ESA leggur til útrýmingu ríkja.

 

Gangi túlkun ESA eftir að Íslendingar séu í ábyrgð fyrir starfsemi einkabanka sinna í öðrum löndum, þá hefur skrifræði ESB tekið sér það vald að setja reglur sem geta, ef illa fer, útrýmt heilum ríkjum.  

Ekki í þeirri merkingu að líf verði tekin heldur sitji þjóðríkin uppi með óbærilegar skuldbindingar sem svipta þau fjárhagslegri tilveru sinni.   Og þar með endalok sjálfstæðis þeirra.

Það er ekkert þak á hinni meintu ábyrgð, ICEsave skuldbindingin gat verið 34 milljarðar punda, ekki 3,4 milljarða.

Hver eru rök ESA???

Jú það er mikilvægt að neytendur viti að peningar þeirra séu öruggir.  

Þetta öryggi er sem sagt mikilvægara en tilverugrundvöllur ríkja, og réttur þegna þeirra til mannsæmandi lífs.  

Því til að borga svona risaskuldbindingar þarf að loka skólum, loka sjúkrahúsum, lækka bætur almannatryggingakerfisins, allt aðgerðir sem stuðla að félagslegir upplausn og ótímabærum dauðsföllum fjölda fólks.  

Með öðrum orðum þá er verið að leggja til útrýmingarbúðir, en án gasklefa.  

Því ef íslenska þjóðin á að borga 3,4 milljarða punda, þá hefði hún líka átt að borga  34 milljarða punda ef málin hefðu æxlast þannig.

 

Allt siðað fólk sér að þetta er fásinna.  Aðeins algjörlega geðsjúkur maður tekur undir þessa túlkun ESA.  Það er öruggt að Hollenska ríkisstjórnin hefði ekki tekið á sig svona hlutfallslega háar skuldbindingar, það er öruggt að breska ríkisstjórnin, eftir öll sín stríð til að tryggja tilverurétt þjóðar sinnar, hefði ekki tekið á sig skuldbindingar sem hefðu þýtt endalok breska ríkisins.

Það lætur engin þjóð skriffinna leggja tilveru sína í rúst.

Nema hluti íslensku þjóðarinnar.  Sá hluti þjóðar okkar sem berst hatrammri baráttu fyrir málstað skriffinna, sem ákváðu eftir á að þjóðríki væru í ábyrgð, því regluverk þeirra var það gallað að kerfið stóð ekki undir sjálfu sér.  

Héðan af er aðeins ein lausn á þessari deilu og hún er sú að dómtaka málið og fá réttarhöld aldarinnar, um hvað má gera þjóðum og hvað má ekki.  

Þessi réttarhöld aldarinnar munu snúast um sjálfan tilverurétt þjóðríkja og um sjálf grunnréttindi manneskjunnar, að hún geti byggt upp sitt líf og tilveru án þess að eiga á hættu að allt í einu komi innheimtumaður og tekur eigur hennar með þeim orðum að hún hafi verið í ábyrgð fyrir banka í fjarlægu landi.  

Ábyrgð sem manneskjan var aldrei spurð um, og hafði aldrei neitt um að segja.  

 

Síðast þegar svona þjófnaður á eigum venjulegs fólk var reyndur í Evrópu, þá fóru skriðdrekar fyrir innheimtumönnunum, í dag eru það lögfræðingar ESA.

Það vita allir hvernig fór fyrir síðustu þjófunum, við skulum vona að sömu örlög bíði núverandi þjófa.

Þá snérist siðmenningin til varnar, við skulum ætla að hún hafi sama styrk í dag.  

Sumt má ekki, eitt af því er að setja einstaklinga í pant vegna starfsemi einkabanka.  

Það á ekki einu sinni að þurfa að rífast um það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Segir niðurstöðu ESA styrkja stöðu Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef ólögráða 12 ára barn þitt ræðst á bíl nágranna þíns þá þarftu að borga fyrir tjónið.

Ef þú ert svo óheppinn að nágranninn á Lamborghini sem er 180 milljón króna virði þá breytir það engu um ábyrgð þína.  

En þú getur náttúrulega farið gegn nágrannanum með fúkyrðum, sagt að hann sé helvítis kúgari, fyrir að ætla vísvitandi að setja þig og þína fjölskyldu á hausinn! 

Sem betur fer er bankadæmið ekki alveg sambærilegt, því peningarnir voru ekki bókstaflega brenndir. Samningar Íslands við Bretland og Holland gefa okkur svigrúm til að hámarka eins og hægt er verðmæti úr þrotabúi Landsbankans, sem mun standa undir megninu af Icesave skuldbindingunni.

Skeggi Skaftason, 27.5.2010 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Skeggi, þú átt bágt.

Það er aumkunarvert að lesa orð þín.

Ef þú líkir starfsemi einkabanka við ábyrgð foreldra, þá hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis í uppeldi þínu.  Og skeggvöxtur þinn nær ekki að breiða þar yfir.

Það er aumt að á 21. öldinni skuli fyrirfinnast í siðuðum þjóðfélögum menn sem átta sig ekki á grunnréttindum fólks.  Stjórnvöld geta ekki gert þegnum sínum hvað sem er, þau geta ekki selt þá í þrældóm, þau geta ekki gert eignir þeirra upptækar.  

Og þau geta ekki ráðstafað skattpeningum fólks í annað en stjórnarskrá viðkomandi ríkja heimila þeim.

Hugsunin á bak við ótakmarkaða ríkisábyrgð er andstæð öllum mannréttindum sem almenningur hefur öðlast frá því á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar.  Hún gengur líka gegn fullveldisrétti ríkja og rétti þeirra til að verja tilveru sína.  Og sá réttur er æðsti réttur alþjóðlegra laga.  

Þess vegna er útilokað að einhver geti sett í lög að ríki séu í ótakmarkaðri ábyrgð, slík lagasetning stenst ekki alþjóðarétt.

Um þessa hugsun fjallar pistill minn, hann bendir á að annað hvort er lagatúlkun ESA rétt, og þá líka ef hin meinta ICEsave skuld sé tíu sinni hærri en hún er í dag.  Eða hún er röng, og skiptir þá ekki máli hvort hún hundrað sinnum minni.

Vegna þess  að upphæð skuldbindingarinnar kemur efnisatrið málsins ekkert við.

En það þarf kannski lágmarks vit til að fatta það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 10:02

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sammála það er bilun að ætla að leggja þetta á þjóðina og nauðsynlegt að fara með málið fyrir dómstóla,en Steingrímur vil semja það er vandamálið.

Svo er líka spurning um hvaða áhrif það hefur á útkomuna að fyrri ríkisstjórn gaf loforð um að við myndum borga,getum við hunsað það loforð og haldið virðingunni?

Friðrik Jónsson, 27.5.2010 kl. 10:31

4 identicon

Rétt er að halda því til haga (1) að ESA er ekki stofnun ESB heldur EFTA. Þar sitja sem sagt fulltrúar EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES (Ísland, Liechtenstein og Noregur); (2) að Icesave mun ekki eitt og sér setja landið á hausinn, enda aðeins dropi í það haf sem hrunið hefur kostað okkur; (3) að ef Íslendingum líkaði ekki reglan um ábyrgðina á starfsemi bankanna erlendis áttu þeir annaðhvort að segja sig úr EES eða koma bönkunum út úr landinu; (4) ef Íslendingar eru þeirrar skoðunar að starfsemi einkabanka komi þeim ekki við þá hefðum við átt að láta bankana rúlla þegjandi og hljóðalaust í október 2008; (5) að síðustu þá ættu þeir sem fagna því að málið fari fyrir dómstóla að átta sig á því að líkur Íslendinga til að vinna málið eru hverfandi, enda hefur yfirgnæfandi meirihluti erlendra sérfræðinga -- a.m.k. þeirra sem hafa ekki beinan hag af því að segja annað -- verið sammála um að við eigum að greiða þetta og engin ástæða til þess að ætla að dómarar verði annars sinnis. Og þar að auki væru talsverðar líkur að neyðarlögin yrðu dæmd ólögmæt og að Íslendingar eigi ekki aðeins að greiða lágmarkstrygginguna heldur að tryggja allar innistæðurnar í samræmi við það sem gert var á Íslandi. Slíkt myndi verða landinu dýrt.

Pétur (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 10:42

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur, varðandi þriðja lið þinn:

(3) að ef Íslendingum líkaði ekki reglan um ábyrgðina á starfsemi bankanna erlendis áttu þeir annaðhvort að segja sig úr EES eða koma bönkunum út úr landinu

Íslendingum, eins og öðrum aðildarríkjum ESB og EES, líkaði alveg hreint stórvel það fyrirkomulag að sérstakt og sjálfstætt tryggingakerfi væri til staðar vegna innistæða í bönkum.

Það sem ESA er nú að segja að samkvæmt þeirra túlkun, þá sé þetta tryggingafyrirkomulag á ábyrgð skattgreiðenda. Og til hvers var þá verið að stofna til þessa kerfis ef skattgreiðendur eru í raun gerðir ábyrgir? Kannski þú hafir gott svar við því.

Geir Ágústsson, 27.5.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Elle_

Finnst þér það ekki löngu orðið rannsóknarefni, Ómar, hvað fær nokkra menn til að berjast eins og þeir eigi lífið undir því að Icesave-nauðunginni verði pínt á niðurlægjandi hátt ofan í íslenska skattborgara gegn lögum og dómi?  Ólögvarðri kröfu, ólögvarðri rukkun annarra velda?   Lagaprófessorar eins og Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson vita um hvað þeir eru að tala þegar þeir koma með rök gegn nokkurri ríkisábyrgð.

Elle_, 27.5.2010 kl. 11:09

7 Smámynd: Elle_

Friðrik, fyrri ríkisstjórn sættist á að semja með vísan í EES lögin, ekki bara borga hvað sem rukkarararnir heimtuðu.  Enginn Icesave-samningur var gerður af fyrri stjórn, ekki það að ég ætli að verja fyrri stjórn, heldur eru allir Icesave-nauðungarsamningar og Icesave-ólög á ábyrgð núverandi Icesave-stjórnar. 

Elle_, 27.5.2010 kl. 11:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Hún Elle benti þér á staðreyndina á bak við hina meintu yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.  Ingibjörg Sólrún útskýrði þennan hlut mjög vel í minnisblaði sínu til fjárlaganefndar þegar nefndin var að afgreiða álit sitt vegna seinna frumvarpsins um ríkisábyrgð.

Þeir sem halda öðru fram eftir hina rökstuddu greinargerð Ingibjargar, þeir eru því að ljúga, blekkja eða annað sem afbakar sannleikann.  Og skrítið að sá hópur virðist aðallega vera flokksmenn Ingibjargar.

Síðan er það ljóst að yfirlýsingar ráðamanna sem ganga gegn lögum eru ekki bindandi.  Til dæmis mætti Össur við skál ekki lýsa því yfir að þú og þín fjölskylda skuli láta þínar eigur að hendi og halda til vinnubúða í Norður Kóreu, ef það skyldi verða til þess að lægja ófriðaröldur.  Þó viljinn væri góður, þá hefur ráðherra ekki vald til að ráðskast með líf og limi landsmanna.  Það að lofa að greiða upphæð sem gæti numið um 2/3 af landsframleiðslu, það er þeim ekki heimilt.

Aðeins Alþingi hefur vald til þess, og það vald verður að vera innan ramma stjórnarskrárinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 11:40

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur, þú virðist ekki vera mjög læs á orða annarra.  Pistill minn fjallaði um að álit ESA stæðist ekki grundvallarlög alþjóðaréttar, að ótakmörkuð ríkisábyrgð sé ekki heimil.  Það skiptir ekki máli hvort það sem fellur á þjóðina er 50 krónur eða 50 þúsund milljarðar. 

Annaðhvort stenst hún alþjóðalög og stjórnarskrár ESB ríkja eða ekki.  

En hins vegar þegar ég les texta þinn, þá sé ég af hverju það er þér um megn að skilja einfalda rökhugsun um það sem má og það sem má ekki.  Það eina sem þú ferð rétt með er að ESA er stofnun EFTA, og kannski hugsanlega nafnið þitt.  En hvorugt var til umræðu í grein minni.

Geir bendir þér ágætlega á eina rökvillu þína.  

Ég ætla lítillega að fjalla um aðrar þær helstu.  

Þú segir að ICEsave skuldbindingin sé aðeins brot af kostnaði við Hrunið.  Hvaðan hefur þú þessa vitleysu????  Trúir þú öllu sem þér er sagt????

ICEsave skuldabréfið er upp á 2/3 af þjóðarframleiðslu.  Það er sú ábyrgð sem Ísland gengst undir.  Engin þjóð í nútímasögu hefur gengist undir sambærilega ábyrgð gagnvart öðrum  þjóðum.  Það er ekkert í hendi hvað kemur á móti og hvort lögin um forgang innstæðna standist fyrir dómi.

En gangi björtustu vonir manna eftir um 90% endurgreiðsluhlutfall,  þá er kostnaðurinn, miðað við gengið í dag, um 507 milljarða króna.  Upphæð sem ekki er hægt að vefengja.  Og þessi upphæð er í erlendum gjaldmiðli.  

Hvaða kostnaður við Hrunið sem fellur á þjóðina er upp á hærri upphæð en þessir 507 milljarðar og í erlendri mynt?????.  Komdu með þá tölu Pétur eða játaðu að þú sért bullukollur.

Hver var  að segja að "starfsemi einkabanka" komi Íslendingum ekki við.  Ef bankakerfi er allt í einkaeigu, og það fellur, þá kemur það landsmönnum við.  Og almannahagsmunir voru taldir það mikilvægir að gripið var til neyðarlaga.  Og eðli neyðarlaga er þannig að ekkert dómsvald getur véfengt rétt ríkja til að grípa til þeirra, en dómsvald getur véfengt tilefnið.  

En skuldir einkabanka koma almenningi ekki við.  Það er enginn munur á ICEreikningum eða öðrum skuldum, þeir sem setja mál sitt fram með þínum hætti, þeir láta eins og íslenska þjóðin sé í ábyrgð fyrir þeim tíu þúsund milljörðum sem féllu á bankana.  

Og þetta með að Íslendingar hafi hverfandi líkur á að vinna málið, er án alls rökstuðnings.  Ætli andstæðingar okkar í deilunni væru svona mikið á móti því ef þeir teldu málið unnið.  Og það er rangt hjá þér að erlendir sérfræðingar haldi fram þessari greiðsluskyldu.  Financial Times sló því upp í leiðara að kröfur bresku ríkisstjórnarinnar væru "not legal".  Blaðið myndi ekki eyðileggja trúverðugleika sinn með slíkri fullyrðingu án þess að geta ekki staðið við hana.

Enda veist þú ekki um eitt einasta dæmi um að það hafi verið gert á opinberum vettvangi í Bretlandi.  Þú átt ekki einustu tilvitnun í óháða lögfræðinga sem hafa haldið því fram sem þú ert að segja, en það er svo ósköp gott að bulla í Netheimum í trausti þess að almenningur þekki ekki til staðreynda mála.

Og ekki einu sinni hálfviti léti það út úr sér að íslensku neyðarlögin skapi greiðsluskyldu á alla ICEsave skuldbindinguna.  EES samningurinn er samningur milli fullvalda ríkja og þar eru skýr ákvæði um rétt ríkja til að setja neyðarlög telji þau grunnhagsmuni sína krefjast þess.  Standist íslensku neyðarlögin ekki lög ESB, þá gerist annað að tvennu, þeim verður breytt eða þau falla úr gildi.  

En þau skapa aldrei greiðsluskyldu umfram eðli málsins.

Og enginn, ég endurtek enginn yfirþjóðlegur dómstóll hefur vald til að dæma þegna ríkis í þrældóm og örbirgð.  Að halda slíku fram lýsir ekki algjöri vanþekkingu á eðli alþjóðlegar laga, heldur afhjúpar líka fullkominn dómgreindarskort fólks sem svífst einskis til að ljúga skuld upp á samborgara sína.

Málflutningur þinn Pétur er hinn fullkomna lágkúra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 12:43

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Enda er ég  orðin það þreyttur á þeim að ég nenni ekki neinu kurteisishjali.  Jafnvel sá sem þjáist að hugarfari skriðdýrsins leggst ekki svo lágt að ljúga örbirgð upp á þjóð sína, vegna þjónkunar við erlent vald, eða erlent ríkjabandalag.

Lög um landráð voru sett út af svona fólki.

Og það á að fara að belta þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 12:46

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert frábær, Ómar Geirsson, í öflugri landvörn þinni. Stendur á réttinum og lætur ekkert hvika þér. Mótrök mótherjanna molna eins og leir. Og þeir eiga ennfemur skilið þær siðferðislegu ákúrur sem fylgja hjá þér í eðlilegri hneykslan þinni og vandlætingu.

Icesave-krafan gegn íslenzka ríkinu og þjóðinni er í beinni andstöðu við bein og fortakslaus fyrirmæli tilskipunarinnar (94/19/EC) og lögtöku hennar hér á landi 1999, og það er stjórnarskrárbrot að reyna að troða þessari eftirá-fjárkröfu upp á þjóðina. Þess vegna gæti líka enginn valdamaður samþykkt það með neinum bindandi hætti fyrir þjóðina, þ.e. ólögvarða kröfu sem gengur gegn stjórnarskrá.

Já, við eigum að virða stjórnarskrána, hún er okkar sterkasta vörn, og henni ber ekki að kasta eins og ónýtu fati í einhverri brjálsemis-bjartsýni á, að ólögfrótt fólk valið handahófskennt geti á stjórnlagaþingi valið landinu betri stjórnarskrá! (Sú tillaga á sér fáar hliðstæður nema þá helzt, ef stór hluti Reykvíkinga ætlar að kjósa 6–7 nánast óþekkta og óskuldbundna menn í borgarstjórn.)

En hver er þessi "Pétur"? Það þarf að fá hann úr felum til að birta sitt nafn.

Eins er með "Skeggja Skaftason". Hann heitir þetta ekki, er sennilega skegglaus og máske getulaus, en nafnlaus er hann ekki í reynd!

En það er í sjálfu sér ágætt, að meðmælendur þess að greiða tveimur gömlum nýlenduveldum ólögvarða lygaskuld eru fyrst og fremst ótrúverðugir nafnleysingjar. Hefðu þeir góðan málstað að verja, gætu þeir skrifað undir fullu nafni.

Jón Valur Jensson, 27.5.2010 kl. 13:38

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góðan dag Ómar! Elle kemur inn á það sem mér hefur verið óskyljanlegt,um leið og það veldur andstyggilegri bræði,að menn skuli vilja pína ólöglega á íslenska skattborgara,Icesave -nauðunginni.         Ef þetta væri ekki svo grafalvarlegt,væri myndlíking Skeggja allt að því brosleg.  Ég er illa svikin ef þú hefur ekki kennt honum og öðrum hér þarfa "lexíu".Sendi ykkur baráttu-kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2010 kl. 14:11

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESA fer lauslega í það afhverju ríki eru ábyrg fyrir umræddri skuldbindingu, þ.e. lágmarkstryggingu innstæðna sem var í lög leitt gegnum EES samninginn.  Fara líka létt yfir eða nefna dómadordæmi og forsendur ECJ þessu viðvíkjandi.

Álitð er nefnilega nokkuð merkilegt og tekur á nokkrum þáttum sem menn hafa velt fyrir sér.

Nú, það má geta þess að eg, alúgamaðurinn, er svoleiðis marg, margbúinn að stafa þetta ofaní suma af mikilli nærætni og þolinmæði - án árangurs.

ESA staðfestir mitt álit og mína lagatúlkun í smáatriðum.  Hvert eitt og einast atriði!

Þá segja menn sem svo:  Þetta er ekki dómur. Nú sendum við bara þá Lárus og Stefán og látum þá kenna EFTA evrópulög og hvernig á að lesa á haus og afturábak uppá íslenska lagið.  Látum þá kenna EFTA íslenska  orðhengilsumræðuhefð o.s.frv.

Þarna ber að hafa í huga að álitið tekur á meginrökum sem færð hafa verið fram af ísl."lagasnillingum"  Það er málið.  Þeir taka á aðalatriðunum sem ísl. hafa fært fram.

Þessvegna ættu menn að lesa álitið hægt og vandlega áður en lengra er haldið (að mínu áliti)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 14:49

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þú mátt eiga að þú kannast við nafn þitt og rök.

Ég vil dóm eins og þú, og treysti á að Evrópa sé réttarríki.  

En þú hefur ekki ennþá fattað orð af því sem ég  er að benda á.  

En þú hefur fram yfir aðra, að þú bullar ekki.  Og ekki er ég að halda fram að ESA sé að bulla.

En hafi ESA rétt fyrir sér, þá er út um réttarríkið Evrópu.  

Vegna þess að þú þarft að svar spurningunni, "hvað ef??"

Hvernig ætlar þú að greiða 5.000 milljarða????

Komdu einu sinni með svar ekki bull.

Ég hef oft frýjað þig áður, en fyrst þú komst í heimsókn, þá er það dónaskapur að flýja með skottið á milli fóta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 15:03

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

En ef nú Icesave skuldin við Breta væri í alvörunni 34 milljarðar punda, það myndi jafngilda um 130 þús ISK pr. mannsbarn í Bretlandi.

Heldurðu að Bretar tækju því þegjandi og hljóðalaust ef við bara ypptum öxlum og segðum þeim að éta það sem úti frýs? Að hirða bara þrotabúið og að þetta kæmi ekki okkur við? (Þó svo að við hefðum reyndar látið lágmarkstryggingu gilda hér heima fyrir okkur og viðskiptavini sama banka, og gott betur með því að tryggja innstæður 100%?)

Íslensk stjórnvöld höfðu eftirlitsskyldu með íslensku bönkum. Svo einfalt er það. Af hverju gerðu íslensk yfirvöld EKKERT þegar Landsbankinn beinlínis var í áróðursherferð í Bretlandi í mars 2008 að lofa lágmarkstryggingu bakkaða af ríki, ef EKKERT VAR AÐ MARKA ÞAÐ?  (Lestu skýrslu RNA, kaflann um Icesave og LÍ.)

Íslenskir þegnar bera ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum, Svo einfalt er það.

ESA er bara að segja að ríki geta ekki hagað sér eins og fávitar. Þó svo þau séu byggð fávitum.

Skeggi Skaftason, 27.5.2010 kl. 16:37

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Skeggi, þú svarar ekki kjarna málsins.

Er hægt að setja lög sem rústa sjálfstæði ríkja???

Fávita tal þitt kemur lagasetningu ekkert við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 16:47

17 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef ólögráða 12 ára barn þitt ræðst á bíl nágranna þíns þá þarftu að borga fyrir tjónið.

Furðuleg samlíking að barn og banki séu eins, er ekki bankinn lögráða? hvernig mátti bankinn færa til/eiga/hafa fjármagn ef hann var ekki lögráða?

Hér er önnur samlíking sem að mínu mati á frekar við, Ef lögráða 30 ára barn þitt ræðst á bíl nágranna þíns, situr þú þá uppi með að þurfa borga það?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 16:48

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað bera ríkin ákv. ábyrgð á sínum bönkum en í þessu tilfelli skiptir mestu máli ábyrgðin eða skuldbindingin sem lögleidd var gegnum EES samninginn:

"Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999.

As a consequence any breach by the Fund of the Directive is directly attributable to the Icelandic State.

The Court of Justice has held that a directive may be relied on as against a State, regardless of the capacity in which the latter is acting, that is to say, whether as employer or as public authority. The entities against which the provisions of a directive that are capable of having direct effect may be relied upon include a body, whatever its legal form, which has been made responsible, pursuant to a measure adopted by the State, for providing a public service under the control of the State and has for that purpose special powers beyond those which result from the normal rules applicable in relations between individuals.

The Deposit Guarantee Fund was established by law with the sole purpose of fulfilling Iceland's obligations under Directive 94/19 as well as Directive 97/9. The Fund has no other tasks than the fulfilment of this public law obligation.

Moreover, all member companies operating in Iceland are obliged to finance the Fund in accordance with Articles 6 and 7 of the Act. Consequently, the Fund is to be regarded, for the purposes of EEA law and Directive 94/19, as an emanation of the Icelandic State.

Even if that were not the case that the Fund is part of the Icelandic State and is considered to be an independent entity, the State remains under the obligation to ensure full compliance with the Directive and proper compensation of depositors under its terms.

Lesið þetta svona 10-20 x hægt.
þetta er allt stutt af evropskum laga og regluerkum og ekki síst dómafordæmum ECJ.

Hugsið og pælið sérstaklega í gegnum þetta: "for providing a public service under the control of the State and has for that purpose special powers beyond those which result from the normal rules applicable in relations between individuals."

Annars hef ég marg, margoft stafað þetta ofaní fólk.  Virðist bara vera alltof flókið fyrir marga íslendnga.  Því miður. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 17:49

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þannig að samlíkingin hjá Skeggja er ekki svo fráleit til skilnings.

Ríkið er almennt yfirvald bankans og bankinn starfar eða veitir þjónustu í skjóli eða umboði þess.  

"The Court of Justice has held that a directive may be relied on as against a State, regardless of the capacity in which the latter is acting, that is to say, whether as employer or as public authority."

Ef direktífi (eða aðrar laga og reglugerðir) innifela ákvæði sem talin eru hafa direct effect sem kallað er - þá er hægt að sækja ríkin til ábyrgðar eða saka ef lagaákvæði eru egi uppfyllt.

Þetta fattaði eg, almúgamaðurinn,  llt fyrir löngu - og því miður, eftir dáldla skoðun og rýni í meðhöndlun þessa prinsipps samkv. evrópulögum - þá því miður sá eg stór hættumerki!  Stór hættumerki.

Eg sagði:  Bíðið nú við piltar!  Hvað er í gangi o.s.frv.  Varlega nú! Etc.

Fólk hló að mér.

Nú hefur ESA staðfest allt sem eg sagði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 18:06

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þannig að samlíkingin hjá Skeggja er ekki svo fráleit til skilnings.

Þannig að þið viljið meina að við almenningur berum ábyrgð á öllu sem bankinn gerði, hví er þá verið að kæra bankann yfir höfuð ef það er okkur að kenna allt sem hann gerir, til dæmis þegar kemur að samráði og þess háttar, hví eru stjórnendur og eigendur stikk frí (í öllum málum miðað við hvað þið Ómar og Skeggi) eruð að segja?

Því miður þá er þessi samlíking bara mjög svo fráleit, þar sem þetta stenst ekki.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 19:02

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Halldór Björgvin:

Nei. Almenningur ber ekki ábyrgð á öllu sem bankinn gerði. Það hef ég aldrei sagt.

Almenningur-ríkið ber ábyrgð á því að tilskipun um lágmarkstryggingu fyrir almennar innistæður sé virt. Ég er ekkert að segja meira en það. Í öllu falli er ekki hægt að virða hana valkvætt gagnvart sumum neytendum en hunsa algjörlega aðra.

Ómar Geirsson:

Svarið við spurningu þinni er JÁ. Stjórnvöld í ríki geta hæglega rústað sjálfstæði ríkis síns. (Það hefur oft gerst í mannkynssögunni, oft með því að fara útí heimskuleg stríð t.d.) Ríki koma og fara. Sjálfstæði er ekki sjálfgefið.

Skeggi Skaftason, 27.5.2010 kl. 20:09

22 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll Ómar og Gestir !

Hér er fjör eins og venjulega og sitt sýnist hverjum og eru svo næstum sammála um meginatriðið, en þar sem flest ykkar/okkar eru allavega áhugafólk um málið, langar mig til setja inn þennann kafla : "The European Commission has adopted the 26th of May 2010 a Communication on Bank resolution Funds that proposes that the European Union establishes a EU network of bank resolution funds to ensure that future bank failures are not at the cost of the taxpayer or destabilise the financial system. Following discussion at the forthcoming European Council, the European Commission will present these ideas at the G-20 Summit in Toronto on 26-27 June 2010." tekin af þessari síðu HÉR  þetta verður sjálfsagt ekki afturvirkt, en undirstrikar hvernig kreppa þessi sem endaði með hruni á Íslandi, sýnir svo ekki verður um villst að lögin/reglurnar um "'Ótakmarkaða" ábyrgð ríkis á einkabönkum getur leitt af sér, og að leiðtogar ESB og annarstaðar eru fylliga meðvitaðir um það.

En þó þessar "nýju" reglur  verði ekki beint afturvirkar, yrðu þær örugglega teknar með í málsvörn Íslands ef til þess kemur varðandi Icesave, ekki sakaði heldur að væntanlegir málsflutningsmenn Íslands kíktu á blogg Ómars og sæju hvort ekki megi nota eitthvað af þeim mannréttindar og þjóðaréttarlögum sem hann bendir á einnig, en kíkið nú á þennann link gott fólk !

Góða Nótt að "Utan"

KH 

Kristján Hilmarsson, 27.5.2010 kl. 22:11

23 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sorry : eru fyllilega meðvitaðir um það.

KH

Kristján Hilmarsson, 27.5.2010 kl. 22:12

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Tilvitnun þín er ekki í lögfræði, heldur eftir á útskýringu á því sem skriffinnar ESB hefðu viljað að stæði í tilskipuninni.  

Álit ESA tekur á engan hátt á þeim lagalegum ágreiningsefnum sem uppi eru i málinu.

Og það svarar ekki tveimur grunnspurningum sem varðar allt réttarríkið Evrópu.

1.  Hefur ESB heimild til að setja í reglugerðir sínar ákvæði sem fela í sér ótakmarkaða ríkisábyrgð?????

2.  Ef ESB hefur þessa heimild, má þá setja slíka ábyrgð, án þess að það sé skýrt orðað í reglugerð, og hafið yfir allan vafa.  

Þessum spurningum getur aðeins Evrópu/EFTA dómurinn svarað.  

Það eru engin ný tíðindi að skrifbáknið taki pólitíska afstöðu, byggða á orðum, ekki lögum.  Og það er engin ný tíðindi að álit þess skauta alveg fram hjá lagaatriðum málsins.  Og það eru engin ný tíðindi að þú styður túlkun þeirra sem níðast á fullveldi þjóðarinnar.

Og það eru engin ný tíðindi að þú skulir ekki þora að svara hvort álit ESA eigi líka við ef hin meinta skuldbinding væri tíu sinnum hærri.  Og það eru engin ný tíðindi að þú þorir ekki að útskýra hvernig Ísland ætti þá að fara að við greiðslu ábyrgðar sem væri margföld þjóðarframleiðsla.

Einu tíðindin í innslagi þínu er að þú komst frá þér lokaorðum þínum án þess að sletta.  

Útaf fyrir sig merkur áfangi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 22:23

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Skeggi.

Það er skýrt kveðið á í reglugerð ESB að einstök aðildarríki eru ekki í ábyrgð, hafi þau komið á kerfi (scheme) sem uppfyllir ákvæði tilskipunar ESB.  Og það kemur skýrt fram í aðfaraorðum reglugerðarinnar að hún sé sett til að skapa tryggingarkerfi sem er sjálfbært, og án ríkisábyrgðar.  

Og eins og Geir bendir á hér að ofan, þá væri ESB ekki að breyta reglum sínum í þá vegu að lágmarkstryggingin sé með ríkisábyrgð, ef það hefði staðið í reglugerðinni allan tímann.  Þetta einfalda röksamhengi er öllum ljóst, nema kannski hugsanlega einföldustu einfeldningum.

Rök ESA eru pólitísk eðlis þar sem engu máli skiptir hvað er rétt og hvað er rangt.

Og ég var ekki að spyrja þig hvort stjórnvöld sjálfstæðra ríkja gætu rústað sjálfstæði þeirra.  Ég var að spyrja þig hvort hægt væri að setja lög sem hefðu þá beina afleiðingu að rústa sjálfstæði þeirra.  Áður en þú svarar þessu, þá vil ég benda þér á að samkvæmt stofnsamþykktum Sameinuðu þjóðanna er sjálfsvarnarréttur ríkja viðurkenndur, það er eini réttur sem viðurkennir stríð að fyrra bragði, allt annað er árásarstríð og þar með ólögleg.  Og samkvæmt Vínarsáttmálanum þá hafa þjóðríki fullan rétt að hundsa alþjóðlega samninga, ef upp koma þær aðstæður að þeir hafi í för með sér aðstæður, eða afleiðingar, sem ógna sjálfstæði eða tilveru viðkomandi ríkis.

Einnig vil ég benda þér á að í stjórnarskrám allra ríkja er ákvæði um fullveldi þeirra og bann við lagasetningum sem ganga gegn því.

Þess vegna spyr ég þig aftur, er hægt að setja lög sem hafa þær beinu afleiðingar að rústa sjálfstæði ríkja???  Við hvaða alþjóðalög styðst þú þegar þú fullyrðir það, og hvaða dæmi hefur þú um slíka lagasetningu?????

Minni þig enn og aftur á að neyðarrétturinn er helgasti réttur hverrar þjóðar.

Og svaraðu nú án þess að snúa út úr eða bulla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 22:41

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Loftur hefur fjallað um þessi nýju lög í allavega einum af pistlum sínum. 

Fyrir rúmu ári síðan þá var ég rökræðu við borgunarsinna, og þá var ég spurður hvernig ætti að uppfylla innstæðutrygginguna við kerfishrun, hver ætti að gera það ef ekki það þjóðríki sem kom tryggingasjóðnum á fót.  

Svar mitt var mjög einfalt.  Kerfið gerði ekki ráð fyrir allsherjar bankahruni.  Og þess vegna var það ekki útfært hvernig ætti að bregðast við.  Það eina sem var sagt í regluverkinu var að einstök aðildarríki væru ekki í ábyrgð.  

Hér er því um augljósan galla að ræða í regluverkinu, og þar með er ábyrgðin allra ríkja sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu.  Og Ísland ber þá sína hlutfallslegu ábyrgð eins og aðrar þjóðir. 

Og síðan bætti ég því við að eina rökrétta svarið væri fyrir framtíðina væri að fyrir einn markað, væri einn tryggingarsjóður.  Svo augljóst ef menn setjast niður og ræða málin af skynsemi.  

Þetta spjall átti ég á Silfrinu, og þessar hugleiðingar voru síðan megin þema í bloggpistli hjá mér sumarið 2009 þar sem ég benti á þessar staðreyndir, og hvernig Ísland uppfyllti sína ábyrgð.  Nenni ekki að finna pistilinn, en hann er þarna einhversstaðar.  

Og svo mörgum mánuðum seinna, þá upplýsti regluverkið að það hefði sett nýjar reglur, sem efnislega voru á þá leið sem ég minntist á.  Og þú vitnar í hér að ofan.

Heilbrigð skynsemi er nefnilega án landamæra.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 22:52

27 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ómar:

Hvaða lög ertu að tala um sem hafa "þær beinu afleiðingar að rústa sjálfstæði ríkja"?? Engin lög höfðu þessa "beinu afleiðingu". Landsbankinn var í gangi í tvö og hálft ár að sækja sparifé venjulegs fólks í Bretlandi og Hollandi. Finnst þér í lagi að rústa fjárhag þess fólks?

Stjórnvöld hefðu einmitt mjög auðveldlega getað komið í veg fyrir Icesave sorgarsöguna. Hefðu þau VERIÐ VAKANDI!

Þú segir:

"Það er skýrt kveðið á í reglugerð ESB að einstök aðildarríki eru ekki í ábyrgð, hafi þau komið á kerfi (scheme) sem uppfyllir ákvæði tilskipunar ESB. "

Um þetta snýst málið. Ísland hafði ekki kerfi sem uppfyllti ákvæði tilskipunarinnar. ÞESS VEGNA er ríki ábyrgt fyrir lágmarkinu.

Skeggi Skaftason, 27.5.2010 kl. 22:56

28 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sæl Elle og Ómar.

Fyrri ríkisstjórn lofaði líka að tryggja allar innistæður á Íslandi og það er þar sem aðal vandinn er,það hefði aldrei átt að mismuna innistæðueigendum og jafnt yfir alla að ganga,það er ástæða fyrir því að það var reynt að berja þetta gegn og allt fór að skjálfa þegar samningnum var hafnað,því það sjá það allir að með því að tryggja allt hér en ekki erlendis er bara ekki réttlátt.Og ef við hefðum sæst á að borga lágmarkstrygginguna bæði hér og erlendis strax þá væri málið búið fyrir löngu.

Friðrik Jónsson, 27.5.2010 kl. 23:06

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skeggi.

Finnst þér gaman að fara í hringi?????

Pistill minn fjallaði um að siðmenningin leyfði ekki ótakmarkaða ríkisábyrgð, vegna þess að slík ábyrgð gæti rústa lífskilyrðum almennings, og þau gætu gert út um sjálfstæði þjóða.

Út frá þessu spratt umræðan sem endaði með þessari spurningu, þekkir þú til laga sem geta haft þessar afleiðingar????

Ég benti lauslega á pistli mínum, og hef farið ítarlegar í það í öðrum pistlum, að slík lög stæðust ekki annars vegar mannréttindaákvæði alþjóðlaga og þau ganga í berhögg við neyðarrétt þjóða sem tryggir að þjóðir mega grípa til þeirra ráðstafana sem þau telja nauðsynlegar til að tryggja fullveldi sitt og sjálfstæði.

Þú þóttist vita betur.  Komdu þá með rökstudd dæmi þar um  án þess að neyða mig til að peista til þín mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, mannréttindaskrá Evrópu, stofnsamþykkt Sameinuð þjóðanna, finna blogg Lofts þar sem hann ræðir ákvæði Vínarsáttmálans auk annarra gagna sem ég á i fórum mínum.  

Ríkisábyrgð smáríkja á innlánum stórþjóða eru dæmi um ótakmarkaða ábyrgð því engin efri tala er á fjölda þeirra reikninga sem gætu hugsanlega myndað stofn hennar.  

"Hefði" er ekki rök í málinu, að þetta og hitt hefði átt að gerast, þá hefði ekki komið til hinnar meintu ríkisábyrgðar.  Einföld rökhugsun ætti að fá þig til að fatta, að það dugar að ábyrgðin sé til staðar, og við ákveðin skilyrði gæti hún virkjast. 

Málið snýst ekki um neitt annað.  

Og þá verða menn að eiga svar hvernig á að innheimta þessa ábyrgð.  Sérstaklega í ljós mannréttindarákvæða sem banna ánauð og banna eignaupptöku.  Hvernig á að innheimta til dæmis 65.000 milljarða af íslensku þjóðinni, eða þeirri Lettnesku???  Það var ekkert í lagaumhverfinu sem bannaði stórbönkum að skrá höfuðstöðvar sínar hjá smáríkjum.

Hvaða bull er þetta í þér að spyrja mig hvort mér finnist það allt í lagi að rústa fjárhag þeirra sem lögðu inn á reikninga Landsbankans???  Hvað kemur það málinu við???  Á ég sem sagt að vera í ábyrgð fyrir alla þá sem tapa peningum á heimskreppunni????  Hvaða endemisvitleysa er þetta eiginlega?

Landsbankinn hafði rekstrarleyfi samkvæmt evrópskri löggjöf um fjármálastarfsemi á hinum innra markaði.  Hann hafði leyfi, ásamt öllum öðrum bönkum, til að taka við innlánum, og hann fór á hausinn eins og hundruð annarra banka á Vesturlöndum.  

Ertu sem sagt að meina að það hafi átt að banna honum að taka við innlánum árið 2006 vegna þess að hann fór á hausinn haustið 2008.  Hvernig áttu menn að sjá það fyrir 2006???  Með kristalkúlu?????????

Og að lokum Skeggi, það er lygi, eða rangfærsla hjá þér, þú ræður hvort er, að Ísland hafi ekki uppfyllt ákvæði tilskipunar ESB um innlánstryggingar.  Ísland fór í einu og öllu eftir viðkomandi tilskipun, enda var aldrei gerð ein einasta athugasemd af hálfu evrópska eftirlitskerfisins við framkvæmd íslenskra stjórnvalda á þeirri tilskipun.

Og hún var í fullu samræmi við framkvæmd annarra ríkja. 

Þekkir þú ekkert til efnisatriða málsins Skeggi áður en þú tjáir þig????  Hefur þú enga hugmynd um hvernig önnur lönd úrfærðu þessa tilskipun????

Kynntu þér það og komdu síðan með rök, ekki fullyrðingar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 23:23

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle, ef þú kíkir við,, þá mátt þú leiðrétta Friðrik.

Er þreyttur og er farinn að sofa.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 27.5.2010 kl. 23:24

31 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ómar:

"Og að lokum Skeggi, það er lygi, eða rangfærsla hjá þér, þú ræður hvort er, að Ísland hafi ekki uppfyllt ákvæði tilskipunar ESB um innlánstryggingar. Ísland fór í einu og öllu eftir viðkomandi tilskipun, enda var aldrei gerð ein einasta athugasemd af hálfu evrópska eftirlitskerfisins við framkvæmd íslenskra stjórnvalda á þeirri tilskipun.

Og hún var í fullu samræmi við framkvæmd annarra ríkja. "

NEI. Þetta er rangt hjá þér. Þú ert nú meiri kjáninn. Það stendur svart á hvítu í tilskipuninni að sjóður skal ábyrgjast 20.000 ECU. Það er alls ekkert gert ráð fyrir því að það fé sé allt til á hverjum tíma í sjóðnum. Sé það ekki til þegar þarf að taka þarf sjóðurinn að taka lán. AÐ SJÁLFSÖGÐU þarf ríkið að sjá til þess að sjóðurinn geti fengið slíkt lán!! Hvernig á hann annars að geta ábyrgst 20.000 ECU lágmarkið? Er það bara svona papírslágmark?!

Annars er ekkert að marka kerfið! OG þetta væri bara málamynda-tryggingasjóður! Sæmilega skynsamur maður getur séð þetta, með smá rökhugsun. Ekki saka mig um lygar! >:-(

"Landsbankinn hafði rekstrarleyfi samkvæmt evrópskri löggjöf um fjármálastarfsemi á hinum innra markaði. Hann hafði leyfi, ásamt öllum öðrum bönkum, til að taka við innlánum, og hann fór á hausinn eins og hundruð annarra banka á Vesturlöndum."

Bölvuð þvæla. Það fóru ekert "fleiri hundruð" bankar á hausinn. Kynntu þér í skýrslu RNA af hverju Landsbankinn treysti sér ekki til að færa Icesave í dótturfélag í Bretlandi. Sem bresk stjórnvöld beinlínis gengu eftir að yrði gert! En LÍ vissi að breska FSE (samsv. FME) myndi gera miklu meiri kröfur en hið íslenska! LÍ hafði m.ö.o. auðvitað ekkert sjálfkrafa rétt til að gera á Íslandi það sem hann gerði.

Kynntu þér málin maður!!

PS

Friðrik Jónsson hefur líka laukrétt fyrir sér.

Skeggi Skaftason, 28.5.2010 kl. 00:46

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skeggi Skaftason.

Þú hefur stundum vakið athygli mína fyrir mjög sérstakan stíl í innslögum þínum, á vissan hátt tekst þér að blanda saman yfirlæti og bulli þannig að betur verður ekki gert.  Oft spáð í hvernig þér tekst það. 

Innslag þitt hér að ofan sýnir skýrt af hverju þér tekst svona vel til, skortur á rökhugsun þjáir þig.  Þú virðist ekki skilja að það hvort ríki uppfyllir tilskipun á fullnægjandi hátt, fer eftir því hvort það fari eftir þeim ákvæðum sem er í tilskipuninni.  Þess vegna er það metið þegar  ríkin setja lög sem eiga uppfylla viðkomandi tilskipun. 

Það er ekki metið tíu árum seinna þegar gallar í tilskipuninni koma í ljós.

Hvernig veit ég að íslenska kerfið uppfyllir skilyrði Evrópusambandsins???

Jú, það hafa engar athugasemdir verið gerðar við íslensku lögin eins og ESA og framkvæmdastjórn ESB bar að gera ef þau uppfylltu ekki skilyrði tilskipunarinnar.  Ég veit það vegna þess að íslenska kerfið er keimlíkt öðrum kerfum sem líka eru án athugasemda. Ég veit  það vegna þess að þau lönd sem leyfa starfsemi útibúa frá Íslandi, þeim bar skylda samkvæmt tilskipun ESB  að kanna hvort íslenska kerfið væri fullnægjandi, annars  urðu þau að skylda íslensku útibúin að greiða í sína tryggingasjóði.  Hafir þú Skeggi Skaptason rétt fyrir þér, þá hafa stjórnvöld í viðkomandi löndum brugðist hlutverki sínu, og fjárfestar eiga því skaðabótarétt á hendur þeim.

En þú hefur ekki rétt fyrir þér Skeggi Skaptason.  Þú getur ekki rökstudd mál þitt einu orði.  Þú segir "AÐ SJÁLFSÖGÐU þarf ríkið að sjá til þess að sjóðurinn geti fengið slíkt lán!!" en þú getur ekki fundið orðum þínum stað í tilskipun ESB um innlánstryggingar.

Ég ætla aftur á móti að vitna í mann sem hefur þekkingu á málum.  Maðurinn heitir Richard Porters, forseti Royal Economic Society, " The institutional and regulatory framework appears highly advanced and stable. Iceland fully implements the directives of the European Union's Financial Services Action Plan (unlike some EU member states)». "

Hefðir þú farið í mál við íslenska tryggingasjóðinn árið 2006, Skeggi Skaptasons, með þeim rökum að hann uppfyllti ekki tilskipun ESB, þá hefðir þú verið dæmdur hálfviti, það er ekki flóknara en það.

Hvað bankahrunið mikla varðar, þá er ótrúlegt að þú hafir ekki fengið fréttir af því.  Sannarlega hafa yfir hundrað bankar fallið í Bandaríkjunum einum.  Þrír af fjórum stærstu bönkum Bretlands þurftu ríkisaðstoð til að forðast falli.  Sama gildir um banka í mörgum öðrum löndum Vesturlanda. Ríkisstjórnir margra landa hafa slakað á skilyrðum gagnvart verðmati eigna svo bankar viðkomandi landa uppfylli reglur um lágmarks eiginfjárgrunn.  Sú slökun er fín leið til að viðurkenna ekki þær staðreyndir að þeir eru gjaldþrota.  Þar að auki hafa almannasjóðir í mörgum löndum tekið yfir "slæmar" eignir, svo bankastofnanir þeirra uppfylli þessi skilyrði.

Bankakerfið féll, það vita það allir.  

Aðeins ígrip ríkisvaldsins bjargaði því frá algjöru hruni, hvort það tekst á eftir að koma í ljós.

En að láta eins og vandinn hafi aðeins verið bundinn við Ísland, það er heimska Skeggi Skaptason.

En hún fer þér reyndar mun betur en skeggið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 10:26

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Grunnhugsun þín er röng.  Það er ekkert réttlæti í því að nota skattpeninga almennings í að tryggja innstæður í öðrum löndum.  Slíkt hefur aldrei verið gert áður í mannkynssögunni hjá öðrum ríkjum.  

Af hverju ættu Íslendingar að vera fyrstir til þess??? 

Skattpeningar vaxa ekki á trjánum og það þarf ríka ástæðu til að eyða þeim í annað en lögbundið hlutverk þeirra er.  Stjórnvöld vestrænna ríkja tóku upp á því að ábyrgjast innstæður í bankakerfum sínum upp að vissu marki eftir Kreppuna miklu.  Það var gert til að tryggja að ótti yrði ekki til þess að fella banka sem annars stæðu þokkalega, líkt og gerðist í Kreppunni miklu.

Réttlætingin var að það væri hagur allra þegna viðkomandi lands að til staðar væri starfshæft bankakerfi.  Slík réttlæting er ekki til staðar gagnvart bankakerfum annarra landa.  

Enda hefur ekki nokkrum manni eða nokkurri þjóð dottið í hug að gera slíkt.  

Reglur Evrópusambandsins hljóðuðu ekki upp á ríkisábyrgð þjóða á innlánum, þær kváðu á um stofnsetningu tryggingakerfa sem fjármálastofnanir sjálfar fjármögnuðu.  Þess vegna náði ábyrgðin yfir landamæri, ekki var um skattfé almennings að ræða.

Og eftir þeim reglum á að fara, það á ekki að búa til ríkisábyrgð eftir á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 10:36

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jón Valur.

Ég sé að þú notaðir tækifærið til að hnýta í Bestu vini mína.  Skil reyndar rök þín ágætlega, hef svo sem sjálfur haldið þeim fram hér og þar.  

Ekki ætla ég að sannfæra þig um það ljós sem alltí einu kviknaði á peru minni.  

En hvernig heldur þú að það fari með IcEsave málið ef fjórflokkurinn, og þá sérstaklega VG og Samfó fá rassskellingu í Reykjavík??

Hefur þú einhverja trú á að stjórnin lifi flengingu af?????

Deyi þessi ríkisstjórn, þá deyr ICEsave málið, það er ekki flóknara en það.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 10:43

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, Halldór, Helga.

Þakka ykkur stuðninginn.  Það er alltaf gott að vita að það eru fleiri en ég sem sjá fáráð þess að láta saklausan almenning bera syndir auðmanna.  

Réttur okkar til lífs, og mannsæmandi lífskjara, er ekki sjálfgefinn.  Hann þarf að verja, verja gegn ásælni þeirra sem telja sig hafa þann rétt að skattleggja almennings eins og þeim sýnist, til að greiða það sem þeim dettur í hug.

Það var til lítils að losna við ofurvald aðals og konungs, til að fá yfir sig nýja yfirstétt sem telur sig ekki þurfa að lúta guðs og manna lögum.  

Sumt einfaldlega má ekki.

ICEsave er eitt af því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 10:47

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þar sem ég hef nú fylgst nokkuð vel með þssu máli, þá man eg að fyrir einhverjum mánuðum voru menn sérstaklega að biðja um álit ESA og Per Sanderud.  (minnir að ma. hafi verið beðið um það á þessu bloggi.)  Og menn töldu augljóst að ESA mundi fallast á ísl "spekingatúlkunina" enda evrópulög þeim megin.

Nú er álit ESA komið og þeir útskýra afar vel hvernig evrópulög virka þessu viðvíkjandi.  Og það breytir hverju?

ESA fer lið fyrir lið yfir hugdettu 2-3 "lagasnilla" á ísl. að nóg hafi verið að koma upp sjóði en uppfylla megintilgang og markmið direktífisins, þ.e. greiða bætur ef á reyndi - það vær nú bara óþafi!

Þeir útskýra í smáatriðum afhverju þetta heldur engu vatni með tilvísun í laga og regluverk og dómafordæmi ECJ.

Málið er, eins eg hef marg, margbent á, að útlegging hinna 2-3 ísl. "lagasnilla" er með fádæmum grunn og með ólíkindum ef þekking þeirra er ekki meiri en þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2010 kl. 12:34

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Onei nafni minn, en takk samt fyrir að lesa blogg mitt.

Ákall mitt eftir honum Per var til að koma málinu í lögbundinn farveg réttarríkisins.

Og fá dóm Evrópudómsins en EFTA dómurinn getur ekki úrskurðað i svona grundvallarmáli án þess að leita álits hans.

Það er nú ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2010 kl. 12:55

38 identicon

Breskir og þeirra FSA vinna faglega og mismuna ekki !

http://www.landsbankiguernseysavers.co.uk/GordonBrown.html

The FSA did not, in the proper spirit of the Basel standards, the MoD between us, the assurances provided to us, and the confirmation provided to us, open and maintain a dialogue with the Commission that would have enabled a strategy to be agreed which could have protected the interests of the depositors in LGL as well as the interests of the depositors in Heritable. Instead, the unilateral actions of the UK authorities in placing Heritable into administration and removing all retail depositors from Heritable jeopardised the interests of the LGL depositors (some 33% of which by value are based in the UK) whilst protecting the retail depositors of Heritable. The FSA acted in this way in full knowledge of the Commission's concerns. The FSA must have been aware that its actions would effectively destroy the commercial viability of Heritable and LGL and their reputations. In addition the FSA must have been aware that its actions would make it virtually impossible to achieve a normal work-out of the loan portfolios, therefore making it much less likely that LGL's depositors would be repaid in full.
http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200809/cmselect/cmtreasy/144/144iii39.htm 

http://www.fsa.gov.uk/pubs/mou/mou_guernsey.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:51

39 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég er sammála að almenningur á ekki að borga og vil sjá þetta fara fyrir dómstóla,svo sé ég enga réttlætingu í því að borga fyrir innistæðueigendur hér 100% heldur ( enginn er að bæta mér 100% mitt tap því það er í steypu ).

Ég er meðvitaður um trygginga reglurnar og einnig um þann raunveruleika að þetta endar sem pólitísk ákvörðun,enda eru atvinnupólitíkusar hér ákveðnir í því að semja.

Þannig að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála 

Friðrik Jónsson, 29.5.2010 kl. 09:03

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Og það er gott sammál.

Kveðja og góðan Eurovision dag.

Ómar Geirsson, 29.5.2010 kl. 10:40

41 identicon

Ef maður á að vera raunsær, þá eru því miður litlar líkur á því að við vinnum málið fyrir dómi... ekki ómögulegt en litlar. Kannski álíka líkur og að Hera Björk vinni Eurovision. Spurningin er hvort við viljum taka áhættuna, því dómurinn gæti verið harður, og við yrðum lagalega að fylgja honum. Er fólk tilbúið til þess?

Bjarni (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 5335
  • Frá upphafi: 1326881

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 4735
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband