Samdrátturinn staðfestur í Evrópu.

 

Öll helstu hagkerfi álfunnar tilkynna stöðnun eða samdrátt.

Hvað tekur við???

Þeir hagfræðingar sem sögðu nákvæmlega fyrir Hrunið á fjármálamarkaðnum haustið 2008 vöruðu strax við að ef ekki yrði tekist á við kerfisvanda fjármálakerfisins þá myndi hagkerfið hökta í smá tíma og síðan kæmi önnur kollsteypa.

Þeir bentu á þá einföldu staðreynd að hagvöxtur þyrfti forsendur og þegar þær forsendur væru ekki til staðar, þá gæti peningaprentun ein og sér haldið hagkerfinu gangandi en það væri hagkerfi zombíunnar, hvorki lifandi eða dautt og það trénaði smán saman upp innan frá.

Að tréna upp innan frá er ætíð örlög skuldsettra hagkerfa.

 

Á þessa menn er ekki hlustað, þeir sem komu okkur á hausinn, eiga fjölmiðlana og þeir eiga stjórnmálamennina.  Þeir gæta þess vandlega að aðeins sé rætt við vitleysinga í hagfræðistétt, og að umræðan snúist um rugl eins og niðurskurð á krepputímum, múgæsingu út í "lötu" stéttirnar eða annað bull sem hreyfir ekki við sníkjutaki þeirra á vestrænum þjóðfélögum.

Og almenningur sem lætur spilast, festist smán saman í vítahring skulda og að lokum fátækt og jafnvel örbirgð hjá þeim sem missa vinnu, veikjast eða annað sem hindrar hið stöðuga tekjuflæði sem þarf til að borga af hinum sístækkandi skuldum.

Það sama gildir um ríkissjóði, skuldirnar aukast í réttu hlutfalli við heimskuna.

 

Hér á Íslandi erum við með ýkta útgáfu af þessari heimsku.

Fram að þessu gerði þjóðin grín af þeim sem átu útsæði sitt, í dag lifir þjóðin á útsæðinu, gervieinkaneyslu og skuldasöfnun.  Ekkert er fjárfest, ekki er tekist á við strúktúrvandann.

Almenningur er fastur í skuldagildru, fyrirtækin eru föst í skuldagildru.

Við munum uppskera nýtt hrun, og það fljótlega.  Um leið og útflutningstekjur okkar dragast saman vegna kreppunnar í Evrópu, þá er þetta búið spil hjá okkur.

 

Allt vegna þess að við notum ekki vit okkar og skynsemi og losum okkur við Óbermin sem fjármagnið setti á valdastól eftir Hrunið.

Við notum ekki vit okkar og skynsemi til að endurskipuleggja þjóðfélagið, losa um skuldir og nýta mannauð okkar og auðlindir á skynsaman hátt.

 

Til okkar var kastað skóflum og við grófum gröf samfélagsins sjálfviljug.

Ekki félegt en svona er þetta.

 

Kreppan er rétt að byrja.

Kveðja að austan.


mbl.is Samdráttur í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Samdráttur staðfestur í Evropu!!!!!Skyldu þau Steingrímur, Jóhanna og Össur vita af þessu???

jóhanna (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 09:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú segir;"Kreppan er rétt að byrja" og ég hef lengi sagt; "Veislan er búin:"

Báðir höfum við séð þetta lengi og megum kallast heppnir að hafa ekki verið skotnir eins og gjarnan er siður með sendiboða vondra tíðinda. Þau hagkerfi sem byggja afkomu sína á eyðslu og vilja mega gera áætlanir um aukinn hagvöxt =aukna eyðslu munu lenda í öngþveitisástandi á komandi misserum. Sköpun raunverðmæta í sátt við umhverfi ásamt því að leggja kapp á stöðvun fólksfjölgunar hjá vanþrúoðum ríkjum á að vera keppikefli mannkyns.

Árni Gunnarsson, 10.12.2012 kl. 16:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er spurning jóhanna, en mér er gott sama, hef meiri áhyggjur af samlöndum mínum sem ganga um með hauspoka um höfuð og þykjast vera strútar af ætt kalkúna.

Það eina sem er öruggt með úrslit næstu kosninga er að þjóðin mun fara úr öskunni í eldinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2012 kl. 21:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þeir sem eiga líf sem þarf að vernda þurfa að átta sig á þessari einföldu staðreynd.

"Sköpun raunverðmæta í sátt við umhverfi ".

Varðandi það seinna sem þú bendir á þá mun hagfræði lífsins sjá sjálfkrafa til þess, menntun, heilbrigði, þekking, hefur alls staðar dregið úr fólksfjölgun.

Þetta snýst aðeins um að gefa lífinu tækifæri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 732
  • Sl. sólarhring: 985
  • Sl. viku: 1793
  • Frá upphafi: 1322556

Annað

  • Innlit í dag: 616
  • Innlit sl. viku: 1495
  • Gestir í dag: 542
  • IP-tölur í dag: 538

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband