"Vér morðingjar".

 

Skyldi þetta vera grafarskrift þeirra flokka sem báru ábyrgð á lokun neyðarbrautarinnar??

Eða er þjóðin búin að gleyma þeirri grunnhugsun mennskunnar sem kemur fram í boðorðinu eina, Þú skalt ekki mann deyða.

Allavega er skömm þess fólks algjör.

 

Og sú skömm færist á núverandi Alþingi ef það grípur ekki inní strax eftir hátíðarnar.

Og skömm þess færist yfir á núverandi forseta ef hann setur ekki af það Alþingi sem bregst grundvallar skyldu sinni.

 

Gleymum því aldrei að þó það fari ekki allt á versta veg, að ekki sé í dag um líf eða dauða að tefla, að þá er það tafl aldrei mannanna verk.

Það er lán í óláni ógæfunnar og önnur öfl að verki en við mennirnir höfum stjórn á.

Og einn daginn mun það lán ekki breiða yfir mannanna afglöp.

 

Verði þá ekki neyðarbraut til staðar, þá mun þeir sem ábyrgðina bera, hafa dauðann á samviskunni.

Hafa hundsað boðorðið eina.

 

Og munum að það minnkar ekki sök að benda á aðra, að benda á þá sem lokuðu.

Því í dag snýst málið um þá sem ekki opnuðu.

 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - er ekki spítali á akureyri?

Rafn Guðmundsson, 29.12.2016 kl. 01:04

2 identicon

Gott að vita að þú ert mættur á nýjan leik Ómar minn að lesa okkur öllum pistilinn.  Ekki veitir af á þessum síðustu tímum áður en mesta auðræðisstjórn í sögu landsins skipar sjálfa sig til valda og samseku vesalingarnir í hinum flokkunum hirða aurinn sinn ... og jarma bara 44 prósent hærra um alls ekki neitt sem almenning skiptir.  Nú líður að ráninu mesta og þá veitir ekki af ádrepum frá þér, þær eru betri en ekki neitt ... og kannski þær dugi að lokum.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 02:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rafn.

Stundum setur mann hljóðan, svo mjög að maður spáir í hvort það sé virkilega tilfellið að það hafi komist kynslóð á legg sem ekki hafi hlotið uppeldi, að hún þekki ekki muninn á réttu og röngu.

En jú það er rétt, það er spítali á Akureyri, það er líka spítali á Höfn, kannski hefði bara sjúkraflugvélin átt að taka á loft á Hornafirði hringsóla 3 hringi yfir flugvellinum, lenda svo aftur, og málið dautt.  Viðkomandi sjúklingur kominn á spítala.

Og ef málið er ekki dautt, þá gæti sjúklingurinn verið allur.

Ég held að innlegg þitt sé firring af áður óþekktu stig Rafn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 07:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur og gleðilega jólarest.

Þú segir það, en nei ég held ekki.

Þó veit maður aldrei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 07:31

5 identicon

Mér finnst þessi umræða eitthvað öfugsnúin, af hverju þarf alltaf að fara með alla sjúklinga til höfuðborgarinnar..?, það kemur fram að flogið var með sjúklingin til Akureyrar vandræðalaust og ekki vitað annað en að honum/henni heilsist vel enda sjúkrahúsið á Akureyri með þeim bestu á landinu. Mér finnst í raun verið að tala niður til landsbyggðarinnar þegar að flugmaður Mýflugs og aðrir tali um það, að ekkert annað komi til greina en að fljúga með alla sjúklinga til Reykjavíkur vegna þess að heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni sé ekki treystandi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 08:13

6 identicon

alveg sammala Ómari,mer finnst nafni minn Jónsson eitthvað öfugsnúin hann hefur sennilega ekki skilið pistilinn þinn Ómar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 10:01

7 identicon

Svo hárrétt og vel orðað Ómar.

Maður hefur tekið eftir því áður með

þennan Rafn, að hann er aðdándi þessa

liðs sem í Reykjavík stjórnar þannig

að það eitt lýsir hans fötlun.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 10:38

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi Ármannsson.

Ég held að nafni þinn hafi hvorki skilið það sem blasir við, og ég ítrekaði í andsvari mínu til Rafns, eða það sem var dýpra falið í pistli mínum, sem var tilraun mín að segja í eins fáum orðum og hægt var, að út frá siðferðislegum forsendum mennskunnar, að þá er aðeins einn maður sem ber hina raunverulegu ábyrgð ef illa fer, og það er forseti vor, Guðni Té.

Og ég vona innilega að Örlaganornirnar hafi smekk til að sleppa okkur andstæðingum okkar þessa leikbrúðu auðsins við þeirri Þórðargleði.

Því þó það virki kannski útí hött, að þá er það eitt að einkennum góðra spáamanna, að spá einhverju sem gæti gerst, og þá er ég að tala um eitthvað í "bad"sektornum,  en gerist ekki. Vegna þess að þegar því var spáð, þá gátu þeir sem skrifuðu í skýin brugðist við.  

Ég játa að ég var töluvert kominn til vits og ára þegar ég fattaði þessi sannindi á bak við góða spámenn, en ég náði samt að átta mig á þessu áður en ég las sömu niðurstöðu Tolkiens í megin riti hans um baráttu mennskunnar við hina tæra illsku ómennskunnar.

Og ég skal játa að hafi það ekki blasað við sem í djúpi þessa pistils bjó, að þá er andsvar mitt hér að ofan ennþá óskiljanlegra.

En þegar mikið er í húfi, þá þarf að segja það sem þarf að segja, og vona innilega að því sem er spáð, en reynist aðeins leiftur í þeim óendanlegum möguleikum sem gætu gerst, gerist ekki.

Og já, þetta er skrifað undir áhrifum Stebba Hauks (Stephen Hawking), og nýjustu bókar hans sem var þýdd á íslensku.

Svo Helgi, það er ekki öllum gefið að skilja það sem að baki býr, og ég er oft í þeim hópi.

En nafni þinn Jónsson skal fá jarðbundið svar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 10:51

9 identicon

Ómar, er þá ekki rétt að landsbyggðin berjist fyrir því að sjúkrahúsin á landsbyggðinni verði byggð þannig upp að þau geti tekið við alvarlega veikum og slösuðum sjúklingum, svo ekki þurfi að fljúga með alla til Reykjavíkur í yfirfull sjúkrahús þar, í staðin fyrir að berjast gegn eðlilegri uppbyggingu í Reykjavík..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:08

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi Jónsson.

"Að skjóta sig í fótinn" er orðatiltæki sem bar samið til að lýsa rökfærslu eins og þeirri sem þú skrifar hér að ofan.

Margt hef ég heyrt í gegnum tíðina, sem stjórnmálalega blint fólk notar til að réttlæta fylgispekt sína við hið óverjanlega, en í ljósi óverjanleika þess að stuðla að ótímabæru andláti samborgara okkar í svona litlu samfélagi eins og Ísland er, að þá held ég að þú hafir náð ákveðnum toppi, sem erfitt er að slá.

Og þar sem ég veit að mannsandinn er óháður núinu, og margt sem sagt er virkar lítt skiljanlegt þegar það var sagt, en skýrir margt þegar tímalínan lætur eitthvað gerast sem erfitt er að útskýra ef maður hefði ekki aðgang að þeirri visku sem býr í djúpi tímans (það er nefnilega ekki bara stærðfræðin sem rennir stoðum undir skammtafræðina).

Og ég held að maðurinn sem greip það á loft, að sú einfalda athöfn að skjóta sig í fótinn, hafi margræða merkingu, og þess vegna hafi hann gefið þeim orðum vængi, svo þau lifðu núið, og urðu að því sem við köllum orðatiltæki í dag, hafi einmitt hugsað sér að fólk sem réttlætti heiðarlega tilraun til að aflífa samborgara sína, að það sæi villu síns vegar, ef það íhugaði að röksemdarfærsla þess væri ósköp svipuð og menn tækju uppá því að skjóta sig í fótinn, daginn áður en það ætlaði að slá nýtt met í hálfmaraþoni.

"Mér finnst í raun verið að tala niður til landsbyggðarinnar þegar að flugmaður Mýflugs og aðrir tali um það, að ekkert annað komi til greina en að fljúga með alla sjúklinga til Reykjavíkur vegna þess að heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni sé ekki treystandi".  Þetta er hrein dásemd, að fólk skuli ekki hafa fattað  að það er aðeins ein skýring á þessu síflugi til Reykjavíkur með veikt fólk, að landsbyggðarrottan, flugmaðurinn, sem og þeir læknar sem fylgja hinum veika, þurfi aðeins að skreppa í Kringluna, til að versla.  Já, eða Bónus, eða eitthvað, eða hvernig á að orða allar þær dásemdir sem Reykjavík býður uppá, og fólk sækir svo mjög í.

Að það er jafnvel tilbúið að útbúa kerfi með veikt fólk svo það komist í borgina á kostnað skattgreiðanda.

Að fólk skuli ekki hafa fattað þetta fyrr, að besta leiðin til að setja nýtt met í Reykjavíkurmaraþoninu, sé að byrja á að skjóta sig í fótinn.

Já, við fattlausu, okkar eina huggun er að í merkri bók var sagt að við myndum erfa eitthvað.

En shit maður, mér sýnist að ég hafi orðið af þeim arfi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 11:22

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi Jónsson, aftur.

Uhh, það er nú það maður.

Ef maður spinnur þetta aðeins lengra, lýsir þessi hugsun þín ekki ótakmörkuðum sparnaðarleiðum??

Til dæmis fyrir útgerðarmenn, til hvers að fjárfesta í björgunarbátum eða fyrir ríkissjóð, að fjárfesta í björgunarþyrlu.

Af hverju ekki bara að semja áætlun, um forsendur hinnar fullkomnu björgunar, og hafa hana prentaða um borð??

Svo les skipstjórinn þetta í nauð, og segir, "svona getur þetta verið strákar mínir".

Og þetta er bara eitt dæmi um gagnsemi þessa snilldar, möguleikarnir eru ótakmarkaðir, nefndu það bara?

En Helgi minn, það er sorglegt þegar menn fatta ekki muninn á alvöru lífsins og pólitík.

Mjög sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 11:31

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þú heldur það, að Rafn sé Pírati??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 11:32

13 identicon

Ég er nú fæddur og uppalin í þorpi vestur á fjörðum og þar gerðist eitt sinn að maður skaut sig í fótinn, og var rokið með hann suður..?, nei Bjarni læknir var snöggur að taka upp nálina og suma djöfsa....og hann gekk aldrei betur eftir það, og það án þess að fara suður.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:57

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona er þetta Helgi, sumir geta sagt, "Aldrei fór ég suður".

En þó þessi maður hafi skotið sig í fótinn, þá reikna ég ekki með að um hann hafi verið sagt, "hann skaut sig í fótinn".

Heldur að hann hafi farið til Bjarna læknis.

Ég held að maður þurfi að kafa lengra aftur í tímann til að finna þann sem bar ábyrgð á að upplýsa þessa rökfærslu þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 12:02

15 identicon

Nútíma læknisfræði krefst notkunar á ýmsum sérhæfðum búnaði sem kostar helling af peningum, sem ekki er til, er okkur sagt. Það þýðir á mannamáli að í mesta lagi er hægt að útbúa EITT sjúkrahús á landinu með slíkar græjur. Auðvitað er það Landspítalinn-þjóðarsjúkrahúsið- sem verður þar fyrir valinu, eðlilega. Það hins vegar er erfitt að koma því við að eingöngu fólk í þægilegri nálægð við Landspítalann slasist og/eða veikist á þann hátt að þurfa á sérhæfðri aðhlynninngu að halda. Þess vegna þarf að hafa sjúkraflug til að ALLIR landsmenn hafi aðgang að þessum sérhæfða búnaði og starfsfólki sem hefur þjálfun til að nota hann. 

Dagný (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 13:05

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Dagný.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2016 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 561
  • Sl. sólarhring: 834
  • Sl. viku: 1622
  • Frá upphafi: 1322385

Annað

  • Innlit í dag: 466
  • Innlit sl. viku: 1345
  • Gestir í dag: 414
  • IP-tölur í dag: 414

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband