli hans kom í ljós, og þar greindi á milli hans og hefðbundinna þýskra stjórnmálamanna, líka þeirra sem voru uppi á keisaratímanum og báru ábyrgð á nokkrum styrjöldum.  Þetta var öllu siðuðu fólki ljóst, það sá að þarna var eitthvað að gerast sem hafði ekki gerst í Evrópu í einhverjar aldir, eða jafnvel aldrei þegar fyrirhuguð útrýming óæðri þjóða var höfð í huga.

Samt var herra xxxx ekki svo umdeildur fyrstu árin, vissulega óheflaður og óhefðbundinn í málflutningi, en breytingin frá keisaratímanum var ekki svo augljós.  Það var ekki fyrr en hann fór að ógna nágrannaríkjum sínum að hefðbundin valdabarátta evrópskra stórvelda hófst.  Það var enginn að fetta fingur út af gyðingaofsóknum eða óæskilegt fólk hyrfi bæði í fangabúðum og á sjúkrahúsum.  Churchill var hrópandi í eyðimörkinni og vændur um að verja gamaldags hagsmuni heimsveldis sem aðlagaði sig ekki að nýjum tímum.  Aðeins ótímabært stríð við Þjóðverja þar sem Bretland var algjörlega óundirbúið, breytti stöðu hans.

Allt skiljanlegt, fólk vissi ekki betur, það hafði enga þekkta samsvörun úr sögunni.

Franskir kommúnistar til dæmis vörðu ekki þjóð sína, og börðust ekki við hernámsliðið því þeir töldu að þetta væri bara hjaðningavíg deyjandi kapítalískra yfirstéttar.  Það þurfti fyrirskipun frá Stalín til að breyta þeirri skoðun, og hún kom ekki fyrr en eftir innrásina í Sovétríkin. 

Og þá hafði í raun fátt breyst, flutningur gyðinga í útrýmingarbúðir var ekki hafinn af neinu ráði, og hryllingur í austri hafði ekki átt sér stað, innrásin í Sovétríkin var jú bara ný hafin.

Við vitum betur í dag, og flestir þekkja muninn á því sem Þjóðverjar gerðu og almennt er gert í stríðum þegar ríki takast á og leggja hvort annað undir sig.  Þó eru alveg dæmi um að þjóðir hafi farið virkilega illa úti í hernaði, til dæmis féll stórt hlutfall íbúa Kákasusfjalla þegar Rússakeisarar lögðu undir sig lönd þeirra og friðuðu innan gæsalappa.   en það var ekki fyrirfram ákveðin skipulögð útrýming, heldur afleiðing af mikilli mótspyrnu heimamanna.

Hernaðarátök eru aldrei falleg, aðeins misljót. 

En þetta misljóta réttlætir ekkert af því sem herra xxxx gerði og menn hans.

Og siðleysið og mannvonskan lá alveg ljós fyrir við upphaf valdatöku hans.  Bara ef menn sáu það sem var, en ekki það sem menn vildu sjá.

Þeir sem gerðu lítið úr hættunni sem stafaði af herra xxxx, bentu á þekkta hernaðarhyggju Prússa, sem þýska keisaradæmið erfði.  Prússar lögðu undir sig hluta af Póllandi og tóku Slesíu af Austurríki á átjándu öld, á dögum Bismarck tóku þeir lönd af Dönum, Austurríki og Frakklandi.  Þeir háðu styrjöld við önnur Evrópuríki í bandalagi við Austurríki og Tyrkland á árunum 1914-1918, og það má alveg færa sterk rök fyrir því að þeir hefðu haldið áfram að stríða, ef flestar vígtennur hefðu ekki verið dregnar úr þeim við stríðslok.  Sagnfræðingum ber alveg saman um að þeir hefðu reynt að ná fyrri hernaðarstyrk, og síðan reynt að rétta hlut sinn.  Það þurfti engan herra xxxx til.

Kynþáttahyggja og vond meðferð á öðruvísi fólki var ekki uppfinning herra xxxx.  Vananir á þroskaheftu fólki þekktust til dæmis á Norðurlöndum, gyðingar voru víða ofsóttir og slátrað víða um Evrópu ekki svo mörgum árum á undan valdatöku herra xxxx.  Hreinsanir Stalíns var til dæmis að hluta til beint að gyðingum.

Og illar tungur segja að þýski herinn hafi verið að æfa sig í Namibíu við að útrýma óæðri þjóðum, og hann hafi búið að þeirri hefð þegar hún hófst á stærri skala á dögum herra xxxx.

Ég veit ekki hvort svona grein hafi verið skrifuð á fyrstu dögum valdatöku herra xxxx, en hún hefði alveg getað verið skrifuð, og óeðlið sagt vera aðeins stigmögnun, á áður þekktum andskota.

En ég er ekki einn um að vera ósammála því, bæði aðferðir lýðskrumsins til að ná völdum, sem og illskan og mannvonskan í boðskapnum var þess eðlis, að það hlaut að fara illa.

Sem það og gerði.

Vissulega geta menn bent á sterk líkindi á milli voðaverka herra xxxx og Stalíns, og það er rétt, hvorugt réttlætir hinn.  En Stalín náði völdum í alræðisríki, og magnaði þar upp mannhatur sem þegar átti sér stað vegna þess að menn virtu ekki mannhelgi, en herra xxxx náði völdum í lýðræðisríki og gerði það að alræðisríki.

Síðan vita menn ekki hvort hefðbundin stórveldapólitík evrópsku yfirstéttarinnar hefði leitt til annars heimsstríðs, en það var ekki óhjákvæmilegt, hinn kaldi friður milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sannar það.

En af hverju er ég að tala um herra xxxx í því samhengi sem Greenwald setur valdatöku og stefnu Trump í, jú sú athugasemd kom við pistil þar sem ég týndi til líkindi sögunnar, og benti á þann lúxus að núna værum við bara á fyrstu dögum valdatöku mannvonskunnar, við gætum brugðist við.

Hindrað óhjákvæmileg ósköp því sagan mun ekki taka hælkrók á líkindin þegar allar forsendur átakastjórnmála og yfirgangssemi hafa verið uppfylltar.

Og það er aðeins tvennt sem hindrar þau varnarviðbrögð.

Annars vegar fólkið sem gerir Trump út og hins vegar fólkið sem af einhverri ástæðu sér tilefni til að koma honum til varnar með þeirri dæmalausri rökfærslu að hann sé aðeins framhald af því sem var.

Og skoðum þær röksemdir nánar.

Í nýrri færslu.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 00:54

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég ætla ekki að gera ágreining við Greenwald um framferði bandarískra stjórnvalda í hinu skítuga stríði við meinta og ómeinta hryðjuverkamenn.  Vildi frekar bæta við grein hans hinu undarlegu bandalagi Evrópudeildar Nató við miðaldaríkin við Persaflóa við að koma óvinveittum einræðisstjórnum Arabalandanna frá, og er ég þá að tala um Sýrland og Líbýu.  Hvorutveggja hafa átt stóran þátt í að stigmagna átök á svæðinu.

Ég ætla líka að taka út tengingu mína við hið skítuga fjármagn og þátt þess í að búa til átakaferla, og síðan magna þá upp.  Ég get heldur ekki séð neina tilvísun í þá átt hjá Greenwald og því ljóst að ekki er samsvörun á milli okkar í þeim málflutningi.

Ég ætla ekki að flækja þetta, held mig bara við þetta hefðbundna.

Og skoðum þá framsetningu hans og rökfærslu.

Hann lýsir stórveldi sem á í óhefðbundnu stríði við öfl sem tengjast ekki neinu ríki, og heyja ekki hefðbundin hernað.  Stríð eru ekki háð með því að skutla pappírsflaugum á milli eða skjóta gúmmíkúlum eða teygjubyssuskotum.  Og þegar meintur óvinur er innan landmæra sjálfstæðra ríkja sem hafa ekki burði eða vilja til að vinna bug á honum, þá er eðlilegt að honum sé sótt með þeim vopnum og ráðum sem tiltæk eru.  Þar á meðal að virða ekki landamæri þeirra ríkja þar sem hann á skjól.

Falla saklausir?, augljóslega, annars væri þetta ekki hernaðarátök.

Er hægt að fækka mannfalli meðal saklausra?, já og það hefur verið gert í kjölfar harðorðar gagnrýni alþjóðasamfélagsins. 

Er hægt að koma í veg fyrir það??, já en aðeins með því að hætta að stríða við hinn hálfósýnilega óvin.  En þá eru menn ekki lengur í stríði.  Stríði sem forsetar Bandaríkjanna hafa talið sig skylt að heyja.

Er þetta stríð réttlætanlegt??  Og þá svarar hver fyrir sig.  Mér finnst það ekki, en ég er ekki forseti Bandaríkjanna, og þarf ekki að uppfylla þær kröfur sem til hans eru gerðar.  Færa má sterk rök fyrir því að friðarsinna væri ekki líft í embætti eftir árásirnar 11. sept á sínum tíma.

Eftir stendur þá spurningin, hver byrjaði?? Og það þarf ekki að deila um að Saddam hóf atburðarrásina í Írak með því að ráðast á Kúvæt, eitthvað sem Bandaríkjamenn sem stórveldi gátu ekki látið afskiptalaust.  Hefðu þau gert það, þá logaði allt þar í ófriði í dag, það er við Persaflóann því opinská árásarstefna gagnvart nágrannaþjóðum leiðir alltaf til andsvara.  Sbr. stigmögnun átaka sem raktar eru hér að ofan þegar líkindin milli herra xxxx og Trump eru skoðuð.

Fyrra stríðinu við Írak lauk með ósigri Íraka, og eftir það eru engin merki sjáanleg um að þáverandi forsetar Bandaríkjanna hefðu uppi áform um að magna upp önnur stríðsátök.  En Bandaríkin sættu sannarlega einhverjum árásum hryðjuverkahópa auk þess að hatrammur áróður var rekinn gegn þeim.  Slíkt kallar alltaf á viðbrögð stórveldis án þess að til komi nokkur slík hugmyndafræði sem má tengja við þá herra xxxx og Donald Trump.

Eftir að turnarnir féllu þá má deila um viðbrögð bandarískra stjórnvalda, en ljóst að eitthvað myndu þau gera.  Innrásin í Afganistan var skiljanleg, sá sem lýsti ábyrgð sinni á árásinni naut þar skjóls hjá þarlendum stjórnvöldum.  En af hverju var ráðist á Írak, einn helsta óvin herskárra Islamista, er minna rökstudd ákvörðun, ef maður sleppir öllum samsæriskenningum má færa rök fyrir að hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana hafi verið skálkaskjól þegar ákveðinnar innrásar.

Sú innrás var Pandóruaskja Bush yngri, og Obama réði ekki við að færa ástandið til betri vegar.  Samt sjást engin merki um að Obama hafi framfylgt einhverri sérstakri árásarstefnu á valdaferli sínum, þvert á móti, hann hefur verið tregur til að stofna til nýrra vígstöðva og markvisst unnið að að því að draga landið út úr hefðbundnum átökum.  En drónaárásir hafa aukist í hans tíð og það stafar líklegast af framförum í tækni, þær eru árangursríkari, ef markmiðið er á annað borð að drepa meint óæskilegt fólk.

Þetta eru faktar og ekkert í þessum föktum er hægt að tengja við þau líkindi sem dregin eru upp hér að ofan milli herra xxxx og Donalds Trump.

Enginn af þessum forsetum hafa beitt aðferðum lýðskrumsins á viðlíkan hátt og Trump, enginn af þeim hefur hafið styrjaldir af ástæðulausu, út á við urðu Bandaríkjamenn allavega fyrir árásum fjandsamlegra afla, enginn af þeim hefur opinberlega ráðist á alla múslima bara vegna þess að öfgamennirnir, sem eru sannarlega í stríði við Bandaríkin, og það af fyrra bragði, játa þá trú, og hafa miðaldaútgáfu hennar í hávegum.

Enginn af þeim hefur sagt eða gert neitt viðlíka og Trump segir og boðar.

Það er því algjör afskræming raunveruleikans að tala um stigmögnun þegar um algjöran eðlismun er að ræða.

Skiptir engu hvaða álit menn hafa á stríðum og hefðbundnum yfirgangi stórvelda, ef menn þekkja ekki muninn, þá eiga menn bágt.

Það er ekki hægt að nota annað orðalag.

Og ég endurtek, það jarðar við að vera glæpur gegn mannkyninu að tengja svona óskylda hluti saman og nota þá tengingu til að reyna að riðla hinni nauðsynlegri samstöðu sem þarf að myndast svo mestu öfgar hernaðarhyggjunnar séu stöðvaðir í fæðingu.

Þetta var reynt líka af íhaldsömum öflum á dögum seinna stríðs.  Þá var bent á að félagsskapurinn Bandamenn væri ekki svo félegur.  Gamlar kárínur Churchills voru óspart upprifjaðar, sem og framferði Breta í mörgum nýlendum sínum, eins og til dæmis Írlandi og Indlandi.  Og Stalín var kommúnisti, og hann var fjöldamorðingi.

En þeir sem þetta reyndu, höfðu ekki árangurinn fyrir erfiði sitt.  Fólk stóð saman gegn illskunni, og framlengdi allavega framtíð mannkynsins um einhverja áratugi. 

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá virðist einhverjir vera ósáttir við þá framlengingu og vilja leiðrétta hana með því að gefa ómennskunni annað tækifæri.

Þeirra mál, en skinhelgin getur ekki orðið þeirra skálkaskjól.

Svo mikið er víst, á meðan ennþá er til hugur sem ekki hefur smitast af Svörtu pestinni.

Siðmenningin er ófullkomin en hún er ekki einu sinni valkostur við vítisheim frumskógarins. 

Og fólk mun sjá það áður en það er orðið of seint.

Það er mín vissa Pétur.

Fólk mun snúa bökum saman og verja það eina sem það á sameiginlegt, lífið og þá mennsku sem þarf til að allt líf lifi af.

Við erum nefnilega öll á sama báti.  Og annað hvort komast allir af, eða enginn.

Það er ekkert þar á milli.

Og ófullkominn heimur er aldrei réttlæting þeirra sem vilja hann feigan.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 02:02

18 identicon

Ómar þu skilur augljóslega ekkert hvað þú ert að tala um þegar þú ert að ræða Muslima.

Það er kannski rétt að byrja á að skilgreina að það sem við er að eiga í Evrópu er nær eingöngu Sunni muslimar.

Fyrir Sunni muslimum er ekkert til sem heitir nútíma Islam. Það er bara til miðalda Islam eins og var ákveðið á fimmtándu öld minnir mig. Þá höfnuðu Sunni mslimar allri endurskoðun á Islam og þar við situr. Það er ekkert annað í þeirra huga.

Allir sem viðra hugmyndir um endurskoðun eru umsvifalaust drepnir ef þess er nokkur kostur. 

.

Hvað varðar viðskifti okkar vesturlandabúa sem teljast kristnir við þessa trú er hún í mikilli einföldun sú að Sunni muslimar vilja lofa þér að lifa ef þú annaðhvort gerist muslimi eða borgar þeim skatt.Ef þú gengur ekki að þessu verður þú drepinn. Þetta er óskastaða Muslima og nýtur fylgis um það bil 5 milljón muslima í Evrópu. Líklega er þessi tala hærri,en þettta er fjöldinn sem gefur upp þessa skoðun í skoðanakönnunum. Trúleysingjar fá svo aðra meðferð.

.

Þessar 5 milljónir Sunni muslima eru ekki hryðjuverkamenn í sjáfu sér,það hlutfall er miklu lægra. En þeir hafa skilning á málstað hryðjuverkamanna og munu ekki segja til þeirra og  veita þeim aðstoð ef þeir telja sig geta komist upp með það. Auk þess munu þeir samstundis innleiða sína pólitík ,daginn sem þeir komast í aðstöðu til þess með einhverjum hætti. Þá er alveg sama hvert meðalið er.Daginn sem þeir telja sér óhætt mun þessi hópur rísa upp og umbylta samfélaginu ,af því þeir fyrirlíta trú þína ,lífshætti þína ,mataræðið ,nekt kvennana ,lauslæti kvennana og svo framvegis.

Þeim er einfaldlega ömun af því að búa í svona samfélagi þar sem villimennskan er allsráðandi.

Muslimar af þessu tagi eru ekki lýðræðissinnar svo þeir munu ekki bíða eftir að fá meirhluta á þingi til að ná markmiðum sínum.

Þeir líta einfaldlega á lagasetningu um samskifti fólks og refsilöggjöf sem barbarisma af versta tagi og móðgun við spámanninn

Hvaða meðal sem er er löglegt í þeirra augum.

Reyndar eru Muslimar ekki lýðræðissinnaðir almennt ,af því það gengur algerlega í berhögg við lífssýn þá sem þeim hefur verið innprentuð frá barnsaldri.

Í þeirra augum er engin þörf fyrir lagasetningu ,lögin eru í Kóraninum og fylgiritum hans.Hlutverk stjórnmálamanna í þessum löndum er eingöngu að búa til kerfi til að framfylgja lagabókinni einu.

Einnig þarf einhvern til að ákveða hvort á að byggja brú og hvar og sjá um samskifti við önnur ríki til að nefna eitthvað.Stjórnvöld í þessum ríkjum er meira framkvæmdavald en löggjafarvald enda hafa þau engann rétt til að setja lög, samkvæmt Kóraninum.

.

Hópurinn meðal muslima sem er búinn að fá sig fullsaddann á þessari villimennsku er mjög vaxandi ,bæði á heimsvísu og innan Evrópu.

Í hroka sínum eða einfeldni halda flestir Evrópubúar að Muslimar komi hingað af því að við búum í svo frábæru samfélagi. Það er alger firra,flestir koma hingað af því hér er fullt af peningum ,og þeir eru tilbúnir að sætta sig við villimennsku okkar til að njóta þeirra lífsgæða og að sjálfsögðu vonast þeir til að þetta muni einhverntíma lagast.

.

Samlíking þín á Trum og Hitler er líka algerlega út í bláinn,það er alveg óskilajlegt hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu,enda rökstyður þú hana ekkert.

Nokkur helstu einkenni Hitlers og þau sem ullu mestu vandræðunumm voru eftirfarandi.

Hann var útþenslusinni ,með öðrum orðum ,hann vildi ráða yfir öðrum þjóðum og drepa gyðinga og Slava af því þeir voru óæðri verur.Hvað varðar vestur Evrópu þá vildi hann sameina hana undir þýska stjórn og gera alla Vestur Evrópubúa að Nasistum.

Það voru fyrst og fremst þessi atriði sem ollu öllum þessum vandræðum sem af honum hlutust.

.

Trump er hinsvegar frekar einangrunarsinni.Hann vill draga stórlega úr afskiftum Bandaríkjamanna af öðrumm ríkjum og menningarheimum ,en tryggja jafnframt að þeir geti ekki ráðist á Bandaríkin eða valdið vandræðum þar með öðrum hætti. Stefna hans er því þver öfug við stefnu Hitlers.Hún getur einfaldlega ekki verið ólíkari.

Stefna Hitlers gagnvart Gyðingum og Slövum byggðist á því að hann taldi þá ver óæðri verur og það væri þjóðþrifamál að drepa þá alla ,nema þá Slava sem hann þurfti til þrælkunar fyrir þriðja ríkið. Ég held að þú gætir lent í vandræðum með að finna samsvörun þarna hjá Trump.

Bann Trumps við innflutningi Muslima stafar ekki af því að hann álíti þá óæðri verur,heldur af því að hann telur með réttu eða röngu að Bandaríkjamönnumm stafi hætta af þessum innflutningi.Ég held reyndar að hann hafi eitthvað til síns máls þó hann kannski ýki hættuna.

Fyrirrennarar Trumps voru miklu líkari Hitler ,og þar með talinn Obama.

Eins og þeir höfðu oft á orði þá standa Bandarísk stjórnvöld hærra og sjá lengra en annað fólk. Þetta kölluðu þeir exeptionalisma og Obama og Hillary töluðu oft um þetta í ræðum sínum ,ásmt fleirum.

Þetta er í grunninn sama hugsun og Hitler hafði,hann taldi að Þjóðverjar sæju lengra og stæðu hærra en aðrir og það væri öllum fyrir bestu að þeir drottnuðu yfir öllum öðrum.

Hjá báðum þessum aðilum braust þetta út með stöðugum hernaði gegn öðrum þjóðum.

Þetta sáum við í öllum regnbogans litum ,beinumm árásum eins og í Serbíu,Írak,Líbýu,Jemen og Sýrlandi. Ekkert þessara ríkja var nein ógn við Bandaríkin eða bandamenn þeirra. Þessi stríð voru af því Bush ,Obama og Hillary Clinton stóðu hærra og sáu lengra.

Við sjáum þetta líka í íhlututun þeirra í málefni fjölda ríkja ,með því að steipa ríkisstjórnum og valda borgarastyrjöldum

Það eru nokkrar líkur á að þetta muni stöðvast undir stjórn Trumps.

Í mínum huga er enginn vafi hverjir eru Hitler í okkar samtíma.

Vandamálið við Muslima er að ef þeir eru á annað borð trúaðir þá eru þeir andsnúnir lýðræði. Lýðræði gengur þevert á trúarsannfæringu þeirra og lífssýn og það er ekkert pláss fyrir það innan kenninga Kóransins.

Það er beinlínis bannað í Kóraninum af því að það er bannað samkvæmt honum að hafa önnur lög en það sem stendur í honum og fylgiritum.

En sem betur fer eru mjög margir Muslimar sem eru ekki trúaðir. 

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 13:09

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Múslímar eru fólk eins og við, þó þeir séu annarra trúar. 

Innan þeirra þrífst miðaldaóværa sem bæði má rekja til siða ættbálka Mið Asíu, sem og sértrúarhóps sem ræður nokkrum ríkjum við Persaflóa.  Sá sértrúarhópur kemst upp með að fjármagna öfga og hryðjuverk um allan hinn gamla heim, og það vill svo til að þessi öfgahópur er náinn bandamaður Vesturlanda, og ástundar athæfi sitt í skjóli okkar.

Riddari þinn á hvíta hestinum er ekki að snúast gegn honum.

Kristin trú þekkir líka til miðaldahugmynda, sem fjármögnuð er til að bögga náungann.

En það er liðin tíða að kristin óværa ofsækir aðra trúarhópa, og það væri líka liðið í múslimaheiminum ef fjárflæðið frá Persaflóanum hefði verið stoppað í fæðingu. 

Það þarf hins vegar að fara aftur í aldir til að finna múslima sem gerðu það sem hið kristna ríki Þýskaland gerði á dögum þess sem ekki má nefna.

Múslimar eru staðreynd, þeir eru mjög fjölmennir, og ætla sér að umgangast þá með hnefarétti alræðisins, endar aðeins á einn veg, í glórulausum styrjöldum þar sem börnin okkar eiga á hættu að verða fórnarlömb. 

Að styðja því öfga Trump er því hrein heimska fyrir þá sem hafa það litla áhugamál að börnin þeirra geti alist upp í tiltölulega friðsömum heimi.

En það er ekki það sem ég er að fjalla um.

Pistill minn fjallar um Trump og rætur hans.  Á að lesast í samhengi við aðra pistla mína um þessa höfuðógn siðmenningarinnar í dag.

Ég dreg fram líkindi sögunnar með rökum.

Og það er ákaflega klént innlegg hjá þér Borgþór að svara rökstuðningi mínu með því að vitna í það eina sem ég gat ekki fundið samsvörun hjá Trump.

Kallast eiginlega að skjóta sig í fótinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 13:27

20 identicon

Mér þykir leitt með spammið ,það var alveg óviljandi.

Þú átt að hafa möguleika til að laga þetta ef þú kærir þig um ,og mér þætti vænt um ef þú gerðir það.

Trump er enginn riddari á hvítum hesti í mínum augum, enda er ég honum ekki sammála í hans pólitík.

Auðvitað eru Muslimar fólk eins og aðrir og stór hluti þeirra er örugglega ágætis fólk.

En þetta eru bara bull rök hjá þér,og eiginlega ekki einu sinni rök.

Ku-KUX-Klan eru líka fólk ásamt Gestapo og Rauðu Khnmerunum. Allir eru fólk ef út í það er farið,meira að segja Trump ,þó þú viljir líta á hann sem uppvakning.

En fólk er mismunadi upp alið og er í mismunandi hugarástandi.Þar er munurinn.

Þú telur þig vera að draga fram líkindi sögunnar en þegar þér er bent á að það eru engin líkindi með Trump og Hitler í málum sem skifta einhverju, ferðu bara í fýlu í stað þess að standa fyrir máli þínu og kallar mig stuðningsmann bábilju og mannhaturs.

Þú ert að reyna að sleppa billega frá því að bulla eitthvað sem þú getur svo ekki staðið við, með því að kalla mig ónefnum.

.

Ég veit ekki hvers konar blinda það er að halda því fram að það þurfi að fara aftur í aldir til að finna muslimsk óhæfuverk sem kallast á við verk Hitlers.

Muslimar eru að framja samskonar ódæði í Sýrlandi og Írak NÚNA. Núna í kvöld.

Eini munurinn er að þeir hafa ekki sömu getu og Hitler hafði,annars væru þeir miklu verri en hann náði nokkurn tíma að verða.

Heldurðu að ástandið í Sýrlandi stafi af því að íbúarnir þar voru ekki nógu skilningsríkir og friðsamir.?

Þessi óhæfuverk hafa skírskotun í Kóraninum og fylgiritum,eru beinlínis fyrirskipuð í því riti.

Þar er nákvæmlega sagt fyrir um hvernig þessum samskiftum á að vera háttað og hverjar refsingarnar eiga að vera ef útaf ber.

Drápin stafa af því að íbúarnir í þessum löndum vilja ekki islamsk ríki,vilja ekki gerast Sunni muslimar og málið er afgreitt eftir kóraninum.

Þetta er afgreitt alveg eins og í gamla daga þegar Islam var að breiða úr sér yfir Afríku. Íbúunum var gert lífið óbærilegt ,þangað til það skifti yfir til Islam.

Þá linnti ofsóknunum.

Sama mun gerast hér eins og alls staðar annarsstaðar ef við reynum ekki að verjast því.

Kannski lítur þú ekki á það sem vonda þróun ,en ég geri það.

Þetta var gert með drápum,ofsóknum og óhóflegri skattlagningu á villutrúarmenn og trúleysingjar voru grepnir.

Núna er alveg sama staða uppi,enda ákváðu muslimar að endurskoða ekki afstöðu sína til trúmála ,og Kóraninn er ennþá þau lög sem .þeim ber að fara eftir.Ekkert annað.

Rúmur þriðjungur muslima á vesturlöndum lítur á lög landa sinna sem lögleysu og móðgun við spámanninn,en hafa ekki mátt til að koma sínum sjónarmiðum að.

Það var ekki Trump sem bjó til þessi vandamál,það voru forverar hanns í embætti og þar á meðal Obama.

Þú hefur kannski ekki veitt því athygli að það væru nein vandamál fyrr en nú,eða hvað.

Ég held að það verði að flokkast sem vandamál að það sé sífellt verið að nauðga og drepa fólk ,til dæmis í Þýskalandi.

Ég held að það verði að flokkast undir vandamál að Þjóverjar skuli þurfa að hafa þúsundir sérsveitarmanna á götunum til að fólk sé ekkii drepið eða gaufað á konum.

Ég sé það líka sem vandamál að þeir þurfi að víggirða staði þar sem fólk kemur saman.

Þetta er ekki gamla góða Evrópa. Stjórnmálamenn Evrópu eru svo heillum horfnir að þeir eru farnir að tala um að þetta sé hið nýja norm og menn verði bara að sætta sig við þetta.

En hvað hefur breyst?

Eru Evrópubúar allt í einu orðnir vitlausir? Eru Evrópubúar allt í einu komnir í hár saman og eru farnir að berja hver á öðrum.

Það hefur gerst áður.

Eða er þetta kannski af því að Islam hefur vaxið gríðarlega fiskur um hrygg í Evrópu og hafa nú í dag öflugt fjárhagslegt og menningarlegt bakland í Afríku og Asíu. 

Er þetta kannski Trump að kenna? Varla,hann var bara einhversstaðar að byggja hótel meðan þetta ástand komst á.

Ræturnar að þessu vandamáli eru hjá Bush feðgunum ,Clinton hjónunum og Obama.

Það voru þau sem fjármögnuðu þennan uppgang muslima og sáu þeim fyrir vopnum,ásamt Saudum og fleiri Miðjarðarhafsþjóðum.

Það voru fjölmiðlarinr okkar sem sáu þessum lýð fyrir siðferðilegu baklandi.Og það voru bloggarar sem báru blak af þeim og sögðu að þetta væri skiljanlegt að vissu marki í ljósi sögunnar

Kannski lítur þú alls ekki á þetta sem vandamál,heldur eins og eðlilega þróun eins og margir Evrópskir stjórnmálamenn gera.

Ef þú svarar einhverju ættirðu að reyna að gera það málefnalega í stað þess að taka ódýru leiðina og kalla mig illmenni.

Ef þú hefur einhver rök fyrir að Trump sé hinn nýji Hitler skaltu bara leiða þau fram og draga fram það sem er líkt með þeim.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 20:20

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Búinn að leiðrétta spamið en það hvarflar að mér að þú sért spam, hafi útbúið texta sem þú hendir inní athugasemdarkerfið.  Um það áhugamál þitt sem heitir múslimar.

Óháð því hvað menn eru að skrifa um.

Þér til upplýsingar þá er ég ekki að skrifa um múslíma, hef lítinn áhuga á þeim, og eiginlega allt sem ég hef að segja um þá sagði ég þér hér að ofan.  Ég nenni ekki að taka þátta í svona barnalegir umræðu, þar sem sögubrot héðan og þaðan eru sett saman og máluðu upp einhver svört mynd af sögu sem innifelur í sér alla liti litrófsins.  Ekki frekar en ég nenni að ræða svipaða samantekt hjá Vantrú eða öðrum trúleysingjum sem stilla sögu kristindómsins upp á þennan hátt. 

Þetta er hvorki sagnfræði eða rökræða, þetta er eintóna áróður.

Og stanslaus skothríð í fótinn.

Tökum sem dæmi, þú nefnir þá vonsku súnnía að heimta skatt af trúleysingjum, en hvað súnnía ríki gera það í dag???  Veistu um einhver fyrir utan Ríki Íslams???

Eða ertu að vitna í fortíðar eitthvað, um skattastefnu Araba í den þegar þeir lögðu undir sig gamla heiminn???  Veistu eitthvað um forsendur hennar eða hvernig aðrir sigurvegarar höguðu sér á svipuðum tíma??  Hefurðu einhverja hugmynd um hvernig kristnin breiddist út, eða heldurðu að hún hafi ekkert breiðst út, hún hafi verið til frá því í árdaga mannsins??

Síðan hvernig dettur þér í hug að líkja Sýrlandi saman við atburði seinna stríðs?? Með þeim rökum að viljinn sé til staðar en það skorti á getuna.  Veistu að þetta eru órök, þetta er forsenda sem gerir allt mögulegt, sem er svo sem alltí lagi, skil alveg pointið með tilvísun í mannvonskuna, en þá er það spjall um hvað gæti gerst við vissar aðstæður, en slíkt er huglægt og er ekki borið saman við raunverulega atburði sögunnar.  Þetta er svona svipuð hundalógík og einhverjum komma dytti í hug að fría Maó af stimplinum mestur fjöldamorðingi nútímasögu, og segja að það sé Breivik.  Hann hafi vissulega aðeins drepið einhverja tugi, en ef hann hefði haft sömu tæki og tól og Maó, þá hefði hann örugglega drepið milljarð.

Þú hefur hins vegar nærtækari dæmi um vonsku kristins fólks.  Hútúar slátruðu hátt í milljón Tútsa í Rúanda og Búrundí, og ef þú vilt borgarstyrjöld mannvonskunnar, þá er nærtækt dæmi af kristnum Slövum á Balkanskaganum.

Og ef ég nota sömu alhæfingu og þú þegar þú skeytir vonskuverkunum í Sýrlandi við múslima, þá er víst ég og mamma fjöldamorðingjar, því við erum kristin.  Og amma mín heitin líka, guð blessi minningu hennar.

Nei Borgþór ég nenni ekki svona fordómabulli.

Hins vegar svaraði ég þér um það eina sem þú tókst fyrri í rökleiðslu minni um líkindi sögunnar, og benti þér á að einhvers staðar í langlokum mínum hér að ofan hefði ég sagt að  eina samsvörunin, og þá í meginmálum,  sem ég gæti ekki fundið á milli Trump og þess sem má ekki nefna, væri að hann hefði það ekki á stefnuskránni að undiroka og þrælka nágranna sína, að þá væri það út úr kú að lesa þetta; " Ég held að þú gætir lent í vandræðum með að finna samsvörun þarna hjá Trump.".

Annað sem þú sagðir var þín sýn á hlutina og hví í fjandanum ætti ég að rökræða hana við þig??  Þú mátt hafa hana mín vegna.  Ég ástunda ekki ritskoðun og orðið er laust, hvað ég spjalla um fer síðan eftir eðli innslaga, tíma mínum og hvað innslögin snerta það sem ég er að segja.  Síðan á ég náttúrulega mína spjallvini sem ég reyni að sinna,.

Síðan fatta ég ekki hvar ég á að hafa kallað þig ónefnum, ef þú ert að vísa í viðbrögð mín við spaminu þá má vera að mér hafi orðið það á að telja þig stuðningsmann Trump, og ef þú lest skrifa þín þá þarf vissa glöggskyggni til að fatta að þú sért að koma manni til varnar, sem ég kenni við bábilju og mannhatur, sem þú styður ekki.  Gastu bara ekki sagt mér það strax, þá hefði andsvar mitt hér að ofan verið styttra sem nemur einu staf, ég hefði sleppt þonninu þegar ég talaði um riddarann á hvíta hestinum.  Síðan hlýtur þú að átta þig á að þegar síða er spömuð að þá er eðlilegt að tengja spamið við umfjöllunarefnið.

Síðan þó að Trump sé illmenni, þá er nú ekki sjálfgefið að stuðningsmenn hans séu illmenni, það er jafnvel ógefið.

Um annað get ég svo sem ekki talað um við þig Borgþór varðandi efni pistils míns, þú þarft að taka einhverja efnisgrein fyrir og ræða hana, svo ég geti gert athugasemd, ef ég þá á annað borð hef áhuga á því.  Ég gæti alveg tekið leikskólafræði mín á hana, ég nenni ekki að elta ólar við afneitara eða meðvirka, ekki nema þeir segi eitthvað sem vekur áhuga minn, eða snertir það sem ég vil spjalla frekar um.

Það vekur til dæmis ekki áhuga minn að ræða að stefna Trumps sé ekki orðrétt tekin úr stefnuskrá stjórnmálaflokks úr öðru ríki, í annarri heimsálfu, á öðrum tíma og öðrum veruleika.

Líkindi fjalla ekki um slík skarpheit.

En hafðu það sem best Borgþór, það var ekki ætlunin að móðga þig.  Ég mun síðan örugglega svara þér málefnalega varðandi þetta tvennt sem ég geri athugasemd við þig í umfjöllun þinni um múslima, ég spurði jú einhverja spurninga.

Og það er alltaf kurteisi að lesa svarið, og koma með komment á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 21:55

22 identicon

Yfirskrift greinarinnar þinnar er:

Sláandi endurtekning sögunnar.

Það sem þú ert að gera í þessari grein er að reyna að líkja Trump við Hitler. Það gengur ekki sérlega vel ,af því að það eru engin líkindi með þessum mönnum.

Þeir hafa gjörólíka stefnu í flest öllum málum og hafa gjörólíka lífssýn.

Það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir komast báðir til valda vegna óánægju kjósenda.

Hitler hafði mjög afgerandi stefnuskrá sem hann fylgdi eftir af miklum heilindum og það hefur Trump einnig.

Málið er að stefnuskrár þessara manna er gjörólíkar í öllum megin atriðum og niðurstaðan verður væntanlega gjörólík.

Lífssýn Hitlers er ágætlega aðgengileg í bókinnii Mein Kampf og ræður hans eru margar aðgengilegar á netinu.

Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð komust líka til valda vegna óánægju kjósenda ,en ég held að þau hafi ekki verið líkleg til að feta í fótspor Hitlers.

Píratar eru líka dæmi um slíka stjórnmálastarfsemi. Þeir hafa ekki stefnuskrá,en lifa af því að snapa upp atkvæði allra sem eru ónægðir með eitthvað.Eiginlega hvað sem er.

En ég get ekki séð að þeir séu samt hinn nýji Hitler.

.Óánægja Bandaríkjamanna er ekki ásæðulaus af því að lífskjör þeirra hafa verið að rýrna í meira en tuttugu ár ,hægt og hljótt og almenningur finnur þetta ,sérstaklega veerkafólk og iðnaðarmenn.Mótframbjóðandi Trumps boðaði áframhaldandi sömu stefnu ,og þeir sem mest hafa fundið fyrir samdrættinum höfnuðu honum.

Það er líka mikil óánægja með Obamacare ,enda hafði kostnaður sjúklinga á sumum svæðum hækkað um meira en 50%.

.

Ég hef samt ekki mikinn áhuga á hvernig Bandaríkjammenn leysa sín innanlandsmál ,það kemur mér í sjálfu sér ekkert við.

Minn áhugi beinist fyrst og fremst að því hvernig þeir umgangast utanríkismál,og þar er stefna Trumps miklu betri en hefur sést í áratugi í Bandaríkjunum.

Við vitum að sjálfsögðu ekki enn hvernig rætist úr,en fyrir það fyrsta er líklegt að Trump snúi við blaðinu og hætti að gera út hryðjuverkamenn.

Það er gríðarlega stór og jákvæð stefnubreyting. Bandarísk ,Bresk og Frönsk stjórnvöld hafa stundað þetta í áratugi og þetta hefur valdið töluverðum vandræðumm eins og þú hefur væntanlega heyrt um.

Þessi útgerð hryðjuverkamanna er eins og klippt út úr stefnu Hitlers ,og Trump virðist ætla að hverfa frá þeirri stefnu.

Þessi stefna gekk  út á að ná yfirráðum yfir öðrum þjóðum ,alveg eins og stefna Hitlers.Trump virðist því ætla að falla frá þessari stefnu Hitlers.

Trump hefur einnig sagt að hann hyggist hverfa frá íhlutun í innanríkismál annara þjóða ,og nú hefur Teresa May  gengið til liðs við hann í þeim efnum.

Við vitum að sjálfsögðu ekki hverjar efndirnar verða,en orðræðan er jákvæð að mínu mati

Þetta er mjög jákvætt og gengur þvert á stefnu Hitlers ,Clinton hjónanna,Bush og Obama.

Clinton ,Hollande,Bush ,og Obama fylgdu fordæmi Hitlers,en ekki Trump.

.

Mikið er gert úr veggnum við Mexikó.

Flest ríki heims hafa strangari innflytjendalöggjöf en Bandaríkin,og strangari en Trump boðar.Þar á meðal Mexikó.

Brot á Mexikönsku innflytjendalöggjöfinni varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að tíu ára fangelsi við ítrekað brot.

Bandaríkin hafa enga slíka löggjöf ,og Trump boðar ekki slíka löggjöf.

Mexikó hefur líka vegg á suður landamærunum.Reyndar ekki vegg,heldur háa gaddavírsgirðingu.

Bandaríkin hafa inflytjendalöggjöf sem er tiltölulega frjálslynd og þokkaleg sátt um í landinu og það stendur ekki til að breyta þeirri löggjöf í meginatriðum.

Það er ekkert nýnæmi í nálgun Trumps í þessum efnum,til dæmis talaði Bill Clinton með nákvæmlega sama hætti þegar hann var kosinn forseti.

Veggurinn þjónar þeim tilgangi að framfylgja þeirri löggjöf sem er í gildi og ég sé ekkert að því að framfylgja lögum sem er sátt um í landinu.

Það er ekkert fasískt við það. Enginn Hitler hér.

.

Þar sem ég er fylgjandi Skandinavíska modelsins í þjóðfélagsgerð er ég ekki sammála stefnu Trumps í innanlandsmálum sem er mjög hægrisinnuð ,en hann er samt mikil framför frá þeirri stefnu sem hefur verið fylgt þar undanfarin ár ,í mörgum atriðum.

Undir Obama stefndu Bandaríkin í algert óefni.

Það var ekki bara utanríkispólitíkinn sem var ofbeldisfull og hættuleg,heldur var innanríkispólitíkin alger kleppur.

Hún einkenndist af algerum samruna ríkis,stórfyrirtækja og fjölmiðla. Af því þú hefur áhuga á Hitler ætti þetta að hringja bjöllum.Þetta kom mjög berlega í ljós í kosningabaráttunni.

Hún einkenndist af stórlega auknum njósnumm gegn almenningi.

Hún einkenndist af sívaxandi tilhneigingu til ritskoðunar.

Hún einkenndist a "Identity Politic" þar sem þjóðfélagshópum var att hver gegn öðrum. Karlar gegn konum,gagnkynhneigðum gegn samkynhneigðum,samkynhneigðum gegn kynskiftingum,svörtum gegn hvítum og svo framvegis.

Og síðast en ekki síst þá voru einkennin ónýtt skólakerfi sem stundaði pólitíska innrætingu en ekki kennslu.

Kjör Hillary Clinton hefði innsiglað þá óhroða sem þarna var í gangi.

Timinn verður að leiða í ljós hvort Trump hefur getu og vilja til að laga þetta.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 11:21

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Yfirskrift greinarinnar þinnar er:

Sláandi endurtekning sögunnar.

Og??

Kveðja að austan.

PS, annars hélt ég að þú ætlaðir að fræða mig meir um skattastefnu sunni múslima, gott að þú ert kominn út úr því hjólfarinu, það fer ekki nokkrum manni vel.

Sama kveðjan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 14:04

24 identicon

Ég var búinn að fræða þig um skattastefnu muslima,en þú tekur ekki vel eftir.

.

En hún felst í stuttu máli í að skattleggja villutrúarmenn,þar að segja þann hluta þeirra sem á ekki að drepa.

Þessu var beitt af mikilli hörku við yfirtöku þeirra á norður Afríku á sínum tima.

þessi skattastefna er í fullu gildi ennþá,af því það er sagt fyrir um þetta í Kóraninum.

Hún er hin óumbreytanlegu orð sem flutt eru muslimum frá guði,með tilstilli spámannsins.

Hver fer svo sem að mótmæla skattastefnu sem kemur frá Guði.

Eða gæti kannski verið að skatturinn hafi kannski verið til að fjármagna áframhaldandi hernað spámannsins. Hver veit.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 18:58

25 identicon

Þess má til gamans geta af því það liggur svo vel á okkur ,að á tímabili bönnuðu muslimar trúskifti af því þau voru farin að ganga of nálægt skattstofninum

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 19:02

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Borgþór, láttu nú ekki svona, þú hlýtur að vera læs, spurningar mínar voru ekki flóknar;

"Tökum sem dæmi, þú nefnir þá vonsku súnnía að heimta skatt af trúleysingjum, en hvað súnnía ríki gera það í dag???  Veistu um einhver fyrir utan Ríki Íslams???

Eða ertu að vitna í fortíðar eitthvað, um skattastefnu Araba í den þegar þeir lögðu undir sig gamla heiminn???  Veistu eitthvað um forsendur hennar eða hvernig aðrir sigurvegarar höguðu sér á svipuðum tíma??  Hefurðu einhverja hugmynd um hvernig kristnin breiddist út, eða heldurðu að hún hafi ekkert breiðst út, hún hafi verið til frá því í árdaga mannsins??".

Ég skal gefa þér smá hint hvernig spurningum er svarað; Ríki súnna sem innheimta trúleysingjaskatt eða drepa þá ella eru:  x,x,x,x.  Eða nei ég er ekki að tala um nútímann heldur skattastefnu Araba, og já ég veit hvernig krisntin breiddist út á svipuðum tíma eða seinna þegar krisntir fóru í krossferðir til .....   Þeir útrýmdu .......  sem voru fyrir.  Lögðu engan skatt á.

Þetta er ekki svo flókið Borgþór, maður bara svarar spurningum sem reyna á hvort maður hafi þekkingu á viðfangsefninu eða hvort þekkingin nái ekki lengra en kópý og peist af síðum matara.

Þegar þú ert búinn að þessu þá svarar þú kannski hinni spurningu minni, þessi hér að ofan var ein þó hún væri í tveimur liðum.  Hin spurningin var eitthvað um Sýrland.  Læs maður finnur hana.

Á meðan er það píss men.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 309
  • Sl. sólarhring: 584
  • Sl. viku: 1370
  • Frá upphafi: 1322133

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 1135
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband