Furðulegar tilviljanir?

 

Það er tvennt sem ógnar tilvist íslensku þjóðarinnar í dag.

 

Innlimun amerísku vogunarsjóðanna á íslensku fjármála og atvinnulífi (bankarnir eiga öll stærstu fyrirtækin á einn eða annan hátt) og yfirvofandi hrun heimilanna þegar verðtryggingin fer í frjálst fall eftir að snjóhengjan fer af stað.

Viðbrögð við þessum vanda sker úr um hvort þjóðin fái þrifist, skera úr um hvort hún haldi sjálfstæði sínu.

Og mjög miklir fjármunir eru í húfi, gangi yfirtaka vogunarsjóðanna eftir þá eru þeir að uppskera hagnað sem þeir hafa aldrei uppskorið áður.

 

Það eina sem ógnar þessari fjárfestingu er lýðræðið, það er hægt að kaupa fjölmiðlamenn, það er hægt að kaupa stjórnmálaflokka, en það er of dýrt að kaupa hvern og einn atkvæðisbæran mann.

Staðreynd sem vogunarsjóðirnir gera sér mæta vel grein fyrir.

 

Skyldi það þess vegna vera tilviljun að stóra málið í ríkisfjölmiðli landsins núna fyrst eftir áramót hafi verið mál um kynferðisafbrotamann sem allar upplýsingar lágu fyrir þegar í árslok 2007??

Skyldi það vera tilviljun að stóra málið á Alþingi skuli vera ESB umræðan sem hefur legið fyrir í 4 ár???

 

Varla nema fólk trúi á tilviljanir og sé haldið þeirri fáfræði að vogunarsjóðir kunni ekki að vinna heimavinnu sína.

Spurningin er frekar, hvert er gangvirðið???

 

En varðandi ESB aðildina þá verður þjóðin ekki spurð eftir yfirtöku vogunarsjóðanna, evran auðveldar fjárflæði þeirra.  

Og þeirra vilji mun ráða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Viðurkennt að málið sé í ógöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hárrétt hjá þér Ómar. Það er til eitthvað gangverð á Smjörklípunni og gaman væri að sjá hversu dýrt menn selja sig. Það eru til lausnir gegn vogunarsjóðunum og "Snjóhengjunni" . Það er einungis þor sem þarf til. Þor til að hrynda þessari atlögu Vogunarsjóðanna gegn íslenskri þjóð.

Vogunarsjóðirnir hafa ekki Löggjafarvald hér á landi og það vita þeir fullkomlega.

Eggert Guðmundsson, 14.1.2013 kl. 16:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þeir séu ekki á útsölu Eggert???

En hundsun þjóðarinnar á þessum vanda er hins vegar íhugunarefni en það þýðir ekki annað en að koma þessu að við öll hugsanleg tækifæri.

Og hrósa Tryggva, hann er minn maður núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2013 kl. 18:04

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Útsölu? Ég veit það ekki,en það er ekki ólíklegt.  En ég gæti alveg séð á eftir þessum mönnum á Rýmingarsölu og losna alveg við þá.

Það hafa komið mjög gagnlegar tillögur fram um lausn á klúðrinu sem Steingrímur olli, þegar hann afhenti,sem "brillíant lausn" ,vogunarsjóðunum bankanna. Vegna þessa klúðurs er nauðsynlegt að fara í lagasetningu um útgreiðslur á þrotabúum eða gera breytingu á gjaldmiðli okkar, Ný Krónu eða Íslenskan Dollar.!!

Tryggvi er einn af mörgum  mönnum sem skynja vandamálið,en talar fyrirdaufum eyrum. Við þurfum að losna við peningamálastefnu Más Guðmundssonar sem fyrst, því hann hefur grafið undan gjaldmiðli okkar frá því að hann komst til valda. Hann hefur ekkert vald á því sem hann á að gera, eða halda verðbólgu niðri  í 2,5%.Hann heldur uppi háum stýrivöxtum(líklega gegn þóknun) sem hefur grafið undan gjaldmiðlinum til veikingar. Lægra metinn króna veldur verðbólgu sem grefur umsig og hækkar öll lán fólks og fyrirtækja. Á meðan fitna erlendir fjármagnseigendur og fara út með allan þann afgangs gjaldeyrir sem framleiðslufyrirtæki okkar skapa.  Hann bætir við skömmina og eyðir út lánuðum, vaxtaberandi, gjaldmiðli þjóðinnar til að reyna að leiðrétta verðbólgu sem hann skapar sjálfur með stýrivaxtastefnu sinni.

Því fyrr sem menn átta sig á þessum landráðaaðgerðum Seðlabanka Íslands og stoppa þær, því fyrr getum við stigið skref til bjargálna og  snúið  okkur að reka vogunarsjóðina út úr okkar landhelgi.

Eggert Guðmundsson, 14.1.2013 kl. 21:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

"Því fyrr sem menn átta sig á þessum landráðaaðgerðum Seðlabanka Íslands og stoppa þær, því fyrr getum við stigið skref til bjargálna og snúið okkur að reka vogunarsjóðina út úr okkar landhelgi.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 322
  • Sl. sólarhring: 1890
  • Sl. viku: 3798
  • Frá upphafi: 1324884

Annað

  • Innlit í dag: 285
  • Innlit sl. viku: 3330
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband