Takk fyrir frábært framtak stöllur.

 

Oft var þörf en nú var lífsnauðsyn að þjóðin tæki málin í sínar hendur.

Og það þarf kjarkaða einstaklinga til að stíga fyrsta skrefið.

 

Það eru hversdagshetjunnar sem munu leiða þjóðina út úr ógöngum sínum.  

Hinar talandi stéttir hafa algjörlega brugðist.  

 

Þær skilja það ekki að  fólk vill fá að borða, að hafa þak yfir höfðið, að geta menntað börnin sín, að þeim sé sinnt ef þau veikjast.

Öllu þessu ákváðu kjaftastéttirnar að fórna fyrir fjármálaelítuna eða drauminn um alsælu ESB.

 

Blekkingartalið um að þjóðin sé að mótmæla Ekki Landsdómi er angi af þeim meiði að slá ryki í augun á fólki, að telja því í trú um að kjaftagangurinn sé æðri þeirri kröfu að hafa í sig og á.  

Vissulega vill þjóðin réttlátt uppgjör, en hún vill fyrst og fremst réttlæti sjálfri sér til handa.

Hún vill að menn snúi bökum saman og dreifi byrðunum jafnt, og að allir hafi í sig og á í þessu landi allsnægtanna þar sem fiskur syndir í hafinu og kjötið gengur á fjöll og grænmetið vex við jarðylinn. 

Og hún vill að allir hafi þak yfir höfuð í landi þar sem þúsundir íbúða standa auðar þá sér hún ekki tilganginn í að fólk sé hrakið af heimilum sínum eða því séu settir þeir afarkostir í afborgunum eða leigu, að það geti ekki einu sinni fætt og klætt börnin sín.

 

Á skýru og skiljalegu máli sem enginn úr kjaftastéttinni mun nokkurn tímann geta, þá sögðu þær stöllur allt um það sem brennur á þeim og brennur á þjóð þeirra.

Þetta er ekki flókið, við viljum lifa mannsæmandi lífi í landinu okkar.  

Það voru ekki atvinnuvegirnir okkar sem féllu, það voru fjármálastofnanir okkar sem féllu í mikilmennskubrjálæði sínu.  Og það er sjúkt hugarfar að láta það fall taka þjóðina með.

Og þetta sjúka hugarfar viljum við út af þingi.

 

Við viljum fólk á þing.

Við viljum kjarkaðar hversdagshetjur á þing.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þurfum neyðarstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar !

Já ! ég held að línur séu að skýrast einmitt með framtaki fólks eins og þessarra hugrökku einstaklinga, auðvitað slæðist allskonar annað með á svona mótmælasamkomur, en flestir eru þarna sem fulltrúar byrjandi hugarfarsbreytingar í þjóðfélaginu og þau í stjórnmálastétt sem fyrst átta sig á því, verða þau sem byrja svo að taka réttu skrefin fyrir land og þjóð, hin sem halda áfram að stinga hausnum í sandinn og halda að þetta sé "bara svona tímabundin óánægja" sem hægt er að dempa niður með "gömlu" loforðunum, eru á leið út úr pólítíkinni "forever".

MBKV að utan en með hugann heima.

KH

Kristján Hilmarsson, 5.10.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vona að þú sért sannspár Kristján, og eitthvað bærilegra taki við.  AGS stjórnin ætlar samt að tækla þetta sem tímabundna óánægju, og vill bara skoða málin betur, en VG reyndar talar um samræmingu, og 5 ára áætlun. 

Eina vitræna undantekningin er Guðbjartur Hannesson, en virðist ekki hafa styrk til að taka yfir stjórnina, og fá einhverja vitglóru i samskiptum hennar við almenning.  Eiginlega var þetta í morgun eins og að hlusta á útvarpið í feb-mars 2009, sömu frasarnir og sömu skoðunarúrræðin.

En þar sem ég er trúr á lögmálið um framboð og eftirspurn, þá tel ég að fram komi einstaklingar sem elti eftirspurnina og taki slaginn við Ekki neitt hægt að gera viðhorfið.  Fram að því verður þetta spúkí, en þjóðin hefur talað.

Og hún mun krefjast hlustunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1333
  • Sl. sólarhring: 1519
  • Sl. viku: 3346
  • Frá upphafi: 1324146

Annað

  • Innlit í dag: 1223
  • Innlit sl. viku: 2926
  • Gestir í dag: 1101
  • IP-tölur í dag: 1063

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband