Hið gífurlega tjón Japana er ekki nema brot af ICEsave fjárkúguninni.

 

Ef Bretland myndi beita Japan sambærilegri fjárkúgun og Íslendinga, þá væri krafa þeirra upp á um 2.350 milljarða dala, auk vaxta, en Japanir gætu huggað sig við óvissar eignir á móti.  Og treyst á að allt fari vel í efnahag heimsins.  

Og sá kostnaður færi ekki inn í hagkerfið sem enduruppbygging, heldur til hagsbóta fyrri breska ríkissjóðinn.

 

Finnst einhverjum líklegt að japanskur almenningur myndi sætta sig við slíka fjárkúgun????

Finnst einhverjum líklegt að hann myndi leyfa þarlendum stjórnvöldum að vinna með hinum bresku fjárkúgurum???

Finnst einhverju líklegt að hann myndi líða japanska ríkissjónvarpinu að vinna að framgangi hinnar bresku fjárkúgunar????

Finnst einhverjum að japanskur almenningur tæki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um glæp????

 

Svarið við öllum þessum spurningum er Nei, og það vita bretar, þess vegna fjárkúga þeir ekki Japani, eða aðrar þjóðir sem myndu kurteislega segja þeim að stinga kröfu þeirra upp í óæðriendann á sér. 

Jafnvel reiðir bretar sem töpuðu stórfé af falli bandarísku bankanna, hafa ekki minnstu einu orði á fjárkúgun á hendur bandarískum almenningi sem talar þó sama tungumálið.

Og ef út í það er farið, þá krafðist breskur almenningur ekki þarlend stjórnvöld um að fjárkúga íslenska alþýðu.  Það voru bresk stjórnvöld sem ákváðu einhliða að leggja í þá vonskuferð til að draga athyglina frá yfirvofandi hruni þarlendra banka.

Og áður höfðu þau tryggt sér stuðning íslenskra samverkamanna, kallaðir ESB trúboðið.

 

Því bretar höfðu lært af óförum nasista, það gengur ekki að kúga þjóðir þar sem almenningur segir fock you, go home.

Innlimun Austurríkis var vandræðalaus vegna ítaka hugsjónabræðra í Austurríska stjórnkerfinu, og meðal austurrísku valdastéttarinnar.  Innlimun Tékklands tókst vegna hins stóra minnihluta þýskumælandi manna, sem og vegna svik alþjóðsamfélagsins.

Það gekk verr þar sem þjóðir risu upp gegn þeim.

 

Um það er þjóðaratkvæðið þann 9. apríl næstkomandi, eru við sjálfstæð þjóð, eða lyddur.

Engin sjálfstæð þjóð lætur bjóða sér kúgun, ofbeldi, illvirki.

Lyddur lúffa vegna óttans við að vera maður.  Óttans við að standa á rétti sínum.

 

Fólk segir Nei við ICEsave.

Lyddurnar mæta ekki á kjörstað, það gæti verið hættulegt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 27 þúsund milljarða tjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður punktur að koma með hliðstæðu um Japan, Ómar.  Já, sæirðu stærri lönd heimsins sættast á fjárkúgun eins og ICESAVE??   Það yrði hlegið að þessum ösnum hvar sem er nema á Íslandi.  Og hvað stærð kúgunarinnar magnast þegar maður setur upphæðina í samhengi við mannfjöldann í stóru löndunum.  Hvað við erum með fárveika stjórn.

Elle_, 21.3.2011 kl. 19:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Elle, og ég er núna kominn með 1030 innlit í dag, en hreyfingin var ekki út af þessum pistli.

Segir mér mikið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 999
  • Frá upphafi: 1321551

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 838
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband